Er herskylda í ESB?

Eu_armyÍ Lissabon sáttmála Evrópusambandsins, (Hluti 2, Grein 42, Bls. 36) er kveðið á um skyldu aðildarríkja til að leggja af mörkum til sameiginlegra varna og öryggismála ESB. Ekki verður því annað séð en að ESB sé hernaðarbandalag og ekkert aðildarríki geti setið hjá eða borið við hlutleysi. Hér eru skoðaðar lagagreinar sem gætu varðað herskyldur Íslands innan ESB.

Section 2. - Article 42: 1. The common security and defence policy shall be an integral part of the common foreign and security policy. It shall provide the Union with an operational capacity drawing on civil and military assets. The Union may use them on missions outside the nion for peace-keeping, conflict prevention and strengthening international security in accordance with the principles of the United Nations Charter. The performance of these tasks shall be undertaken using capabilities provided by the Member States.

Samkvæmt þessu ætlar ESB að hafa sameiginlega öryggis og varnarstefnu og hún skuli vera hluti af sameiginlegri utanríkis og varnarstefnu Sambandsins. Sambandið skal hafa getu til að grípa til aðgerða (hernaðar) utan Sambandsins, í ýmsu skyni en þó í samræmi við sáttmála Sameinuðu Þjóðanna. Aðildarríkin skulu útvega það sem þarf til (hernaðar)aðgerða.

Málfærið í kaflanum er mjúkt,  notuð eru orð eins og "tasks" og "operations", "capacity" "capabilities" í stað hugtaka eins og "forces", "war", "army", "weapons".

Section 2. - Article 42: 3. Member States shall make civilian and military capabilities available to the Union for the implementation of the common security and defence policy, to contribute to the objectives defined by the Council. Those Member States which together establish multinational forces may also make them available to the common security and defence policy.

Member States shall undertake progressively to improve their military capabilities. The Agency in the field of defence capabilities development, research, acquisition and armaments (European Defence Agency) shall identify operational requirements, shall promote measures to satisfy those requirements, shall contribute to identifying and, where appropriate, implementing any measure needed to strengthen the industrial and technological base of the defence sector, shall participate in defining a European capabilities and armaments policy, and shall assist the Council in evaluating the improvement of military capabilities.

Í þessum tölulið er tekið fram að aðildarríki skuli leggja til bæði borgara og hermenn til Sambandsins til að framkvæma sameiginlega öryggis og varnarstefnu þess OG þeirra markmiða sem ráðherraráðið skilgreinir síðar. Aðildarríkin skulu líka sjá til þess að bæta stöðugt hernaðargetu sína.

Af ofangreindu virðist ljóst að ef Ísland gengur í ESB þá er það að ganga í hernaðarbandalag og er ekki lengur hlutlaust ríki.

Erum við reiðubúin til að kalla herskyldu yfir okkar börn og börn þeirra?

Ef það væru engar líkur á að til hernaðar komi þá væri engin ástæða fyrir ESB að hafa þessar greinar um hervæðingu í Lissabon sáttmálanum. - En þær eru þarna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Jón Michelsen

Æ góði besti.

Þið eruð búnir að nauðga þessari rökleysu frá 1948 en notuðuð þetta þá um NATO.

Þið hljótið að vita að við hin sem hlógum af þessu munum eftir þessu en.

Hlynur Jón Michelsen, 6.5.2009 kl. 21:52

2 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Ekki líst mér nú á það ef þessu fylgir herskylda.

Hlynur mætti líka rökstyðja mál sitt betur fyrir þeim sem hingað kíkja. Mér sýnist nefnilega málflutningur Frosta á góðum rökum reistur.

Bryndís Böðvarsdóttir, 6.5.2009 kl. 22:16

3 identicon

Hvaða vitleysa er þetta með að við séum hlutlaust land? Erum við ekki í NATO?

En burtséð frá því er þetta ágætis punktur og spurning um að bæta því við í samningsmarkmiðin að semja um þetta.

Halldór Ísak Gylfason (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 22:41

4 Smámynd: Ómar Ingi

Hlyn og Halldór sendum við fyrsta til Íran

Ómar Ingi, 6.5.2009 kl. 23:23

5 identicon

Hversu margir grétu þegar hinar viljugu þjóðir fóru í stríð.

Allir þeir Íslendingar er vilja ekki fara í stríð ef þeir verða kallaðir fara einfaldlega ekki í stríð. Varla verða þeir hálshöggnir.

Bull verður alltaf bull.

hart (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 23:32

6 identicon

Það er fróðlegt að fylgjast með umræðunni þegar kemur að skuldurum þessa lands.Bankastjórarnir stíga fram ásamt spekingum og tala um skuldir heimilanna eins og þær séu allar settar undir þann hatt þér var nær vitleysingurinn þinn.Hittt er og forðast er að ræða það að hvr einstaklingur á að eiga þann rétt að geta brauðfætt sig og sína. Þarna á þessum mörkum stoppar enginn skuldakrafan tekur ekkert mið af þessari grunnþörf sem myndi í öllum siðuðum ríkjum             teljast átroðsla á persónurétt einstaklingsins. 'Í öllum siðuðum ríkjum er varnargirðing sem enginn má fara inn fyrir með skuldakröfur. Það á að vera hverjum banka augljóst að fólk þarf að fæða sig og klæða og lánveitingar sem krefjast greiðlu skulda inn fyrir þessi mörk að vera hreint ábyrgðarleysi frá hendi bankanna.Það segir í íslenskum lögum sá sem að veit og lánar manneskju sem ekki er borgunarhæf geti sjálfum sér um kennt og þýðir ekki að varpa þeirri ábyrgð á skuldarann. Hér er höfðað til þess að allir skullu vera ábyrgir gerða sinna. Sem einfalt dæmi ætti banka ekki að koma á óvart að greiðlufall yrði hjá gjaldþrota einstaklingi því aðstæður hans og eftirbreytni hefðu strax í upphafi leiks borið með sér hvert stefndi. Þessi girðing sem ég talaði hér áður þessi vernd gæti numið í dag þeirri upphæð sem væri lágmarksframfærsla ca. 90 þúsund eftir skatta. Og að lokum fyrir mann með 200 þúsund á mánuði og með með 150 þúsund eftir skatta getur mest verið skráður fyrir 6 milljón króna skuld. Allt um fram það er bæði ábyrgðarleysi bankans og einstaklingsins. Ef við viljum nýtt Ísland þá verðum við að horfa á málverkið eins og listamaðurinn að hafa á hreinu að hvert málverk hefur sína grunntóna!! Látum kreppuna ekki senda börnin okkar á vígvöllinn segjum nei við ESB.

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ

B.N (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 01:02

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Málið er, að íslenzka þjóðin verður skattskyld til herrekstrar, ef hún gengur í Evrópubandalagið, það er óvefengjanlegt.

Ef herþjónustuskylda verður tekin upp í bandalaginu (t.d. vegna árása innan þess af hálfu uppivöðslusams, hryðjuverkasinnaðs minnihluta sívaxandi fjölda múslima í bandalaginu, eins og gerzt gæti á 4., 5. og 6. áratug aldarinnar, eða vegna væringa við nágrannaríkin Íran og Sýrland, sem liggja að landamærum Tyrklands, sem trúlega verður með tímanum "aðildarland" EB), þá verða ungir menn íslenzkir ekkert undanþegnir þeirri herþjónustu – og ungar konur naumast heldur, vegna pólitísks jafnfréttis-rétttrúnaðar, sem á mjög upp á pallborðið í höllunum í Brussel (þótt Brysslingar fari sjálfir seint á vígvöllinn!).

Kærar þakkir fyrir góðan og tímabæran pistilinn, Frosti. Og sönn og skörp er ályktun þín í lokin!

Jón Valur Jensson, 7.5.2009 kl. 01:08

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er samt vitað um draum margra EB-valdamanna að búa til eigin her bandalagsins og beinlínis yfirlýsingar í þá átt.

Svo verður að hafa í huga, að breytingaferlið, sem því fylgir að taka lokaákvörðun um stofnun slíks hers, er hreinlega ekki farið af stað ennþá, en þegar það hefst, sem verður ekki fyrr en búið verður að afnema neitunarvald einstakra meðlimaríkja, þá verður jafnræðisreglum Rómarsáttmálans trúlega beitt til að rökstyðja nauðsyn þess að setja skýra og eindregna löggjöf um skyldur allra ríkjanna til að leggja sitt fram í mannafla og fjárframlögum til Evrópubandalagshersins (en ef ekki mannafla, þá þeim mun meira af fjármunum til að kosta málaliða frá hinum ríkjunum; og sá, sem kostar hlutina, er á sinn hátt þátttakandi í því að framkvæma þá).

Jón Valur Jensson, 7.5.2009 kl. 02:30

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

PS. Tek það fram, að ég nota hugtakið 'málaliðar' hér í óeiginlegri merkingu. Vitaskuld verða þeir fullgildir EB-hermenn.

Jón Valur Jensson, 7.5.2009 kl. 02:32

10 Smámynd: Héðinn Björnsson

Ég á erfitt með að sjá að þetta geti skipt þá máli sem á annað borð vilja að Ísland sé í NATO enda get ég ekki séð neitt í þessu sem felur í sér herskyldu. En ég er auðvitað á því að Ísland eigi að vera utan hernaðarbandalaga og byggja utanríkisstefnu sína á friðarstefnu.

Héðinn Björnsson, 7.5.2009 kl. 03:52

11 identicon

Ýmsir telja það brýnt hagsmunamál að styrkja hernaðarþátt ESB.  Hér er t.d. fyrrum utanríkisráðherra Þýskalands og mikill ESB sinni að útlista hvað þarf að gera:

"We are ignoring the basic facts – we're discussing whether we are creating super-states or not, whether to help Berlusconi or not – but we don't discuss our relative decline... Europe would become irrelevant – and vulnerable – if it kept failing to speak with a united voice, beginning with the creation of "a strong European pillar for Nato".

Sjá viðtalið í Telegraph.

Jón Helgi Egilsson (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 09:45

12 Smámynd: Jón Valur Jensson

Valdakjarni Evrópubandalagsins veit sem er, að það er lítið mark tekið á ríkjasambandi sem ræður ekki yfir eigin her – lítið vægi hefur það á skákborði heimsstjórnmála til lengdar eða þegar á reynir.

En hinum ágæta Héðni get ég sagt, að vissulega er engin herskylda í EB nú, en að við myndum í 1. lagi ekki losna við veruleg útgjöld til hermála, ef við værum ein af EB-meðlimaþjóðunum, þegar sá her færi af stað, og í 2. lagi, eins og ég sagði ofar, er aldrei að vita, hvenær herútkall og herskylda getur skollið á. Þeir, sem ímynda sér, að friðaröld sé runnin upp i heiminum, ganga fram hjá því, að heimsstjórnmál halda áfram að breytast, en áfram tekizt hart á um gríðarlega hagsmuni.

Jón Valur Jensson, 7.5.2009 kl. 10:30

13 identicon

Þetta er hárrétt hjá þér, ég er sjálf búin að lesa Lissabon sáttmálan og rakst á þessa bakdyraleið að stofnun Evrópuhers. Er einhver her sem hefur ekki tekið þátt í stríði?' Mér finnst ansi sorglegt að þegar dregnar eru fram í dagsljósið þær sorglegu en þó svo sönnu staðreyndum um ESB (sem mér er farið að finnast eftir að ég fór að kynna mér það betur.. meira í áttina að fasistabandalagi) þá koma fram harðir ESB sinnar og halda því fram að þetta sé lygaáróður eða hræðluáróður..

 Úff.. hvernig er hægt að upplýsa þjóðina um þetta raunverulega án þess að vera stimplaður á þessum nótum?

Ég hvet fólk bara til þess að fara að kynna sér þetta bandalag fyrir alvöru... lesið þið sáttmálan, lesið það sem bændasamtökin hafa að segja en það eru fá samtök sem hafa kynnt sér jafnvel þetta samband og einmitt þeir..

Nú tilheyri ég engum flokki hvorki pólitískum né trúarflokki...

ég bara kynnti mér málin sjálf á mínum eigin forsendum.. og mín niðurstaða:

Mér rennur kalt vatn milli skins og hörunds við þá tilhugsun að ganga inn í þetta "bandalag" Trúið mér.

Björg F (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 10:38

14 identicon

Björg F., Jón Valur, Frosti og fleiri:

Ég fæ ekki betur séð en allir ykkar sleggjudómar hafi verið kveðnir í kútinn í færslu Jóns Frímanns kl. 01.27:

"Will the Treaty create a European army?

No. Military capabilities remain in national hands. The Treaty foresees that Member States can make available civilian and military resources to the Union for the implementation of its Common Security and Defence operations. However, any Member State has the right to oppose such operations and all contributions to them will be always on a voluntary basis.

A group of Member States who are willing and have the necessary capability will be able to undertake disarmament operations, humanitarian and rescue tasks, military advice and peace-keeping tasks. No Member State can be forced to participate in such operations."

-

Umræðan um Evrópusambandið er alveg nógu yfirgripsmikil - og mikilvæg - að við förum ekki að krydda hana af óþörfu með þessum hætti. Mæli með því að menn kynni sér málin betur áður en farið er af stað vafasama umræðu af þessu tagi. Nægur hræðsuáróður er nú fyrir!

Þorfinnur (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 14:38

15 Smámynd: Júlíus Björnsson

Nú þegar útvíkkunar ferlinu er að ljúka í EU eða Evrópu Sameiningunni [ES: 1.jan 2009 tók Lissabon stjórnskipunarskráin gildi í flestum meðlimaríkjum ES: þar með undirritun sinni viðkomandi þjóðarleiðtogar framselja umboð sitt til Nefndarinnar: the Commission og stjórnfæra þess: "organs" ]. Þá mun vera kominn tími hjá frændum mínum á meginlandinu að treysta innviðina. 

Samþéttingu, hliðskipun, Samloðun: til þess m.a. Fjárfestingabanki, Seðlabanki, flæðisnetkerfi á sviðum: launaþræla, fjármagns, orku, varnings, starfsemi. Spurning er hvort um jafnstreymi er að ræða milli efnahagseininga: Stórborgir Evrópu frá fornu fari eru allar með sterkan innrimarkað, svo eru líka mörg efnahagssvæði innan hinna gömlu þjóðríka sem nú nefnast  Ítalía, Frakkland, Bretaland, Þýskaland,...     

Nú verður hraðað gerð samræmingarbreytinga á ýmsum aðildarsamningum frá dögum gamla hugtaksins: Evrópu Efnahags sambandið[samfélagið] sjá Maastricht og Rom. Til fullkomnunar stjórnarskipunarskrár ES: Evrópu[ Ríkja]Sameiningarinnar.

Í stjórnarskránni eru skýr ákvæði um sameiginlegar [þegn] ríkisborgarskyldur ES kennitalna, meirihluta í kosningum um laga og reglugerða setningar.

Einning markmið um um samkeppnishæfan grunn með tilliti til, hráefnis og orku: svo allar [á Íslenska efnahagslegan mælikvarða] ofurrisafjöldaframleiðslurekstrarforma [verksmiðja, ræktarlandsvæða] sitja við sama borðið. Ber Nefndinni alveg sérlega að tryggja meginlands Evrópu lámarksverð hvað varðar rekstrarforsendurnar: samanber samkeppni við ASÍU og USA t.d.  Sérstök stjórnarskipunar ákvæði gilda í því sambandi um  um fornu eyja nýlendur gömlu heimsveldanna þegar þau voru ekki sem eitt. Þeim er t.d. dæmis tryggt þó búi við einhæfan útflutning að losna við öll sín hráefni til að gera þeim kleyft að kaupa  hina fjölbreyttu fullunnu framleiðslu meginlands Evrópu.

Fyrir um 50 árum byrjuðu sumir Íslenskir k-ratar arftakar alþjólegra sósíalista [hægri armur kommúnista] að klifa á því að fjöldi Íslenska þjóðin þyrfti að vera minnst milljón. Kannski til að gera Íslenska innri[heima]markað samkeppnisfæran með tilliti til alþjóðlegrar lávöruframleiðslu og rekstur verðbréfahallar.

Þessa tölu má nú alveg uppfæra í 10 milljónar í dag með tilliti til mannfjölgunar og alþjóðlegrar miðskiptingar í heiminum í dag. 

Hinsvegar þegar Evra er tekin upp þá er ekki hægt að vega flutningskostnaðinn upp með gengisfellingu. Einnig mun orkunetsdreifingar kostnaður eiga að vera sá sami innan alls ES óháð efnahags innrimarkaða einingum .

Þá er ekkert eftir nema launatengdir rekstrarliðir lávöruframleiðslunnar. Laun í Evrum má lækka með breyttum neysluvenjum  [lífsháttum] á efnahagsvæði. Til dæmis með því neyta ódýrari verðflokka: lifa ódýrar af hófsemi með til til nettó heildartekna.

OECD viðmiðið mælir heildar kostnað þjónustu og neyslu á svæðinu. Það er svo borið saman við nettó tekjurnar. Þegar þær eru í samræmi við önnur efnahagssvæði  og stöðugar hafa Íslendingar hliðskipað sér á sinn bás innan ES.

Nettó tekjurnar borga síðan fjárfestanna og rekstur stjórnskipunarkerfis ES.

Þetta eru nú stóru línurnar séðar að ofan. Hvað pöpulinn þarna niðri er að pæla er nú önnur saga sem skiptir litlu máli þegar hann fær að velja þá sættist hann eins og alltaf. 

Frosti þú manst að ég var oftast nokkrum blaðsíðum framar í Menntó í gamladaga. Svo mun líka gilda um þá sem stunda nám í rándýrum einkaskólum stórveldanna. 

Ég get upplýst það hér að ég las með náminu kennslu bækur úr báðum deildum MR sem lásu forfeður mínir.  Það voru sko gerðar kröfur til þeirra samanber námsefnið.

Það er hefðbundin virðingarstigi innan Meginlands Evrópu sem 0,7%  sem hirða 25% teknanna ber mikla virðingu fyrir. Gaman verður að sjá hvernig Nefndinni gengur að hliðskipa. 

Júlíus Björnsson, 7.5.2009 kl. 16:11

16 identicon

Þorfinnur: Þarf virkilega að benda á að sáttmálatexti og auglýsingatexti eru sitt hvor hluturinn?

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 17:15

17 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nákvæmlega, Hans. Þetta er auglýsingatexti, það sá ég strax – fagurmæli, sem auðvelt og ódýrt er að setja fram, enda ekkert búið að ákveða endanlega um herinn, en samt er stefnt á hann, og ég var þegar búinn að svara þessu með viðhlítandi hætti frá honum Jóni á Hvammstanga.

Jón Valur Jensson, 7.5.2009 kl. 18:33

18 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þar sem hlutfallslega ER og og VERÐUR lang mest af ungu fólki á Íslandi þá geta Íslendingar orðið hér Evrópumeistarar - og það strax.

Þetta ætti að gleðja okkar góðu mæður Íslands mjög mikið að þær skuli fá tækifæri til að leggja Elliheimilinu-ESB til ferskan og frískan mann afla (verður endanlega mælt í tonnum).

Að geta lagt fram hlutfallslega stórt "tasks team" og glæsilegt "operational personell", til að bæta "the capacity mean age" og "team capability switfness" er alfa og omega

Til að verja Elliheimilið Fortess Garand Old Europe.

Get your gear. Get your stuff

En það verður verra þetta með borgarastyrjöldina sem kemur þegar ESB er komið á hausinn og líkin rífast um þrotabúið. Þegar allt er sprungið innan frá

Kveðjur úr paradís

Gunnar Rögnvaldsson, 7.5.2009 kl. 20:44

19 identicon

Fyrst

"Af ofangreindu virðist ljóst að ef Ísland gengur í ESB þá er það að ganga í hernaðarbandalag og er ekki lengur hlutlaust ríki."

 Ég er viss um að við gengum í NATO fyrir 60 árum og þar með fór nokkurt hlutleysi sem við höfðum.

Annars finnst mér frekar óheiðarlegt af þér að sleppa málsgreinini sem er á milli þeirra sem þú bendir á

"Section 2. - Article 42: 2. The common security and defence policy shall include the progressive framing of a common Union defence policy. This will lead to a common defence, when the European Council, acting unanimously, so decides. It shall in that case recommend to the Member States the adoption of such a decision in accordance with their respective constitutional requirements.
 
The policy of the Union in accordance with this Section shall not prejudice the specific character of the security and defence policy of certain Member States and shall respect the obligations of certain Member States, which see their common defence realised in the North Atlantic Treaty Organisation (NATO), under the North Atlantic Treaty and be compatible with the common security and defence policy established within that framework."

Semsagt, ef það næst samhljóma ákvörðun innan evrópuráðsins þá geta þeir ráðlagt aðildar þjóðum að taka upp hernaðarstefnu þeirra í samræmi við stjórnarskrá hvers ríkis án þess að skylda ríki til að vinna á móti núverandi stefnum sínum.

 Hvernig er þetta herskylda nema að við allt í einu tökum til við að hervæða okkur sjálf (sumir hér eru frekar hlyntir því hef ég séð).

Elfar Ingvarsson (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 20:40

20 Smámynd: Júlíus Björnsson

Hvað eru þetta mörg ríki innan EU [ES: Evrópu sameingarinnar] sem hafa ekki herskyldu á hernaðartímum?

Hvernig er tekið á þeim meðlimum sem skorst undan þegar skylda allra hinna kallar? Loka lánlínum?

Nauðugur viljugur. Vitið þið newbies hvað Common sense merkir?

Júlíus Björnsson, 8.5.2009 kl. 20:55

21 identicon

Og hvað ef NATO segir okkur að taka þátt í stríði. Samningur okkar við þá segir að við þurfum þess ekki alveg eins og evrópu sáttmálin sem ég vitnaði í. Hafa þeir einhverntíman sýnt okkur harðræði vegna þess að við höfum ekki viljað taka þátt í brölti þeirra á balkan skaga eða í Afganistan.

Common sense merki að maður veltir ekki fyrir sér hugmyndum um "worst case scenarios" og setur þær fram sem líklegustu niðurstöðuna. Heldur að þú dæmir aparatið sem um hér er talað byggt á aðgerðum fyrri ára og metur stefnu þess í samræmi við það.

Ég hef til dæmis ekki séð virk merki þess á síðustu árum að ESB hafi verið að grafa undan lýð réttindum í meðlima ríkjum sínum heldur þvert á móti aukið þau með evrópu sáttmálanum um mannréttindi sem við Íslendingar höfum margoft nýtt okkur á móti okkar eigin stjórn þegar brotið hefur verið á okkur.

Þegar  annar hluti Lisbon sáttmálans er lesin í heildina þá kemur í ljós að evrópu þjóðinar eru að leggja grunn að sameiginlegri varnarstefnu bygða á samstarfi herja hvers lands til að hægt er að samræma aðgerðir í gegnum betri samskipti þessa herja. Í annari hvorri málsgrein er tekið fram að þetta samstarf hefur bara áhrif fyrir þau meðlima ríka sem kjósa að taka þátt. Við hin fáum að njóta samstarfsins í gegnum aukna vörn fyrir ytri ógnum.

Elfar Ingvarsson (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 21:40

22 identicon

Elfar: Þú misskilur. Uppbygging sameiginlegra varna er ekki háð einróma samþykki ráðherraráðsins. Það er búið að ákveða það með samþykkt sáttmálans. Hinsvegar þarf einróm samþykki til að virkja samhæfða og verkaskipta "ESB-herinn" nema að ráðist sé á aðildarríki.

Þetta verður síðan að skoða í samhengi við stækkandi valdsvið sambandsins og þann möguleika að breyta ákvarðanatöku úr einróma yfir í meirihlutasamþykki í öllum málaflokkum nema varnarmálum með einróma samþykkt í eitt skipti.

Ef þeir möguleikar sem Lissabon býður upp á til útþenslu Brusselvaldsins verða nýttir að hálfu verður sambandið orðið að sambandsríki. Svo einfalt er það.

Þáttaka í sameiginlegri varnarstefnu sambandsríkis er dálítið önnur ella en þáttaka í t.d NATO þótt að sömu aðferðirnar við formlega ákvarðanatöku séu viðhafðar. 

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 23:07

23 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég er sammála þessum svörum Hans við innleggjunum frá Elfari Igvarssyn.

Herskyldan virðist reyndar ekki nálægur möguleiki næstu 10–15 árin, hún kæmi því aðeins til, að veruleg ógn væri til staðar (ásamt miklum skorti á mannafla í sjálfboðaliða-hersveitir), en slíkar aðstæður eru þó vel hugsanlegar síðar, og þær – en ekki núverandi friðarástand í álfunni – myndu þá móta löggjöf Evrópubandalagsins í hermálum, bandalags sem þá yrði orðið enn meira miðstjórnarvald en nú er, með neitunarvaldið dottið út hjá einstökum ríkjum. Og þá væri ennfremur búið að kveða skýrt á um framlag hvers ríkis til fjárlagaliða um útgjöld til Evrópubandalagshersins, og þar fengjum við Íslendingar engar undanþágur.

Jón Valur Jensson, 9.5.2009 kl. 00:39

24 Smámynd: Júlíus Björnsson

Herskylda getur dregið úr atvinnuleysi heima fyrir: dregið úr glæpum og komið í veg fyrir uppþot og borgara óeirðir.

Íslendingar með þennan lélega innrimarkað eftir að við fórum að flytja allt inn frá EU eigum ekki að þurfa að óttast atvinnuleysi ef við getu selt sjávarhráefnið fullunnið  eða inn á aðra markaði en Evrópu Sameiningarinnar: ES, lykill til að losa okur við regluverkið. Mannúðarkafli EU stjórnarskrár er staðfesting á vandamálum sem voru hverfandi eða óþekkt hér á landi fyrir daga regluverksins.

Júlíus Björnsson, 9.5.2009 kl. 01:28

25 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er nú mjög stutt í þetta, Jón Frímann, og þú áttir að vita það.

Efri deild tékkneska þingsins var að samþykkja Lissabon-sáttmálann í þessari viku, nú er það bara undirskrift forsetans sem vantar, og svipað hygg ég að sé ástatt um Pólland og e.t.v. 1–2 ríki önnur, auk þess sem Írarnir verða píndir í aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um málið í haust, og þá verður þetta klappað og klárt.

Kannsi engin furða, að landsölumenn hérlendis vilja troða okkur inn í samningsferlið með atkvæðagreiðslum, áður en fólki verður ljóst, hve alvarlegt það er að beygja sig undir Lissabon-sáttmálann, sem afnemur lýðræðislegt neitunarvald einstakra ríkja í ýmsum málum.

Jón Valur Jensson, 9.5.2009 kl. 14:24

26 Smámynd: Júlíus Björnsson

Hvað ráðmenn í Brussel varðar og þau markmið sem þeir setja sér þá dettur mér ekki í hug að þeim takist ekki það sem þeir ætla sér, fyrr en síðar. Lífskjör almenningsins voru miklu betri hér fyrir 20 árum, barnatennur til dæmis. Hinsvegar muna margir að mamma og pabbi voru lítið heima í uppvextinum og hjá sumum lítið um lausa fé. Metnaðurinn var eignast lífsviðværi sitt skuldlaust sem fyrst og fyrstu árinn voru jafn afar þung. Núna er bara búið að færa skuldirnar mikið hærri fram tímann og það skiljið þið unga fólkið sem kaupmátt í augnblikinu.  

Ég virðist hafa mikið meira álit á Ráðamönnum í Brussel en flestir innlimunar sinnar

Enda fæddist ég á meginlandinu og á stórar ættir þar. Þar er margt af góðu fólki sem hefur búið við heraga árhundruðum saman. Almenningur jafnan án tækifæra og þurft að láta sér nægja það sem yfirstéttin rétti þeim. Regluverkið síðustu 20 ár hefur breytt miklu hér til hins verra en það er ekki hægt að breyta Íslendingum genalega.  Þeir sem fæðast frjálsir til orðs og æðis vilja deyja sem slíkir. Grasið er alltaf grænna hinumegin. Fjarlægðin gerir fjöllin blá. Leitum ekki langt yfir skammt.

1 jan 2009. tóku gildi undirskriftir þeirra þjóðhöfðingja  í fullu umboði þegna sinna um þá hluta stjórnarskrárinnar [Lissabon] sem ekki velta á þeim meðlimum sem beðið er eftir.

Júlíus Björnsson, 9.5.2009 kl. 17:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband