Umsögn: Peningavaldið og stjórnarskráin

Umsögn til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar 12. 12 2012: 

Peningavaldið - Umsögn um frumvarp til stjórnarskipunarlaga um stjórnarskrá lýðveldisins Íslands. Þingskjal 510 - Mál nr. 415.


Með peningavaldi er átt við valdið til að búa til peninga, eða ígildi peninga, og setja í umferð.

Ógætileg meðferð peningavaldsins er vafalítið ein af höfuðástæðum hrunsins og má færa rök fyrir því að ný stjórnarskrá fjalli um peningavaldið og hvernig skuli koma í veg fyrir að því verði misbeitt.

Stjórnarskrá þarf einnig að gera greinarmun á valdi til útgáfu og úthlutunar nýrra peninga en þessi tvö valdsvið mega ekki vera á sömu hendi.

Það hlýtur að teljast alvarlegur galli á stjórnarskrárfrumvarpinu að í því sé ekki gerð tilraun til að koma böndum á peningavaldið.

GREINARGERÐ

Taumlaus peningamyndun er meginorsök hrunsins
Við einkavæðingu viðskiptabankanna árið 2002 færðist peningavaldið að mestu leiti frá ríkinu til eigenda bankanna. Á næstu fimm árum ríflega fimmfölduðu einkabankarnir peningamagn í umferð. Sú aukning var gersamlega úr samhengi við vöxt þjóðartekna og afleiðingin var hrun gjaldmiðilsins.

Enn hefur ekkert verið gert til að koma peningavaldinu í skjól fyrir sérhagsmunum. Enn hafa einkabankarnir aðstöðu til að búa til peninga og ákveða hver skuli fá nýja peninga. Verði þessu ekki breytt, mun það halda áfram að bitna á landsmönnum með verðbólgu, vaxtabyrði, óstöðugleika og skuldsetningu.

Viðskiptabankar búa til ígildi peninga með útlánum
Viðskiptabankar eru í aðstöðu til að skapa ígildi peninga með útlánum. Viðskiptabanki skapar ígildi peninga með því að veita lán og afhenda lántakanda innstæðu í stað seðla. Innstæðuna býr bankinn til úr engu. Innstæðan er í raun loforð bankans um að afhenda seðla hvenær sem óskað er. Innstæðan er handhægari en seðlar og lántaki og allir aðrir líta á innstæðu í banka sem ígildi peninga, enda er hægt að nota þær til að greiða skuldir og jafnvel skatta.

Peningamyndun er skattheimta
Bankinn hagnast mjög á því að búa til ígildi peninga, því hann greiðir litla sem enga vexti á innstæðuna en innheimtir hins vegar markaðsvexti á útlánið. Íslenskir bankar hafa búið til 1.000 milljarða með þessum hætti og nema tekjur banka af vaxtamun inn- og útlána tugum milljarða árlega.

Banki sem eykur eigið fé sitt um 2 milljarða getur búið til 25 milljarða af nýjum innstæðum og lánað þær út (miðað við 8% eiginfjárkröfu). Þegar veitt eru ný lán myndast innlán sem eru nýir peningar og rýra verðgildi þeirra peninga sem fyrir eru. Innstæður í bönkum eru í minna mæli óverðtryggðar en útlán og bankar græða því á rýrnun þeirra.

Fái bankar að beita peningavaldinu í eigin þágu, er ekki við öðru að búast en þeir leggi sig alla fram um að auka gróða sinn af vaxtamun og verðbólgu, þótt það verði á kostnað alls almennings.

Alþjóðlegt vandamál
Sama fyrirkomulag peningamála er við lýði í nær öllum löndum. Peningavaldið er víðast hvar komið í hendur einkaaðila. Afleiðingin er nánast taumlaus peningaprentun. Vaxtabyrði þjóða af því að hafa gjaldmiðil sinn að láni frá einkabönkum þyngir í sífellu skuldabyrði þeirra. Svo er komið að alvarleg skuldakreppa ríkir í heiminum og á torgum stórborga safnast almenningur saman til að mótmæla ráðaleysi stjórnvalda.

Peningavaldið tilheyrir þjóðinni
Taka þarf peningavaldið frá viðskiptabönkunum og skipta því upp milli seðlabanka og ríkisstjórnar landsins.

En það nægir ekki að koma peningavaldinu til ríkisins, einnig þarf að tryggja tvískiptingu valdsins til að draga úr freistnivanda.

Seðlabanki fari með útgáfuvald peninga
Seðlabankinn gefur í dag út seðla og mynt, en þessir miðlar eru sáralítið notaðir í viðskiptum. Bankainnstæður (rafrænir peningar) búnar til af einkabönkum eru uppistaðan í peningamagni landsins. Bankar skapa peninga með útlánum og nær allt fé í landinu er myndað með þessum hætti og ber vexti sem greiðast bönkum. Þessu þarf að breyta.

Aðeins Seðlabanki ætti að hafa leyfi til að búa til peninga fyrir  fyrir hagkerfið og hann getur gert það án skuldsetningar.

Seðlabanki á að meta og stýra því hve mikið peningamagn er í hagkerfinu á hverjum tíma, út frá þjóðhagslegum markmiðum eins og verðbólgu, sjálfbærum hagvexti, atvinnuleysi og fleiri þáttum.

Ríkisstjórn fari með úthlutunarvald peninga
Í dag ákveða bankar hverjum skuli afhenda nýtt fé og til hvers það skal notað. Hagsmunir bankans ráða þar för, þótt nýir peningar rýri alla peninga sem fyrir eru í kerfinu.

Þar sem nýir peningar valda kostnaði hjá öllum almenningi, er eðlileg krafa að nýjum peningum sé ráðstafað með lýðræðislegum hætti. Ríkisstjórn er best til þess fallin og getur gert það með fjárlögum.

Nánari upplýsingar um peningavald og skiptingu þess má finna á www.betrapeningakerfi.is

Virðingarfyllst


Frosti Sigurjónsson
rekstrarhagfræðingur

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Frosti.

Takk fyrir að setja umsögn þína inn á Facebook.

Hér að neðan eru athugasemdir mínar við tvö lykilatriði í framsetningu þinni:

1. Áhrif einkavæðingar viðskiptabankanna á peningamyndun í gegnum útlánastarfsemi.

2. Áhrif peningamyndunar á raunvirði peninga í umferð.

Varðandi lið 1 segir í umsögn þinni:

Við einkavæðingu viðskiptabankanna árið 2002 færðist peningavaldið að mestu leiti frá ríkinu til eigenda bankanna. Á næstu fimm árum ríflega fimmfölduðu einkabankarnir peningamagn í umferð. Sú aukning var gersamlega úr samhengi við vöxt þjóðartekna og afleiðingin var hrun gjaldmiðilsins.

Umsögn mín.

Einkavæddir bankar starfa innan ákveðins reglugerðarramma sem stjórnvöld setja. Það er því ekki sjálfgefið að einkavæðingin ein og sér hafi verið forsenda hrunsins 2008. Vandinn var hins vegar sá að íslenzk stjórnvöld hafa aldrei sýnt vilja eða getu til vitrænnar stjórnunar á nýsköpun peninga í hagkerfinu.

Árið 1989 reiknaðist mér til að útlánaþensla í bankakerfinu á undangengnum áratug hafi numið 3450% - þetta er ekki prentvilla!

Vissulega var þetta gjörsamlega úr samhengi við vöxt þjóðartekna og afleiðingin var síminnkandi raunvirði krónunnar.

Á undanfarandi áratug var - ótrúlegt en satt - útlánaþenslan í bankakerfinu nánast sú sama, eða um 3450!

Með öðrum orðum, óstöðugleiki krónunnar er ekki sprottinn af eignarhaldi bankakerfisins heldur glórulausri peningastjórnun.

Hitt er annað mál, að einkavæðing bankanna að hætti XD og XB á síðasta áratug lyfti glóruleysinu í áður óþekktar hæðir.

Varðandi nýsköpun peninga segir þú:

Þegar veitt eru ný lán myndast innlán sem eru nýir peningar og rýra verðgildi þeirra peninga sem fyrir eru.

Umsögn mín.

Þetta var skoðun fremstu hagfræðinga Bretlands, þeirra James Mill og David Ricardo, um og upp úr aldamótunum 1800.

Jeremy Bentham, sem vann úr grunnhugmyndum Adam Smith um málið, var á annarri skoðun, en James Mill réði því að skrif Benthams voru ekki gefin út eins og til stóð í kringum árið 1810.

Handrit Benthams voru loks gefin út í kringum 1950 - og er nánst öruggt að nútíma peningahagfræði væri ekki í því ástandi sem raun ber vitni ef niðurstöður Benthams hefðu fengist birtar á sínum tíma.

Bentham - líkt og Keynes 120 árum síðar - taldi nýsköpun peninga hafa mismunandi áhrif eftir innkomu þeirra í hagkerfið.

Nýskapaðir peningar sem auka umsvif í framleiðslugeiranum eru af hinu góða hvað varðar þjóðarframleiðslu.

Nýskapaðir peningar sem auka eftirspurn eftir vörum og þjónustu er hins vegar verðbólguhvati - slíkir peningar minnka raunvirði þeirra peninga sem fyrir eru í hagkerfinu.

Niðurstaða:

Vitræn peningastjórnun felst í nýsköpun peninga sem eykur umsvif í framleiðslugeiranum, minnkar atvinnuleysi og eykur framleislu innan reglugerðarramma þar sem viðeigandi þak er sett á nýsköpun peninga á hverjum tíma.

Gunnar Tómasson (IP-tala skráð) 13.12.2012 kl. 02:25

2 Smámynd: Sigurður Antonsson

Aðeins ein frétt í dag á Morgunblaðinu segir allt um ógætilega meðferð peningavaldsina. Vaxtaútgjöld ríkissjóðs vegna nýjustu björgunaraðgerða til handa Íbúðarlánasjóði verður allt að 600 milljónir á ári. Vitleysan endalausa.

SÍS veldið féll á sínum tíma fyrir eigin hendi ef svo má segja. Óheft útlán frá ríkisbönkum og verðtrygging lagði báknið að velli. Ríkisstjórnir hafa hvað eftir annað orðið að fara frá eða ekki fengið endurkosningu vegna eigin skatta og peningastefnu. Umræðan um efnahagsmál og fjárlög eru því eitt mikilvægasta tæki sem við höfum til að breyta hlutunum.

Sigurður Antonsson, 13.12.2012 kl. 07:48

3 identicon

Það vekur vonir um nýja og betri tíma að sjá svona skrif,

 hjá Frosta Sigurjónssyni, og athugasemd Gunnars Tómassonar

Peningar sem eru settir út í hagkerfið, fari í uppbyggingu til framtíðarnota. jg

Ámynning - Eignirnar færðar úr fasteigninni yfir í töluna sem bankinn skrifaði í tölvuna hjá sér. 

"Nýskapaðir peningar sem auka umsvif í framleiðslugeiranum eru af hinu góða hvað varðar þjóðarframleiðslu. "

"Nýskapaðir peningar sem auka eftirspurn eftir vörum og þjónustu er hins vegar verðbólguhvati - slíkir peningar minnka raunvirði þeirra peninga sem fyrir eru í hagkerfinu. ¨

"Vitræn peningastjórnun felst í nýsköpun peninga sem eykur umsvif í framleiðslugeiranum, minnkar atvinnuleysi og eykur framleislu Gunnar Tómasson"

Jónas Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 13.12.2012 kl. 09:12

4 identicon

 Viðbót við athugasemd mína hér fyrir ofan.

Þessa undirstrikuðu setningu þarf að skoða vel.

það er í lagi að búa til peninga til að greiða starfsfólki laun til að framleiða, byggja, og þjónusta, það er allt sem er til gagns fyrir þjóðfélagið.

Ónotaður hugur eða hönd, er tap fyrir þjóðfélagið, okkur. jg

Bóndabær

"Nýskapaðir peningar sem auka eftirspurn eftir vörum og þjónustu er hins vegar verðbólguhvati - slíkir peningar minnka raunvirði þeirra peninga sem fyrir eru í hagkerfinu. ¨

Jónas Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 13.12.2012 kl. 09:40

5 Smámynd: Júlíus Björnsson

Það er sjálfgefið þegar ríki eru stofnuð að Stofnunin Ríkið Persóna að lögum hefur einokunarvald á markaðssetningu reiðfjár innan lögsögu.  Það er misjafnt hvort Bankar sem þjóna Ríkinu, við markaðssetningu reiðufjár og taka við skattagreiðslum og staðfesta debit eignir að hluta á móti Credit eignfé lándrottna lögaðila, séu skráðir beint á ríkið eða gerðir sjálfstæðir lögaðilar með auka eftirliti hlutahafafundar. 

Ríkið ákveður fasteignveðmat og ráðgerða hámarksverðbólgu, þess vegna er ríkið líka ábyrgt fyrir útlána aukningu sinna þjónustu aðila.  Regluverk sem skyldar þá til að eiga hreinar eignir í reiðufé fyrir sínum útlánum þegar um varsjóði er að ræða, sem er nauðsynlegt í ábyrgum Banka rekstri. Saman ber að framtíðar skuldir þroskaðs baka við aðra banka= lánadrottna eru alltaf verðtryggðar þá er eignfé hans það líka. Reglur leyfa ekki að banka láni öðrum bönkum óverðtryggðlán, það er lána með tapi.        

Fjárfestingar bankar [fianacial investment banks]  er með um 80% af heildar fjármálaveltu í Vestrænum ríkjum [Ísland ekki meðtalið] í meðalgengisári. Þess banka reka öllu veltu veðsöfn sín IRR óháð verðbólgu, óháð verðbólgu merkir hjá EU Seðlabanka að eiga alltaf fyrir henni, það er best með því að ráðgera ekki meiri verðbólgu en löglegt  er t.d. í EU max 25% á 60 mánuðum og hækka þá  útstreymið um meðtal liðinnar árs verbólgu hækanna [fyrir útgreiðslu arðs]. 

Bankar eru með fasta veltu að rúmmáli miðað við Þjóðartekjur og ríkið tryggir að þeir vaxi ekki öðrum yfir höfuð, til að allir sitji við sama borð á hverju ári.   Eiginfé banka eru eignir lándrottna á gjalddögum.

Tilráð til landráðs eru að greindra mati t.d samstaða ráðandi aðila á fjármálamarkaði [80% hér lífeyrissjóðir og íbúalánsjóður um 2000 ] er gera ráð fyrir meira enn 25% verðbólgu á 60 mánuðum, eða 150% á 30 árum. þess vegna eru hrein jafnveðskuldarlán til 30 ára 80% af 30 ára veðskuldum þar. Öllu sníða þau skammtíma verðbólgu sveiflur því af með að leggja á miðað við línulegan meðalvöxt genum fimm ára tímabil og lögleg hámörk Verðbólgu á öllum 5 árum.

USA reyndi að örva neyslu í Kalforníu eingöngu á sínum tíma, og slakaði á bakveðskröfum lándrottna, þá átti neyslu ráðstöfunar fé almennings þar að aukast án þess að neyslu verðlag hækkaði og það að skila meiri seldri framleiðslu PPP og líka auka eftirspurn eftir nýjum fasteignum sem skapaði þá skammtíma minnkun á atvinnuleysi en minna atvinnuleysi til langframa. Auka neyslufé almennings án þess að hækka kaupið: sennileg til að lögaðilar skiluðu meira umfram mælda verðbólgu. Lið sem keypti nýtt á ýmsum nýbygginga stöðum [locals] fékk að skila lyklum. Áhætta fylgir því að selja ný hverfi fyrstu 30 árinn : t:d. hvað tekju inn/út streymi verður þar. Svo tekur um 30 ár miðað stofnun á nýju veltuveðsafni að endurgreiða 97% af stofnfé til baka með 2,0% raunvaxta kröfu [flatir vextir] í IRR veðsöfnum. Þegar fór að líða að 2000 var neyslusamdráttur byrjaður að skila sér á Vesturlöndum, þar sem nýja millistéttir í þriðja heimum þurfa eitthvað til neyslu líka. Markmið Sameinuðu þjóðanna frá um 1970 er skýr að jafna lífskjör millistétta um alla jörðina , það jafngildir að jafna framboð og eftirspurn af því  sem selst almennt.  Samdráttur byrjaði svo að fullu eftir 2000.  Þeir sem voru þá að kaup nýtt á vesturlöndum lenda í skekkju því kaupið lækkar að raunvirði á undan fasteignaverðum.    

Ísland leggur ávöxtunar kröfu á allar fasteignaveðskuldir : sem átti að skila hámarks ávöxtun miðað við alla skammtíma áhættumarkaði í heimi, ef ég man rétt. 

Erlendis eru skýr skil á milli sub skammtíma áhættu fjármáveltu [secondary market] með 20% hlut í heildinni en fór að sög upp í 30% fram til 2000 í mörgum vestrænum stöndugum ríkjum, og financial investment banking sem er secure: þar eru lykil tölur framtíðar skuldir eða útborgunarbindisskylda við  við II veltu veðsöfn: 100% öruggra bakveða um 3,0% til  5,0%. Max raunvaxta krafa að veltu  því 2,0% eða  66% til 150% af eiginfé. Max í mestu góðæris árs uppgjörum.  10% ríkust erlendis tryggja að keppi um að raunvextir umfram verðbólgu er um 0.  Það hefur aldrei sannast að 2,0% múrinn yrði rofin hingað til á almennum mörkum sér í lagi. lögmenntað bændur Íslands  er greinlega ekki vel að sér í kauphallar málum erlendis eða muninum á veðbréfa og skuldarbréfa sölu til fjármögnunar lögaðila.    

Stjórnskrá í siðmentuðum ríkjum eru axioms, og af þeim eru leidd, lög og reglu og tilskipanir í farmhaldi.það er augljóst að því fleiri axiom því þyngri í vöfum verða allar breytingar og erfiðari fyrir 96% undir og í meðalagreind að skilja svo lögin , reglugerðirnar og tilskipanirnar sem sögð eru afleidd af frumskóginum af ráðstjórninni.   Indland er dæmi um stjórnskrá kerfi sem ekki er til fyrirmyndar. Stjórnskrá EU er í raun bæði axiom og grunnsetningar, til þess að auðvelda fjölgum Meðlima [sem vantar grunnlöginn].

Gordon Brown átti ekki auðvelt með að skilja að ráðandi markaðir hér væru ekki fjárfestingarsjóðir að erlendri fyrirmynd. 100% áhætta er jafngilt hruni.  Erlendis var hlutafallið komið í 30 % og þá gengur secondary market til baka .  Jöfnun lífskjara millistétta heimsins virðist  hafa gleymst í misskilningum á að eðli secondary og Prime market er ekki það það sama, eins og heilar sosialista.    

Hagvögstur mælist sem leiðrétt verðbólg. Hagvöxtur myndast á heimmarkaði eða með veði í framleiðslu annarra ríkja.  Til að auka hagvöxt á heimarkaði hækka ríki almennt kaup fyrst. Til að minnka innflutning má hækka skatta og vexti.

Júlíus Björnsson, 22.12.2012 kl. 19:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband