29.12.2010 | 14:28
Gleymd skýrsla Stiglitz um peningastefnu fyrir Ísland
25.12.2010 | 17:20
Er Grænland í hættu?
23.12.2010 | 19:12
Valkreppa aðalsamningamanna gagnvart ESB
Það virðist algengt að aðalsamningamenn þeirra þjóða sem nýlega hafa gengið í Evrópusambandið, taki við æðstu embættum í sambandinu. Nokkrir þeirra hafa orðið fulltrúar í framkvæmdastjórn sambandsins, en lengra verður vart náð í Brussel enda launakjörin í samræmi við það.
Þessi háttur Evrópusambandsins, að bera aðalsamningamenn aðildarríkja á gullstóli í kjölfar aðildar, setur okkar ágæta aðalsamningamann í nokkuð undarlega stöðu.
Aðalsamningamaðurinn á auðvitað fyrst og fremst að gæta hagsmuna Íslands og vera hafinn yfir allan vafa um að hagsmunir hans fari ekki saman við hagsmuni Íslands. Samningamaður getur stundum þurft að sýna Evrópusambandinu talsverða hörku ef bestu samningar eiga að nást fyrir Íslands hönd. Vandinn er sá að þegar hann beitir Evrópusambandið hörðu, gæti hann þar með verið að útiloka sjálfan sig frá æðstu embættum innan Evrópusambandsins. Hafi hann á annað borð einhvern metnað til slíkra metorða.
Það er óheppilegt að setja aðalsamningamann í þá aðstöðu að hagsmunir hans og Íslands fari hugsanlega ekki saman að öllu leyti. Þótt Evrópusambandið virðist ekki sjá neitt óeðlilegt við slíka aðstöðu, þá ættum við að útiloka að sú staða sé uppi og þá er sama þótt samningamaðurinn sé traustur og drengur góður.
Hugsanlega hefur Utanríkisráðherra vor þegar séð fyrir þessu og samið þannig við aðalsamningamanninn að hann myndi afsala sér öllum metorðastöðum hjá Evrópusambandinu eftir aðild. Kannski.
Það er reyndar engin ástæða til að ætla annað en að Stefán Haukur Jóhannesson, sem er okkar aðalsamningamaður, sé afar traustur. Það má meira að segja vel vera að hann hafi engann áhuga á metorðastöðum hjá Evrópusambandinu. En engu að síður tel ég óheppilegt fyrir alla aðila að setja nokkurn mann í aðstöðu sem felur í sér hagsmunaárekstur af þessu tagi.
Þetta má reyndar leysa, hafi það ekki þegar verið gert. Í ráðningarsamning mætti setja ákvæði í þessum dúr: "Ég heiti því að vinna að hagsmunum lands og þjóðar af heilindum... Komi til þess að Ísland gangi í Evrópusambandið mun ég ekki taka við launuðu starfi hjá Evrópusambandinu næstu 20 árin." Kannski mætti láta nægja að útiloka "æðstu metorðastöður" í slíku ákvæði, samkvæmt einhverri nánari skilgreiningu. Eflaust má útfæra þetta með ýmsum hætti - aðalatriði er að útiloka hagsmunaárekstur.
Svipað ákvæði mætti líka vera í erindisbréfum allra sem eru í samninganefnd okkar við Evrópusambandið. Hugsanlega mætti stytta tíma lægra settra samningamanna í 10 ár.
Aðildarsinnar, jafnt sem andstæðingar aðildar og samningamenn sjálfir, hljóta að fagna því ef hægt væri að taka af allan vafa um hagsmunaárekstra af þessu tagi.
Sendiherraskipti í Brussel | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.12.2010 | 18:00
Undarlegt Sérrit Seðlabanka um Peningastefnu eftir höft
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 20:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.12.2010 | 22:59
Dollarinn rýrnaði um 88% á aðeins 40 árum
Árið 1970 voru 360 yen í Dollar en núna eru c.a. 80 yen í dollar. Þetta er 88% rýrnun á USD miðað við JPY á fjörtíu árum.
Af þessu má sjá að Bandaríkjamenn hafa farið enn verr að ráði sínu en Íslendingar í gjaldmiðilsmálum og ættu að ganga í evrópusambandið sem allra fyrst. Helst áður en myntbandalag Evrópusambandsins fer sömu leið og öll önnur myntbandalög
Rýrnun krónunnar 99,95% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
20.12.2010 | 19:06
ESB, þar sem lýðræðið telst til trafala
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
30.11.2010 | 18:58
Er hægt að ganga úr Evrópusambandinu?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.11.2010 | 22:48
Frosti 5614 : Áherslur
25.11.2010 | 00:44
Hvað heldur aftur af rafrænum kosningum?
14.11.2010 | 16:56
Er Íslendingum treystandi fyrir beinu lýðræði?
Stundum heyrast þau sjónarmið að það sé mjög varasamt að fela íslenskum kjósendum málskots- og frumkvæðisrétt. Þeir myndi þá bara hafna lögum um aukna skatta og heimta á sama tíma lög um aukna þjónustu og vera almennt óábyrgir í ákvörðunum. Ríkið færi fjótlega á hausinn.
Þessu til stuðnigs er vísað til Kaliforníu sem býr við einhverskonar beint lýðræði og rambar á barmi gjaldþrots. Ef vísað er til góðrar reynslu Svisslendinga af beinu lýðræði þá er hún skýrð í burtu með því að sú þjóð hafi meiri lýðræðisþroska en aðrar þjóðir. Íslendingar séu hinsvegar mjög vanþroska og vísir til að klúðra þessu eins og öllu öðru.
Rökin gegn þessari afstöðu eru tvenns konar. Í fyrsta lagi eru leikreglur beins lýðræðis ekki þær sömu í Kaliforníu og Sviss. Í öðru lagi hefur reynslan sýnt að kjósendur verða ábyrgari og sýna meiri skynsemi í ákvörðunum ef þeir fá meiri áhrif.
Stigsmunur á Kaliforníu og Sviss
Í Sviss er mikil áhersla lögð á að ná samkomulagi milli þings og þeirra kjósenda sem vilja þjóðaratkvæði um tiltekið mál. Þetta millistig virðist einmitt vanta í Kaliforníu og kannski liggur vandinn í því.
Þegar kemur að þjóðaratkvæðagreiðslunni hafa kjósendur í Sviss yfirleitt val um upprunalega tillögu þingsins og málamiðlunartillögu sem tekur þá mið af sjónarmiðum þeirra sem vildu stöðva lögin. Þjóðin getur hafnað báðum tillögum eða samþykkt aðra hvora. Oft er málamiðlunin valin og útkoman er þá sú að eitthvað tillit er tekið til sjónarmiða þings, minnihlutahópa og meirihluta kjósenda.
Hvernig varð þessi ólgandi suðupottur vagga nútímalýðræðis?
Áður en beint lýðræði var tekið upp í Sviss var landið ólgandi suðupottur ólíkra þjóðarbrota, tungumála og trúarbragða. Beint lýðræði var tekið upp í kjölfar borgarastríðs og síðan hefur Sviss verið til fyrirmyndar sem friðelskandi og farsæl þjóð. Í borgarastríðinu fyrir rúmum 130 árum hefðu fáir trúað því að æstur almúginn í Sviss hefði þroska hvað þá vilja til að taka ákvarðanir sem höfðu hag heildarinnar að leiðarljósi.
Lýðræðisþroski og farsæld er bein afleiðing af beinu lýðræði
Í fyrstu gæti virst óábyrgt að fela kjósendum úrslitavald yfir störfum þingsins. En reynslan hefur sýnt hið gagnstæða, að kjósendur eru í eðli sínu varkárir, jafnvel varkárari en þingið.
Það að kjósendur geti skotið öllum nýjum lögum til þjóðaratkvæðis setur jákvæða pressu á þingið að vanda sig og sú freisting að skara eld að köku sérhagsmunaafla hverfur. Enda myndi þjóðin stöðva slíka löggjöf.
Reynslan í Sviss hefur sýnt að kjósendur eru íhaldssamari í útgjöldum og ríkisrekstri en þingið. Einnig hefur komið í ljós að þeir kjósendur sem hafa vald til að hafna fjárlögum í sínu umdæmi eru 30% ólíklegri til að svíkja undan skatti en hinir. Kjósendur sem hafa raunveruleg áhrif axla sína ábyrgð frekar en aðrir.
Áhrifalausir kjósendur hafa hins vegar lítinn hvata til að setja sig inn í einstök mál á starfstíma þingsins. Valdið til að kjósa út þingmenn er ómarkvisst og gefur kjósendum falskt öryggi. Rödd kjósenda heyrist sjaldan nema þegar áföll dynja á landinu og jafnvel þá taka stjórnvöld lítið mark á kjósendum.
En hafi kjósendur rétt til að skjóta málum til þjóðaratkvæðis, svo ekki sé minnst á frumkvæði að nýjum lögum, þá er vilji þjóðarinnar og ábyrgð alltaf til staðar.
Sagan sýnir að aukin áhrif kjósenda leiða til meiri áhuga þeirra á málefnum og ákvörðunum ríkisvaldsins. Með því dregur úr valdi og áhrifum stjórnmálaflokka. Íbúarnir verða vakandi og upplýstir um eigin málefni og taka virkari þátt í að móta framtíð landsins.
Ekkert bendir til þess að Svisslendingar séu svo sérstakir að þeim einum sé treystandi til að ná árangri með beinu lýðræði. Það er orðið löngu tímabært að næsta þjóð taki það skref sem Sviss tók fyrir 130 árum: að treysta kjósendum.