Hafa EFTA ríkin engin áhrif á ESB löggjöf?

Margir halda því fram að Ísland sem EFTA ríki hafi engin áhrif á löggjöf sem kemur frá ESB.  Við skoðun á EES samningnum, einkum gr. 99 og gr. 100 kemur hins vegar skýrt fram að EFTA ríkin skulu höfð með í ráðum. Framkvæmdastjórn ESB er skylt að leita ráða hjá sérfræðingum EFTA ríkjanna við undirbúning að nýrri löggjöf sem EES samningurinn tekur til.

99. gr.

1. Þegar framkvæmdastjórn EB hefur undirbúning að nýrri löggjöf á sviði sem samningur þessi tekur til skal hún óformlega leita ráða hjá sérfræðingum EFTA-ríkjanna á sama hátt og hún leitar ráða hjá sérfræðingum aðildarríkja EB við mótun tillagnanna.

2. Þegar framkvæmdastjórnin sendir ráði Evrópubandalaganna tillögur sínar skal hún senda afrit af þeim til EFTA-ríkjanna.

Fyrstu skoðanaskipti skulu fara fram í sameiginlegu EES-nefndinni óski einhver samningsaðila þess.

3. Á þeim tíma sem líður fram að töku ákvörðunar í ráði Evrópubandalaganna skulu samningsaðilar, í samfelldu ferli upplýsingaskipta og samráðs, ráðgast hver við annan í sameiginlegu EES-nefndinni að beiðni einhvers þeirra á öllum tímamótum á leið að endanlegri töku ákvörðunar.

4. Samningsaðilar skulu starfa saman af heilum hug á upplýsinga- og samráðstímabilinu með það fyrir augum að auðvelda ákvarðanatöku í sameiginlegu EES-nefndinni í lok meðferðar málsins.

 

Þessi grein veitir Íslandi greiðan aðgang að framkvæmdastjórn ESB frá upphafi til loka undirbúningsferlis að nýrri löggjöf. Ráðherranefnin metur hvort hún nýtir sér þau ráð sem sérfræðingar Íslands leggja til, en hafnar eflaust því sem ekki er talið nýtilegt við lagagerðina. Það verður að teljast mikil bjartsýni að ráðleggingar Íslands vegi eitthvað þyngra eftir inngöngu í ESB. Við erum nú þegar með fullan tillögurétt á lagasamningarstiginu og bætir litlu við þótt við fengjum 0.06% atkvæðarétt í þinginu.

100. gr.

Framkvæmdastjórn EB skal tryggja sérfræðingum EFTA-ríkjanna eins víðtæka þátttöku og unnt er á viðkomandi sviðum við undirbúning á drögum að tillögum er síðar eiga að fara fyrir þær nefndir sem eru framkvæmdastjórninni til aðstoðar við beitingu framkvæmdarvalds hennar. Í þessum málum skal framkvæmdastjórn EB, þegar hún gengur frá tillögum, ráðgast við sérfræðinga EFTA-ríkjanna á sama grundvelli og hún ráðgast við sérfræðinga aðildarríkja EB.

Í þeim tilvikum þegar mál er til meðferðar hjá ráði Evrópubandalaganna í samræmi við starfsreglur sem gilda um viðkomandi nefnd skal framkvæmdastjórn EB koma áliti sérfræðinga EFTA-ríkjanna á framfæri við ráð Evrópubandalaganna.

 

Þessi grein tryggir sérfræðingum frá EFTA ríkjunum eins víðtæka þátttöku og unnt er og skyldar framkvæmdastjórn ESB til að ráðgast við EFTA ríkin á sama grundvelli og við ESB ríkin.

Það er vonandi öllum ljóst af lestri greina 99 og 100 að Ísland hefur MJÖG mikla möguleika til að hafa áhrif á lagasetningu framkvæmdastjórnar ESB. Nánast til jafns við ESB ríkin sjálf. Það er vandséð að áhrif okkar aukist nokkuð við það að fá 0.06% atkvæða.

gosiÁ vef Samfylkingarinnar segir neðarlega á þessari síðu.

Vissir þú:

... að Íslendingar þurfa nú þegar samkvæmt EES-samningnum að taka upp þrjá fjórðu hluta þeirrar löggjafar sem felst í Evrópusambandsaðild – en hafa engin áhrif á efni hennar?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skyldi þessi skoðun þín tengjast því á einhvern hátt, að þú hefur væntanlega mest af þínum tekjum í erlendri mynt, og því hentar þér best að hér verði allt í káli sem allra lengst...

Lesandi (IP-tala skráð) 17.5.2009 kl. 23:27

2 Smámynd: Frosti Sigurjónsson

Nafnlausi Lesandi,

Þú þarft að lesa greinina, hún er rituð til að leiðrétta útbreiddan misskilning um að Ísland hafi engin áhrif á lagasetningu í ESB.

Frosti Sigurjónsson, 17.5.2009 kl. 23:43

3 identicon

Vissir þú:

... að Íslendingar þurfa nú þegar samkvæmt EES-samningnum að taka upp þrjá fjórðu hluta þeirrar löggjafar sem felst í Evrópusambandsaðild – en hafa engin áhrif á efni hennar?

Þeim hefur tekist að troða ekki einni heldur tveimur ósannindum í þessa setningu. Þú hefðir líka mátt bólda fullyrðinguna um að Íslendingar hafi nú þegar innleitt þrjá fjórðu regluverks ESB skv. EES. Ég mundi ekki betur en menn hafi skoðað þessa fullyrðingu sérstaklega og komist að því að við hefðum innleitt brotabrot af reglum sambandsins. Og jú viti menn, eftir stutta leit fann ég þetta. Í stað þess að hafa innleitt 3/4 reglna sambandsins þá er það nær ca. 6,5%.

Úr þingtíðindum

Herra forseti. Ég kveð mér hljóðs um störf þingsins í tilefni af því að mér hefur borist í hendur svar hæstv. utanríkisráðherra um innleiðingu EES-gerða í íslenskan rétt, en svarið felur í sér mikil tíðindi að mínu mati í Evrópuumræðunni. Í fyrirspurninni óskaði ég upplýsinga um það hversu margar gerðir hefðu stafað frá Evrópusambandinu á tímabilinu 1994–2004, hversu margar þessara gerða við hefðum innleitt á Íslandi á grundvelli EES-samningsins og í þriðja lagi hversu margar þessara gerða hefðu krafist lagabreytinga við innleiðingu á Íslandi.

Það er kunnara en frá þurfi að segja, herra forseti, að fylgismenn þess að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu, bæði innan þings og utan, hafa á síðustu árum haldið því statt og stöðugt fram að við Íslendingar innleiðum meiri hluta af öllum þeim reglugerðum sem Evrópusambandinu stafa inn í okkar rétt. Hafa menn jafnvel gengið svo langt að segja að allt að 80% þess reglugerðafargans sem þar er samþykkt rati inn í lagasafn Íslands. Hafa menn haft það á orði að með aðild okkar að EES-samningnum séum við komin með annan fótinn inn í Evrópusambandið.

Svar hæstv. utanríkisráðherra leiðir allt annan veruleika í ljós. Í svarinu kemur fram að á árunum 1994–2004 samþykkti Evrópusambandið alls 38.936 gerðir, þ.e. reglugerðir, tilskipanir og ákvarðanir. Það vekur athygli að á sama tíma hafa einungis 2.527 gerðir verið teknar upp í EES-samninginn eða um 6,5% af heildarfjölda gerðanna á tímabilinu. Það sem vekur enn meiri athygli er að í einungis 101 skipti hefur innleiðing þessara gerða kallað á lagabreytingar hér á landi sem er langt innan við 0,1% af öllum reglugerðum Evrópusambandsins.

Herra forseti. Þetta eru mikil tíðindi og um leið og ég þakka hæstv. utanríkisráðherra fyrir svarið held ég að það sýni (Forseti hringir.) svo ekki verður um villst að röksemdir þeirra sem telja að Ísland eigi að ganga í Evrópusambandið eru jafnvel vitlausari en hugmyndin sjálf.

Sjá alla umræðuna hér. Gaman að sjá hvað Steingrímur er gallharður á móti ESB þarna 

Þingskjalið sem lagt var fram. 

En að því sem þú ert að benda á hérna. Það er alveg rétt og hefur ekki verið haldið til haga að við höfum rétt á að koma að þessari lagasetningu. Við höfum hins vegar ekki nýtt okkur þennan rétt að nokkru marki. Það er spurning hvort við ættum að byrja á að gera það áður en lengra er haldið?

Kristinn Þorleifsson (IP-tala skráð) 17.5.2009 kl. 23:55

4 Smámynd: Frosti Sigurjónsson

Takk fyrir þetta Kristinn.

Bara 6.5% ! Þetta er eitthvað annað en þessi 80% sem alltaf er verið að klifa á að við fáum frá ESB.

Þetta ágæta þingskjal hafði alveg farið framhjá mér.

Frosti Sigurjónsson, 18.5.2009 kl. 00:10

5 identicon

Ég átti nú við skrif þín almennt um ESB, eins og þú hefur efalaust áttað þig á...

Lesandi (IP-tala skráð) 18.5.2009 kl. 01:03

6 identicon

Ekki má nú svo gleyma að hið blessaða Evrópuþing er orðið hálf máttlaust í samanborið við "embættismannakerfi" Brussels þar sem eigendur stórfyrirtækja hafa stæðstu völdin og í nýja Lissabon sáttmálanum eru lögð drög að enn frekari sjálfstæði stofnunarinnar gagnvart E-ráðinu.

 Líka athyglisvert að skoða hverjir það voru sem fengu stæðstu landbúnaðarstyrkina frá sambandinu. Breska drottningin um 530 þús evrur að mig minnir og svo stórfyrirtæki eins og Nestle og co.

Þetta er nú meiri skrípaleikurinn allt saman.. og ég bara skil ekki hreinlega hvað Samfylkingunni gengur til ??

Ef þeir ná nú að plata þjóð inn í þetta bandalag þá efast ég um að þeir geti horft í augu barna sinna þegar þeir eldast og sagt; Já ég átti þátt í því að Ísland tapaði fullveldi sínu í hendur þessa brjálæðis.

Kveðja frá einni sem tilheyrir engum trúarhópi, hvorki pólitískum né öðrum.

Björg F (IP-tala skráð) 18.5.2009 kl. 10:35

7 identicon

Vek athygli á þessri skýrslu hér:

http://www.forsaetisraduneyti.is/media/frettir/SkyrslaEvropunefndar-.pdf

Guð blessi Evrópusambandið

Haraldur Aðalbjörn Haraldsson (IP-tala skráð) 18.5.2009 kl. 11:08

8 Smámynd: Haraldur Hansson

Það er ekki rétt að flagga þessum 6,5%, þó talan sé rétt.

Það er ekki bara fjöldinn sem skiptir máli. ESB gefur út 5 megin tegundir af "gerðum" sem hafa mjög misjafnt vægi. Reglugerðir vega þyngst og verða að lögum í sambandsríkjum. 

Betri mælikvarði er e.t.v. sá fjöldi laga sem löggjafinn samþykkir og er bein eða óbein afleiðing Brussel-gerða. Hér á landi var þetta hlutfall rúm 17% af lögum Alþingis, beint vegna EES reglna en fer í 21% af óbein áhrif eru meðtalin. Þetta er samkvæmt tölum Alþingis fyrir fyrstu 10 árin eftir gildistöku EES.

Í Bretlandi er samsvarandi tala sögð um 80% og nýlega voru fréttir frá Danmörku um að gera úttekt þar í landi eftir þýska þingið upplýsti að 86% af löggjöf þess séu vakúmpakkaðir textar frá Brussel.

Þessar tölur gefa vísbendingu um að vægi löggjafar frá Brussel myndi fjórfaldast hér á landi við inngöngu í Evrópusambandið. 

Haraldur Hansson, 18.5.2009 kl. 11:18

9 Smámynd: Haraldur Hansson

Smá viðbót:
Björg Thorarensen, lagaprófessor við HÍ, afþakkaði sæti dómsmálaráðherra í ríkisstjórninni í febrúar. Hún kaus frekar að sinna áfram verkefnum sínum varðandi stjórnarskrána.

Í erindi sem hún flutti á málþingi í febrúar sagði hún m.a.:

... má líka segja einfaldlega að löggjafinn hafi ekki nýtt sér þau úrræði sem hann þó hefur til þess að taka þátt í ákvörðunarferli ESB-gerða sem íslenska ríkið er síðan skuldbundið til að innleiða hér á landi ...

Frétt Mbl af málþinginu og framlagi Bjargar má finna hér. Þar koma fram mjög áhugaverðir punktar sem mættu fá miklu miklu miklu meiri umfjöllun og athygli.

Haraldur Hansson, 18.5.2009 kl. 11:34

10 identicon

Gott innlegg, Haraldur.

Ég held við séum tala um tvo ólíka hluti. 

6,5% talan er hlutfall reglna ESB sem Ísland innleiddi á þessu 10 ára tímabili. 

17-21% talan sem þú nefnir er hlutfall laga Alþingis sem leitt hafa af EES reglum ef ég skil þig rétt. Þessi prósentutala segir okkur samt takmarkaða sögu þar sem hún byggir í grunninn á fjölda laga frá Alþingi almennt. Ef Alþingi samþykkir mörg lög eitt árið þá fer þetta hlutfall niður, en upp ef fá lög eru samþykkt. 

En niðurstaðan er þessi:

1) Í dag njótum við alls þess sem EES samningurinn hefur upp á að bjóða en höfum aðeins þurft að taka inn 6,5%  af regluverki ESB. Ef við göngum í ESB þá þurfum við að taka inn hin 93,5 prósentin. 

2) Við getum áætlað að 17-21% af lögum Alþingis stafi frá Brussel. Ef við göngum í ESB þá má færa rök fyrir því 80-86% af lögum Alþingis muni koma matreidd frá Brussel. 

3) Í dag höfum við heimild skv. EES samningnum að koma að þessari lagasetningu og hafa áhrif á útkomuna. Við höfum hins vegar ekki nýtt okkur þann rétt að nokkru marki.  Ef við göngum í ESB þá munum við áfram hafa áhrif á lagasetninguna, en með 0.06% atkvæðavægi.

Fólk í atvinnulífinu og stjórnsýslunni þekkir það vel að það getur ekki snúið sér við án þess að rekast á einhverja ESB reglu.  Þó höfum við ekki innleitt nema 6.5% reglna sambandsins. Yrði það ekki alveg frábært að fá hin 93,5 prósentin? 

Kristinn Þorleifsson (IP-tala skráð) 18.5.2009 kl. 13:38

11 identicon

Haraldur.

Ein spurning. Getur þú vísað á heimildina sem er að baki þessari tölu, 17-21% ?  Er þetta einhverstaðar á vef Alþingis eða skýrsla einhverstaðar frá?

Það þarf að rýna í þetta aðeins betur.  Ég gæti trúað að fyrstu eða fyrsta árið eftir samþykkt EES samningsins hefði þetta hlutfall verið ennþá hærra en árin á eftir.  Þannig að þetta fyrst ár gæti hafa skekkt þetta meðaltal fyrir þessi fyrstu 10 ár. Það er þessvegna hugsanlegt að þessi tala sé allt of há. Þetta eru hins vegar getgátur og þess vegna væri ágætt að fá nánari upplýsingar um hvaðan þessi tala er.

Ég gerði stutta óformlega könnun á þessu á vef Alþingis. Valdi af handahófi 133. löggjafarþing árin 2006-2007 og renndi yfir málaskrá fyrir þetta tiltekna tímabil. Mér sýnist hlutfall EES tengdra laga töluvert minna en 17% svona ef maður telur bara saman þau lög sem eru eyrnamerkt sem "EES-reglur". 

http://www.althingi.is/altext/133/malask133.html

Þeir sem nenna geta svo rennt yfir fleiri þing. Sjá listann hér

Kristinn Þorleifsson (IP-tala skráð) 18.5.2009 kl. 14:01

12 Smámynd: Haraldur Hansson

Kristinn, ég veit að þetta eru tveir ólíkir hlutir. Ástæðan fyrir að ég nefni þetta með 17-21% hlutfallið er að birt hefur verið sams konar talning á netmiðlum frá tveimur ESB ríkjum; 80% í Bretlandi og 86% í Þýskalandi. Það gefur færi á að bera saman epli og epli. En hlutfallið tekur vissulega breytingum eftir afköstum Alþingis eins og þú bendir á.

Þetta segir þó ekki alla söguna. Ein reglugerð um viðskiptamál getur verið tíu sinnum þyngri á metunum en önnur um smitvarnir í hveiti, svo dæmi sé tekið. 

Það sem þú segir í 1) er ekki alls kostar rétt. Þegar allar gerðir eru taldar er verið að telja allar fimm tegundirnar, líka þær sem eru staðbundnar og tímabundnar. Það getur t.d. átt við tímabundna lokun tiltekinna fiskimiða eða varnir gegn smitsjúkdómum í búfé á afmörkuðu svæði, til að nefna dæmi. Þarna eru líka meðtaldar reglur og tilskipanir sem aldrei kæmu við sögu hér; t.d. um kjarnorkuver, ólífurækt og járnbrautir.

Af þessum sökum gefur 6,5% talningin ekki rétta mynd og alls ekki hægt að draga þá ályktun að við þyrftum að taka "hin 93,5 prósentin" inn í íslenska löggjöf.

Fjöldi gerða segir hins vegar mikla sögu um hvers konar bjúrókrat þetta batterí er. Ef hér þyrfti t.d. að loka sláturhúsi vegna salmonellu þá fengi sá gjörningur gerðar-númer hjá ESB, værum við það innanborðs - með tilheyrandi pappírsvinnu.  

Haraldur Hansson, 18.5.2009 kl. 14:08

13 Smámynd: Haraldur Hansson

Sæll aftur Kristinn.

Var ekki búinn að sjá seinni spurninguna, en heimildin er í Skýrslu Evrópunefndar sem forsætisráðuneytið gaf út í mars 2007. Man ekki í hvaða kafla, þú flettir bara!

Haraldur Hansson, 18.5.2009 kl. 14:13

14 Smámynd: Þorsteinn Helgi Steinarsson

Það er vel unnt að hafa áhrif á löggjöf ESB gegnum EES án þess að ganga í ESB. Þetta veit ég því ég hef sjálfur tekið þátt í vinnu á vegum Evrópusambandsins í Brussel og haft áhrif þar. Eins og Frosti bendir réttilega á þá tryggir EES samningurinn möguleika EES ríkja til að hafa áhrif á löggjöfina auk þess sem töluvert af handavinnunni er unnið í nefndum undir Framkvæmdastjórninni og þar eiga Íslendingar oft sæti.

Það sem Íslendingar eiga að gera að að skilgreina hvar þeir vilja hafa áhrif og hver þau áhrif eiga að vera. Svo er bara að einhenda sér í verkið með skipulegu og samræmdu átaki. Íslendingar gera þetta ekki nú og þótt við værum í ESB þá er það ekki trygging fyrir því að við myndum gera þetta.

Þorsteinn Helgi Steinarsson, 18.5.2009 kl. 23:04

15 identicon

Sæll Frosti

Ég hef verið að reyna að vekja umræður um samskipti Íslands við umheiminn. Eg held að fólk viti mest lítið um þessi mál. Vonandi fást svör, án útúrsnúninga við eftirfarandi spurningum

1. Hvaða stofnun er EFTA og hvaða lönd eru þar meðlimir

2. Hvaða stofnun er NAFTA og hvaða áhrif hefur viðskiptasamningunn á stöðu Íslands sem er verið að undirirta milli EFTA og NAFTA

3. Myntráð. Opnar ekki þessi samningur fyrir leið Lofts Alice, um að taka upp dollar.

4. Hvaða stofnun er ESS og hverjir eru meðlimir þar.

Loks. ESB. Gerir fólk sér grein fyrir að ESB er samfylking stríðshrjáðra þjóða Evrópu,ss landhelgisbrjóta, terrroista, muslima, nazista, fasista, kommunista, uppgjafaheimsveldasinna, utigöngufólks,atvinnuleysingja, vesalinga og annars hyskis. Þegar Tyrkland fær inngöngu verða áhrif muslima algjör eins og þegar á sér stað í Malmö og fleiri stöðum.

BjornE (IP-tala skráð) 19.5.2009 kl. 17:27

16 Smámynd: Björn Emilsson

Leiðrétting

Grein 4. Hvaða stofnun er EEs og hverjir eru miðlimir þar

Björn Emilsson, 19.5.2009 kl. 17:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband