ESB þarf meiri völd

Það kemur sífellt betur í ljós að ESB getur ekki starfað eðlilega nema miðstýring og samræming sé aukin.

Hvernig getur nokkur verið mótfallinn því að ESB sjái um fjármálaeftirlit fyrir aðildarríkin? Þetta virðist allt mjög sjálfsagt og til góðs. En í hvert sinn sem ESB tekur til sín nýjan málaflokk þurfa aðildarríkin að reiða sig á Brussel um æ fleiri ákvarðanir.

Hver getur útilokað að í framtíðinni komi upp vandamál sem varða til dæmis öryggismál, orkumál eða fæðuöryggi?

Ef slíkt hendir gætu leiðtogar ESB neyðst til að kalla eftir sameiginlegum ESB her, miðstýringu orkumála og tryggu aðgengi að mat (fiski) fyrir þegna ESB. 

bureaucracy

 


mbl.is Vill evrópskt fjármálaeftirlit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

"Ef slíkt hendir gætu leiðtogar ESB neyðst til að kalla eftir sameiginlegum ESB her, miðstýringu orkumála og tryggu aðgengi að mat (fiski) fyrir þegna ESB."

Það hefur auðvitað lengi staðið til innan Evrópusambandsins og forvera þess að koma á sameiginlegum her, a.m.k. síðan fyrsta tilraunin til þess var gerð 1952, að sama skapi hefur verið unnið hefur að því síðan 2005 að koma á miðstýringu orkumála innan þess og hver veit nema þriðja atriðið sé í bígerð líka. Vinnubrögðin í Brussel eru einu sinni allajafna þau að viðurkenna ekki að eitthvað standi til fyrr en það er ekki lengur hægt að neita því og málið komið svo langt að erfitt sé að vinda ofan af því.

Evrópusambandið er auðvitað fyrirbæri í sífelldri þróun og það er mikill barnaskapur hjá þeim sem virðast halda að hægt sé að gangast undir vald þess á einhverjum tímapunkti og eftir það breytist ekkert innan þess. Það sem einkennt hefur sambandið til þessa, og mun vafalaust gera áfram á meðan það er til, er sífellt meiri samruni (miðstýring) á öllum sviðum.

Hjörtur J. Guðmundsson, 5.5.2009 kl. 20:34

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Færri og stærri efnahags- og valdablokkir eru allsstaðar í uppsiglingu, þar sem vægi einstaklingsins verður sífellt minna. Sem talsmaður einstaklingsfrelsis og fullveldis vara ég að sjálfsögðu við slíkri þróun.

Guðmundur Ásgeirsson, 5.5.2009 kl. 21:49

3 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Þetta með einstaklinginn er auðvitað afar áhugavert í þessu sambandi. Eftir því sem valdið færist lengra frá einstaklingnum og hann verður hluti af stærra mengi minnkar vægi hans auðvitað í samræmi við það.

Hjörtur J. Guðmundsson, 5.5.2009 kl. 23:18

4 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Þetta er ekki rétt. Völd eru lagskipt. Við nýtum ekki svigrúm til valda um sameiginleg málefni álfunnar. Þó að við gerumst fullgildir þátttakendur í sambandi Evrópuþjóða skerðist ekki völd mín t.d. gagnvart sveitastjórn eða landstjórn. Með slíkri virkni munu tækifæri, sjálfstæði og frelsi einstaklinga aukast, þó sjálfstæði þjóðar skerðist sem nemi kvöðum um samstarfið og grundvöll þess. Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 6.5.2009 kl. 00:07

5 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Í kjölfar efnahagshruns. Íslensku kosningarnar: Snúast ekki um hægri og vinstri

Hann er alveg ótrúlegur fréttaflutningurinn af kosningunum á íslandi þann 25. apríl. Í tilraun til að vekja áhuga lesenda á eyju sem fáir þekkja fjalla dagblöðin um að vinstrið sé að ýta hægrinu úr sætum sínum. Vafalaust mun þessi pólitíska sveifla halda áfram í mörg ár um víða veröld. En fyrir íslenska kjósendur voru voru álitaefnin jarðbundnari. Ábyrgðarlaus einkavæðing banka í nýfrjálshyggjustíl er aðal vandamálið, en viðbrögðin við því flokkast ekki beinlínis til hægri eða vinstri viðfangsefna. Spurningin er hvort að kjósendur séu orðnir svo örvæntingarfullir í kjölfar þess að krimmar eyðilögðu fjármálakerfið að þeir munu sækjast eftir stöðugri gjaldmiðli (evru) með því að sameinast evrópu með þeim skilmálum að glata stjórn yfir fiskveiðum Íslands í norður Atlantshafi og leggi fáheyrðar skuldabirðar á axlir skattgreiðenda -- til að bæta breskum, hollenskum og öðrum evrópskum innistæðueigendum og bröskurum tap þeirra?

Evrópu dytti aldrei í hug að gera slíkar kröfur á Bandaríkin vegna hinna afleitu húsnæðisskuldabréfavöndla sem þeir keyptu af þeim, eða fyrir töpin sem urðu vegna gjaldþrots Lehman Brothers bankans. En Ísland er lítið land og e.t.v auðveldara viðureignar. Fyrir marga kjósendur er hugmyndin um að ganga í evrópusambandið freistandi fantasía - að taka upp evru til að leysa fjárhagsleg vandræði Íslands. Valkosturinn er einfaldlega að breyta tortímandi regluverki bankakerfisins og snúa við gjafakerfi fyrri tíðar til pólitískt tendra innherja. Sigurvegari kosninganna, Samfylkingin vill ganga í Evrópu, Vinstri grænir og fyrrum ríkjandi Sjálfstæðisflokkur vilja það ekki, miðjusækinn og dreifbýlissinnaður framskóknarflokkur (næst stærstur til margra áratuga) er hægfara í málinu en tilbúinn til viðræðna á forsendum hagfelldum íslandi.

Allir eru á móti innherjalénsveldinu sem hlóð niður skuldunum. Þessvegna tapaði helsti stuðningsaðili þeirra, Sjálfstæðisflokkurinn, þriðjungi fylgisins, (niður í aðeins 20% frá hefðbundnum 33-35%) sem er lægsta prósenta atkvæða og þingsæta í 80 ára sögu flokksins sem var stofnaður 1930. Dagar sjálftökustjórnmála eru liðnir og litlu meiri er samúð með erlendum lánadrottnum og sparifjáreigendum sem gerðu hana mögulega. En kjósendur eru uggandi ganvart þeirri afstöðu sem England og önnur evrópuríki hafa tekið gegn Íslandi og tilfæringum með Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Fyrrverandi forsætisráðherra sjálfstæðismanna (og síðar seðlabankastjóri) Davíð Oddson er grjótharður á því að íslenska ríkisstjórnin og þjóðin eigi ekki að taka ábyrgð á þessum slæmu skuldum og deilir þar með sjónarmiðum sem margir íslendingar hafa að mínu mati: Þessir glæponar sviku landið. Mýtan um ,,frjálst" framtak án regluverks er hrunin og einkavæðingin lítur út eins og sjálftökustjórnmál undir rós.

Nýlega sneri ég heim eftir viku heimsókn til Íslands - viku þar sem ég hitti stjórnmálamenn, fyrrum forsætisráðherra, yfirmenn fjármálastofnana, háskólaprófessora og stúdenta, kvikmyndagerðarmenn, sjónvarpsþuli, og ,,algerlega venjulegt fólk". Hugtökin ,,vinstri" og ,,hægri" dúkkuðu aldrei upp í samræðum við þetta fólk. Í brennidepli var hin lánadrottna-væna aðferð Íslands að verðtryggja húsnæðislán og aðrar skuldir - 17% verðbólgupremía fyrir lánadrottna byggð á vísitölu neysluverðs (í raun er skiptagengi krónunnar innflutt eins og flestar neysluvörur), til viðbótar 6% vöxtum húsnæðislána, sem hefur leitt til þess að nokkrir íslendingar sögðu mér að þeir höfðu glatað húsnæði sínu til bankanna. Enginn getur borgað 23% vexti á húsnæðislán sín til lengdar á meðan húsnæðisverð hrynur með efnahag landisns. Flestar fjölskyldur greiða nú með því að ganga á sparnað og reyna að bera skuldir sem eru í raun óborganlegar.

Þetta skýrir löngun þjóðarinnar í stöðugan gjaldmiðil, við það hyrfi klafi vaxtaviðbótarinnar. (verðtryggingar) Upphaflega voru bæði laun og skuldir verðtryggðar á Braselíska vísu. En dag einn var verðtrygging launa felld niður en verðtryggingu fjármálagerninga viðhaldið með hundalógík um að um "samningsbunda" endurgreiðslu verðmæta, samningar um laun ættu sér hinsvegar veikari lagastoð. Með öðrum orðum, stór fiskur borðar lítinn fisk. Engin stétt lánadrottna, hversu gráðug eða frökk, hefur nokkurntímann náð í gegn öðru eins og þessum lögum. En þetta létu íslendingar yfir sig ganga - þrátt fyrir að í landinu sé mikið um húseignir-á-lánum. Að taka upp evruna er almennt talið vera auðveldara en að breyta þessum lögum og losna við vaxta-álagið sem er einstakt fyrir ísland í víðri veröld. Mér þykir þetta lagatregðumál ótrúlegt, en það virðist vera vitnisburður um tiltrú Íslendinga á lög - hversu geggjuð sem þau kunna að vera.

Hrun gjaldmiðilsins varð vegna gjaldþrots og þjóðnýtingar þriggja aðal-banka Íslands. (Glitnir, Kaupþing og Landsbanki) sem tóku þátt í bylgju hrokafullrar vanhæfni og hreinna svika eftir að þeir voru einkavæddir í röð klíkusamninga árin 2002-03. Þessir bankar fóru á hausinn með nærri $100 milljarða í skuldir, en enginn veit nákvæmlega hversu mikið eða hver er hinu megin við borðið Í ýmsum samningum sem voru hluti af taflinu. Sérstakur saksóknari hefur verið skipaður til að grafast fyrir um hlutina, sem enn eru ógagnsæir.

Í raun er Ísland um margt líkt ríkjum fyrrum-sovétríkjanna. En í stað þess að koma úr kommúnistaflokknum eða rauðliðaæskunni eða öðrum minnisvörðum um Stalínískt skrifræði koma EINKAVINIR íslands úr röðum stór-landeigenda og áhrifamiklum fjölskyldum á sviði stjórnmála sem hafa ríkt yfir þjóðinni um aldir. Löngu fyrir þann tíma sem landið fékk sjálfstæði frá Danmörku árið 1944 með hjálp bandamanna þegar Danmörk var hertekin af nasistum.

Einkavæðing íslensku fiskimiðanna.

Þegar þýskir kafbátar hurfu af Norður Atlantshafi eftir stríðið kepptu Breskir togarar við íslenska fiskibáta um þorsk og aðrar fisktegundir. Eftir nokkur átök sem stóðu fram yfir 1970 tók Ísland forystu í að stofna 200 mílna fiskveiðilögsögu, að miklu leyti með stuðningi Bandaríkjanna sem íslendingar endurguldu greiðann pólitískt allar götur síðan.

Lög um sjávarútveg snúast um hver hafi yfirráð yfir náttúruauðlindum sjávar. Til að viðhalda fiskistofnum (að minnsta kosti í orði kveðnu) hefur ísland gefið út veiðileyfi fyrir ákveðna hluta þess sem árlega er leyft að veiða. Það magn er ákveðið árlega og byggt á mati á fiskistofnum. Í stað þess að fara klassíska efnahagslega leið og bjóða leyfin upp árlega til að fá sanngjarnan arð af auðlindinni hefur ríkið útdeilt leyfunum líkt og gert er með taxaleyfi í New York. Útlutað einu sinni og urðu þá varanleg, og hafa að sjálfsögðu hækkað í verði með tímanum. Hinir upphaflegu handhafar - pólítískir vildarvinir fyrir öld síðan - hafa arfleitt afkomendur sína að þeim, sem leigja þau út til hinna raunverulega sjómanna, eða einfaldlega haldið þeim áfram í fjölskyldunni. Ríkissjóður Íslands fær engin hlunnindi af nýtingu sjávar. Leyfin hafa einfaldlega orðið leigu-sugu gjald, greiðsla til fyrrum innherja og afkomenda þeirra.

Á uppboðsmarkaði mundu mögulegir leigutakar reikna út markaðsvirði þeirrar auðlindar sem þeir hyggjast nýta, reikna út kostnað við nýtinguna og mögulegan ágóða og bjóða í samræmi við það. Lagalega tilheyrir hafið íslensku þjóðinni, og ríkið fengi ágóðann. En í dag fá erfingjarnir eða aðrir sem hafa náð sér í kvótaleyfi frá upphaflegu innherjunum frá 1980, þessa peninga. Það er því ekki skrýtið að margir íslendingar séu svo fullir viðbjóði yfir einkavæðingu fiskimiðanna að þeim er alveg sama þó að Ísland glati fiskveiðiréttindum sínum. Eftir allt, í núverandi kerfi yrðu tapararnir eigendur þessara gerviveiðileyfa, en ekki íslenska þjóðin.

En þetta viðhorf blindar fólk gagnvart mjög ákjósanlegum valkosti - kosti sem ætti að höfða til tveggja hefðbundu miðjuflokka á grundvelli sjónarmiða um frjálsan markað, en einnig til ,,vinstri" af því að það er svo efnahagslega sanngjarnt: Að bjóða upp fiskikvótann árlega þannig að arðurinn renni til íslensku þjóðarinnar og verði hluti af tekjum ríkissjóðs, eins og ætti að vera með náttúruauðlindir, rétt eins og landið sem slíkt. Það er ekki nauðsynlegt að sameinast Evrópu, afhenda innherjum hennar fiskveiðiréttinn og bankamönnum hennar réttinn til að framleiða kredit (sem ætti að líta á sem almannaþjónustu) til að ná efnahagslegri heilsu.

Icesave slagurinn við Breta.
Hinn slagurinn við Breta varðar IceSave útibú Landsbankans, sem borguðu nægilega háa vexti til að sannfæra ríkisstjórn verkamannaflokksins um að beina því til sveitarstjórna að sýna "samfélagslega ábyrgð" með því að leggja sparnað inn á þá reikninga sem báru hæstu vextina. Rétt eins og að hátt vaxtaálag sé ekki endurgjald fyrir áhættu. Af því að IceSave var rekið sem útibú frá Íslandi öxluðu bretar hvorki reglu- né eftirlitshlutverk fyrir sitt leyti. Mér finnst þetta dæmigert breskt efnahagslegt vanhæfi, en það er háttur vanhæfra ríkisstjórna að kenna öðrum um allt sem miður fer. Þannig að þeir bættu innistæðueigendum að fullu og heimta að íslenska ríkisstjórnin skattleggi sína eigin þjóð, eins og innistæðurnar hefðu verið lán til hins opinbera!

Bretar frystu reikninga allra íslenskra banka til að þrýsta á málið, þar með talið Kaupþings á eynni Mön. Þetta hindraði þá í að flytja fjármuni út úr landinu og keyrði höfuðstöðvarnar heima á Íslandi í þrot. Einu lögin til að grípa til við þessar gripdeildir voru and-hryðjuverka neyðarlög, upphaflega sett til höfuðs Írskum og Araba grúbbum. Bretland stimplaði ísland sem hryðjuverkaríki, og beitti á meðan fjármálalegu ofbeldi sjálft. Að sjálfsögðu fannst íslendingum það órökrétt að bretar krefðust þess að þrátt fyrir háu vextina skyldu innistæðueigendur ekki tapa neinum fjármunum - sem er gagnstætt gríðarlegu tapi sem þeir urðu fyrir á mörkuðum í Bandaríkjunum og víðar erlendis. (að ekki sé nú minnst á Northern Rock og aðra ábyrgðarlausa lánveitendur innanlands). En með suma íslendinga þenkjandi á þeim nótum að banka skuldir eru ,,okkar" skuldir, því ekki að gera eins miklar kröfur og mögulegt er, þrátt fyrir að tvöfaldur standard væri augljóslega í gangi. (Ímyndið ykkur hver viðbrögðin yrðu ef, segjum, Þýskaland mundi saka Bandaríkin um að vera hryðjuverkaríki til þess að komast yfir bandarískar eignir til að bæta fyrir töp sem bankar í Dusseldorf og Saxony urðu fyrir vegna bandarískra undirmálslána)

Margir bandarískir blaðamenn léku með og kölluðu Ísland "Víkinga" og þeir kusu ,,Víking finance" fremur en "oligarchy" sem er pólitískt viðkvæmara orðalag. En það er heimskulegt að gefa í skyn ruddalegt Norrænt Villta Vestur. Ísland hefur engan her, og NATO stöðin fyrrverandi er núna Reykvíski alþjóðaflugvöllurinn. Hin harðduglega og ná-tengda íslenska þjóð er eins borgaraleg og hægt er að hugsa sér, með hæsta hlutfall séreignarhúsnæðis í heimi, vel menntuð og með dæmigert norrænt félagslegt velferðarkerfi og sameiginleg gildi. Þetta er skandinavískt jafnaðarríki, en á minni skala. Og kannski er það hluti af vandamálinu. Margir íslendingar eru svo borgaralegir að þeir trúa því að það sé heiður í því að endurgreiða fjárhættuspil vondra banka, rétt eins og um væri að ræða persónulegar skuldir meðal nágranna. En hinir stóru bankar voru ekki eins og flestir nágrannar, og tóku þátt í djúpstæðu fjármálasvindli. Í því voru vitorðsmenn þeir útlendingar sem nú krefjast þess að fá bætur fyrir.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn kemur inn í myndina en heldur sig til hlés í bili.

Vanalega hagar AGS sér eins og innheimtufulltrúi fyrir alþjóðlega lánadrottna, en í tilviki Íslands virðist sendinefndin ekki hafa það notarlegt í því hlutverki. Enga fjármuni er enn búið að draga gegnum $10 milljarða lánalínu sem nýlega var samið um frá sjóðnum. Ég varð hrifinn að fjármálaráðuneytið ætlaði ekki að nota fjármuni frá AGS til þess að greiða útlendingum. Fjármálaráðherra, Steingrímur Sigfússon er formaður Græna flokksins og er tortrygginn gagnvart því hversu mikið slíkar lántökur - eða að ganga í EU - bæta málin með því að ríkið taki lán til að ná fram jafnvægi í stöðu þar sem ekkert jafnvægi er að finna.

Þetta skilur eftir spurninguna um krónu gagnvart evru. Svo lengi sem lánadrottna-hollum 17% gengisvísitöluvöxtum er bætt ofan á húsnæðislán er skiljanlegt að íslenskir húsnæðiseigendur vilji sjá verðstöðugleika. En það er ekki víst að evran skaffi hann. Hún mundi aðeins valda þvingunum, minnka hagkerfið til að minnka innflutning. Leiðin til að endurlífga krónuna er að stækka hagkerfið, og það þýðir að losna við verðtryggingu, ókeypis hádegisverð sem engin önnur þjóð á jörðinni hefur afhent fjármálageiranum.

Mýtan um að ESB muni berjast gegn spillingu og stuðla að efnahagslegri heilsu.

Fólk er mjög ringlað í því hvað það þýðir að ,,sameinast Evrópu" í raun og veru. Fyrir mið- og austur evrópuríki sem voru áður hluti sovétríkjanna, lá fegurðin í augum þess sem horfði. Þau kusu að sameinast ESB upp úr 1990 því að þau héldu að ESB mundi taka þau undir sinn verndarvæng og hjálpa þeim að koma á fót nútíma vestrænum iðnaðarkapítalisma með batnandi lífsgæðum. Þess í stað leit ESB forustan einfaldlega á þessi hagkerfi sem markaði fyrir sinn eigin landbúnaðar- og iðnaðarútflutning og sem strórgróðabrall fyrir banka sína með því að ganga til sýndarsamstarfs við Sovét-style sjálftökustjórnmálamenn sem dómíneruðu þessi hagkerfi. ESB leit undan þegar það sá glæpona taka yfir og studdi þá í raun svo lengi sem þeir seldu Evrópumönnum mjög svipað og þegar innbrotsþjófur selur verðinum, einkavæddu samneysluna í klíkuskap, seldu fasteignir og birgðir til evrópskra fjárfesta, og tóku lán í erlendum gjaldmiðlum til að kynda heimsins mestu (og óstöðugustu) fasteignabólu. Hrunið í kjölfar þessa falska upphafs er að rífa evruna í sundur.

Tilfelli Lettlands og Eystrasaltsríkjanna er lýsandi. Rétt eins og Ísland voru þeir hlaðnir skuldum langt umfram getu þeirra til að endurgreiða - húsnæðislán skráð í erlendum gjaldmiðlum voru allsráðandi, þannig að þeir geta ekki notfært sér þá ágætu aðferð að láta verðbólgu og tímann éta niður skuldirnar. Það stoðar ekki heldur fyrir ríkisstjórnina að taka lán frá IMF og ESB til að borga út ónýtar skuldir einkageirans sem innifelur að kreista fé út úr landsmönnum með enn hærri sköttum á vinnu, og þar með verðleggja hana (og þar með innlendan iðnað) út af heimsmarkaði. Í þessari stöðu er hagkerfið ófært að þéna nægilega til að greiða fyrir nauðsynlegan innflutning og greiða skuldirnar sem er búið að drekkja því í.

Þetta er vandamál sem Ísland verður að forðast. Því miður hefur meðferð ESB á fyrrum-Sovét ríkjum sýnt fram á hversu grimmilega það getur staðið vörð um þrönga þjóðarhagsmuni og virkað sem rándýr í leiðinni. Joaqim Almunia úr framkvæmdastjórn ESB gerði forsætisráðherra Lettlands þetta ljóst í bréfi þann 26.jan 2009 þar sem hann útlistaði með hvaða skilmálum Evrópa mundi splæsa á erlenda banka sem starfa í Lettlandi - á kostnað Lettlands sjálfs. Hann tók skýrt fram að Lettland mætti EKKI nota ESB lán til að þróa sitt eigið hagkerfi eða til að lækka háa skatta sem hindra að störf skapast, nei einungis til að borga skuldir lánadrottna í vestri. (aðallega Skandinavíska banka) og til að kaupa innflutning frá þeim.


Quote
Veitta aðstoð skal nota til að forða fjármálakreppu, sem útheimtir að endurreisa traust í bankakerfinu [nú algerlega í eigu erlendra aðila] og til að byggja upp gjaldeyrisvarasjóði Lettneska seðlabankans. ... Ekki er ætlast til að fjárhagsaðstoðin sé notuð til að úr verði ný lán til fyrirtækja og heimila. .. það er mikilvægt að vekja ekki illa grundaðar væntingar meðal almennings og jafnframt að andæfa misskilningi sem kann að rísa í þessa veru. Það veldur áhyggjum að við höfum orðið vitni að því nýlega í opinberum umræðum innan Lettlands að kallað er eftir því að hluti aðstoðarinnar verði notaður inter alia til að styðja útflutningsgreinar og til að örva efnahagskerfið með aukinni eyðslu. Það er mikilvægt að andæfa þessum ranghugmyndum á virkan hátt.


Þetta setur Lettland í stöðu þjóðar sem hefur verið sigruð í stríði og þarf að greiða stríðsskaðabætur. Óeirðir brutust út, og mótmælendur tóku yfir fjármálaráðuneytið. Þetta var atburðarás sem hefur nú verið endurtekin í Ungverjalandi, Úkraínu og öðrum löndum nýverið. Minnir á "AGS óeirðirnar" í latnesku ameríku á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar. Sem vekur ekki mikla von um að innganga í ESB muni, sem slík, leysa svipuð efnahagsleg hreinsunarverkefni fyrir Ísland. Í stað þess að hjálpa fyrrum-Sovét ríkjunum að þróa sjálfbær hagkerfi leit vestrið á þau sem efnahagslegar ostrur til að brjóta upp, skuldvæða þau til að taka út úr þeim arð í formi vaxta og gróða af fjármálagerningum, og skilja loks við þau sem brotnar skeljar. Eftir að sjálftökustjórnmálamenn, erlendir bankar og fjárfestar hafa fjarlægt fé sitt út úr hagkerfinu verður Lettneska latóinu leyft að falla. Erlendir kaupahéðnar geta þá komið inn og keypt innlendar eignir fyrir slikk, aftur.

Þetta hljómar ótrúlega svipað og það sem Ísland er að ganga í gegnum. Hættan er að það gefist upp fyrir evrópskum hagsmunum sem sækjast eftir rétti til fiskveiða, ná einokunarstöðu á bankamarkaði og lána ríkinu til að splæsa út evrópska fjárfesta sem hafa gamblað og tapað í nú-óstarfhæfum íslenskum bönkum. Maður vonar að Grænir og Framsókn muni endurskoða mögulega skilmála fyrir aðild að ESB og upptöku evru, en skipti ekki út innlendum sjálftökustjórnámálamönnum fyrir erlenda efnahagslega yfirsetumenn bara vegna þess að þeir eru evrópskir. Það mundu bara vera skipti á einum hópi vel-tengdra innherja fyrir annan, aðallega mundi það þjóna hagsmunum breta.

Að kalla kosningarnar á laugardaginn ,,sigur fyrir vinstrið" með snúningi til ESB er því veruleikafölsun. Ef slegið er hefðbundinni vinstri/hægri mælistiku á úrslitin virðist fylgi við ESB vera til hægri í því að hygla hagsmunum fjármálamanna (efnahagslegt harðræði sem setur hagsmuni skuldara neðar en lánadrottna, og skuldahjöðnun til að rústa eyðslu í velferðarkeri) Jafnaðarmannaflokkar (Social Democrats) víða um heim hafa verið hugmyndafræðilega ýktastir einkavæðingarsinna. frá Tony Blair's New Labor í bretlandi til Roger Douglas Nýja sjálandi til Ástralska verkamannaflokksins.

Íslenskir jafnaðarmenn hóta hraðferð inn í Evrópu og að stilla málinu upp í allt eða ekkert kosningar - um það hvort ganga skuli inn á þeim skilyrðum sem flokkurinn semur um, án þess að blanda borgurunum inn í ferlið. Forsætisráðherra Jóhanna Sigurðardóttir vonast til að hefja aðildarviðræður innan tveggja mánaða og að hafa kosningar um inngöngu í lok næsta árs. Hvað varðar þingbundið lýðræðisfyrirkomulag er þetta plan svipað og þegar leiðtogar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar samþykktu að ganga í bandalag hinna viljugu í Írak, og hunsuðu eðlilega málsframvindu með því að sniðganga alþingi.

Á meðan er hætta á að ESB og evran liðist í sundur vegna verðhruns fyrrum-Sovét hagkerfanna,  harðræði án þess að hafa þróað innviði þeirra utan fasteignamarkaðar. Samt finn ég lítinn skilning á því hvernig evran og hið útþanda ESB er að gliðna vegna óstöðugleika fyrrum-Sovét hagkerfanna sem hafa engar ásættanlegar leiðir til að fjármagna kerfislægan viðskiptahalla, núna þegar fasteignabólan er sprungin og ekki er lengur lánað í erlendum gjaldmiðlum til fasteignakaupa í þessum ólánsömu ríkjum. Stjórnun peningamála í Evrópu lítur út fyrir að vera næstum jafn ábyrgðarlaus og Íslands.

Mislukkaður verndarvængur ESB gagnvart eystrasalts- og mið evrópu ríkjunum gefur til kynna að Íslandi væri hollast að snúa sér að því að leysa sín eigin vandamál sjálft, og keyrði sína þjóðhagslegu hagsmuni áfram á meðan það hreinsar upp eftir stórslysalega ný-frjálshyggjutilraun sína. Raunverulegar markaðs umbætur mundu skipta út minnisvarða höfðingjaveldisins þar sem kvóti yrði á uppboðsmarkaði og rentan sem skatta grunnur og endurreisa skynsamlegt almennt bankakerfi. Þegar upp er staðið er efnahagslegt sjálfstæði Íslands að veði.

Marteinn Unnar Heiðarsson, 6.5.2009 kl. 07:06

6 identicon

Samfylkingarspeki:

  • Fullveldi þjóðar eykst ef hún afhendir forræðið á stórum hluta ríkisvaldsins til stofnanna þar sem hún hefur lítið vægi.
  • Lýðræði eykst ef völdin í samfélaginu eru tekin af af þeim sem þjóðin hefur kosið beint og færð til stofnanna í útlöndum.
  • Sjálfræði einstaklinga eykst eftir því sem fleiri reglugerðir og tilskipanir eru búnar til af gáfuðum mönnum í Brussel.

Mikið er hægt að gera einfalda hluti flókna.

Bjarki (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 10:29

7 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Ef við hugsum okkur fótboltafélög. Það eru eitt eða fleiri slík í hverju sveitarfélagi. Þau eru á vissan hátt öll aðilar að landsliði t.d. vegna þess að leikmenn geta verið valdir í liðið. Síðan er Evrópukeppni og auðvitað þurfa einhverjir að fjalla um fyrirkomulag og framkvæmd þess samstarfs. Móta sameiginlegar leikreglur. Síðan er heimsmeistaramót og þar geta komið lið frá öllum löndum og reynt að spjara sig. Allt eykur þetta möguleika og tækifæri einstaklinga til knattspyrnuiðkunar.

Það er svo asnalegt að segja við viljum ekki vera með í Evrópukeppninni, það er allt svo ömurlegt. Einhverjir "gáfaðir" menn  segja okkur hvenær og hvernig við eigum að spila fótbolta.

Bjarki - vonandi gerir þetta málið enn einfaldara. Tækifærin, frelsið og sjálfstæðið aukast með virkninni. Knattleikni sem að væri heft í fjötrar hólmans okkar minnkar sjálfstæði og tækifæri þeirra sem að ættu sér drauma um frægð og framandi lönd.

Gunnlaugur B Ólafsson, 6.5.2009 kl. 11:55

8 identicon

Það virðist gleymast að það vöru ekki öfl inna ESB eða hópur af erlendum fjárglæframpnnum sem kom Íslandi í þá stöðu sem við erum í í dag.  Þannig að allt tal um að erlendir menn sitji á svikráðum við íslensk efnahagskerfi á sér ekki stoð í raunveruleikanum.  Íslenskir athafnamenn komu þjóðinni í skulda fen svo ekki sér fyrir endan á þeim.  Íslenskir útgerðarmenn hafa skuldsett íslenskan sjávarútveg svo mikið að það nemur 10 faldri árs veltu í greinin og svona mætti lengi telja. Hverjir hafa haft burði til að stöðva þessa menn. Alla vega ekki íslenskur almenningur sem hefur verið blektur og öll gagnrýni á kvótakerfi, bankakerfi  hefur verið blásið á sem öfundsýki eða viðkomandi hefur verið úthrópaður sem ruglaður.

Ólafur Bjarni (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 13:17

9 Smámynd: Haraldur Hansson

Fádæma léleg kjörsóknin í ESB, þegar kosið er til Evrópuþingsins, undirstrikar það sem Guðmundur og Hjörtur segja í athugasemdum sínum hér að ofan.

Hinum venjulega kjósanda finnst hann ekki skipta máli og sér ekki tilgang í því að fylgjast með og kjósa. Það orsaka deyfð sem með tímanum verður "eðlilegt ástand", se dregur bæði þrótt og framtak úr samfélaginu. Í því liggur hætta sem er ekki síður stór en að láta af hendi hin formlegu yfirráð yfir nýtingu auðlinda.

Haraldur Hansson, 6.5.2009 kl. 14:15

10 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Ef við hugsum okkur fótboltafélög. Það eru eitt eða fleiri slík í hverju sveitarfélagi. Þau eru á vissan hátt öll aðilar að landsliði t.d. vegna þess að leikmenn geta verið valdir í liðið. Síðan er Evrópukeppni og auðvitað þurfa einhverjir að fjalla um fyrirkomulag og framkvæmd þess samstarfs. Móta sameiginlegar leikreglur. Síðan er heimsmeistaramót og þar geta komið lið frá öllum löndum og reynt að spjara sig. Allt eykur þetta möguleika og tækifæri einstaklinga til knattspyrnuiðkunar.

Það er svo asnalegt að segja við viljum ekki vera með í Evrópukeppninni, það er allt svo ömurlegt. Einhverjir "gáfaðir" menn  segja okkur hvenær og hvernig við eigum að spila fótbolta.

Þetta dæmi er ekki tekið til enda.

Þú gleymir að minnast á það þegar evrópustjórnendurnir og  koma hingað heim og segja hvernig við eigum að stjórna okkar fótboltaliði, hverja við eigum að hafa í því (valið úr evrópu líka), hverjir eiga að stjórna því (valið úr evrópu líka) og hversu mikið þeir fá borgað (tekið úr okkar vasa).

Tækifærin, frelsið og sjálfstæðið aukast með virkninni.

Ekki gleyma því að þó að tækifærin verði fleiri þá verða ennþá fleiri sem keppast um þau, þannig að við erum ekkert betur sett í raun.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 6.5.2009 kl. 15:32

11 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ég býst við að við höfum ekki allt of mikið val því við erum í svo miklum samskiptum út af gamla "viðeyjar samningnum" á sínum tíma að við erum bundin. þar voru Jón Baldvin og Davíð að leggja leikreglur framtíðar Íslands. Mistökin voru að ganga ekki alla leið og vilja bara fleyta rjómann af evrópu. Jón Baldvin er ennþá að berjast fyrir restinni en nú er það orðið of seint. Nú þarf Jóhanna að taka til eftir hálfkláraðann samning viðeyjarstjórnarinnar. Nú erum við í stórum vanda og að ganga inn núna í ESB er að viðurkenna endanlega að við séum svo gráðug og siðblind á heiðarlega gagnkvæma samvinnu að ég skammast mín fyrir að vera íslendingur. Vilja semsagt fá allt fyrir fyrir ekki neytt, semsagt láta aðra gefa okkur mikið og koma út í plús og vilja bara taka og ekki að gefa. En þegar fer að ganga illa þá skuli farið skríðandi þangað. Frammi fyrir þessu standa íslensk stjórnvöld í dag og myndi ég vilja heyra nákvæmlega hvernig búsáhaldabyltingin vill leysa það mál og framsókn þá? Er til einföld lausn? Er fræðilegt að leysa þetta öðru vísi en með samkomulagi þjóðarinnar sem tekur að sjálfsögðu ábyrgð á sig sem nemur atkvæðinu sínu? það er ekki hægt að gera neytt í þessu nema að svíkja einhvern.  Við getum ekki flúið það að búið er að svíkja mikið. En allir verða að horfa fram á veginn. Líka þeir sem hafa verið sviknir. Ekki festast í hatri og tortíma þar með restinni af þjóðinni. þarf að stofna bjargráðasjóð fyrir þá. Vegurinn er ekki greiðfær afturábak, förum heldur framávið. En ég auglýsi eftir lausnum á raunverulega vandanum frá búsáhaldabyltingunni áður en þeir bæta kostnaði á ríkissjóð í brotnum rúðum og fleirum skemmdarverkum af völdum múgæsings. Mæli með að mótmælendur láti skrá sig og kostnaður sem hlýts af völdum þess lendi á þeim. Allir verða að taka ábyrgð á gerðum sínum ekki bara sumir. En við verðum að fá daglegar upplýsingar frá ríkisstjórnninni til að ná að vinna saman. Langar að benda á að það sýnir styrk að viðurkenna veikleika og mistök. þá er nefnilega hægt að halda áfram.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 6.5.2009 kl. 20:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband