Framtíðarsýn fyrir Ísland

Ísland á sér ekki framtíðarsýn í dag en þó er almennt viðurkennt að skýr framtíðarsýn þarf að vera til staðar ef almennilegur árangur á að nást í einhverju. Góðu fréttirnar eru að það er fljótlegt og ódýrt að bæta úr þessari vöntun.

Fyrsta útgáfa af framtíðarsýn Íslands þarf hvorki að vera fullkomin né endanleg. Hún þarf bara að vera skárri en ekki neitt. Endurbætt útgáfa verður svo fyrsta verk á dagskrá næstu ríkisstjórnar sem setur verkefnið vonandi í hendur þjóðarinnar. Framtíðarsýn verður síðan endurskoðað árlega og árangur metinn.

Framtíðarsýn myndi lýsa okkar stöðu í dag og hvernig við viljum sjá stöðuna þróast í framtíðinni. Hún myndi lýsa okkar styrkleikum og veikleikum, helstu tækifærum og fyrirsjáanlegum ógnum og skilgreina mikilvægustu áherslur í hverjum málaflokki. Menntamálum, heilbrigðismálum, orkumálum, efnahagsmálum, auðlindamálum ... 

Framtíðarsýn þarf að innifela markmið en ætti ekki að skilgreina leiðir. Að finna leiðina er hlutverk ríkisstjórnar á hverjum tíma.

Ég hef verið að leita að fordæmum frá útlöndum en reyndar ekki fundið mikið. Ótrúlegt hvað framtíðarsýn þjóða er vel falin. En á vef ríkisstjórnar Írlands tókst mér að finna þetta nýlega skjal "Framework for sustainable economic renewal" Í því er fjallað um leið Írlands út úr kreppunni.

Our strategy is to

• address the current economic challenges facing the Irish economy by stabilising the
public finances, improving competitiveness, assisting those who lose their jobs, and
supporting Irish business and multinational companies;

• invest heavily in research and development, incentivise multinational companies to
locate more R&D capacity in Ireland, and ensure the commercialisation and retaining
of ideas that flow from that investment;

• implement a ‘new green deal’ to move us away from fossil fuel-based energy
production through investment in renewable energy and to promote the green
enterprise sector and the creation of ‘green-collar’ jobs;

• develop first-class infrastructure that will improve quality of life and increase the
competitiveness of Irish business

Það má læra mikið af öðrum þjóðum í þessu efni, en framtíðarsýn Íslands þarf samt að vera okkar eigin og sniðin að okkar aðstæðum og tækifærum.

Skýr framtíðarsýn mun auka trú okkar á eigin framtíð en ekki síður mun hún auðvelda útlendingum að skilja fyrir hvað við stöndum í raun og veru og hvert við stefnum sem þjóð.

Þetta væri stórt skref í því að endurheimta traust og virðingu annarra þjóða. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Meðan við lifum í fortíðini tefst koma framtíðarinar.

Offari, 23.2.2009 kl. 01:47

2 identicon

Góð áminning Frosti. Eitt af grundvallar atriðum framþróunar hvort sem á í hlut einstaklingur, fyrirtæki/stofnun eða ríkið sjálft.. er að vita hvert hver og einn stefnir. Það eyðir óvissu og gerir öll mannanna verk markvissari. Það er verðugt verkefni að hvetja til stefnumörkunar ríkisins í komandi kosningum, boltinn liggur nokkuð hjá stjórnmálamönnum, sem myndu örugglega (þeir kláru) vera þakklátir fyrir innlegg í verkefnið.

Bergur Ólafs. (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 15:25

3 identicon

Kolla (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 19:53

4 Smámynd: Haraldur Baldursson

Enn er sú tilfinning ríkjandi að okkur hafi ekki verið sagt hvar við erum stödd. Hafi einhverjir trúað því að vinstri stjórnin myndi "loks" segja okkur hver staðan er og hvar ljóti úlfurinn liggur í greninu sínu, hljóta þeir hinir sömu að upplifa talsverðan söknuð.
En ég er þér hjartanlega sammála Frosti, markmið og gildi þurfa að koma til, svo við getum tekið næstu skref. Við höfum svo mörg spil á okkar hendi að það er synd að nýta sér þau ekki.

Haraldur Baldursson, 23.2.2009 kl. 22:41

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Framtíðarsýn er okkur öllum nauðsyn og aldrei brýnna en núna. Þar sem ég er ekki nægilega góð í að lesa ensku, þá skildi ég ekki framtíðarsýn Íra.

En það er ekki aðalmálið, heldur hitt að einhverjir séu í því liði að stappa stálinu í fólk og kalla um leið eftir betri línum til framtíðar.

Ég er í þeim hópi sem hefur lagt og mun leggja mikla áherslu á að efnt verði til stjórnlagaþings til að endurskoða stjórnarskrá og kosningareglur. Það hefur verið mín framtíðarsýn og haldreipi núna undanfarið. Hef ekki hætt mér út á þá braut að reikna út skuldastöðuna, eins og margir hafa gert undanfarið.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 24.2.2009 kl. 00:49

6 identicon

Góð áminning á mikilvægt mál. Við verðum að hafa stöðuga framtíðarsýn, jafnvel þó hún geti tekið einhverjum breytingum. Og svo læra menn heilmikið á því að marka sér stefnuna því eins og hershöfðinginn George Patton sagði "Plan is nothing, but planning is everything!"

Sveinbjörn Pálsson (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 16:36

7 identicon

Frosti, þetta er gott innlegg inn í umræðuna á laugardaginn hjá Hugmyndaráðuneytinu og vil ég bjóða öllum velkomið að mæta í þessa session.

Sjá: http://www.hugmyndaraduneytid.is/?p=457 

Framtíðarsýn þjóðar.  Mótum hana saman 28. febrúar

Hugmyndaráðuneytið og Verkfræði og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands boðar til fundar á Háskólatorgi laugardaginn 28. febrúar kl 4:30 í stofu 103.

Kl 4:30 kynnir Guðjón Már Guðjónsson þrjú gildi sem hafa komið fram í þjóðfélagsumræðunni síðan bankakerfið féll saman. Þau eru: 1. Sjálfbærni, 2. Ný gildi, 3. Nýsköpun. Kristín Vala Ragnarsdóttir mun fjalla stuttlega um sjálfbærni þjóðar sem gildi.

Kl 4:45 flytur Páll Skúlason Prófessor í Heimspeki við Háskóla Íslands fyrirlestur um Lífsgildi þjóðarinnar. Hann mun fjalla um skiptingu þjóðfélagsins í þrjú frumsvið:

1. Hið fyrsta er að afla efnislegra lífsgæða. Þetta eru gildi sem varða efnahaginn og þau verðmæti og varning sem við þurfum að tryggja okkur með því sem við framleiðum eða kaupum frá öðrum.

2. Hið næsta er að móta samlíf okkar með öruggum hætti. Þetta eru stjórnunargildin sem við þurfum að huga að þegar við skipuleggjum samlíf okkar og tökum ákvarðanir í sameiginlegum málum.

3. Þriðja þátturinn er að skýra hugmyndirnar sem við þurfum að byggja á til að hugsa um veröldina. Þessi gildi tengjast beint andlegu lífi okkar þar sem þekking og trú, list og fegurð, sannleikur og ást eru meðal þess sem okkur þykir nokkru skipta.

Kl 5:15 verða heimskaffiumræður þar sem eftirfarandi spurningar verða ræddar.

1. Á hvaða lífsgildum viljum við byggja upp Ísland?
2. Hvað getum við gert núna strax til að móta framtíðarsýn okkar?

Heimskaffið er skipulagt af kjarnateymi Hugmyndaráðuneytisins og Kristínu Völu Ragnarsdóttur forseta Verkfræði og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands.

Aðgangur ókeypis - Öllum opið eins og alltaf á fundi Hugmyndaráðuneytisins.

Guðjón Már Guðjónsson (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 22:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband