Færsluflokkur: Evrópumál
20.11.2011 | 03:51
Hvers vegna þarf að fegra ESB?
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
11.2.2011 | 11:43
Evrópusambandið er ólýðræðislegt bákn
30.12.2010 | 21:08
Evruvandinn: Ísland þarf viðbragðsáætlun
23.12.2010 | 19:12
Valkreppa aðalsamningamanna gagnvart ESB
Það virðist algengt að aðalsamningamenn þeirra þjóða sem nýlega hafa gengið í Evrópusambandið, taki við æðstu embættum í sambandinu. Nokkrir þeirra hafa orðið fulltrúar í framkvæmdastjórn sambandsins, en lengra verður vart náð í Brussel enda launakjörin í samræmi við það.
Þessi háttur Evrópusambandsins, að bera aðalsamningamenn aðildarríkja á gullstóli í kjölfar aðildar, setur okkar ágæta aðalsamningamann í nokkuð undarlega stöðu.
Aðalsamningamaðurinn á auðvitað fyrst og fremst að gæta hagsmuna Íslands og vera hafinn yfir allan vafa um að hagsmunir hans fari ekki saman við hagsmuni Íslands. Samningamaður getur stundum þurft að sýna Evrópusambandinu talsverða hörku ef bestu samningar eiga að nást fyrir Íslands hönd. Vandinn er sá að þegar hann beitir Evrópusambandið hörðu, gæti hann þar með verið að útiloka sjálfan sig frá æðstu embættum innan Evrópusambandsins. Hafi hann á annað borð einhvern metnað til slíkra metorða.
Það er óheppilegt að setja aðalsamningamann í þá aðstöðu að hagsmunir hans og Íslands fari hugsanlega ekki saman að öllu leyti. Þótt Evrópusambandið virðist ekki sjá neitt óeðlilegt við slíka aðstöðu, þá ættum við að útiloka að sú staða sé uppi og þá er sama þótt samningamaðurinn sé traustur og drengur góður.
Hugsanlega hefur Utanríkisráðherra vor þegar séð fyrir þessu og samið þannig við aðalsamningamanninn að hann myndi afsala sér öllum metorðastöðum hjá Evrópusambandinu eftir aðild. Kannski.
Það er reyndar engin ástæða til að ætla annað en að Stefán Haukur Jóhannesson, sem er okkar aðalsamningamaður, sé afar traustur. Það má meira að segja vel vera að hann hafi engann áhuga á metorðastöðum hjá Evrópusambandinu. En engu að síður tel ég óheppilegt fyrir alla aðila að setja nokkurn mann í aðstöðu sem felur í sér hagsmunaárekstur af þessu tagi.
Þetta má reyndar leysa, hafi það ekki þegar verið gert. Í ráðningarsamning mætti setja ákvæði í þessum dúr: "Ég heiti því að vinna að hagsmunum lands og þjóðar af heilindum... Komi til þess að Ísland gangi í Evrópusambandið mun ég ekki taka við launuðu starfi hjá Evrópusambandinu næstu 20 árin." Kannski mætti láta nægja að útiloka "æðstu metorðastöður" í slíku ákvæði, samkvæmt einhverri nánari skilgreiningu. Eflaust má útfæra þetta með ýmsum hætti - aðalatriði er að útiloka hagsmunaárekstur.
Svipað ákvæði mætti líka vera í erindisbréfum allra sem eru í samninganefnd okkar við Evrópusambandið. Hugsanlega mætti stytta tíma lægra settra samningamanna í 10 ár.
Aðildarsinnar, jafnt sem andstæðingar aðildar og samningamenn sjálfir, hljóta að fagna því ef hægt væri að taka af allan vafa um hagsmunaárekstra af þessu tagi.
Sendiherraskipti í Brussel | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.9.2010 | 10:49
Hvenær fáum við skoða reglur ESB klúbbsins á íslensku?
Segja má að Lissabon sáttmálinn innihaldi leikreglur ESB klúbbsins. Hann er nýjasti sáttmáli Evrópusambandsins og byggir á stjórnarskrá þess sem tók reyndar aldrei gildi enda var henni hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslum í Frakklandi og Hollandi.
Þótt Lissabon sáttmálinn sé nánast samhljóða hinni óvinsælu stjórnarskrá ESB þá var ákveðið að bera hann ekki undir þjóðaratkvæði í aðildarríkjunum. Ekki er víst að íbúar aðildarríkjanna hefðu samþykkt sáttmálann og framkvæmdastjórn ESB taldi greinilega vissara að láta ekki á það reyna.
Þjóðþing aðildarríkjanna samþykktu flest sáttmálann nema í Írlandi en írsk lög kröfðust þjóðaratkvæðis. Svo fór að írska þjóðin hafnaði sáttmálanum. ESB breytti þá sáttmálanum lítillega, efldi kynningarstarfið verulega og ári síðar var kosið aftur. Þá sögðu Írar já og Lissabon sáttmálinn varð staðreynd.
Þess má reyndar geta að þjóðþing aðildarlandana fengu aldrei að sjá Lissabon sáttmálann í heild sinni áður en þau samþykktu hann. Þess í stað var sáttmálinn lagður fram sem 3000 breytingatillögur við óteljandi eldri lagagreinar. Því verður vart trúað að margir hafi lesið eða skilið efnið og kannski var það einmitt ætlun forystumanna ESB að sem fæstir gætu kynnt sér það.
Nú er hægt er að finna Lissabon sáttmálann á netinu á erlendum málum en Utanríkisráðuneytið hefur af einhverjum ástæðum ekki séð ástæðu til að þýða þessan mikilvæga sáttmála sambandsins á Íslensku eða kynna hann þjóðinni. Öll töf á þýðingu sáttmálans á Íslensku styttir að sjálfsögðu þann tíma sem Íslendingar hafa til að kynna sér og skiptast á skoðunum um grundvallarleikreglur ESB klúbbsins. Er það kannski meiningin?
Utanríkisráðuneytið hefur ekki enn getað upplýst hvenær Lissabon sáttmálinn verður aðgengilegur á Íslensku.
Í lokin er rétt að velta því fyrir sér hversu margir af þeim þingmönnum sem studdu aðildarumsókn Íslands í ESB höfðu áður lesið og skilið Lissabon sáttmálann?
16.9.2010 | 19:22
Lissabon sáttmálinn: Stórminnkuð áhrif smáríkja
Neitunarvald fellt niður á fjölmörgum sviðum
Neitunarvald er eitt sterkasta tækið sem smáþjóð getur beitt til að fá sitt fram eða standa gegn ákvörðunum sem varða hagsmuni þess. Tilvist neitunarvalds knýr aðila til að komast að samkomulagi. Með gildistöku Lissabon sáttmálans féll neitunarvald niður á 68 sviðum. Í stað þess að allir þurfi að vera samþykkir mun meirihluti duga til ákvörðunar og þar ræðst atkvæðamagn af fjölda íbúa. Þegar neitunarvald er fellt niður bitnar það fyrst og fremst á áhrifum fámennra aðildarríkja ESB.
Atkvæðamagn í ráðherraráðinu skal framvegis miðast við mannfjölda
Með Lissabon breytist atkvæðavægi við ákvarðanatöku stórveldum í hag. Sem dæmi: áður hafði Írland 7 atkvæði í ráðherraráðinu (2,0%) en Þýskaland 29 atkvæði (8,4%). Frá og með 1. nóvember 2014 verður atkvæðamagn hins vegar miðað við mannfjölda og þá fær Írland 0,89% atkvæða en Þýskaland 16,41% atkvæða - Þetta þýðir að áhrif Þýskalands tvöfaldast en áhrif Írlands minnka um 60%. Malta hafði áður 0,9% atkvæða en missir rúm 90% þeirra og fer í 0.08%
Hvernig gátu smáríkin fallist á Lissabon sáttmálann?
Niðurfelling neitunarvalds og breytt atkvæðamagn felur í sér stórkostlega rýrnun á áhrifum smáríkja innan ESB. Það er með algerum ólíkindum að smáríkin skyldu samþykkja sáttmála sem skerti áhrif þeirra svona gríðarlega. Hvað voru þau eiginlega að hugsa? Hvers vegna fór Lissabon sáttmálinn ekki í þjóðaratkvæði neins staðar nema á Írlandi fyrst hann breytti svona miklu?
Frekari skerðing í kortunum
Því miður er full ástæða til að óttast að áhrif smáríkja skerðist enn frekar í framtíðinni án þess að til þjóðaratkvæðagreiðslna komi. Ennþá hafa smáríkin 1 fulltrúa í framkvæmdastjórn ESB, eins og stóru ríkin. Það stóð reyndar til að fækka fulltrúum úr 27 í 20 með Lissabon sáttmálanum en Írar felldu hann í þjóðaratkvæði og þá var hætt við að fækka fulltrúum. Hins vegar varð sú breyting að í stað þess að hvert land geti tilnefnt einn fulltrúa í framkvæmdastjórnina munu þau aðeins gert tillögu að fulltrúa en framkvæmdastjórnin sjálf mun eiga lokaorðið um hverjir veljast í hana. Þannig er nú það.
Ísland yrði áhrifaminnsta aðildarríkið
Hvað sem minnkandi vægi smáríkja líður þá yrði Ísland lang-áhrifaminnsta aðildarríkið. Íbúafjöldi gefur Íslandi aðeins 0.062% atkvæðamagns í ESB. Íbúar ESB eru líka 1.607 sinnum fleiri en Íslendingar og einnig má nefna að meðalríki í ESB er 60 sinnum fjölmennari en Ísland. Ísland yrði sannkallað dverg-aðildarríki og með áhrif í samræmi við það.
Evrópusambandið hefur verið í sífelldri þróun frá upphafi og líklegast er að hún haldi áfram. Eitt af meginmarkmiðum ESB er sífellt nánari samruni aðildarríkja. Lissabon sáttmálinn fól í sér nánari samruna á fleiri sviðum en líka stórfellda rýrnun á áhrifum smærri aðildarríkja . Það er vissara að reikna með að næstu sáttmálar gangi lengra í sömu átt.
Niðurstaðan er sú að sem aðili að ESB myndi Ísland ekki hafa nein teljandi áhrif og erfitt að ímynda sér að afstaða Íslands myndi skipta úrslitum í nokkru máli. Önnur aðildarríki munu því varla sjá sér mikinn ávinning í því að tryggja sér stuðning okkar og við getum því ekki vænst sérstaks stuðnings frá þeim. Hagsmunir hinna stóru munu ráða för.
Ef við göngum í ESB verðum við að trúa því að okkar hagsmunir muni alltaf fara saman við hagsmuni hinna stóru því innan ESB munum við ekki hafa áhrif, hvorki til að stöðva ákvarðanir sem eru okkur í óhag né koma í gegn ákvörðunum sem verja hagsmuni Íslands sérstaklega. Er það óhætt?
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 22:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
9.9.2010 | 22:45
Verður lýðræði í pakkanum?
Þrátt fyrir að ESB sé samband lýðræðisríkja má sambandið þola vaxandi gagnrýni fyrir að vera sjálft ekki nógu lýðræðislegt. Talað er um að sambandið þjáist af verulegum lýðræðishalla og almennir kjósendur hafi sáralítil áhrif á stefnu þess.
Kjarni lýðræðisins er sá að kjósendur hafi síðasta orðið um stjórnun og lög ríkisins. Kjósendur taki þátt í kosningum, kjósi nýjan meirihluta sem myndar nýja ríkisstjórn og semur ný lög. Þennan kjarna lýðræðisins virðist vanta í stjórnun og lagasetningu Evrópusambandsins.
Þótt Evrópubúar kjósi til Evrópuþings á fimm ára fresti, þá er það ekki þingið sem setur lögin. Það er framkvæmdastjórn ESB sem hefur frumkvæðisrétt að lagasetningu og semur öll lög sambandsins en sú framkvæmdastjórn er ekki lýðræðislega kjörin. Evrópuþingið sem er kosið í almennum kosningum hefur ekki vald til að semja lög þótt það geti gert athugasemdir við löggjöf framkvæmdastjórnarinnar eða neitað að samþykkja þau.
Framkvæmdastjórnin hefur í raun öll tögl og haldir í rekstri og mótun Evrópusambandsins. Framkvæmdastjórnin er skipuð 27 fulltrúum og tilnefnir hvert aðildarríki einn þeirra. Fulltrúarnir skipta með sér málaflokkum líkt og ráðherrar í ríkisstjórn. Forseti framkvæmdastjórnar er síðan valinn af leiðtogaráðinu en í því sitja forsætisráðherrar aðildarríkjanna. Forseti framkvæmdastjórnarinnar er í raun leiðtogi Evrópusambandsins. Núverandi forseti framkvæmdastjórnarinnar er José Barroso en hann tók fyrst við því hlutverki árið 2004.
Það er ljóst að almennir kjósendur hafa ekki neitt um það að segja hverjir eru valdir í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Kjósendur geta því ekki veitt framkvæmdastjórninni það aðhald sem þykir sjálfsagt í lýðræðisríkjum. Kannski er þessi staðreynd ástæðan fyrir síminnkandi þátttöku almennings í kosningum til Evrópuþingsins. Í fyrstu kosningunum árið 1979 tóku 63% þátt en árið 2009 var þátttaka komin niður í 43%.
Þar sem lýðræðislegt aðhald skortir er talsverð hætta á að framkvæmdavaldið fari sínar eigin leiðir og missi jarðsamband við kjósendur. Þetta gæti verið að gerast í Evrópusambandinu. Skoðanakannanir benda til þess að almenningur í aðildarríkjum vilji ekki færa frekari völd til Brussel. Á sama tíma vinnur ESB að sífellt meiri samruna og miðstýringu. Gjá milli fólksins og leiðtoganna?
Tilburðir ESB til að innleiða nýja stjórnarskrá fyrir Evrópusambandið geta vart talist lýðræðislegir. Stjórnarskránni var hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu í Frakklandi og Hollandi árið 2005 og var þá dregin til baka. Tveimur árum síðar var Lissabon sáttmálinn tilbúinn en hann fól í sér 95% af efni stjórnarskrárinnar. Í þetta sinn ákvað ESB að hafa ekki þjóðaratkvæðagreiðslur og þess í stað myndu þjóðþingin fjalla um hann. Á sama tíma sýndu skoðanakannanir að kjósendur vildu fá sáttmálann í þjóðaratkvæði.
Aðeins á Írlandi var Lissabon sáttmálinn settur í þjóðaratkvæði og var honum hafnað. ESB lét það ekki á sig fá og boðaði til nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu rúmu ári síðar um lítið breyttan sáttmála. Þá var Írska þjóðin í áfalli eftir efnahagshrun og var ekki í aðstöðu til að standa gegn vilja ESB.
Nú hefur Ísland sótt um aðild að ESB og margir bíða spenntir eftir því að kíkja í pakkann og sjá hvaða undanþágur Ísland fái frá reglum sambandsins. Það má vel vera að Ísland fái allar þær undanþágur sem talsmenn aðildar hafa gert sér vonir um.
En eitt mun pakkinn ekki innihalda og það er lýðræðislegt Evrópusamband.
Evrópumál | Breytt 10.9.2010 kl. 23:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
28.7.2009 | 18:31
ESB og hagsmunir atvinnulífsins
Sú skoðun hefur komið fram hjá einhverjum atvinnurekendum að það verði auðveldara að ná árangri í rekstri Íslenskra fyrirtækja ef Ísland gerist aðili að ESB og hér verði tekin upp evra í framhaldinu. Þá munum við losna við þann óstöðugleika sem einkennt hefur krónuna og aðgangur að erlendu lánsfé batni. Sumir virðast jafnvel trúa því að aðildarumsókn ein og sér muni efla tiltrú erlendra fjárfesta, styrkja gengi krónu og bæta aðgang að erlendu lánsfé.
Trúverðugleiki eða hókus pókus?
Því miður bendi allar hagstærðir til þess að Ísland muni ekki ná að uppfylla skilyrði ESB um upptöku evru fyrr en eftir mörg ár, líklega áratugi. Þetta vita erlendir fjárfestar að sjálfsögðu og því mun tiltrú þeirra ekki aukast í bráð þótt við göngum í ESB. Við þurfum að grípa til mun trúverðugri aðgerða til að vekja tiltrú fjárfesta og gæta þess að eyða ekki tíma í að elta þá hókus pókus lausn stjórnmálamanna sem ESB aðild er.
Evran of sterk fyrir Írland
Aðgangur að lánsfé er erfiður alls staðar í heiminum. Hvernig halda menn að írskum fyrirtækjum gangi að fá lán núna? Samt eru Írar í ESB og með hina rómuðu evru. Evran er bara of sterk fyrir Írland núna og þeir geta engu breytt um það. Samkeppnishæfni írsks atvinnulífs hefur minnkað í samanburði við breskt atvinnulí því gengi pundsins hefur lækkað miðað við evru. Vandamál Írlands verður auðvitað ekki leyst með því að ganga í ESB og taka upp evru. Eins og Íslendingar, þá gerðu Írar sín mistök og nú þurfa þeir að vinna sig upp úr vandanum með trúverðugum aðgerðum, eins og við.
ESB hindrar ekki aðildarríki sín í að gera mistök og ESB leysir heldur ekki vandamálin fyrir sín aðildarríki. Þegar harðnar á dalnum er Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sendur inn í aðildarríkið.
Krónan er samkeppnistæki
Krónan truflaði Ísland ekki í því að komast úr hópi fátækustu þjóða Evrópu í hóp þeirra ríkustu á fáeinum áratugum.
Ég dreg í efa að annar gjaldmiðill hefði verið eitthvað hentugri eða við öðlast meiri lífsgæði með alþjóðlega mynt. Lönd sem hafa eigin gjaldmiðil eru nefnilega samkeppnishæfari en önnur lönd og þau geta betur mætt hagsveiflum. Þau geta frekar haldið atvinnuleysi niðri, sköttum lágum og viðvarandi afgangi af viðskiptum við útlönd ef rétt er haldið á spilunum. Joseph Stiglitz hagfræðingur og nóbelsverðlaunahafi skrifaði mjög áhugaverða skýrslu fyrir Seðlabankann árið 2001 sem innihélt prýðilegar ábendingar um hvernig við gætum náð árangri með eigin mynt, varið hana gegn spákaupmennsku ofl. Seðlabankinn hefði betur farið eftir þeim ábendingum. Það væri líklega trúverðugt í augum umheimsins ef við tækjum upp þau ráð núna í stað þess að tala niður krónuna sem ónýtan gjaldmiðil.
Áhættusamt að ganga inn
Það er ekki bara óþarft fyrir Ísland að ganga í ESB heldur er það líka áhættusamt. Við erum mjög fá og eigum hlutfallslega miklu meira af auðlindum, land- og hafsvæðum en aðrir íbúar Evrópu. Hagsmunir okkar eru ólíkir þeirra að því leiti að við erum aflögufær með orku, land og prótein en Evrópubúa skortir orku, vatn og prótein. Við ættum ekki að freista þeirra með því að deila með þeim löggjafarvaldi yfir landinu. Til langs tíma litið mun það bara fara á einn veg.
Tollabandalag með hverfandi hagvöxt
Það þjónar ekki hagsmunum íslensks atvinnulífs vel að loka sig inni í tollabandalagi með þjóðum sem sjá fram á minni hagvöxt en flest önnur svæði heims. Skýrsla Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um Evrópusvæðið dregur upp dökka mynd af ástandinu í ESB næsta áratuginn. Á sama tíma er hagvöxtur í Kína 7% og ágætt ástand í Kanada. Nýlega tók gildi fríverslunarsamningur við Kanda og samningur við Kína er á leiðinni.
Fríverslunarsamningar Íslands eru ómetanlegur fjársóður
Rétt að geta þess að fríverslunarsamningar Íslands við önnur lönd eru ómetanlegur fjársjóður sem tekið hefur áratugi að byggja upp en þeir munu allir falla niður við inngöngu í ESB og verða ekki endurvaktir þótt við segjum okkur úr sambandinu. Úrsögn úr ESB er því nánast óhugsandi, hversu illa sem okkur líkar vistin.
9.7.2009 | 20:11
Kosningasvindl á Íslandi?
VG undir forystu Steingríms J Sigfússonar hafa blekkt kjósendur sína fullkomlega. Ég kaus VG nær eingöngu vegna stefnu flokksins gegn aðild að ESB. Nú stendur þessi sami flokkur og Steingrímur J að tillögu um aðildarumsókn í ESB, án þess að spyrja þjóðina álits.
Varla get ég verið einn um þá tilfinningu að atkvæði mitt hafi verið misnotað í einhverskonar kosningasvindli?
Það hlýtur að vera fullkomlega ólýðræðislegt að lofa kjósendum einni stefnu en taka svo upp þveröfuga stefnu eftir kosningar. Hvaða tilgang hafa annars kosningar? Um hvað er maður að kjósa?
VG eiga að sýna þann manndóm að annað hvort segja sig úr ríkisstjórn eða fylgja þeirri stefnu sem lofað var fyrir kosningar.
Í stefnu VG stendur:
Hugsanlegur ávinningur af aðild Íslands að Evrópusambandinu réttlætir ekki frekara framsal á ákvörðunarrétti um málefni íslensku þjóðarinnar og er aðild að Evrópusambandinu því hafnað.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 22:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (38)
2.6.2009 | 22:13
Sífellt fleiri vilja minna ESB
Ný skoðanakönnun, unnin af Gallup fyrir Heimssýn, leiðir í ljós að ríkisstjórn Íslands er á miklum villugötum í sínum áherslum. Yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar eða 95% telur frekar eða mjög aðkallandi að leysa fjárhagsvanda íslenskra heimila og 91,5% telja að ríkisstjórnin eigi að leggja áherslu á að sinna vanda fyrirtækja.
Ríkisstjórninni gengur illa að vinna í þessum brýnu verkefnum en leggur því meiri orku í að hefja samningaviðræður við ESB. Meirihluti aðspurðra eða 44,3% telur hins vegar að ríkisstjórnin eigi að leggja frekar litla eða mjög litla áherslu á aðildarviðræður við Evrópusambandið.
Íslensk stjórnvöld eru samt ekki þau einu sem eru algerlega úr takti við kjósendur sína í evrópumálum. Nýleg skoðanakönnun unnin fyrir The Economist í Bretlandi (sjá súlurit) sýnir að stuðningur við ESB hefur aldrei verið minni og meirihluti þjóðarinnar vill ganga úr ESB eða taka upp fríverslunarsamning við ESB.
Evrópumál | Breytt 3.6.2009 kl. 08:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)