Óðagot veit ekki á gott

Hvers vegna allt þetta óðagot? Hvers vegna að þröngva þjóðinni í aðildarumsókn í stað þess að leggja fyrst málið upp, kynna staðreyndir, hvetja til skoðanaskipta? Hvað hafa ESB sinnar að óttast ef ESB er svona augljóslega besti kosturinn í stöðunni?

Hvers vegna þurfum við að taka ákvörðun í flaustri sem varðar alla framtíð og komandi kynslóðir?

Það er búið að telja þjóðinni trú um að ekkert komi í ljós fyrr en í aðildarviðræðum, en þá komi allt í ljós og þá geti menn gert upp hug sinn vel upplýstir.

Hið sanna er að aðildarviðræður hefjast aðeins með umsókn.  Allar þjóðir sem hafa sótt um aðild, hafa náð samningi. 

Náist samningur hlýtur hann að teljast ásættanlegur af þeim sem hafa umboð til samninga (ríkisstjórn og ESB). Hún mun því leggjast á árarnar með ESB að selja þjóðinni samninginn sem ásættanlega niðurstöðu.

Ríkisstjórnin, ESB og ESB sinnar munu reka áróður fyrir að samningurinn verði samþykktur í þjóðaratkvæði. Það verður ójafn leikur.

Aðeins ein þjóð, Norðmenn, hefur staðist slíkan þrýsting og það mjög naumlega. En Norðmenn voru ekki hnípin þjóð í vanda eins og Íslendingar er nú.

Ef við sækjum um núna verður aldrei hlutlaus umræða um kosti og galla aðildar. 

Hlutlaus umræða getur aðeins átt sér stað ef fram fer tvöföld þjóðaratkvæðagreiðsla. Umræðan þarf að eiga sér stað áður en Ríkisstjórnin hefur sótt um og náð samningi. Þetta vita ESB sinnar og þess vegna vilja þeir sækja strax um. í óðagoti.

Munum að við erum að fjalla um eina stærstu ákvörðun í sögu þjóðarinnar. Við þurfum að vanda okkur, megum ekki stytta okkur leið um of - við berum ábyrgð gagnvart komandi kynslóðum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Baldursson

Lætin sem fylgja þessari umræðu eru gríðarleg....
Ódýrar sölubrellur eins og "birgðir eru að klárast" heyrast (Olli Rehn að hætta og Svíar að taka við...það verði aldrei jafn gott tilboð á borðinu)....

Haraldur Baldursson, 8.5.2009 kl. 15:21

2 identicon

Hvar finnur þú allt þetta hnípna fólk? Ég sé það hvergi.

Tóti (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 15:40

3 identicon

Nei óðagot veit ekki á gott. held held menn ættu að kynna sér málin oft betur áður en fullyrðingum er kasta fram  sem ekkert er að baki.

"Allar þjóðir sem hafa sótt um aðild, hafa náð samningi. "

Það eru mörg dæmi í sögu ESB að ekki hafi verið náð samningum þótt sótt hafi verið um aðild.

Nokkur dæmi:

  • 1963 sótti Noregur um aðild á sama tíma og Bretar, samræðum var slitið af  áður en samningur lá fyrir, aðallega vegna andstöðu Frakka við að taka við Bretum. 
  • 1992 Sótti Sviss um aðild, samninaviðræðum var frestað að beiðni Swiss eftir að EES samningurinn var felldur í þjóðaratkvæði.  Umsókin er ennþá gild en óafgreidd.
  • 1987 sóttu Tyrkir um aðild og hafa enn ekki fengið alvöru viðræður um samning þar sem ESB hefur ekki talið þá uppfylla öll skilyrðin og vegna andstöðu sumra aðildarlanda.
Þannig að það er alls ekki tryggt að samningur sé í höfn þó aðildarviðræður hefjist.

Vörður (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 17:23

4 identicon

Vörður,

Það voru pínu önnur mál í gangi 1963 upphaf ESB.  Tyrkir hafa alltaf verið aðal höfuðverkur stækkunardeildar ESB.  Enda næstum 200 milljónir og myndu verða mjög ráðandi afl þar.  Annað enn 300.000 þúsund manna þorp.

itg (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 18:07

5 identicon

Vörður: Eru þetta nokkur dæmi?

Mér sýnist þetta líkara tæmandi lista.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 18:16

6 identicon

Hvort er betra að áætla verð eða fá verðtilboð? Eins og staðan er í dag þá eru menn að áætla verð og gefa sér ýmislegar forsendur og ekki allar jafn gáfulegar. Síðan er það að fá verðtilboð setja verkið niður og hver þín markmið eru. Síðan er tekin ákvörðun, ef annar hvor aðili móðgar annan með kröfum eða skilmálum þá er sjálfhætt, en segjum svo að skikkanleg niður staða fæst þá er komin samningur sem hægt er að ræða um og kjósa. 

En að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort eigi að ímynda sér verð áfram eða hvort leita tilboða er bara vitleysa. Það er ekkert óðagot á ferðinni, allavega en sem komið. En það er tími til kominn að afgreiða málið, en ekki humma þetta fram af sér í þeirri von um að þetta sé ákvörðun sem aldrei þurfi að taka. 

En mig grunar að fyrir íhaldsmann eins og þig sem mislíkar breytingar, þá er þetta mál einkar óþægilegt. Því þetta þvingar ykkur til þess að taka afstöðu um hvort sé mikilvægara þjóðernishyggja eða viðskiptahagsmunir og þar af leiðandi velferð. Þetta er því erfitt val fyrir íhaldsmenn. 

Magnús Bjarnason (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 23:10

7 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Magnús, verðið er nokkurn veginn vitað fyrirfram og það er alltof hátt.

Hjörtur J. Guðmundsson, 8.5.2009 kl. 23:23

8 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Fyrir liggur niðurskurður í ríkisútgjöldum sem helst má líkja við slátrun á velferðarkerfinu. Er það réttlætanlegt við þæri aðstæður að setja nokkra milljarða í það að svala forvitni þeirra sem vilja VITA meira um hverju við þurfum að fórna?

Bendi á að orðalagið hvað okkur stendur til boða sem notað er í áróðrinum.

Það má líka orða þetta þannig hverju við þurfum að fórna 

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 9.5.2009 kl. 01:15

9 identicon

Þeir sem segja að við þurfum að ganga til aðildarviðræðna til að "sjá hvað er í boði" eru annað hvort að tala af fullkominni vanþekkingu um ESB mál eða eru að reyna að blekkja þjóðina til að ganga til aðildarviðræðna. 

ESB er þekkt stærð, við vitum að hverju við göngum. Lög og reglur sambandsins eru þekkt og það eina sem um er að semja er tímabundin aðlögun að reglum sambandsins. Undanþágur eru mjög ólíklegar og langsóttar þegar kemur að auðlindum eins og fiski og olíu. Þannig er þetta bara.

Í stað þess að segja að við þurfum að ganga til viðræðna til að "sjá hvað er í boði" þá ætti þetta fólk sem vill ganga í ESB að vera heiðarlegt, koma hreint fram og viðurkenna að því finnist mikilvægara að ganga í ESB en að Ísland hafi yfirráð yfir auðlindunum. 

Þessi umræða er alveg yfirgengilega vitlaus búin að vera. Þessi áróður um að einhver "gluggi sé að lokast" og við verðum að sækja um strax vegna þess að díllinn verði ekki eins góður í framtíðinni minnir á used car sales man talk.

Kristinn (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 01:18

10 identicon

Nákvæmlega, þjóðin það þarf a.m.k. nokkur ár í viðbót í að rökræða hinar flóknu forsendur og hugsanlegar hippókratískar afleiðingar þess hvernig við tökum á því hvernig ræða eigi málið aftur frá upphafi til enda.  Margt hefur svo breyst frá því að fyrst var byrjað að skeggræða umræðugrundvöllinn.  Að við verðum að ítra ferlið og koma okkur á ný saman um á hvern hátt við tökum á því erfiða verkefni að komast að betri ferlastýringu í þeirri viðleitni, með hjálp helstu sérfræðinga.  Helst þyrfti þjóðarsátt með öllum hagsmunaaðilum, til að það geti skapast nokkuð traust leið að óhlutbundinni umræðu.

Jósep Húnfjörð (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 01:26

11 identicon

Takk fyrir vandaða umfjöllun, það er þó á brattan að sækja, þú hrópar upp í fjölmiðlavindinn.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 10:56

12 Smámynd: Ómar Ingi

Já Gullvagninn hann Frosti hrópar uppí Samfylkingarviðbjóðinsfjölmiðlarvindinn, en við vinnum , það er ljóst að fólk er fífl á Íslandi það sýna niðurstöður síðustu kosninga en nú eru ólíklegasta fólk að sjá að sú kosning mun skila þjóðinni meiru hörmungum sem aldrei fyrr.

Við segjum NEI við ESB þangað förum við aldrei.

Ómar Ingi, 9.5.2009 kl. 19:23

13 Smámynd: Júlíus Björnsson

En mig grunar að fyrir íhaldsmann eins og þig sem mislíkar breytingar, þá er þetta mál einkar óþægilegt. Því þetta þvingar ykkur til þess að taka afstöðu um hvort sé mikilvægara þjóðernishyggja eða viðskiptahagsmunir og þar af leiðandi velferð. Þetta er því erfitt val fyrir íhaldsmenn. 

Ég er íhaldsmaður hvað varðar góð lífskjör og tækifæri sem voru fyrir EES.

Heimurinn er áætlaður 5,77 milljarður þar eru um 40 milljóna hátekjustétt út um allan heim [Sem spyr ekki hvað hlutirnir kosta heldur að þeir séu í takmörkuðu framboði og valdi öfund]. Netvæðing er góð á Íslandi og lega góð. Loka dyrunum á frjálsa samninga   við 93% alheimsins fyrir um 7% með minnkandi kaupmátt og hráefnisskort ósamkeppi færan við Asíu framleiðslulega,  er það ekki sú þjóðernishyggja sem ríkir innan EU[ES]? Þetta kemur ekkert þjóðerni við að vilja ekki innlimast þetta er spurning um áframhaldandi búsetu grundvöll hér norður í hafi , sem gerist ekki nema með því að hámarka gróða allra  þeir sem hér búa í samfélagi.

Ég er orðin ansi þreyttur á þessum þjóðernisáróðri þrögsýnna innlimunarsinna. 

Júlíus Björnsson, 10.5.2009 kl. 00:43

14 Smámynd: Júlíus Björnsson

þröngsýnna

Júlíus Björnsson, 10.5.2009 kl. 00:44

15 identicon

Hans, það eru fleiri dæmi, Írar, Grikkir og Danir sóttu alla vega tvisar um áður en samningur lág fyrir.   Makedónía sótti um 2004 og ekki er enn kominn samningur. Annars er ég enginn sérfræðingur í sögu ESB en þessi fullyrðing um að umsókn leiði alltaf til samnings er fjarri lagi.  Það er kannski eins og oft, verðið að afveigaleiða umræðuna og gefa í skyn eitthvað sem á sér ekki stað í raunveruleikanum.
Eins og það að ekki sé um neinar raunverulegar umræður að ræða heldur taki umsóknarþjóðirnar við pakkanum athugasemdalaust og að aldrei sé komið til móts við þeirra þarfir.  Þeir sem haldi slíku fram ættu að kynna sér málin betur.

Vörður (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 00:45

16 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Vörður:

Grikkland sótti reyndar bara einu sinni um aðild að EB, það var árið 1975 og fengu þeir inngöngu árið 1981.

Aðildarviðræður við Makedóníu eru ekki hafnar.  Eina ríkið sem er í seinni hlutum aðildarferlisins er Króatía sem sótti um 2003.

Varðandi löndin sem sóttu um í byrjun sjöunda áratugarins, s.s. Bretland, Írland, Danmörk og Noregur, þá drógu þau umsókn sína til baka eftir að de Gaulle beitti neitunarvaldi á umsókn Breta þar sem hann óttaðist Bandarísk áhrif.

Marokkó er dæmi um land sem EB hafnaði umsókn frá á sínum tíma á þeim forsendum að landið væri ekki evrópskt.

Axel Þór Kolbeinsson, 10.5.2009 kl. 10:14

17 Smámynd: Júlíus Björnsson

Samkvæmt stjórnaskipunarskrárdrögum ES [Lissabonsamningurinn] er ekkert ráð fyrir frekar aðildarsamningu í líka við þá sem vor gerðir á dögum Evrópubandalaganna  [EC] eða fyrr þegar talað var um efnahagsbandalag Evrópu [EEC]. Hinsvegar mun markmiðið vera að vinna að því flétta procolin eða aðildarsamningana að megin texta Stjórnskipunarskrárinnar.

Nú gildir formleg beiðni frá væntanlegum meðlim.

Hvað varðar EFTA [ríkin] þá á upptaka regluverksins að tryggja slíkar beiðnir þegar markmið þess fara að skila sér.

Mínir menn í Brusselle þetta eru algjörir snillingar. Sviss er alveg að gefast upp [þökk Lúxemborg] og hvað varðar einhæfa útflutnings eylandið [gömlu nýlendunna]: þá eru hún algjörlega háð ES um innflutning og lánsfé og því enginn ástæða að fjárfesta meir í henni. Á alþjóðalegan mælikvarða tilheyrir hún meginlandi ES sagnfræðilega og viðskiptalega. Hver kynslóðin meira agaðri þeirri sem kom á undan.    Það vantar ekki vinnuafl í ES það vantar hráefni á lægsta hugsanlegu verði. 0,7% hverrar ES þjóða þarf að hámarka gróðann í sameinaða þjóðríkjasambandinu.

Júlíus Björnsson, 10.5.2009 kl. 19:58

18 identicon

Axel, Grikkland sótti fyrst um aðild 1959.

Vörður (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 12:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband