Frosti 5614 : Áherslur

frostinr
Stjórnlagaþing er tækifæri til að koma á nútíma legu og lýðræðislegu stjórnarfari á Íslandi og ég hef mikinn áhuga á að leggja mitt af mörkum í því verkefni. Eftirfarandi eru nokkur atriði sem ég tel vert að hafa í huga við gerð nýrrar stjórnarskrár.
 
Aukin áhrif kjósenda
Það er mikilvægt að tryggja kjósendum aukin áhrif á störf þingsins. Hér getum við lært af 130 ára reynslu Svisslendinga en þar getur hluti kjósenda skotið nýjum lögum til þjóðaratkvæðis eða haft frumkvæði að nýjum lögum.
 
Fullveldið
Aðeins þjóðin sjálf geti tekið ákvarðanir sem skerða fullveldið. Gera ætti kröfu um aukinn meirihluta, enda þarf að vera  breið samstaða um ákvarðanir af þessu tagi.
 
Eftirlit og gegnsæi
Kjósendur eiga að hafa aðgang að öllum opin berum gögnum og geta lagt spurningar fyrir þingið.  Umboðsmaður alþingis á að hafa eftirlit með því að ný lög standist stjórnarskrá.
 
Forsetinn
Margir hafa viðrað efasemdir um tilgang forseta embættisins. Ég tel það ótvírætt kost fyrir smáþjóð að eiga forseta sem hefur aðgang að þjóðhöfðing jum annarra ríkja og stórvelda.
 
Ráðherrar
Þingið kjósi forsætisráðherra en hún/hann velji aðra ráðherra. Þingið þarf þó að hafa trú á því vali. Takmarka ætti þann tíma sem ráðherrar sitja að völdum. Þeir geti ekki verið þingmenn á sama tíma.
 
Kjördæmin
Ég vil skoða kosti þess að kjósa helming þingmanna úr þrímenningskjördæmum en hinn helminginn á landsvísu.  Skoða mætti persónukjör í bland við lista flokkana.
 
Þjóðkirkja
Ég tel ekki mjög brýnt að stjórnlagaþing taki afstöðu til þjóðkirkju. Þetta er mál sem mætti fremur leggja fyrir þjóðaratkvæði.
 
Vöndum til verks
Nýja stjórnarskráin þarf að kveða skýrt á um grund vallar atriði eins og þrískiptingu valds, hlutverk forseta, meðferð dómsvalds, aukið gegnsæi og eftirlit með stjórnvöldum og ýmislegt annað sem of lengi hefur verið of óljóst eða hreinlega vantað.
 
Ég er bjartsýnn á að stjórnlagaþingi takist að semja nýja og mun haldbetri stjórnar skrá en þá sem við höfum í dag.  
 
Kosningarnar verða á laugardaginn og ég vona að þú setjir auðkennistöluna mína 5614 mjög ofarlega á kjörseðilinn og hvetjið sem flesta til þess að gera það sama. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Þú færð mitt atkvæði og það NR 1.

Ómar Ingi, 27.11.2010 kl. 11:51

2 Smámynd: Frosti Sigurjónsson

Nú liggur fyrir hverjir völdust á stjórnlagaþingið. Ég óska þeim öllum til hamingju og alls hins besta í þessu vandasama verkefni. Þakka þeim sem studdu mig í þessu - það vantaði ekki mörg atkvæði upp á að ég næði inn.

Frosti Sigurjónsson, 30.11.2010 kl. 18:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband