Mikil óánægja með ESB í Bretlandi

6a00d83550306a69e20115709bc04d970b-320wiNý og ítarleg skoðanakönnun um viðhorf til ESB, sem gerð var á vegum The TaxPayers Alliance í Bretlandi, leiðir í ljós mikla andstöðu við Lissabon sáttmálann (62% á móti, 28% með). Svarendur eru jafnframt andsnúnir upptöku Evru (75% á móti, 23% með) en andstaðan við Evru hefur ekki mælst svo mikil áður.

Rétt er að taka fram að samtök skattgreiðenda í Bretlandi telja að Brussel sé komið með of mikið vald yfir málefnum landsins.

Svarendur eru ekki sannfærðir um að Bretland hafi meiri áhrif á sín mál með því að vera í sambandinu.

Spurning númer 10 í könnuninni hljómar þannig á íslensku:

Q10 Hvor setningin er meira sannfærandi að þínu mati?

(a) Að færa vald til ESB í þeirri von að hafa áhrif á sambandið hefur verið reynt í áratugi og ESB fær sífellt meira vald yfir lífi Breta en notar það illa. Við ættum að taka vald til baka í stað þess láta sífellt meira af hendi.

(b) Með því að vera hluti af ESB getum við haft áhrif á stefnu sambandsins í þágu Bretlands og stöðvað vöxt stórríkisins. Eina leiðin til að hafa áhrif á klúbbinn er að vera meðlimur í honum, að segja sig úr honum væri stórslys.

Setning (a) fékk stuðning 60% aðspurðra en 37% aðspurðra völdu setningu (b).  ESB sinnar hafa lengi verið sannfærðir um að (b) sé rétt, en almenningur virðist ekki vera á sama máli.

Í greinargerð með könnuninni er draga aðstandendur eftirfarandi ályktun:

People do not buy the fundamental argument that we need to give away control of trade policy and economic regulation in order to trade with the EU.

Einmitt það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kemur ekki á óvart.

Ég reikna með að  evran og ESB verði liðið undir lok á næstu 3 árum.

Ég bíð eftir samsvarandi könnun frá Þjóðverjum.

Eggert Guðmundsson (IP-tala skráð) 23.5.2009 kl. 01:21

2 identicon

Spurning til þjóðverja ætti að vera þannig:

a) Viljið þið borga 120 evrur til ykkar sjálfra þ.e. Þýskaríkisins

b) Viljið þið borga 12o evrur til nágranna ykkar.

Eggert Guðmundsson (IP-tala skráð) 23.5.2009 kl. 01:30

3 identicon

Sömu spurningar ættu Frakkar-Portugalir-Spánverjar, og allar þær þjóðir sem eru að blæða út efnahagslega sem eru með EVRU.

Aðrar þjóðir ESB sem ekki eru komnar með Evru ættu að spyrja þegna sína um hvort þau vilji ölmusu og atvinnuleysi fyrir upptöku EVRU, eða styrka stjórn efnahagsmála í sínu landi og samningagerð um verslun og viðskipti við sínar nágrannaþjóðir.

Eggert Guðmundsson (IP-tala skráð) 23.5.2009 kl. 01:41

4 Smámynd: Jón V Viðarsson

Ættum við kanski að bjóða Bretunum að búa á Íslandi !! Vá því lík hamingja að vera ekki í ESB. Vona bara að þeir komist af fyrsta árið hér.

Jón V Viðarsson, 23.5.2009 kl. 13:12

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Fín er færslan hjá þér, Frosti, og fréttirnar af hinum reyndu og raunsæju Bretum.

Jón Valur Jensson, 23.5.2009 kl. 13:40

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

PS. Endilega lítið á þessa AFAR mikilvægu, glænýju Vísisblogggrein mína: Samvizkuspurningar til EB-sinna!.

Og svo ert þú sjálfur, Frosti, kominn á heiðursmannabekkinn HÉR! (neðst eða nr. 13 í dálkinum hægra megin).

Jón Valur Jensson, 23.5.2009 kl. 13:48

7 identicon

Þetta kemur ekki á óvart ég bjó í Bretlandi um 2ja ára skeið og þeir eru upp til hópa gjörsamlega "pissed" á ESB.

Já nýlega varaði forseti Póllands þjóð sína alvarlega við því að ætla að taka upp Evru á næstu árum og sagði að það myndi alls ekki bæta stöðu efnahagsmála landsins eins erfið og staða efnahgasmála heimsins væri.

En ætli fólk á Íslandi sé nú ekki líka farið að sjá í gegnum þessi ESB trúarbrögð !

Ég krefst kosninga um það hvort leyfa eigi stjórnvöldum að sækja um ESB aðild og í framhaldi af því fara í ESB aðildarviðræður.

Ef það verður samþykkt sem ég hef enga trú á þá það þá verður bara að taka þann slag og síðan yrði þá auðvitað önnur þjóðaratkvæðagreiðsla ef og þegar samningur lægi á borðinu.

En ef það verður fellt, sem ég trúi þá geta stjórnvöld farið í að sameina þjóðina og  einbeitt sér að fullum krafti að styrkja innviðina og því að bygja upp íslenskt samfélag.

Að vera búinn að koma þessu í þennan einstefnu farveg sem þetta er í núna er mjög ólýðræðislegt og hugnast bara ESB sinnum og hleypir bara mjög illu blóði í þann stóra hluta þjóðarinnar sem er algerlega andvígur ESB aðild nú þegar. 

Afhverju má þjóðin ekki fá beina aðkomu að þessu ESB máli núna ?

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 23.5.2009 kl. 16:51

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Af því að lýðræðislegur réttur þjóðainnar vegur ekki þungt hjá Samfylkinguni.

En innilega er ég sammála þér, Gunnlaugur, í þessu tímabæra innleggi þínu.

Jón Valur Jensson, 23.5.2009 kl. 18:18

9 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ég vil benda mínum ágætu samherjum á, að ESB-aðild og upptaka sterks gjaldmiðils eru aðskilin mál, þótt ESB og ESB-sinnar reyni að tengja þau saman. Sumir fullveldissinnar gera sig seka um að ganga í ESB-gildruna og halda því fram að fullveldi og agnar-smá Króna séu eitt og hið sama.

Fyrir almenning í smáum hagkerfum eins og okkar er vissulega ávinningur að komast á stærra myntsvæði eins og ESB. Þrátt fyrir allt eru hætturnar á hruni Evrunnar minni en Krónunnar. Hins vegar er nauðsynlegt að vita, að peningakerfi Evrunnar er nákvæmlega eins og Krónunnar. Á báðum myntsvæðum er rekin "torgreind peningastefna" (discretionary monetary policy), sem felur í sér samskonar ríkisrekstur og misbeitingu peningakerfisins.

Það sem flest lönd heims vantar er markaðsstýrt peningakerfi. Til greina koma tvö peningakerfi, sem að hluta til hafa sömu einkenni. Þetta eru "fastgengi undir stjórn Myntráðs" og "formleg Dollaravæðing", sem einnig nefnist "hreint flotgengi". Hvort tveggja flokkast undir "reglu-bundna peningastefnu" (rule-bound monetary policy).

Það skal undirstrikað, að fullveldi er ekki háð ákveðinni peningastefnu. Við getum hagað peningakerfinu eins og okkur þóknast og allra síðst er nokkur þörf á að tengja peningamálin afstöðunni til Evrópusambandsins.

Nýleg færsla hér: http://altice.blog.is/blog/altice/entry/875705/

Loftur Altice Þorsteinsson, 23.5.2009 kl. 23:56

10 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég tel að Bretar verði einna fyrstir að losa sig frá móðursameiningunni ES:EU. Allir vita hvað þeim þótti um frjálsa fjárflæðið til Rómar á sínum tíma: Hinrik VIII.

Í síðustu stóru efnahagskreppu Evrópu braust út stríð [önnur Heimstyrjöldin] hvernig komst Evrópa úr henni. Atvinnuleysið því var slátrað og uppbygging fjármögnuð af USA-fjárfestum.

Það vita allir að USA er búið að snúa sér til arðbærari aðila, til langframa eða ASÍU: Kína. Bandríkjamenn þjást heldur ekki að sömu nostalgíunni almennt: Langafi minn var þýsku og langamma mín var frá Argentínu sagði ein við mig áðan. 

Afrek nýlenduveldanna er ekki vel metin utan ES:EU. Kemur arfleiðin þeim í koll þegar fer að kreppa að og halla undir fæti. 

Hvernig kemst ES:EU upp úr því falli sem er þegar byrjað?

18 mánuðir í viðbót og þá á botnum að vera náð skv. IMF [í fyrst lagi].

Ég hef tekið eftir því að öll þjóðríki sem hafa innlimast undanfarin ár og ætla mætti að teldust efnahagslega fýsileg í augum Frakka og Þjóðverja, hafa gert það nauðug viljug  [til að ná einhverju fram innan ES] og afar mörg í kjölfar bankakrísu heima fyrir.

Það er ekki hægt að kjósa tvisvar um innlimun á 18 mánuðum svo ég hef engar áhyggjur af að ný-Evro-sósíalistum eða Samfo takist að gera Ísland að ný-nýlendu ES.

Júlíus Björnsson, 24.5.2009 kl. 03:27

11 identicon

Þetta eru nú ekki ný tíðindi.  Skv. skoðanakönnunum þá hefur verið meirihluti Breta verið á móti sambandinu nánast samfellt frá því að þeir gengu inn í það.  Almenningur í Bretlandi var á sínum tíma ekki spurður um hvort þeir vildu inn í sambandið og það verður örugglega ekki borið undir þá hvort þeir vilja úr því eða hvort þeir vilji Lissabon sáttmálann, það er bara ekki hefðin í Bretlandi að bera mál undir almenning.

Það eru alveg ótrúleg ummælin um evruna hérna.  Þau lönd sem hafa evruna hafa ekki þurft að leggjast svo lágt að leita á náðir AGS. Írar telja sjálfir að þeir hefðu lent í sömu stöðu og við hefðu þeir ennþá verið með sinn eigin gjaldmiðil.

Ef við hefðum verið samferða smáþjóðaleikavinum okkar Kýpur og Möltu inn í ESB og verið komin með Evruna væru vandamál okkar tölvert færri:

* ekki gjaldeyrishöft
* ekki hæstu vextir í Evrópu (og þó viðar væri leitað)
* ekki undir stjórn AGS
* ekki hækkun lána
* ekki verðlagshækkanir

Ofangreind vandamál eru ástæðan fyrir því að flest fyrirtæki eru á hausnum og vandi skuldsettra heimila meiri en í öðrum löndum. 

Þessi vandamál hafa ESB andstæðingar á samviskunni með bankaliðinu, með því að stöðva alla uppbyggilega umræðu um ESB hérlendis undanfarin áratug og mun valda því að við verðum langt á eftir öðrum löndum við endurreisn hagkerfisins.

Vörður (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 13:26

12 Smámynd: Júlíus Björnsson

Það mun bara vera 12 af 27 ríkjum í ES:Eu með Evru. Íslensku Bankamennirnir vildu endilega fá Evru og alls ekki til að draga saman seglin. Til að þenjast en meira út. AGS kom hér vegna ES:EU. Spillingin kom og margfaldaðist hér vegna frjáls flæðis.   

Þjóðverjar treystu sér ekki í eðlilega bankastafsemi hér, samt eru við fullgildir aðilar að fjármálapakka meðlimaríkja ES:EU. 

80% af innflutning er frá ES:EU eða 80% af innfluttum vandamálum. Innlimuð væru 100% af innflutningi frá ES:EU eða 100% af vandamálunum.

Við eru 80% inn í ES:EU nú þegar og meðlimaríki ES:EU er sjálfstæð rekstrareining  [efnahagseining] með eigin Seðlabanka undir Seðlabanka Evrópu. Heimatilbúin vandamál meðlimaríkis eru ekki vandamál hinna ríkjanna.

Taka upp Dollar og losa sig við óformlega innlimun: efnahaglegt ósjálfstæði gangvart innflutning [festinga eða skuldsetningafjármagns m.a.] með því að snú okkur til hinna 91% heimsins utan ES:EU sér í lagi annarra fyrrverandi nýlenda með hliðstæðan menningararf og Íslendingar.

Júlíus Björnsson, 25.5.2009 kl. 15:19

13 Smámynd: Frosti Sigurjónsson

Vörður,

Ef það er rétt sem þú segir að meirihluti Breta hafi verið á móti ESB frá upphafi þá ætti það að vekja spurningar. Mun okkur að líða eitthvað betur en Bretum í ESB?  Af hverju láta breskir kjósendur þetta yfir sig ganga? Af hverju stendur ESB sig ekki betur en þetta?

Þú fullyrðir að ef Ísland hefði verið inní ESB þá værum við ekki með AGS hér, lán hefðu ekki hækkað ofl. Þetta eru auðvitað getgátur. Þú þarft að geta þér líka til um þau neikvæðu áhrif sem ESB hefði hugsanlega haft:

  • Atvinnuleysi í bændastétt
  • Kvótinn seldur úr landi
  • Hærra verð á vörum frá ríkjum utan ESB
  • Ísland horfið frá samningaborði WTO og UN
  • Aukið útstreymi gjaldeyris til að kaupa landbúnaðarvörur
  • 15-20 milljarða árleg greiðsla til ESB samneyslunnar.
  • Værum líklega ekki komin með Evru, enda aldrei uppfyllt skilyrðin
  • Ef við værum með Evru væri hún of sterk og útflutningur lamaður.
  • Þjóðin óánægð en kæmist ekki úr ESB

Þessi vandamál myndir þú hafa á samviskunni ef við hefðum farið í ESB. ESB hefði ekki stöðvað bankaliðið á Íslandi frekar en í UK og Írlandi og víðar í Evrópulöndum. Evrópulönd höfðu fullt svigrúm til að haga sér óskynsamlega.

Frosti Sigurjónsson, 25.5.2009 kl. 17:31

14 Smámynd: Júlíus Björnsson

Góður!

Júlíus Björnsson, 25.5.2009 kl. 18:21

15 Smámynd: Haraldur Baldursson

Frosti á ÍNN sá ég í gærkveldi/nótt (sjálfagt endursýnt) samtal ykkar Björgvins fyrrum óráðherra Viðskiptamála á Íslandi. Það var sorglegt að hlusta á malið í honum. Þetta form þátta þar sem stjórnandinn álítur það hlutverk sitt að setja spurningar í loftið og leyfa gestum að bítast um orðið er reyndar ekkert of upplýsandi. Björgvin frekur til orðsins og með bæði lítil rök og undarlega framsetningu. Honum tókst að komast hjá þeim óþægindum að svara spurningum um tölur og fékk að láta eins og krakki...að slá út með því að það skipti ekki máli þó að aðildarviðræður kostuðu 8.000 milljónir....ekki von að margt hafi farið á verri veg á hans vakt.

Haraldur Baldursson, 26.5.2009 kl. 09:31

16 identicon

@Haraldur Baldursson

Ég veit ekki á hvaða þátt þú varst að horfa á. En mér fannst umræðan á mjög góðu plani, Frosti gerði grein fyrir sinni skoðun og Björgvin fyrir sinni skoðun. Báðir gerðu grein fyrir sínum málflutningi án æsings. Þetta voru góðar umræður.

@Frosti

Atvinnuleysi í bændastétt - hve stór hluti útgjalda bænda eru fjármagnsgjöld? Munum við hætta að neyta íslensks lambakjöts eða mjólkurvara? Mun dýr flutningskostnaður ekki vernda bændur?

Hvernig geta útgerðarmenn selt eitthvað sem þeir eiga ekki. 

ESB ríki standa fyrir 19% af öllum heimsviðskiptum. En það er lykilatriði í aðildaviðræðum að við getum haldið áfram að kaupa Cheerios frá General Mills, en ekki frá Nestlé.

UN - jaaa við kusum með kananum fyrstu 50 árin. En ég held að þetta muni ekki breytast neitt. WTO - hvaða áhrif höfum við þar. - Þurfum við ekki að skera niður utanríkisþjónustuna núna til að halda uppi velferðarkerfinu hérna heima við. Er ekki hagkvæmara að hafa þetta í verktöku?

Neysluminnstur íslendinga er alltaf að breytast. Meiri krafa nú um ferskar vörur allan ársins hring. Íslenskir framleiðendur munu geta í krafti stöðuleika og lægri fjármagnskostnaðar keppt á þessum markaði. Spurninginn er bara hve mikla framleiðni þeir geta náð og hve mikið þeir reikna sér í laun á tíman. 

En það kemur talsvert til baka í formi, landbúnaðar og byggðarstyrkja. En það kemur þjóðhagslegur sparnaður á móti. 

Ekki satt, uppfyltum skilyrðin 2001-2003 minnir mig.

Það skiptir máli á hvaða gengi verður skipt yfir það er satt. Fláræði að skipta yfir á gengi sem útflutningur ræður ekki við, eins og gengið hefur verið undanfarin ár. En megin hluti útflutnings sjávarafurða er til ESB land, enda stærsti markaðurinn fyrir sjávarafurðir. Með evru þá er gengisáhætta farinn, samkeppnishæfni ræðst því af framleiðni fólksins og markaðshæfni framleiddra, en ekki gengi því það er þá orðið fasti. Góð umræða á www.di.se hér

Grænlendingar fóru úr ESB. Þetta eru samtök fullvalda ríkja, ef þú vilt yfirgefa klubbin þá er ekkert sem segir að við getum það ekki. En það er eflaust erfitt fyrir ríki að fara þ.s. stjórnkerfi verður samofið ESB, eins og Ísland er orðið samofið EES. 

Það er hárrétt að gírugir menn hefðu haft fullt tækifæri til þess að vera gírugir. En ég efast um að "carry trade" hefði verið jafn svæsið og það er nú.LÍ hefði líklega ekki haft tækifæri til þess að bjóða bretum íslensk vaxtakjör í Icesave, þannig að það hefði líklega ekki komið til, hryðjuverkalaganna. Vaxtastigið hefði einfaldlega ekki gert þetta mögulegt. 

Ég get því studd ESB viðræður kinroðalaust.

En eins og ég sagði áður þá voru umræðurnar um ESB á INN góðar í gærkvöldi. Vonandi að menn geti rætt þetta mál á þessum nótum. 

Magnús Bjarnason (IP-tala skráð) 26.5.2009 kl. 10:41

17 Smámynd: Haraldur Baldursson

Kæri Magnús. Ég sá sjálfsagt ekki upphaf þáttarins, en af því sem ég sá þótti mér Frosti bera af. Björgvin í raun kom engin rök með...alls enginn...því miður. Hann kom mér fyrir sem maður sem er frekur til orðsins, en lítt fyrir það að hlaða þau mörgu orð merkingu....Lýðskrumari sem sagt.

Haraldur Baldursson, 26.5.2009 kl. 11:25

18 Smámynd: Jón Valur Jensson

"Við kusum með kananum fyrstu 50 árin," segir Magnús Bjarnason, en þar er rangt farið með. Ég vísa um það til bókar Valdimars Unnars Valdimarssonar sagnfræðings: Ísland í hringiðu alþjóðastjórnmála, sem fer m.a. yfir þá afstöðu, sem Ísland tók í atkvæðagreiðslum á vettvangi SÞ.

Jón Valur Jensson, 26.5.2009 kl. 11:26

19 identicon

Kæri Jón

Liggurðu á moggablogginu alla daga? Það er ekki hægt að finna síðu þ.s. þú ert ekki tjá skoðanir þínar.

Það væri gaman að vita í hvaða málum íslendingar tóku aðra afstöðu en bandalagsþjóðirnar. Þér finnst gaman að skrifa Jón, þannig að það ætti að vera mikið mál. 

Magnús Bjarnason (IP-tala skráð) 26.5.2009 kl. 12:16

20 identicon

Kæri Forsti.

Ónægja Breta með ESB ristir þó ekki dýpra  en svo að þeir kjósa aftur og aftur yfir sig þingheim þar sem mikil meirihluti er fyrir áframhaldandi aðild.  Það er svo lenska hjá mörgum breskum þingmönnum að kenna ESB um allt sem miður fer og þetta álit smitast svo niður til þjóðarinnar.  Einnig ber að hafa það í huga að Bretar eru fyrirverandi heimsveldi og í hópi sigurvegara heimstyrjaldanna og það kann að valda því að Þeir hafa átt erfiðara en margir með að nálgast önnur lönd Evrópu á þessum vettvangi.  Eins og við Íslendingar þekkjum vel af eigin raun þá finnst Bretum eðlilegt að beita valdi gegna minni máttar ríkjum.  Þetta komast þeir hins vegar ekki upp með innan sambandsins og má vera að það valdi þeim einhverjum pirringi.

Ég gaf mér forsendur að við hefðum farið sama feril og Kýpur og Malta þ.e. ESB með upptöku Evru.  Kýpur og Malta eru líkt og Ísland lítil og sveigjanleg og því mest sambærileg við okkur.  Kýpur tókst að uppfylla Evru skilyrðin þrátt fyrir að hafa lengi átt við verðbólgu að stríða og víst að þeim tókst að uppfylla skilyrðin þá hefði okkur tekist það hefðum við stefnt á það. 

Það eru því m.v. þessar forsendur engar getgátur um að lán hefðu ekki hækkað, ekki óðaverðbólga, AGS væri ekki hér þar sem gjaldeyrir landsins væri Evra og ekki væru höft á gjaldeyrisviðskiptum.  Getur þú nefnt eitthvað evru land þar sem þannig er háttað?

Það eru hins vegar algerar getgátur sem þú kemur fram með um afleiðingar aðildar.  
Ég veit ekki til þess að landbúnaður hafi hrunið í neinu ESB landi við aðild.  Þróun atvinnuvega er um allan heim þannig  þannig að fjöldi þeirra sem starfa við landbúnað fækkar smátt og smátt með aukinni hagræðingu.
Kvótinn tilheyrir Íslandi m.v. núverandi kerfi og verður því ekki seldur úr landi.  Augljóslega hefði orðið einhver samdráttur í atvinnulífinu eins og hefur gerst um gervallan heim, en það er alveg ljóst að ekki væri 70-80% fyrirtækja gjaldþrota eins og nú er, enda sjást slíkar tölur hvergi innan evrusvæðisins.
Varðandi kostnaðinn þá er ekki ljóst hver mikinn hluta kæmi aftur í okkar hlut af landbúnaðar, byggða og samgöngustyrkjum ESB en mestur hluti þeirra fer hlutfallslega til jaðarbyggða með lakar samgöngur eins og er á Íslandi. 
Ég get svo ekki ímyndað mér að ánægjustig þjóðarinnar gæti farið lægra en það er núna, utan ESB!

Ég vil svo í lokin biðjast afsökunar að kenna ESB andstæðingum um þessi vandræði sem við erum föst í.  Það var ósanngjarnt af mér.  Sökin liggur ekki síður hjá okkur ESB sinnunum fyrir að hafa gefið eftir í umræðunni á undanförnum árum.

Vörður (IP-tala skráð) 26.5.2009 kl. 15:02

21 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Hvað veldur, að allir ESB-sinnar virðast ófærir um að líta til fleirri kosta en ESB? Gott dæmi um þetta er leynigesturinn Vörður. Hann horfir bara til Evrunnar, sem lausn á gjaldmiðilsvandanum.

Evran er sýndar-peningur (fiat money) eins og Krónan og getur því hrunið þegar minnst varir. Í alþjóðlegum viðskiptum er Evran varla finnanleg, því að hlutdeild hennar er líklega minni en 5%.

Hvort eru ESB-sinnar að misnota Evruna sem gulrót til afnáms fullveldisins, eða til að hindra lausn efnahagsmálanna ? Svo lengi sem Samfylkingin hefur aðstöðu í ríkisstjórn, geta Sossarnir haldið áfram að rausa um Evru, þótt allir viti að þjóðin hafnar afsali fullveldisins. Við munum því aldreigi taka Evru í notkun.

Nú er mikilvægt að stjórnvöld taki upp viðræður um NAFTA aðild. Því fylgja engar kvaðir eins og loða við ESB. Á NAFTA svæðinu búa nærstum jafnmargir Íslendingar og á Íslandi og í Vesturheimi eru ríkjandi sömu viðhorf til frelsis og mannréttinga og við höfum tamið okkur í 1100 ár. Við eigum að hafa sem minnst samskipti við einræðissinnaða Evrópubúa.

Loftur Altice Þorsteinsson, 26.5.2009 kl. 16:03

22 Smámynd: Júlíus Björnsson

Staðreynd síðan 1994 hefur Eyja á Atlantshafshrygg með einhæfa hráefnisútflutningsatvinnuvegi [málma, matvæli] haft fulla efnahagslega aðild að EU:ES, með [undanþágu] leyfi til að versla á eigin forsendum við aðra. 

80% innflutnings: [skuldsetningarfjármagn, okur lávörur, stórframkvæmda, reglur, siðir, spilling,...] allt þetta er minnst 80% valdur að stöðunni í dag.

Landbúnaður hrundi ekki í Finnlandi, bændur voru keyptir út og eftir lifa nokkrir til sýnis við að týna sykurrófur.

Hagræðing á kostnað atvinnuleysis er mesta bölið um allan heim að skynsamra mati.

Kýpur og Malta er mjög ólík Íslandi, engar náttúru auðlindir. Malta hefur fengið í sinn hlut yfirstéttar sjúkrakerfi og það hefur kallað lálaunastörf og lávörubúðir fyrir innflutta nýbúa frá Afríku og litlu Asíu: munu vera meira en 70% af íbúatölu Möltu.

ESB en mestur hluti þeirra fer hlutfallslega til jaðarbyggða með lakar samgöngur eins og er á Íslandi.

Samgöngur hér þarf að bæta það skapar vinnu. Þeir sem vilja búa við lakar samgöngur til framtíðar gerðu best í því að flytja sig strax: frjálst flæði, þökk efnahags aðildinni.

Mestur hlutur þeirra fór mun réttara því styrkir eru nú ekkert markmið í sjálfum sér. Alls ekki í augum yfirgnæfandi meirihluta ráðamanna á meginlandinu í ES:EU.   

Júlíus Björnsson, 26.5.2009 kl. 16:28

23 identicon

@ Loftur

The most widely-held reserve currency, the US dollar, is a fiat currency.

Sjá skilgreiningu wikipedia hér .

"The dollar just isn´t what it used to be" Quantum of Solace, Skúrkurinn í síðustu Bond mynd að tala um hvernig hann vill frekar evrur en dollara. 

"Við eigum að hafa sem minnst samskipti við einræðissinnaða Evrópubúa." Hvað áttu við? 

Magnús Bjarnason (IP-tala skráð) 26.5.2009 kl. 16:31

24 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ég veit það Magnús, að US Dollar er sýndar-peningur, hins vegar er hann eini alþjóðlegi gjaldmiðillinn. Eftirfarandi upplýsingar eru að blogginu mínu:

Núna er staðan sú, að opinberir gjaldeyrissjóðir eru að 64% í US Dollurum og Evrur eru 27% af heildinni. Bretska Pundið er aðeins 4% og Japanska Yenið 3%. Þessi hlutföll hafa lítið breytst á síðustu 10 árum. Hvað varðar alþjóðlega notkun á peningaseðlum, þá er Dollarinn ríkjandi með 60% - 70% af notkun utan upprunalands. Þetta jafngildir því að myntsvæði Dollars sé 3-4 sinnum stærra en Bandaríkin. Í öðru sæti er Evran með aðeins 10% -15%. Þegar litið er til erlendra viðskipta, er Dollarinn notaður í 88% allra viðskipta.

Saga Evrópu er endalaus saga einræðisherra. Mörg Evrópu-lönd halda ennþá konunga, hirðir og aðal. Það var þetta ástand sem Evrópumenn voru heldst að flýja þegar þeir fluttu til Vesturheims. Ekki ætti að þurfa að benda neinum á þessar staðreyndir.

Loftur Altice Þorsteinsson, 26.5.2009 kl. 17:15

25 identicon

Sæll Loftur

Já eins og Nixon sagði "it´s our currency, but your problem". En staða dollarans núna er veik, það virðist sem verðmæti hans sé haldið uppi af Kínverjum sjá frétt FT hér . Einnig að spákaupmenn séu byrjaðir að gera árásir á dollaran hér.

Er ekki hætta á að við séum að fara úr öskunni yfir í eldin með upptöku dollars?

Þetta er ekki gott svar. Helstu konungsríki evrópu, þau sem eftir eru, eru einnig mikil lýðræðisríki eins norðurlöndin, bretland, holland, belgía og það sem einhver spurning er um er kannski Spánn, en Juan Carlos hafnaði fasistum árið 1980 þegar þeir reyndu byltingu. NAFTA ríkið Kanada er síðan undir breskri krúnu. Þannig að "einræðissinnuð evrópa" þarfnast aðeins meiri skýringa. 

Magnús Bjarnason (IP-tala skráð) 26.5.2009 kl. 18:15

26 Smámynd: Júlíus Björnsson

Einræðis sinnuð. Ég er fæddur á meginlandinu með rætur til Evrópska Ný-aðalsins og sjaldan fellur eplið langt frá eikinni. Tel fils, Tel pere. Þar gildir að sonur gengur í föður stað. Embættismennirnir í Ríkisstofnunum, [sem ráð öllu í reynd] laga sig að anda stofnanna hefðanna.  Eins og meðlimríki ES:EU segja sjálf þá renna þau saman úr hinum sameiginlega meiningararfi. Sagnfræðikennsla er á undanhaldi í dag. Þessi menningararfur rudd sér braut til Noregs á sínum tíma. Hagræðing og miðstýring. Íslenskur almenningur hafði [að undanskildu nokkrum náttúru hamförum]  miklu betra fram til en sá á meginlandinu : fram til 1994?.

Verkmenn hér áttu spariföt, átu kjöt og fisk og fengu einu sinni skemmt mjöl [hveiti]. Jótar almenningur, nær Miðstýringunni, voru alltaf í sömu druslunum og átu epli, kartölfur og rúgmjöl eða hafra. Lægstu laun á Íslandi voru 3-5 sinnum hærri en lægstu laun í Írlandi, Spán, Portugal , ... fyrir þjóðarsáttina og aðildina að efnahagsmála pakka ES:EU.

Júlíus Björnsson, 26.5.2009 kl. 20:14

27 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Það er með ólíkindum Magnús, að þú skulir hafa gleymt höfðingjum eins og Hitler, Frankó og Mússólíni. Það að Kanada viðheldur konungssambandi við Bretland er ekki mikið mál og dregur í engu úr því sem að ég sagði.

Dollarinn er það bezta sem við eigum völ á, fyrir stoðmynt. Betri væri samt alþjóðlegur gjaldmiðill sem notaði gull til stuðnings. Við værum þá með tvöfalt myntráð, svipað og Bretton Woods fyrirkomulagið.

Loftur Altice Þorsteinsson, 26.5.2009 kl. 20:31

28 Smámynd: Jón Valur Jensson

Magnús Bjarnason, þegar menn kynna sér, hvaða afstöðu við tókum í ýmsum alþjóðamálum, t.d. á vettvangi Sameinuðu þjóðanna frá 1946 og út öldina, þá kemur í ljós, að við vorum þar engir taglhnýtingar Bandaríkjanna. Fjarri fer því, og ég benti þér (hér ofar) á bók Valdimars Unnars Valdimarssonar sagnfræðings um þau mál, Ísland í eldlínu alþjóðamála (með undirtitlinum: Stefnumótun og samvinna innan Sameinuðu þjóðanna 1946–1980, Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands, Rv. 1993, 266 bls. með nafnaskrá), en þú hefur greinilega ekki nennt að ná þér í hana og ættir þá að geyma það til góðs tíma, en gaspra minna hér á meðan. Valdimar var einn af efnilegustu sagnfræðingum okkar, og var bókin doktorsverkefni hans við LSE, sem er einn af skólunum í Lundúnaháskóla, en Valdimar lézt langt fyrir aldur fram.

Íslendingar högnuðust ótæpilega á Varnarliðinu og raunar á brezka setuliðinu á stríðsárunum líka. Við höguðum okkur ekki eins og hersetin þjóð eða hundur í bandi, heldur neyttum færis til að afla okkur bæði stríðs- og friðargróða. (Friðurinn, sem þarna er nefndur, er auðvitað sá, sem bæði Bretar og Bandaríkjamenn tryggðu okkur ókeypis.)

Það var reyndar myndað nýtt, alþjóðlegt orð út frá nafni landsins okkar og einurð okkar eða hörku í samskiptum við NATO eða Bandaríkin, þ.e. Islandization, sem er nokkurn veginn andstæðan við hugtakið Finlandization. Það síðara merkti hræðslugæði og á stundum lítilþægni Finna við Sovétríkin, en það fyrra það, sem t.d. Kissinger kvartaði undan, þ.e. hvernig lítil smáþjóð gat þvingað Bandaríkin til ýmissa hluta varðandi praktísk hagsmunamál landsins (við getum nefnt Flugstöð Leifs Eiríkssonar, sem við þvinguðum Bandaríkin til að borga að miklu leyti, auk alls viðhalds og rekstrar Keflavíkurflugvallar og sennilega slökkviliðs vallarins líka), en út á við náðum við líka miklum árangri með því að nýta okkur sambandið við Bandaríkjamenn með því að fá þá til að þrýsta á Breta um að gefa eftir fyrir okkur í þorskastríðunum.

Vilji Magnús Bjarnason meira lesefni um þau efni, bendi ég honum á bækur dr. Vals Ingimundarsonar, Í eldlínu kalda stríðsins. Samskipti Íslands og Bandaríkjanna 1945–1960, Uppgjör við umheiminn (með undirtitlinum Íslensk þjóðernishyggja, vestrænt samstarf og landhelgisdeilan, en yfirtitlinum Samskipti Íslands og Bandaríkjanna 1960–1974) og þriðju bókina, sem ég á nú ekki; og eflaust er gagnlegt efni um þessi mál að finna í bók eftir Björn Bjarnason: Í hita kalda stríðsins, greinar og ritgerðir (Nýja bókafélagið, Rv. 2001, 252 s. með nafnaskrá), sem ég eignaðist reyndar ekki fyrr en nýlega.

Jón Valur Jensson, 27.5.2009 kl. 15:45

29 identicon

Mikið ertu duglegur Jón. Þakkar þér fyrir þetta.

Já síðan eru íslendinga að velta því fyrir sér af hverju kaninn stakk af við fyrsta tækifæri. Hann var búin að fá nóg af íslendingum. skiljanlega miðað við orð þín. Dældi í okkur pening og gat ekki einu sinni reit sig á stuðnings okkar. Hver þarf óvini með svona vini.

Síðan vilja nokkrir "aronskir" elta kanann, því þeir telja að við eigum svo mikið sameiginlegt með þeim. En hvað ætti kaninn að vilja hafa með okkur?  Því miðað við það sem þú ert að segja þá var það okkar ær og kýr að blóðmjólka kanann.

En taktu svo eftir einu Jón, Íslendingar hafa aldrei tapað á erlendu samstarfi, ekki á NATO, ekki UN, ekki EES og við munum ekki tapa á ESB. Einmitt vegna þessa sem þú ert að lýsa í orðum þínum. 

Magnús Bjarnason (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 21:46

30 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég mæli nú ekki gróða af EES frá 1994 og 80% innfluttning  frá ES: Skuldsetningu m.a.

Ég vil hætta að tapa. USA er er mjög hrifið af þeim sem vilja hjálpa sér sjálfir, því hef ég kynnst persónulega. Það vara enginn þörf fyrir varnarliðið hér lengur og mér finnst að sumir hafi sýnt mikið vanþakklæti.   Mig grunar að útvíkkunarsjóðir ES hafi liðkað mjög fyrir þessum sinna skiptum. Mjög óeðlilegt að Ísland skulu ekki vera með virkari útflutningssamkeppni of fullunnum sjávarafurðun á öllum hátekjumörkuðum heimsins. Margt smátt gerir eitt stórt.

Innflutningsatvinnuvegirnir [ES: lepparnir eða skuldþrælarnir] fæða ekki þjóðina einir sér.

Júlíus Björnsson, 27.5.2009 kl. 22:14

31 Smámynd: Jón Valur Jensson

Magnús Bjarnason, takk fyrir að svara, en einfaldur ertu í ályktun þinni þarna í lokin, því að Evrópubandalagið er í 1. lagi á fallanda fæti, stendur Bandaríkjunum langt að baki, og það verður ekkert boðið upp á það, að við verðum þar á sócíalnum, eins og evrókratar halda kannski; jafnvel í hermálum yrðum við að vera veitendur ekkert síður en aðrir, með skattgreiðslum til EB-hers eins og hinar þjóðirnar, en fengjum ekki nein framlög þaðan nema í mesta lagi óbeint vegna hernaðarframkvæmda hér, því að vitaskuld þyrfti bandalagið að hafa herstöð á slíkum útpósti sínum, ef það vildi láta taka mark á sér.

Jón Valur Jensson, 27.5.2009 kl. 23:01

32 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Fróðleg umræða eins og alltaf.

Hnaut aðeins við þetta hérna hjá Magnúsi Bjarnasyni:

"Það skiptir máli á hvaða gengi verður skipt yfir það er satt. Fláræði að skipta yfir á gengi sem útflutningur ræður ekki við, eins og gengið hefur verið undanfarin ár. En megin hluti útflutnings sjávarafurða er til ESB land, enda stærsti markaðurinn fyrir sjávarafurðir. Með evru þá er gengisáhætta farinn, samkeppnishæfni ræðst því af framleiðni fólksins og markaðshæfni framleiddra, en ekki gengi því það er þá orðið fasti."

Þetta er kórrétt, það vantar aðeins eitt atriði, niðurgreiðslur EB til handa þeim sem vinna fisk í EB, m.a. Benelux-löndunum, m.a. í formi vinnufyrirkomulags sem var aflagt hér á landi fyrir mjög mörgum árum. Til upprifjunar þá var það fólgið í því að fólk mætti til vinnu upp á von og óvon. Munurinn nú er sá að hið opinbera (EB) borgar ef viðkomandi er ekki valinn til vinnu þann daginn. Verndartollar birtast einfaldlega í annari mynd ef þeir eru afnumdir.

Veikur dollar er síðan ein af aðal ástæðunum fyrir breytingu á útflutningi sjávarafurða, ásamt sterku pundi. Það er nefnilega ekki fyrr en nú nýlega (í stjórnartíð Bush JR.) að evran skákar dollarnum.

Ég er viss um að útflutningur sjávarafurða á eftir að breytast töluvert á næstu 10 árum og þá þannig að EB svæðið á eftir að fá minna vægi en nú er. Vissa mín er fólgin í því að það er óeðlilega mikill munur á söluverði sjávarfangs til neytenda í EB og til framleiðanda hér heima. Þessi munur er ekki eins sláandi á öðrum markaðssvæðum, þó þau séu fjarlægari og mörg hver frumstæðari.

Sindri Karl Sigurðsson, 27.5.2009 kl. 23:34

33 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Kosta aðildarviðræður 8 milljarða?????

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 28.5.2009 kl. 20:52

34 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Mér sýnist gæta nokkurs misskilnings hjá sumum varðandi áhrif gengis á útflutning til ýmissa markaða. Snöggar breytingar á gengi hafa vissulega áhrif, en langtíma breytingar oftast lítil.

Margir þættir spila líka inn í dæmið, auk gengisins. Hér má nefna: tolla, neytslu-hefðir, niðurgreiðslur, flutningskostnað til markaða, almenna kaupgetu á mörkuðum, stéttskiptingu í markaðslöndum og svo framleiðis.

Þegar menn meta hvort einn gjaldmiðill er betri en annar sem stoðmynt, er ekki allt sem sýnist. Menn tala til dæmis um að "sterkur gjaldmiðil" sé æskilegur, en hvað merkir það ? Hægt er að fullyrða að það merkir ekki gjaldmiðill sem hefur stöðugt hækkandi gengi gagnvart öðrum gjaldmiðlum.

Þegar ég tala um "sterkan gjaldmiðil", meina ég:

  1. Alþjóðlegan gjaldmiðil, það er að segja gjaldmiðil sem notaður er um allan heim.
  2. Stöðugan gjaldmiðil, þar sem notendur hans finna lítið sem ekkert fyrir gengisbreytingum, vegna þess að innflutningur er svo lítill. Þetta er þróað hagkerfi, með mikla og fjölbreytta framleiðslu.
  3. Alvöru peningur (real money), sem hefur sem bezta og mesta baktryggingu í gjaldeyrisvarasjóði. Andstæðan er sýndar peningur (fiat money).

Sá gjaldmiðill sem bezt uppfyllir kröfuna um "sterkan gjaldmiðil" er US Dollar. Hins vegar er hann ekki fullkominn gjaldmiðill og óvissa er um framtíð hans, til lengri tíma litið. Til skemmri tíma er USD án vafa okkar lang bezti kostur.

Loftur Altice Þorsteinsson, 28.5.2009 kl. 21:51

35 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Er að flestu leyti sammála þér Loftur varðandi USD. En í sambandi við breytingu á markaðssvæðum þá er dæmið einfallt. Sjávarútvegsfyrirtæki sem borga sinn kostnað í krónum og hefðu verið að selja í dollar síðustu ár hefðu ekki komið vel út úr því. Dollar hefur lækkað töluvert mikið gagnvart evru og jafnframt gagnvart íslenskri krónu á sama tímabili. Mig minnir að í kringum 1985 hafi dollar verið skráður sem 50 kr. Það eru ekki nema tvö ár síðan að svipuð tala sást hjá Seðlabankanum.

Það er saga til næsta bæjar að sjávarútvegurinn skuli hafa staðið af sér þessa gengisskráningu og þá skerðingu sem búið er að ganga í gegnum varðandi aflaheimildir. Hann hefði ekki gert það ef aðal markaðurinn hefði verið í USA og sú hagræðing sem búin er að eiga sér stað væri eftir. Þá hefði krónan fallið mun fyrr. Nú veit ég að mörg af þessum sjávarútvegsfyrirtækjum standa þannig að þau geta ekki gert upp í íslenskri mynt. Við vitum að gengistap og hagnaður hefur ekkert með rekstur að gera svo fremi sem ástandið sé ekki viðvarandi. Þar hjálpar að gera upp í þeim gjaldmiðli sem meirihluti tekna stendur undir.

Það orkar tvímælis en ég er farinn að hallast að því að halda krónunni og stýra skútunni eftir þeim kúrs sem efnahagur landsins segir til um. Annað er í raun blekking og gæti í versta falli leitt til þess að laun á landinu yrðu sambærileg við lægstu laun hjá þeim löndum sem stýra þeim gjaldmiðli sem tekinn væri upp, burt séð frá evru/dollar eða einhverri annari mynt. Ekki er það ásættanlegt á meðan útflutningsvegir gera upp í erlendri mynt. Kannski væri skást fyrir okkur að útbúa myntkörfuna aftur.

Það er alltaf erfitt að kasta pening og veðja upp á það að hann lendi á röndinni. Sýnist mér að svo gæti orðið ef tekin væri upp mynt sem er ekki að endurspegla þann raunveruleika sem við búum í hverju sinni. Við höfum einfaldlega ekki nógu margar stoðir undir okkar þjóðarbúskap til að taka upp annan gjaldmiðil.

það á eftir að breytast en það gleymist alltaf að það eru ekki nema 70 ár síðan við komum út úr moldarkofunum.

Sindri Karl Sigurðsson, 28.5.2009 kl. 23:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband