Hvenær fáum við skoða reglur ESB klúbbsins á íslensku?

picture_39.png
Nú er rúmt ár síðan Össur afhenti stækkunarstjóra ESB umsókn (Samfylkingarinnar) í Evrópusambandið. Hvað sem samningum og undanþágum líður þá snýst þetta mál fyrst og fremst um aðild Íslands að ESB.  Ef við eigum að móta okkur upplýsta afstöðu til aðildar þá þurfum við að skilja reglurnar eins og þær eru - en hvenær fáum við að sjá þær?

Segja má að Lissabon sáttmálinn innihaldi leikreglur ESB klúbbsins. Hann er nýjasti sáttmáli Evrópusambandsins og byggir á stjórnarskrá þess sem tók reyndar aldrei gildi enda var henni hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslum í Frakklandi og Hollandi.

Þótt Lissabon sáttmálinn sé nánast samhljóða hinni óvinsælu stjórnarskrá ESB þá var ákveðið að bera hann ekki undir þjóðaratkvæði í aðildarríkjunum. Ekki er víst að íbúar aðildarríkjanna hefðu samþykkt sáttmálann og framkvæmdastjórn ESB taldi greinilega vissara að láta ekki á það reyna.

Þjóðþing aðildarríkjanna samþykktu flest sáttmálann nema í Írlandi en írsk lög kröfðust þjóðaratkvæðis. Svo fór að írska þjóðin hafnaði sáttmálanum.  ESB breytti þá sáttmálanum lítillega, efldi kynningarstarfið verulega og ári síðar var kosið aftur. Þá sögðu Írar já og Lissabon sáttmálinn varð staðreynd.

Þess má reyndar geta að þjóðþing aðildarlandana fengu aldrei að sjá Lissabon sáttmálann í heild sinni áður en þau samþykktu hann. Þess í stað var sáttmálinn lagður fram sem 3000 breytingatillögur við óteljandi eldri lagagreinar. Því verður vart trúað að margir hafi lesið eða skilið efnið og kannski var það einmitt ætlun forystumanna ESB að sem fæstir gætu kynnt sér það.

Nú er hægt er að finna Lissabon sáttmálann á netinu á erlendum málum en Utanríkisráðuneytið hefur af einhverjum ástæðum ekki séð ástæðu til að þýða þessan mikilvæga sáttmála sambandsins á Íslensku eða kynna hann þjóðinni. Öll töf á þýðingu sáttmálans á Íslensku styttir að sjálfsögðu þann tíma sem Íslendingar hafa til að kynna sér og skiptast á skoðunum um grundvallarleikreglur ESB klúbbsins. Er það kannski meiningin?

Utanríkisráðuneytið hefur ekki enn getað upplýst hvenær Lissabon sáttmálinn verður aðgengilegur á Íslensku.

Í lokin er rétt að velta því fyrir sér hversu margir af þeim þingmönnum sem studdu aðildarumsókn Íslands í ESB höfðu áður lesið og skilið Lissabon sáttmálann?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Sæll Frosti og takk fyrir síðast,

Í skýrslu framkvæmdastjórnar ESB sem lögð var fyrir ríkjaráðstefnu ESB 27. júlí í sumar vegna upphaf samningaviðræðnanna kemur fram að....

(24 liður) Ísland mun verða að leggja fram þýðingar á regluverkinu á íslensku í tæka tíð fyrir aðild og verður að þjálfa nægilega fjölda þýðenda og túlka sem þörf er á til þess að starfsemi stofnana ESB geti gengið snurðulaust fyrir sig við aðild þess.

Þetta er tilskipun ESB til Össurar þannig að hann verður að hlýða. Væntanlega þýðir það að núna situr tugi ef ekki hundruð þýðenda sveittir við að þýða Lissabon sáttmálann. Spurning hvernig þeir túlka orðin ,,í tæka tíð fyrir aðild".

Jón Baldur Lorange, 20.9.2010 kl. 15:41

2 Smámynd: Frosti Sigurjónsson

Þakka þér fyrir þetta innlegg Jón Baldur. Það er semsé skylda að þýða þetta "í tæka tíð fyrir aðild" en það er þó ekki skylt að þýða þetta í tæka tíð fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna.

Samkvæmt Utanríkisráðuneytinu er þýðing ekki enn hafin á þessu grundvallarplaggi en hún mun þó vera áformuð.

Hraði þýðingar fer algerlega eftir því hvað margir þýðendur fara í verkið. Ekki hefur fengist svar við því hve margir myndu fara í þetta mikilvæga verkefni, hvenær því verður lokið, og ekki er heldur ljóst hver innan ráðuneytisins tekur ákvörðun um fjölda þýðenda.

Frosti Sigurjónsson, 20.9.2010 kl. 16:00

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Líka er brýnt, að ESB-textinn í þessari grein um hrikalegt löggjafarvaldsafsalið til Brussel verði tiltækur sem fyrst á íslenzku, svo að sem allra fæstum blandist hugur um, að þetta getum við ekki samþykkt – og þar með ekki "aðild að ESB"

(= innlimun). – Með baráttukveðju til ykkar,

Jón Valur Jensson, 20.9.2010 kl. 16:12

4 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég er alveg viss um að fáir á Alþingi hafi lesið Lissabon sáttmálan. Ég held að það sé hollara að draga Umsóknina um aðild að ESB til baka enda er hún ekki lögleg.

Valdimar Samúelsson, 21.9.2010 kl. 09:19

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég er sammála Valdimar. Umsóknin með öllu því, sem henni fylgir, stenzt ekki ákvæði stjórnarskrárinnar um að löggjafarvaldið skuli vera INNAN LANDS, ekki utan!

Jón Valur Jensson, 21.9.2010 kl. 14:15

6 identicon

En ef skjalið væri þýtt yfir á íslensku myndu andstæðingar ekki bara kvarta yfir því að það væri verið að eyða svo miklum pening í þýðinguna.

Annars þá eru öll lög þýdd á öll þjóðtungur allra 27 ríkja í sambandinu svo ef við værum þar inni væri þetta þýtt sjálfkrafa.

En þetta mun eflaust vera þýtt á íslensku.

Egill A. (IP-tala skráð) 22.9.2010 kl. 18:31

7 Smámynd: Frosti Sigurjónsson

Egill A. Já þetta verður allt þýtt á öll tungumál að lokum, en er ekki allt of seint að skilja reglur klúbbsins eftir að maður er genginn í hann? Sérstaklega ef dýrt er að ganga í klúbbinn og ýmsum vandkvæðum háð að ganga úr aftur.

Frosti Sigurjónsson, 23.9.2010 kl. 00:39

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Gott svar hjá Frosta.

Jón Valur Jensson, 23.9.2010 kl. 00:49

9 Smámynd: Haraldur Baldursson

ESB þyrfti að fá kynningu á herferðinni "Nei þýðir nei"
Ég ber þetta reyndar ógjarna saman því það starf var gríðarlega mikilvægt og tilefnið alvarlegt.
Í samhengi lýðræðis eru þessar endurteknu kosningar ESB þó vissulega líkar nauðgun.

Haraldur Baldursson, 24.9.2010 kl. 12:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband