Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál
25.9.2011 | 01:28
Lissabon sáttmálinn fegraður í þýðingu
Lissabon sáttmálinn hefur verið þýddur á Íslensku. Sáttmálinn lýsir réttindum og skyldum aðildarríkja í smáatriðum. Þess vegna er mikilvægt að þýðingin sé vönduð og nákvæm en því miður virðist það markmið ekki hafa náðst. Hér eru nokkur dæmi:
2. KAFLI, SÉRTÆK ÁKVÆÐI UM SAMEIGINLEGA STEFNU Í UTANRÍKIS- OG ÖRYGGISMÁLUM, 1. ÞÁTTUR ALMENN ÁKVÆÐI, 24. gr :
Þau skulu forðast að gera nokkuð það sem vinnur gegn hagsmunum Sambandsins eða kynni að skaða áhrif þess sem afls í þágu samheldni í alþjóðasamskiptum.
"They shall refrain from any action which is contrary to the interests of the Union or likely to impair its effectiveness as a cohesive force in international relations."
Þetta er rangt þýtt því "Cohesive force in international relations" þýðir samheldið afl í alþjóðasamskiptum, en alls ekki afl í þágu samheldni í alþjóðasamskiptum.
XXI. BÁLKUR ORKUMÁL 194. gr.
1. Með tilliti til stofnunar og starfsemi innri markaðarins og með skírskotun til þarfarinnar á að varðveita og bæta umhverfið skal stefna Sambandsins í orkumálum miða að því, í anda samstöðu meðal aðildarríkjanna, að:
a) tryggja starfsemi orkumarkaðarins,
b) tryggja öryggi í orkuafhendingu í Sambandinu,
"(b) ensure security of energy supply in the Union; "
Þetta telst röng þýðing því supply þýðir framboð en ekki afhending Lið b) ætti því frekar þýða þannig "tryggja öryggi orkuframboðs í Sambandinu." Aðildarríki eru hér að samþykkja að Brussel taki ákvarðanir um öruggt orkuframboð (auðlindina) en ekki bara örugga afhendingu orku.
I. BÁLKUR FLOKKAR OG SVIÐ VALDHEIMILDA SAMBANDSINS 3. gr.
1. Eftirtalin svið skulu falla undir fullar valdheimildir Sambandsins: a) tollabandalag, b) setning nauðsynlegra samkeppnisreglna vegna starfsemi innri markaðarins, c) peningamálastefna fyrir þau aðildarríki sem hafa evru sem gjaldmiðil, d) verndun lífrænna auðlinda hafsins innan sameiginlegu sjávarútvegsstefnunnar, e) sameiginleg viðskiptastefna.
"1. The Union shall have exclusive competence in the following areas: "
Exclusive þýðir að sambandið sé alfarið einrátt um þessa málaflokka. Sem mætti þýða "Sambandið skal hafa óskiptar valdheimildir á eftirfarandi sviðum". Þetta skiptir máli því aðildarríkin eru hér að samþykkja að lúta einhliða ákvörðunum ESB í þessum flokkum.
C. YFIRLÝSINGAR AÐILDARRÍKJANNA
... og Evrópudagurinn 9. maí verða áfram í þessum löndum tákn samfélags borgara í Evrópusambandinu og tengsla þeirra við það.
"... and Europe day May 9th will for them continue as symbols to express the sense of community of the people in the European Union and their allegiance to it."
Orðið allegiance" getur þýtt: obligation, commitment, devotion, faith og loyalty. Þarna er á ferð yfirlýsing um hollustu við Evrópusambandið en ekki bara "tengsl" við það.
Finnst einhverjum fleirum en mér að þessar þýðingavillur séu best til þess fallnar að láta þennan grundvallarsáttmála Evrópusambandsins líta út fyrir að vera eitthvað ásættanlegri en hann er í raun og veru?
Íslensk þýðing: http://www.utanrikisraduneyti.is/media/esb/lissabon-sattmali/Lissabon-heildarskjal.pdf
Enska útgáfan: http://eur-lex.europa.eu/LexUriServ/LexUriServ.do?uri=OJ:C:2010:083:FULL:EN:PDF
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 01:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (46)
11.3.2011 | 19:45
Allt misskilningur hjá Moody's ?
Tímasetningin álitsins er grunsamleg en niðurstaðan undarlegri. Það stenst ekki að ríki sem tekur á sig auknar fjárhagsbyrðar teljist þar með betri lántakandi.
Þegar rýnt er í fréttatilkynningu Reuters um álit Moody's blasir skýringin við:
Moody's said that if the current bill is rejected, the issue could have to be settled in court. This could take a long time and cost Iceland more than the 50 billion Iceland crowns ($426 million) the government believes to be the maximum tab the Icelandic taxpayer will have to pick up under the current deal.
Sjá: http://uk.reuters.com/article/2011/02/23/iceland-rating-idUKLDE71M1GP20110223
Ekki ber á öðru en að Moody's telji að VERSTA mögulega niðurstaða Icesave samningsins fyrir Íslendinga sé aðeins 50 milljarðar króna. Það væri óskandi. Hið rétta er að versta niðurstaða samningsins gæti vel numið hátt í 250 milljörðum. Til þess þyrftu heimtur aðeins að versna um 15% og gengi krónunar að veikjast um 1% á ársfjórðungi.
Því miður er ekki er hægt að sjá af fréttini hvaða útkomur Moody's gefur sér verði dómstólaleiðin farin af viðsemjendum.
Nú er spurning hvort Ríkisstjórn Íslands hafi séð ástæðu til að leiðrétta þennan alvarlega misskilning hjá Moody's?
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
10.2.2011 | 11:48
Viðtalið við Lárus Blöndal
Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi kunna að fá bakþanka vegna þeirra vaxtakjara sem þau hafa boðið Íslendingum í Icesave-deilunni. Lárus Blöndal hæstaréttarlögmaður og fulltrúi stjórnarandstöðunnar í samninganefnd Íslands um Icesave, segir það umfram hans væntingar að náðst hafi saman um þau vaxtakjör sem Íslendingum bjóðast í samningnum.Lárus áréttar að íslenska samninganefndin líti þannig á að Bretar og Hollendingar taki þátt í fjármagnskostnaði með Íslendingum. Þeir kynni málið hins vegar þannig heima fyrir að þeir séu að fá endurgreitt lán.Undir þeim formerkjum lítur mjög sérkennilega út að þeir skuli samþykkja að fá endurgreitt lán með 2,64 prósenta vöxtum meðan lán sem Írum bjóðast eru með 5,8 prósenta vöxtum. Þetta getur augljóslega valdið vandræðum og Lee Buchheit [formaður samninganefndar Íslands] hefur haft af því áhyggjur hvernig þetta muni þróast þegar fleiri lönd þurfa fjárhagslega fyrirgreiðslu,
Lárus og telur, að eftir því sem vikurnar líði aukist hættan á að Bretum og Hollendingum detti í hug að betra sé að komast út úr málinu frekar en að búa til fordæmi sem aðrar þjóðir gætu vísað í.
Það kæmi mér mjög á óvart ef Bretar og Hollendingar væru tilbúnir til að setjast niður aftur,
- Beita landsmenn hræðsluáróðri og blekkingum í þeirri von að þeir samþykki vondan samning í þjóðaratkvæðagreiðslu, eða
- Setja fyrirvara við samninginn sem gerir áhættuna viðráðanlega og líklegt væri að landsmenn samþykki í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
3.1.2011 | 19:40
Icesave: Þriðja leiðin leysir vandann
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (59)
25.12.2010 | 17:20
Er Grænland í hættu?
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.9.2010 | 10:49
Hvenær fáum við skoða reglur ESB klúbbsins á íslensku?
Segja má að Lissabon sáttmálinn innihaldi leikreglur ESB klúbbsins. Hann er nýjasti sáttmáli Evrópusambandsins og byggir á stjórnarskrá þess sem tók reyndar aldrei gildi enda var henni hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslum í Frakklandi og Hollandi.
Þótt Lissabon sáttmálinn sé nánast samhljóða hinni óvinsælu stjórnarskrá ESB þá var ákveðið að bera hann ekki undir þjóðaratkvæði í aðildarríkjunum. Ekki er víst að íbúar aðildarríkjanna hefðu samþykkt sáttmálann og framkvæmdastjórn ESB taldi greinilega vissara að láta ekki á það reyna.
Þjóðþing aðildarríkjanna samþykktu flest sáttmálann nema í Írlandi en írsk lög kröfðust þjóðaratkvæðis. Svo fór að írska þjóðin hafnaði sáttmálanum. ESB breytti þá sáttmálanum lítillega, efldi kynningarstarfið verulega og ári síðar var kosið aftur. Þá sögðu Írar já og Lissabon sáttmálinn varð staðreynd.
Þess má reyndar geta að þjóðþing aðildarlandana fengu aldrei að sjá Lissabon sáttmálann í heild sinni áður en þau samþykktu hann. Þess í stað var sáttmálinn lagður fram sem 3000 breytingatillögur við óteljandi eldri lagagreinar. Því verður vart trúað að margir hafi lesið eða skilið efnið og kannski var það einmitt ætlun forystumanna ESB að sem fæstir gætu kynnt sér það.
Nú er hægt er að finna Lissabon sáttmálann á netinu á erlendum málum en Utanríkisráðuneytið hefur af einhverjum ástæðum ekki séð ástæðu til að þýða þessan mikilvæga sáttmála sambandsins á Íslensku eða kynna hann þjóðinni. Öll töf á þýðingu sáttmálans á Íslensku styttir að sjálfsögðu þann tíma sem Íslendingar hafa til að kynna sér og skiptast á skoðunum um grundvallarleikreglur ESB klúbbsins. Er það kannski meiningin?
Utanríkisráðuneytið hefur ekki enn getað upplýst hvenær Lissabon sáttmálinn verður aðgengilegur á Íslensku.
Í lokin er rétt að velta því fyrir sér hversu margir af þeim þingmönnum sem studdu aðildarumsókn Íslands í ESB höfðu áður lesið og skilið Lissabon sáttmálann?
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
1.9.2009 | 17:04
Greinin sem Morgunblaðið birti ekki
Meðfylgjandi er grein sem ég sendi Morgunblaðinu nokkrum dögum áður en alþingi greiddi atkvæði um umsókn inn í Evrópusambandið. Greinin var af einhverjum ástæðum aldrei birt sem var auðvitað mjög leitt. Hér kemur greinin í heild sinni.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 2.9.2009 kl. 09:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
24.8.2009 | 11:32
Meiri hræðsluáróðurinn
Verum skynsöm. Það er augljóst að Ísland verður sniðgengið í nokkur ár af þeim sem hafa tapað peningum á að fjárfesta hér - hvort sem við samþykkjum Icesave eða ekki.
Verum skynsöm. Höfnum Icesave annars skuldum við 700 milljörðum meira en áður og það hjálpar ekki að laða að fjárfesta.
Fylgst náið með framvindu Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
12.8.2009 | 11:30
Fincancial Times á móti ICESAVE
Í gær birti breska dagblaðið Financial Times ritstjórnargrein um ICESAVE málið undir fyrirsögninni "In the same boat". Það sem er fréttnæmt er að tónn greinarinnar er allt annar en sá sem Steingrímur J og Jóhanna hafa verið að búist við. Hér er ekki vottur af ásökun eða vantrausti á Ísland, þvert á móti er varað við því að þjóðin sé látin axla þessar byrðar. Financial Times eru hreinlega á móti ICESAVE samningnum.
In the same boat
Published: August 11 2009 22:52 | Last updated: August 11 2009 22:52
When the Dutch and British governments clinched Icelands agreement to reimburse savers in Icesave, the now-defunct overseas branch of Landsbanki, they did not count on the ire of Icelandic voters. The deal, stuck in an Althingi committee, is unlikely to gain the Icelandic parliaments approval.
All sides are playing hardball. Icelands government sees the deal as essential to repair Icelands links with the rest of the world. It worries that economic lifelines from Nordic neighbours and the International Monetary Fund will be undermined by the lack of an agreement with Holland and the UK who refuse to budge.
The £3.3bn Reykjavik agreed to reimburse is a paltry sum for most countries, but it amounts to more than £10,000 for each citizen of the subarctic island. This economic burden about half a years economic output for compensating overseas savers is similar to the cost to the British government of tackling a UK recession less severe than Icelands.Some compare the plan to the Versailles treatys harsh demands of Germany. A better analogy is the 1982 Latin American debt crisis, in which even Chile, poster boy of Chicago School economics, saw the state take over a mountain of private debt. A decade of stagnation followed.
The same could be in store for Iceland.Would that benefit anyone? It would alienate the Icelandic people, already angered by Gordon Browns use of anti-terror laws to freeze Icelandic assets. Icelanders support for the recent application to join the European Union is rapidly cooling. The risk is an Iceland geopolitically adrift with its strategic location and important natural resources. Russia is no doubt paying attention: it was the first to offer Iceland economic assistance.
Moreover, there is a joint interest in bringing to light any murky dealings behind the bank collapse. A less confrontational relationship could foster collaboration on investigation and recovery of assets which Iceland does not have the resources to carry out alone.
There is plenty of blame to go around, beyond latter-day Viking raiders who built brittle financial empires. Icelandic voters repeatedly elected a government bent on unleashing financial liberalisation while letting regulators sleep on duty. But Dutch and UK authorities could have seen that Icesaves high yields were only as safe as Icelands ability to cover deposits.
With more even burden-sharing for clearing up the mess, good neighbourliness may prove to bring more than its own reward.
Heimild: FT.com: http://www.ft.com/cms/s/0/bf7cbbae-86c0-11de-9e8e-00144feabdc0.html?nclick_check=1
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.8.2009 | 00:05
Gauti B. Eggertsson og ógeðsdrykkurinn ICESAVE
Dr. Gauti, sem er yngri bróðir Dags, varaformanns Samfylkingarinnar kallar Icesave samninginn ógeðsdrykk sem verður að kyngja. Ef það verði ekki gert telur hann að allt fari á versta veg samanber eftirfarandi upptalningu:
EES samningurinn er í húfi og þar með gífurleg útflutningsverðmæti.
Samskipti okkar við norðurlönd.
Allar lánalínur.
Lánshæfnismat íslenska ríkisins, sem hefur bein áhrif á lánshæfni allra íslenskra fyrirtækja.
Samskipti við fjölmörg fjármögnunarbatterí eins og Þróunarbanka Evrópu sem fjármagnar orkuverin að einhverju marki.
Öll fyrirgreiðsla alþjóða gjaldeyrissjóðsins.
Og svo framvegis
Hætt er við algeru frosti í viðskipum okkar við útlönd.
Kannski er eitthvað hægt að klóra eitthvað í bakkann um þennan ömurlega samning -- sem ég játa að mér lýst ömurlega á -- en mér sýnist enginn kostur annar í stöðunni. Það verður að samþykkja hann. Sorrý.Þetta er ógeðsdrykkur sem verður að kyngja.
Hagfræðidoktorinn segir ennfremur að ábyrgð þeirra manna, sem ætli að fella samninginn, sé afskaplega þung og mikil.
Þeir verða að skýra út vegvísana í þeirri háskaför sem við tekur ef samningurinn fellur.
Eitt er víst, Ríkisstjórnin er þá fallinn ef icesave fellur á Alþingi. Ef nokkrir þingmenn VG ætla að fella samninginn, verða þeir að útskýra hvernig hin nýja ríkisstjórn lítur út. Það er á þeirra ábyrgð að mynda starfhæfa ríkisstjórn með Framsókn, Sjálfstæðisflokki og Borgarhreyfingunni.
Um hvað yrði nýja ríkisstjórnin? Icesave, jú það er væntanlega málið að fella þann samning? Og svo yrði líklega fyrsta verk hinnar nýju ríkisstjórnar að draga til baka umsókn í ESB? Væri það óneitanlega táknrænt um einangrun landsins. Kannski rétt að segja sig úr nato líka og sameinuðu þjóðunum? Taka bjart í sumarhúsum á þetta?
Fara að snúa sér aftur að því að lifa á harðfiski, hákarli, slátri og sviðakjömmum?
Það er gagnlegt að skoða þessa ógnvekjandi upptalningu nánar og kanna hversu líklegt sé nú að þetta færi eins og Gauti óttast.
EES samningurinn í húfi?
Hvers vegna? Sá samningur er alls ekki í húfi þótt við höfnum ICESAVE því EES lög hafa ekki verið brotin á nokkurn hátt. Ísland hefur einmitt farið að lögum ESB um tryggingasjóð innistæðna í öllum atriðum. Það er hvergi sagt í þeim lögum að það skuli vera ríkisábyrgð á tryggingasjóði.
Samskipti okkar við Norðurlönd?
Við þurfum að upplýsa frændur okkar á norðurlöndum um það hvers vegna íslenskum heimilum ber ekki að ábyrgjast skuldir einkabanka. Ríkisstjórnin hefur frá upphafi látið undir höfuð leggjast að halda uppi okkar málstað í þessu máli en það er ekki of seint að bæta úr því. Norðurlandabúar munu ekki taka afstöðu með því að íslenskur almenningur verði beittur órétti.
Allar lánalínur?
Færeyjingar settja engin skilyrði fyrir lánum. Pólverjar ekki heldur. Svíar hafa tekið sérstaklega fram að lánin frá þeim megi alls ekki renna í ICESAVE hítina. AGS mun lána enda er það hagsmunamál allra þeirra sem eiga inni fé á Íslandi.
Lánshæfismat ríkisins og fyrirtækja?
Lánshæfismat mun einmitt versna ef við bætum ICESAVE skuldinni (500-1000 milljarðar) við þessa 2000 milljarða sem við skuldum í erlendum gjaldeyri. Það stangast á við heilbrigða skynsemi að halda öðru fram.
Samskipti við fjölmörg fjármögnunarbatterí eins og Þróunarbanka Evrópu?
Kannski, kannski ekki. Ég hef ekkert heyrt um að þessi batterí setji skilyrði um að Ísland taki á sig ICESAVE.
Öll fyrirgreiðsla Alþjóða gjaldeyrissjóðsins?
Nei, sá sjóður hefur aldrei sagt að Ísland þurfi að samþykkja ICESAVE enda væri það óhæfa. Bretar og Hollendingar beita eflaust þrýstingi en það mun ekki duga til lengdar. Ísland hefur uppfyllt ÖLL skilyrði sem AGS hefur sett um fyrirgreiðslu. Við megum ekki gleyma því að AGS er hér til að gæta hagsmuna kröfuhafa og þeir felast í því að lána ríkinu og halda því að verkáætlun AGS.
Hætt er við algeru frosti í viðskiptum við útlönd?
Þetta er með ólíkindum ólíklegt. "Útlönd" munu aldrei setja viðskiptabann á Ísland þótt það eigi í lögfræðilegum ágreiningi við tvö ríki. Það er ekki gripið til slíkra þvingana almennt. Bretland og Holland gætu ákveðið að setja einhverskonar þvinganir á Ísland en það er afskaplega ólíklegt enda á eftir að reyna dómstólaleiðina.
Ríkisstjórnin fellur?
Er þetta slæm afleiðing eða góð? Ég held bara að við gætum ekki fengið verri ríkisstjórn en þá sem hefur látið gæluverkefnið ESB og ógeðsdrykkinn ICESAVE ganga fyrir því að takast á við raunveruleg vandamál.
Draga aftur ESB umsókn og einangra landið?
Þetta er bull. Sviss drógu aftur sína ESB umsókn, eða settu hana í bið fyrir mörgum árum og hafa ekki einangrast mjög mikið frá umheiminum við það. Það er ótrúlega heimskulegt af Doktornum að halda því fram að Ísland muni einangrast við það að draga ESB umsóknina til baka. Hvað þá að stinga upp á því að Ísland gangi úr NATO eða sameinuðu þjóðunum. Lýsir bara rökþroti.
Fara að snúa sér aftur að því að lifa á harðfiski, hákarli, slátri og sviðakjömmum?
Harðfiskur, hákarl, slátur og svið er með því besta sem ég fæ og ég óttast ekki að borða meira af þessu í nokkur ár meðan réttmætar skuldir eru greiddar niður.
Að lokum: Ein spurning til Dr. Gauta
Dr Gauti telur ógeðsdrykkinn Icesave greinilega girnilegri en harðfisk en væri hann þá kannski til í að flytja fljótlega heim frá New York og hefja skattgreiðslur á Íslandi með okkur hinum. Skuldirnar eru nægar til skiptana.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 00:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)