Ríkisstjórnin er gagnslaus og á að víkja núna

Ríkisstjórn Íslands hefur klúðrað þessu Icesave máli fullkomlega og á að víkja. Ef hún þráast við að horfast í augu við þann kost er það skylda hvers þingmanns að fella tillögurnar. 

Það þarf nýja ríkisstjórn til að leysa úr deilunni við Breta og Hollendinga. Það ætti að vera hægt enda eru engin lög sem segja að Íslendingar eigi einir að bæta tjón af falli einkabanka sem starfar samkvæmt Evrópskum lögum.  Ríkisstjórn Jóhönnu lét aldrei reyna á rétt okkar af ótta við að spilla fyrir umsókn Íslands í ESB. 

Ríkisstjórnin hefur gert sig seka um mörg alvarleg mistök og hér eru örfá dæmi sem tengjast Icesave:

 

  • Fórnaði samningstöðu Íslands í Icesave fyrir ESB aðild
  • Sendi trúnaðarvini í samninganefndina í stað sérfræðinga
  • Samþykkti ótrúlega lélegan samning
  • Lét af hendi réttinn til að sækja Breta til saka fyrir það tjón sem þeir bökuðu Íslandi
  • Skrifaði undir samninginn í skjóli nætur og án þess að bera hann undir þingið
  • Sagði þinginu ítrekað ósatt um framvindu samninga og ætlaði að leyna samningnum og skjölum fyrir þinginu
  • Barðist gegn því að eðilegir fyrirvarar yrðu settir við ríkisábyrgð
  • Spann hræðsluáróður um afleiðingar þess að hafna Icesave
  • Láðist að kynna umheiminum okkar hlið á Icesave málinu
  • Lét AGS komast upp með að tefja afgreiðslu sig út af ótengdu máli
  • Bað Norðmenn aldrei um lánalínu ótengda AGS en það hefði losað þumalskrúfur AGS
  • Mistókst að sannfæra Breta og Hollendinga um að fyrirvararnir væru endanlegir
  • Er nú búin að semja við Breta og Hollendinga um að fella niður verðmætustu fyrirvarana 

 

Þessi gagnslausa ríkisstjórn þarf að víkja áður en hún gerir enn fleiri axarsköft og bakar þjóðinni enn meira tjón en orðið er.


mbl.is Icesave-fyrirvörum breytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Reynir Jóhannesson

Jóhanna er vonandi að skrifa afsagnarbréfið núna.

Reynir Jóhannesson, 18.10.2009 kl. 01:02

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Hverju einasta skrefi hefur verið klúðrað í þessu ferli

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 18.10.2009 kl. 01:14

3 identicon

Gæti ekki verið meira sammála.

Guðrún Jónsdóttir (IP-tala skráð) 18.10.2009 kl. 01:15

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Núna veltur allt að betri hluta VG  þeir eru ekki sömu "gungur druslur" og óheilindamenn og formaðurinn sem þjóðin treystir.

Sigurður Þórðarson, 18.10.2009 kl. 01:37

5 Smámynd: Sveinn Tryggvason

Maður er nánast orðlaus. Þetta lítur út fyrir að vera næstum jafn "glæsileg niðurstaða" og Icesave-samningurinn hinn fyrri sem Jóhanna og Steingrímur vildu, án fyrirvara, fyrst lauma óséðum í gegnum Alþingi og síðar troða ofaní kok Alþingis (stjórnarþingmanna sem og annara) þrátt fyrir óbragðið sem innihald samninganna skildi eftir í munnum þeirra sem höfðu lagt það á sig að lesa þá. Þetta er skammarlegt.

Ég bind þó vonir við að Alþingi hafni þessari óhæfu enda hlýtur allt réttsýnt fólk að sjá að ekki er hægt að láta skuldir einkafyrirtækja lenda á einstaklingum sem ekki hafa stofnað til þeirra . Fyrir utan að vera prinsipp mál vill svo til að margumrædd tilskipun ESB um innistæðutryggingakerfi beinlýnis bannar einstaka aðildarríkjum að ríkistryggja bankainnistæður þar sem slíkt myndi skekkja samkeppni milli banka.

Um leið og ríkisstjórn Íslands gerir minna en ekkert til að verja hagsmuni lands og þjóðar í þessu máli reynir hún að níða skóinn af öllum þeim sem sýna viðleitni til að fara aðrar leiðir til að komast i gegnum þessar ófarir.

Ég hef trú að því að við munum sigrast á þessari ánauð og að Guð blessi Ísland.

Sveinn Tryggvason, 18.10.2009 kl. 01:51

6 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Þetta má ekki verða að veruleika.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 18.10.2009 kl. 09:09

7 identicon

Sæll Frosti. Þetta er rétt hjá þér þessi ríkisstjórn er afar léleg og hafði aðeins tvö mál á stefnuskránni, það að losna við Davíð Oddsson úr Seðlabankanum og ganga í Evrópusambandið. nú á að kaupa sig inn í ESB sama hvað það kostar. Íslendingar geta nú séð hvernig þetta ESB virkar, við gengum í Schengen og höfum nú frjálst flæði fólks milli landa. Glæpaklíkur frá Evrópu æða nú eins og eldur í sinu milli landa ruplandi og rænandi. Sérstaklega í löndum þar sem löggæsla er svelt fjárhagslega eins og á Íslandi.

Það er ekkert skrítið þó Bretar vilji ekki vera í Schengen, þeir vita nokk hvað þeir syngja, hafa aldagamla reynslu í þessum málum.

Segjum okkur úr SCHENGEN STRAX!!!

ALDREI Í ESB!!!!

Lúðvík Friðriksson (IP-tala skráð) 18.10.2009 kl. 09:40

8 Smámynd: Jón Ásgeir Bjarnason

Mann fer næstum að dreyma um að grípa til ofbeldisaðgerða við Alþingi.

Það er alveg ótrúlegt að þetta forystufólk þar kallist vinna störfum sem heita trúnaðarstörf til heilla lands og þjóðar.

Jón Ásgeir Bjarnason, 18.10.2009 kl. 10:56

9 identicon

Hvað eiga Árni Matt, Davíð Oddsson og Ólafur Ragnar Grímsson sameiginlegt?

Jú, þeir hafa allir skrifað undir ICESAVE!

Staðfesti erlendar skuldbindingar
http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item288599/

„Davíð dæmir sig sjálfur“
http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item288630/

Jónsi (IP-tala skráð) 18.10.2009 kl. 12:19

10 Smámynd: Ómar Ingi

Þú og þínir líkir kusuð þetta yfir okkur og eigið að skammast ykkar og eyða tíma ykkar að berja potta og pönnur og hrekja þetta fólk útúr Alþingishúsinu.

Vanhæf ríkistsstjórn.

Ómar Ingi, 18.10.2009 kl. 12:23

11 Smámynd: Erla J. Steingrímsdóttir

Hvaða flokka myndir þú vilja sjá í ríkisstjórn í staðinn fyrir samfylkingu og vg?  Heldur þú virkilega að Bjarni Ben og Sigmundur Davíð séu betur fallnir til að semja um þetta?  Sigmundur Davíð sem horfir aldrei í augun á nokkrum manni og Bjarni Ben sem er eingöngu þar sem hann er útaf nafninu.  Ég held að við séum með hæfasta fólkið sem býðst núna, í ríkisstjórn.  Vissulega má deila á margt sem þau hafa gert en ertu svo viss um að aðrir hefðu gert betur?  Það er ég ekki viss um.  Það er aldrei vinsælt að þurfa að taka óvinsælar ákvarðanir og þau hafa staðið sig eins vel og við er að búast á þessum tímum.

Það er voðalega gott að vera í stjórnarandstöðu núna og geta gagnrýnt allt sem ríkisstjórnin gerir en ég efast um að sjálfstæðisflokkur og framsókn hefðu gert eitthvað betur.  Þessir tveir flokkar bera ábyrð á frjálshyggjunni sem hefur tröllriðið öllu hér undanfarin ár og ég, fyrir mitt leiti, treysti þeim engan veginn til að leiða þjóðina á þessum tímum.

Ástæðan fyrir því að ég nefni ekki borgarahreyfinguna, eða hreyfinguna eins og þau kalla sig núna er að ég hef enga trú á þeim.  Ég efast stórlega um að þau verði langlíf í pólitík. 

Erla J. Steingrímsdóttir, 18.10.2009 kl. 19:35

12 Smámynd: Haraldur Baldursson

Sorgleg niðurstaða...Ögmundur hefur það í sinni hendi hver endaleg niðurstaða verður. Með réttu á hann að tka við forsæti ásamt sínu fólki, xD, xB, xO... xS má ekki vera með. Blinda þeirra hefur þegar kostað okkur of mikið.

Haraldur Baldursson, 18.10.2009 kl. 21:00

13 Smámynd: Ísleifur Gíslason

Ríkisóstjórn Jóku og Steinskalla hefur endanlega svikið þjóðina.

það sem ætti að gera er að setja á Debt Moratorium = frystingu skulda. Þannig borgum við þær skuldir sem við teljum okkur skylt að borga, þegar og ef við getum.

ÁFRAM ÍSLAND
NEI við ESB  -  NEI við Icesave - NEI við AGS

Styðjum Samtök Fullveldissinna
http://www.fullvalda.is

http://fullvalda.blog.is/blog/fullvalda/

Ísleifur Gíslason, 20.10.2009 kl. 00:29

14 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Þetta er klúður ALDANNA. Komandi kynslóðir munu ekki vanda íslenskum stjórnmálamönnum og útrásardólgunum kveðjurnar.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 20.10.2009 kl. 17:32

15 Smámynd: Gísli Gíslason

Hvar er fólkið sem hrópaði "vanhæf ríkisstjórn" ?  Það væri fróðlegt að taka saman hvað sagði STeingrímur í stjórnarandstöðu versus hvað hann segir núna.  Einhvern tímann hét það  reykhás heilkenni.

Gísli Gíslason, 25.10.2009 kl. 12:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband