Færsluflokkur: Evrópumál

Mikil óánægja með ESB í Bretlandi

6a00d83550306a69e20115709bc04d970b-320wiNý og ítarleg skoðanakönnun um viðhorf til ESB, sem gerð var á vegum The TaxPayers Alliance í Bretlandi, leiðir í ljós mikla andstöðu við Lissabon sáttmálann (62% á móti, 28% með). Svarendur eru jafnframt andsnúnir upptöku Evru (75% á móti, 23% með) en andstaðan við Evru hefur ekki mælst svo mikil áður.

Rétt er að taka fram að samtök skattgreiðenda í Bretlandi telja að Brussel sé komið með of mikið vald yfir málefnum landsins.

Svarendur eru ekki sannfærðir um að Bretland hafi meiri áhrif á sín mál með því að vera í sambandinu.

Spurning númer 10 í könnuninni hljómar þannig á íslensku:

Q10 Hvor setningin er meira sannfærandi að þínu mati?

(a) Að færa vald til ESB í þeirri von að hafa áhrif á sambandið hefur verið reynt í áratugi og ESB fær sífellt meira vald yfir lífi Breta en notar það illa. Við ættum að taka vald til baka í stað þess láta sífellt meira af hendi.

(b) Með því að vera hluti af ESB getum við haft áhrif á stefnu sambandsins í þágu Bretlands og stöðvað vöxt stórríkisins. Eina leiðin til að hafa áhrif á klúbbinn er að vera meðlimur í honum, að segja sig úr honum væri stórslys.

Setning (a) fékk stuðning 60% aðspurðra en 37% aðspurðra völdu setningu (b).  ESB sinnar hafa lengi verið sannfærðir um að (b) sé rétt, en almenningur virðist ekki vera á sama máli.

Í greinargerð með könnuninni er draga aðstandendur eftirfarandi ályktun:

People do not buy the fundamental argument that we need to give away control of trade policy and economic regulation in order to trade with the EU.

Einmitt það.


Innistæðulaus hræðsluáróður í Noregi

dag_seierstad_ingressbildeDag Seijerstad, sérfræðingur í Evrópumálum hjá Norsku Nei Til EU samtökunum flutti erindi á opnum fundi í Háskólatorgi í dag. Hann sagði meðal annars frá því að í aðdraganda síðari þjóðaratkvæðagreiðslunnar árið 1994 hafi ESB sinnar spáð mikilli óáran ef þjóðin samþykkti ekki ESB samninginn.

ESB sinnar básúnuðu að ef Noregur gengi ekki í ESB myndi allt þetta gerast: Norska krónan ætti enga framtíð, vextir myndu hækka, erlendir fjárfestar forðast Noreg og landið einangrast og verða einhverskonar "Albanía norðursins". 

Niðurstaða þjóðaratkvæðisins varð samt sú að aðild var hafnað. Í kjölfarið styrktist krónan, vextir fóru að lækka, erlent fjármagn og fjárfestar sýndu Noregi síst minni áhuga en áður og í fyrra var Noregur tilnefndur í hóp 10 áhrifamestu þjóða í þróun heimsmála. 

Hrakspár ESB sinna reyndust gjörsamlega innistæðulausar.


Innganga í ESB þýðir minni áhrif fyrir Ísland í samfélagi þjóðanna

OASCountries1Ísland hefur verulega hagsmuni af því að treysta alþjóðleg tengsl hjá alþjóðastofnunum. Hagsmunir okkar eru á mörgum sviðum í alþjóðlegri samvinnu. Eins og er hefur Íslenska þjóðin góða möguleika á að koma eigin sjónarmiðum milliliðalaust á framfæri. Við inngöngu í ESB mun hinsvegar draga verulega úr sýnileika og áhrifum Íslands á alþjóðasviðinu enda sér ESB að mestu um utanríkismál sinna aðildarríkja.  

Aðildarríki ESB eru reyndar áfram aðilar að Sameinuðu Þjóðunum, WTO og fleiri stofnunum en koma ekki sjálf að samningaborðinu. ESB sér um milliríkjasamninga fyrir hönd sinna aðildarríkja. Hlutverk aðildarríkjanna er að styðja þá stefnu sem ESB mótar. 

Það má vera ljóst að ef Ísland gengur í ESB þá munu áhrif okkar í samfélagi þjóðanna minnka verulega. Samband okkar við alþjóðasamfélagið verður gegnum Brussel.


Hafa EFTA ríkin engin áhrif á ESB löggjöf?

Margir halda því fram að Ísland sem EFTA ríki hafi engin áhrif á löggjöf sem kemur frá ESB.  Við skoðun á EES samningnum, einkum gr. 99 og gr. 100 kemur hins vegar skýrt fram að EFTA ríkin skulu höfð með í ráðum. Framkvæmdastjórn ESB er skylt að leita ráða hjá sérfræðingum EFTA ríkjanna við undirbúning að nýrri löggjöf sem EES samningurinn tekur til.

99. gr.

1. Þegar framkvæmdastjórn EB hefur undirbúning að nýrri löggjöf á sviði sem samningur þessi tekur til skal hún óformlega leita ráða hjá sérfræðingum EFTA-ríkjanna á sama hátt og hún leitar ráða hjá sérfræðingum aðildarríkja EB við mótun tillagnanna.

2. Þegar framkvæmdastjórnin sendir ráði Evrópubandalaganna tillögur sínar skal hún senda afrit af þeim til EFTA-ríkjanna.

Fyrstu skoðanaskipti skulu fara fram í sameiginlegu EES-nefndinni óski einhver samningsaðila þess.

3. Á þeim tíma sem líður fram að töku ákvörðunar í ráði Evrópubandalaganna skulu samningsaðilar, í samfelldu ferli upplýsingaskipta og samráðs, ráðgast hver við annan í sameiginlegu EES-nefndinni að beiðni einhvers þeirra á öllum tímamótum á leið að endanlegri töku ákvörðunar.

4. Samningsaðilar skulu starfa saman af heilum hug á upplýsinga- og samráðstímabilinu með það fyrir augum að auðvelda ákvarðanatöku í sameiginlegu EES-nefndinni í lok meðferðar málsins.

 

Þessi grein veitir Íslandi greiðan aðgang að framkvæmdastjórn ESB frá upphafi til loka undirbúningsferlis að nýrri löggjöf. Ráðherranefnin metur hvort hún nýtir sér þau ráð sem sérfræðingar Íslands leggja til, en hafnar eflaust því sem ekki er talið nýtilegt við lagagerðina. Það verður að teljast mikil bjartsýni að ráðleggingar Íslands vegi eitthvað þyngra eftir inngöngu í ESB. Við erum nú þegar með fullan tillögurétt á lagasamningarstiginu og bætir litlu við þótt við fengjum 0.06% atkvæðarétt í þinginu.

100. gr.

Framkvæmdastjórn EB skal tryggja sérfræðingum EFTA-ríkjanna eins víðtæka þátttöku og unnt er á viðkomandi sviðum við undirbúning á drögum að tillögum er síðar eiga að fara fyrir þær nefndir sem eru framkvæmdastjórninni til aðstoðar við beitingu framkvæmdarvalds hennar. Í þessum málum skal framkvæmdastjórn EB, þegar hún gengur frá tillögum, ráðgast við sérfræðinga EFTA-ríkjanna á sama grundvelli og hún ráðgast við sérfræðinga aðildarríkja EB.

Í þeim tilvikum þegar mál er til meðferðar hjá ráði Evrópubandalaganna í samræmi við starfsreglur sem gilda um viðkomandi nefnd skal framkvæmdastjórn EB koma áliti sérfræðinga EFTA-ríkjanna á framfæri við ráð Evrópubandalaganna.

 

Þessi grein tryggir sérfræðingum frá EFTA ríkjunum eins víðtæka þátttöku og unnt er og skyldar framkvæmdastjórn ESB til að ráðgast við EFTA ríkin á sama grundvelli og við ESB ríkin.

Það er vonandi öllum ljóst af lestri greina 99 og 100 að Ísland hefur MJÖG mikla möguleika til að hafa áhrif á lagasetningu framkvæmdastjórnar ESB. Nánast til jafns við ESB ríkin sjálf. Það er vandséð að áhrif okkar aukist nokkuð við það að fá 0.06% atkvæða.

gosiÁ vef Samfylkingarinnar segir neðarlega á þessari síðu.

Vissir þú:

... að Íslendingar þurfa nú þegar samkvæmt EES-samningnum að taka upp þrjá fjórðu hluta þeirrar löggjafar sem felst í Evrópusambandsaðild – en hafa engin áhrif á efni hennar?


Að yfirlögðu ráði og í sátt

einbahn

Sumar ákvarðanir eru svo mikilsháttar og afgerandi að þær skyldi aðeins taka að undangenginni vandlegri yfirvegun og í samráði við alla sem hlut eiga að máli. Ákvörðunin um hvort sækja skuli um aðild að ESB er einmitt slík ákvörðun.

Hávær minnihluti þjóðarinnar hefur fyrir löngu tekið afstöðu til ESB og virðist telja óþarft að gefa samlöndum sínum ráðrúm til að mynda sér skoðun á málinu. Fyrst skuli sótt um aðild að ESB og svo athugað hvort nokkur sé á móti. Minnihlutinn vill stytta sér leið fram hjá lýðræðinu. 

Það er hinsvegar ekkert sjálfsagt að ganga til samninga við stórveldi um framsal sjálfstæðis þjóðarinnar til þess eins að kanna hvað "okkur bjóðist" í staðinn. Svo illa stödd erum við ekki.

Það er ekkert sjálfsagt að leggja í 500-800 milljóna kostnað við samninga sem þjóðin hefur ekki áhuga á. Hver sem endanleg tala verður eru þetta gríðarmiklir fjármunir sem mætti nota í miklu þarfari hluti. ESB sinnar telja sanngjarnt að deila þessum kostnaði með þjóðinni. Hvaða réttlæti er í því?

Samningar við ESB eru ákaflega mannfrekt verkefni og stendur í langan tíma. Fjöldi manns úr ráðuneytum, ýmsir sérfræðingar og hagsmunasamtök verða kölluð að verkinu. Á sama tíma er gerð sú krafa að margir þessir sömu aðilar leggi nótt við dag við meira aðkallandi verkefni.  Björgun heimila og fyrirtækja landsins þolir enga bið. Það er ekkert sjálfsagt að lama getu okkar til að sinna brýnustu verkefnum með ótímabærri aðildarumsókn.

Það er vel hægt að kanna hvað "okkur býðst" án þess að sækja um aðild. Allir sáttmálar og lög ESB liggja fyrir. Vilji menn vita hvert ESB stefnir á næstunni má lesa það í Lissabon sáttmálanum. Hvað varðar varanlegar undanþágur fyrir Ísland hafa fulltrúar ESB margsinnis sagt að Ísland fái engar meiriháttar undanþágur.

Það er ekki víst að þjóðin vilji ganga í ESB jafn vel þótt varanlegar undanþágur fáist. Í hugum margra snýst þetta ekki um hagsmuni heldur sjálfstæði og sjálfstæði er ekki söluvara.

ESB hlýtur að geta boðið upp á könnunarviðræður án aðildarumsóknar. Í öllum viðskiptum er venja að menn kanni fyrst óformlega hvort það sé nokkur samningsgrundvöllur áður en gengið er til samninga. 

Það vekur reyndar furðu mína og efasemdir um góðan ásetning að ESB skuli taka það í mál að hefja aðildarviðræður við þjóð sem hefur augljóslega ekki tekið málefnalega afstöðu til umsóknar. Þjóð sem er ósammála en knúin í viðræður af háværum minnihluta. Hvað segir þetta okkur um ESB?

Fyrir þá sem eru á móti ESB en treysta algerlega á það að samningur verði felldur í þjóðaratkvæði  þá vil ég benda á að ESB er vel trúandi til að samþykkja þær undanþágur sem þarf til að tryggja rétta útkomu og skjóta innlimun Íslands í sambandið. Eftir innlimum vinnur tíminn með ESB. Í framtíðinni munu án efa koma upp "óheppilegar" aðstæður þar sem hagsmunir Íslendinga felast í því að gefa eftir undanþágur sínar í skiptum fyrir eitthvað sem þá þykir brýnna. Undanþágur eru til trafala fyrir ESB til lengdar. Munum að útganga úr ESB verður ekki í boði hversu illa sem okkur, eða afkomendum okkar líkar.

Það að ganga til samninga er miklu stærra skref en ESB sinnar vilja viðurkenna. Þegar samningar eru hafnir er lestin komin af stað og skriðþunginn er mikill. Allir sem að samningum koma munu keppast við að sannfæra sjálfa sig og aðra að þetta séu bestu mögulegu samningar. Að hafna samningi sem búið er að fjárfesta hundruði milljóna í að undirbúa er ekkert annað en neyðaraðgerð.

Aðeins ein þjóð, Norðmenn, hefur staðist prófið og hafnað aðildarsamningi í þjóðaratkvæði. 

 


Er Ísland að brjóta EES samninginn?

eesEES samningurinn kveður á um að fjármagnsflutningar skuli vera óheftir milli aðildarlanda. Nú eru verulegar hindranir á fjármagnsflutningum til og frá landinu og því eðlileg spurning hvort þær séu brot á  samningnum. Ég hef heyrt fullyrt að ESB samningurinn sé í hættu vegna þessa og vildi því kanna hvort það gæti verið.

Í 4. kafla EES samningsins eru hinsvegar nokkuð rúmar reglur um verndarráðstafanir sem aðildarríki mega grípa til ef aðstæður krefjast þess. 

43. gr. 2. Leiði fjármagnsflutningar til röskunar á starfsemi fjármagnsmarkaðar í aðildarríki EB eða EFTA-ríki getur hlutaðeigandi samningsaðili gripið til verndarráðstafana á sviði fjármagnsflutninga.
43. gr. 4. Eigi aðildarríki EB eða EFTA-ríki í örðugleikum með greiðslujöfnuð eða alvarleg hætta er á að örðugleikar skapist, hvort sem það stafar af heildarójafnvægi í greiðslujöfnuði eða því hvaða gjaldmiðli það hefur yfir að ráða, getur hlutaðeigandi samningsaðili gripið til verndarráðstafana, einkum ef örðugleikarnir eru til þess fallnir að stofna framkvæmd samnings þessa í hættu.

Andi samningsins virðist því vera sá að aðilar megi grípa til verndarráðstafana ef þær reynast nauðsynlegar. 


Óðagot veit ekki á gott

Hvers vegna allt þetta óðagot? Hvers vegna að þröngva þjóðinni í aðildarumsókn í stað þess að leggja fyrst málið upp, kynna staðreyndir, hvetja til skoðanaskipta? Hvað hafa ESB sinnar að óttast ef ESB er svona augljóslega besti kosturinn í stöðunni?

Hvers vegna þurfum við að taka ákvörðun í flaustri sem varðar alla framtíð og komandi kynslóðir?

Það er búið að telja þjóðinni trú um að ekkert komi í ljós fyrr en í aðildarviðræðum, en þá komi allt í ljós og þá geti menn gert upp hug sinn vel upplýstir.

Hið sanna er að aðildarviðræður hefjast aðeins með umsókn.  Allar þjóðir sem hafa sótt um aðild, hafa náð samningi. 

Náist samningur hlýtur hann að teljast ásættanlegur af þeim sem hafa umboð til samninga (ríkisstjórn og ESB). Hún mun því leggjast á árarnar með ESB að selja þjóðinni samninginn sem ásættanlega niðurstöðu.

Ríkisstjórnin, ESB og ESB sinnar munu reka áróður fyrir að samningurinn verði samþykktur í þjóðaratkvæði. Það verður ójafn leikur.

Aðeins ein þjóð, Norðmenn, hefur staðist slíkan þrýsting og það mjög naumlega. En Norðmenn voru ekki hnípin þjóð í vanda eins og Íslendingar er nú.

Ef við sækjum um núna verður aldrei hlutlaus umræða um kosti og galla aðildar. 

Hlutlaus umræða getur aðeins átt sér stað ef fram fer tvöföld þjóðaratkvæðagreiðsla. Umræðan þarf að eiga sér stað áður en Ríkisstjórnin hefur sótt um og náð samningi. Þetta vita ESB sinnar og þess vegna vilja þeir sækja strax um. í óðagoti.

Munum að við erum að fjalla um eina stærstu ákvörðun í sögu þjóðarinnar. Við þurfum að vanda okkur, megum ekki stytta okkur leið um of - við berum ábyrgð gagnvart komandi kynslóðum. 


Er herskylda í ESB?

Eu_armyÍ Lissabon sáttmála Evrópusambandsins, (Hluti 2, Grein 42, Bls. 36) er kveðið á um skyldu aðildarríkja til að leggja af mörkum til sameiginlegra varna og öryggismála ESB. Ekki verður því annað séð en að ESB sé hernaðarbandalag og ekkert aðildarríki geti setið hjá eða borið við hlutleysi. Hér eru skoðaðar lagagreinar sem gætu varðað herskyldur Íslands innan ESB.

Section 2. - Article 42: 1. The common security and defence policy shall be an integral part of the common foreign and security policy. It shall provide the Union with an operational capacity drawing on civil and military assets. The Union may use them on missions outside the nion for peace-keeping, conflict prevention and strengthening international security in accordance with the principles of the United Nations Charter. The performance of these tasks shall be undertaken using capabilities provided by the Member States.

Samkvæmt þessu ætlar ESB að hafa sameiginlega öryggis og varnarstefnu og hún skuli vera hluti af sameiginlegri utanríkis og varnarstefnu Sambandsins. Sambandið skal hafa getu til að grípa til aðgerða (hernaðar) utan Sambandsins, í ýmsu skyni en þó í samræmi við sáttmála Sameinuðu Þjóðanna. Aðildarríkin skulu útvega það sem þarf til (hernaðar)aðgerða.

Málfærið í kaflanum er mjúkt,  notuð eru orð eins og "tasks" og "operations", "capacity" "capabilities" í stað hugtaka eins og "forces", "war", "army", "weapons".

Section 2. - Article 42: 3. Member States shall make civilian and military capabilities available to the Union for the implementation of the common security and defence policy, to contribute to the objectives defined by the Council. Those Member States which together establish multinational forces may also make them available to the common security and defence policy.

Member States shall undertake progressively to improve their military capabilities. The Agency in the field of defence capabilities development, research, acquisition and armaments (European Defence Agency) shall identify operational requirements, shall promote measures to satisfy those requirements, shall contribute to identifying and, where appropriate, implementing any measure needed to strengthen the industrial and technological base of the defence sector, shall participate in defining a European capabilities and armaments policy, and shall assist the Council in evaluating the improvement of military capabilities.

Í þessum tölulið er tekið fram að aðildarríki skuli leggja til bæði borgara og hermenn til Sambandsins til að framkvæma sameiginlega öryggis og varnarstefnu þess OG þeirra markmiða sem ráðherraráðið skilgreinir síðar. Aðildarríkin skulu líka sjá til þess að bæta stöðugt hernaðargetu sína.

Af ofangreindu virðist ljóst að ef Ísland gengur í ESB þá er það að ganga í hernaðarbandalag og er ekki lengur hlutlaust ríki.

Erum við reiðubúin til að kalla herskyldu yfir okkar börn og börn þeirra?

Ef það væru engar líkur á að til hernaðar komi þá væri engin ástæða fyrir ESB að hafa þessar greinar um hervæðingu í Lissabon sáttmálanum. - En þær eru þarna.


ESB þarf meiri völd

Það kemur sífellt betur í ljós að ESB getur ekki starfað eðlilega nema miðstýring og samræming sé aukin.

Hvernig getur nokkur verið mótfallinn því að ESB sjái um fjármálaeftirlit fyrir aðildarríkin? Þetta virðist allt mjög sjálfsagt og til góðs. En í hvert sinn sem ESB tekur til sín nýjan málaflokk þurfa aðildarríkin að reiða sig á Brussel um æ fleiri ákvarðanir.

Hver getur útilokað að í framtíðinni komi upp vandamál sem varða til dæmis öryggismál, orkumál eða fæðuöryggi?

Ef slíkt hendir gætu leiðtogar ESB neyðst til að kalla eftir sameiginlegum ESB her, miðstýringu orkumála og tryggu aðgengi að mat (fiski) fyrir þegna ESB. 

bureaucracy

 


mbl.is Vill evrópskt fjármálaeftirlit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig líður þeim í ESB?

Rakst á könnun á viðhorfi til ESB meðal þegna ESB, sem framkvæmd var af TNS og náði til rúmlega 17.000 þátttakenda í 27 aðildarlöndum ESB. Niðurstöðurnar gefa nokkra hugmynd um hversu ánægðir þegnar ESB eru með sambandið. Könnunin var gerð í mars árið 2007 meðan allt lék í lyndi:

75% aðspurðra vildu þjóðaratkvæði um alla nýja samninga sem gefa ESB aukin völd. Í Bretlandi var hlutfallið 83%. 

Þetta er merkilegt þar sem Lissabon sáttmálin var einmitt ekki settur í þjóðaratkvæði nema í örfáum löndum, en var þess í stað samþykktur af þingi hvers lands fyrir sig.

28% telja að ESB ætti að fá meiri áhrif en nú er og fleiri ákvarðanir ætti að taka í Brussel. 23% telja að ESB hafi mátuleg áhrif.  41% telja að ESB hafi of mikil áhrif og ríkin eigi að fá meiri völd yfir eigin málum. Það hlutfall var reyndar 58% í Bretlandi.

Það er greinilegt að almenningur í ESB er ekki á sama máli og Brussel í þessum efnum. Brussel hefur verið að sækja sér meiri áhrif og færa sig inn á stöðugt fleiri svið. Lissabon sáttmálinn er gott dæmi.

49% þegna í löndum sem tekið hafa upp Evru vill fá gamla gjaldmiðilinn sinn aftur en 47% vill halda Evrunni. Meirihluti fyrir Evru áfram er í 6 af 13 evruríkjum.

Þetta kemur mest á óvart. Þegar þessi könnun var gerð í upphafi árs 2007 þegar allt virtist í stakasta lagi. Fróðlegt væri að vita hvort Evran hefur orðið vinsælli síðan þá. 

Í aðildarríkjum sem ekki hafa tekið upp Evru myndu 11 af 14 löndum hafna upptöku Evru í þjóðaratkvæði. Í Bretlandi er andstaðan mest eða 77%. Aðeins Rúmenía, Danmörk og Malta myndu segja Já við Evru.

Hvers vegna er svona lítill áhugi á Evru?

Nánari niðurstöður: http://www.openeurope.org.uk/research/mainfindings.pdf

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband