Innganga í ESB þýðir minni áhrif fyrir Ísland í samfélagi þjóðanna

OASCountries1Ísland hefur verulega hagsmuni af því að treysta alþjóðleg tengsl hjá alþjóðastofnunum. Hagsmunir okkar eru á mörgum sviðum í alþjóðlegri samvinnu. Eins og er hefur Íslenska þjóðin góða möguleika á að koma eigin sjónarmiðum milliliðalaust á framfæri. Við inngöngu í ESB mun hinsvegar draga verulega úr sýnileika og áhrifum Íslands á alþjóðasviðinu enda sér ESB að mestu um utanríkismál sinna aðildarríkja.  

Aðildarríki ESB eru reyndar áfram aðilar að Sameinuðu Þjóðunum, WTO og fleiri stofnunum en koma ekki sjálf að samningaborðinu. ESB sér um milliríkjasamninga fyrir hönd sinna aðildarríkja. Hlutverk aðildarríkjanna er að styðja þá stefnu sem ESB mótar. 

Það má vera ljóst að ef Ísland gengur í ESB þá munu áhrif okkar í samfélagi þjóðanna minnka verulega. Samband okkar við alþjóðasamfélagið verður gegnum Brussel.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Það er alltof stutt síðan að ég uppgötvaði síðuna þína en nú fylgist ég reglulega með henni. Mig langaði til að nota tækifærið og þakka þér fyrir þessa síðu.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 19.5.2009 kl. 01:26

2 identicon

Auðvitað myndi allt ferlið verða ógagnsæjara og allar boðleiðir myndu lengjast ef farið er í það að nota svona óskilvirkt skriffinnsku batterí sem millilið til þess að gæta okkar hagsmuna. 

Þess vegna er sú stefna að ganga í ESB einangrunar- og útkjálka stefna sem myndi skila okkur aftur á bak í mjög mörgu tilliti.

Eitt það hlæilegasta sem ég hef heyrt er að ef við göngum í ESB þá muni Íslendingar getað tekið að sér forystuhlutverk í því að breyta vondri og gjaldþrota Sjávarútvegsstefnu ESB.

Allir meira að segja skirffinnarnir sjálfir viðurkenna að sjávarútvegsstefna ESB hefur engu skilað og er einn óskapnaður sem allir hatast við og gera grín að og reyna að svíkja sem mest þeir meiga vegna þess að þeir sem vinna í kringum atvinnugreinina bera enga virðingu  fyrir endalausri heimskunni í tilskipununum og sýndarmennsku skrifræðisins. 

Svona skrifræðiskerfi langt frá vetvangnum sjálfum sem stjórnað er af stríðöldu sérfræðingastóði sem gefa tilskipanir og smíða endalausar reglur til þess að hafa vit fyrir fólkinu sjálfu, banna og passa. Slíku KERFI verður aldrei hægt að bjarga, hvorki utanfrá og því síður innan frá. 

Stórveldið Bretland ætlaði sér að reyna þetta sem eitt stærsta strandríki ESB og ein mesta fiskveiðiþjóðin. En það bar allt að sama brunni þeir hafa engu getað breytt og bæði sjómenn og útvegsmenn hata þetta óskilvirka kerfi sóunar og spillingar sem hefur dregið allann mátt og alla sköpun úr atvinnugreinininni og neytt alla þá sem þar starfa til að verða betlandi styrkþegar og bónbjargar menn.

Þegar stoltið og virðingin er farin er ekki mikið eftir !

KERFIÐ sjálft étur nefnilega börnin sín og lifir sínu sjálfstæða lífi.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 19.5.2009 kl. 09:23

3 Smámynd: Haraldur Baldursson

Það sem, etv. er mest um vert er að halda einbeitingunni á því hvað þjónar hagsmunum Íslands.
Þróun markaða
Það tekur tíma að þróa markaði góð vara gerir lítið ein og sér. Það er enginn sjálfvirkni sem skilar hennar í hillur smásala í öðrum löndum. Þróun á góðri vöru felst ekki eingöngu í því að láta hana líta vel út og virka.
ESB
Á meðan markaðir okkar eru að jafn stórum hluta (þekki reyndar ekki prósentuna) og raunin er í Evrópu, tel ég enn hæpið að henda EES út um gluggan.
ESB aðild hins vegar þjónar okkar hagsmunum ALLS EKKI. Til þess er viðbótin við EES afar lítil og takmarkanirnar og miklar. Málið er hins vegar að við verðum að horfa lengra en til Evrópu með markaði. Hvort NAFTA er svarið get ég ekki dæmt um og reyndar efast ég um það. Tvíhliðasamningar við NAFTA, eða kannski frekar ríkjanna í NAFTA hljóma meira freistandi.
Norðurlönd
Norðurlöndin eru og verða okkur áfram mikilvæg, bæði þau sem eru innan og þau sem eru utan ESB. Það samband þarf að rækta áfram.
Asía
Kína, Indland og önnur Asíulönd eru markaðir sem við ættum að þróa áfram, en þróa þá með þolinmæði. Framhjá því er ekki lítandi að vægi þessara markaða er að aukast og við viljum taka þátt í því. Kennsla í tungumálum eins og kínversku og Hindú þyrfti að stórefla. Fyrir ungt fólk með metnað í viðskiptum og menningu hlýtur það að teljast öflugur framtíðar valkostur að sækja.
Afríka
Suður-Afríka er land tækifæranna. Auðlindir landsins eru gríðarleg og þekking er mjög mikil, þó ekki sé henni enn jafnt dreift. Landið lærði að standa á eigin fótum óháð innflutningi í langan tíma. Ekki óþvingað, en samt reynsla þeirra í sjálfbærni er nokkuð sem við mættum læra af.
Suður-Ameríka
Mexikó, Brasilía, Argentína, Chile, Venesúela, Ekvador, ...OK eiginlega öll lönd Suður-Ameríku eru spennandi valkostir...
Ástrtalía og Nýja Sjáland
Þegar eru nokkur viðskipti við þessi fjarlægustu lönd við Ísland.

Eflum tengsl við öll þessi lönd og allar þessar heimsálfur.

Haraldur Baldursson, 19.5.2009 kl. 09:24

4 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Heilög Jóhanna hefur talað og trúin hennar er ESB bjargar öllu,en er það ekki málið það bjargar öllu hjá SF að fara í ESB þar sem SF hefur enga stefnu að fara eftir og enn svelta heimilin í landinu og munu gera í ókomna tíð ef SF fær sínu fram.Það er svo auðvelt fyrir SF að benda á ESB og segja við þjóðina við verðum að hlíða ESB þetta er ekki okkar vilji en reglur ESB eru svona,þetta yrðu svörin hjá SF eftir að inn er komið því ekki hefur SF neina stefnu í málum nema aðild að ESB.Hel að ef við ætlum að vinna okkur uppúr þessari kreppu þá eigum við að gera það sjálf verður sennilega erfitt í 2-3 á en svo kæmu bjartari tímar hjá okkur,besta væri að skila láni AGS og senda ESB fingurinn það er eina leið okkar uppúr þessari kreppu.Ef farið verður að vilja SF verður kreppa hér í mörg mörg ár eða áratugi ef við förum í ESB.

Marteinn Unnar Heiðarsson, 19.5.2009 kl. 12:43

5 identicon

Haraldur: "ESB aðild hins vegar þjónar okkar hagsmunum ALLS EKKI.  "

Ef við hefuð farið inn í ESB á sama tíma og vinir okkar á smáþjóðaleikunum, Malta og Kýpur og verið komin með Evru eins og þeir þá væri ekki gjaldeyriskreppa hérna og við ekki undir ægivaldi AGS/IMF.  Hvort sem mönnum líkar það betur eða verr þá er aðild að ESB eina raunhæfa leiðin til að koma okkur nokkurn tíma út úr gjaldeyrisvandanum.

Og að halda því fram að við getum ekki haldið haldið áfram að versla við lönd utan ESB er alveg frjáleitt.  ESB ríki flytja t.d. miklu meira inn til Kína en USA.   Af hverju telja menn að litla Ísland geti náð betri viðskiptakjörum en ESB?

Marteinn, AGS er hérna vegna þess að krónan er hrunin og við eigum ekki nægjanlegan gjaldeyri til að kaupa nauðþurftir. Þrátt fyrir stuðning AGS þá eru hér gjaldeyrishöft.  Miðað við þær erlendu skuldir sem hér eru, þá mun meira en helmingur gjaldeyristekna okkar næstu árin fara bara í vaxtagreiðslur.  Fyrirtækin í landinu eru hrunin.  Hvernig ætlar þú að fjármagna endurreisinina, hvernig ætlar þú að fá erlenda fjárfesta til landsins?  Kynntu þér hvað nágrannar okkar Finnland og Írland gerðu.

Er svarið að gefa umheiminum puttann, halda menn að þannig reisum við landið við?  Staða okkar er miklu verri en þú greinilega heldur og að við getum komið okkur upp úr þessu á 2-3 árum eru algerir draumórar. 

Síðan er það einfaldlega ekki rétt (eins og svo margt sem hefur komið frá á þessu vefsvæði) að ESB þjóðir komi fram sem einn aðili hjá Sameinuðu þjóðunum.  Til hvers eru þjóðir ESB með utanríkisþjónustu.  Til hvers eru mörg ríki ESB með sendiráð hér en ekki  ESB sjálft.

Vörður (IP-tala skráð) 19.5.2009 kl. 14:25

6 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Vörður það er vegna þess að við erum ekki í ESB!!! ef svo væri,væri hér stórt skrifstofubákn með stórum ESB fána fyrir framan...Og síðan ættir þú að lesa hvernig AGS vinnur sína vinnu,það er að hjálpa kröfuhöfum að innheimta sitt og skítt með rest.Þetta er einsog póker þarna tóku menn stóra sénsa og lögðu allt undir og einsog þú veist þá tapa menn í póker og þannig fór það í þessu máli og það er ekki okkur að kenna og við eigum ekki að borga fyrir póker skuldir....

Marteinn Unnar Heiðarsson, 19.5.2009 kl. 15:33

7 Smámynd: Haraldur Baldursson

Kæri Vörður. Eins og þú vafalaust hefur lesið vísa ég til tvíhliða samninga...innan ESB gerum við enga slíka. Kostir þess fyrir Ísland að hafa þann sveigjanleika að geta samið um tvíðhliða fríverslun eru mjög miklir.

Haraldur Baldursson, 19.5.2009 kl. 15:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband