19.2.2009 | 19:56
Heimsendir í nánd!
Gylfi segir:
Útlit sé fyrir að enginn aðgangur verði að erlendu fjármagni um ókomin ár. Hvort það verði fimm eða tíu ár, viti enginn. Án þess verði engin framtíð
Engin framtíð. Það er eitt af helstu einkennum heimsendis. En er þetta nú ekki aðeins of mikil svartsýni?
Auðvitað er mikilvægt að semja við erlenda lánadrottna, hafa við þá gott samband og rétt hjá Gylfa að vekja athygli á því. En það má nú benda á hvað má betur fara og brýna menn til dáða án þess að hræða alla von úr þjóðinni í leiðinni.
Gylfi Zoëga: Svartar horfur á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Æi já Frosti, sammála þér.
Hætt við því að lítið verði um ferskar og bjartar hugmyndir í þessu svartnættisumhverfi. How low can they go!
Jenný Stefanía Jensdóttir, 19.2.2009 kl. 20:03
Það bara einhvern veginn, Frosti, að menn eru ekki að hugsa í lausnum bara vandamálum. Og meðan menn ná ekki að svissa á milli þessara tveggja hugsunarhátta, þá verður engin breyting.
Marinó G. Njálsson, 19.2.2009 kl. 20:26
Einhvern veginn heyrir maður enduróminn hjá ykkur frá þeim sem höfnuðu gagnrýninni á útþenslu bankanna, útrásina og skuldsetninguna. Þetta voru útlendingar, svartsýnisraus og hlutirnir reddast. Lausnir hljóta að byggjast á því að gera sér grein fyrir vandanum og vandinn sem GZ fjallaði um er raunverulegur. Það er svo sem ágætt að vera jákvæður en að stinga hausnum í sandinn hefur aldrei gefist vel.
GH (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 21:35
Er þetta ekki bara eðlilegt svar og leið sem allir eru að reyna að fara í dag. Hanga á eignum þar til þær ná einhverju raunvirði og eru það í raun ekki lausnirnar. Sé enga svartsýni í þessu. Bara hóflega bjartsýni. Ekki nær efnahagslíf heimsins jafnvægi á nokkrum mánuðum eftir þetta stormviðri sem gengið hefur yfir.
itg (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 21:42
Ég hélt að við hefðum nóg af lánum og lánsloforðum,nú þyrfti frekar á því að halda að reyna að borga niður lán svo allar okkar tekjur fari ekki í vaxta greiðslur.
Ragnar Gunnlaugsson, 20.2.2009 kl. 09:07
Vonleysið
Yfirboðin í skuldaupptalningunni náðu miklum stíganda og hæsta boðið hljómaði orðið 3.000 milljarðar. Eitthvað virðist þó hafa tekist að ná jarðsambandi þegar Tryggvi Þór Herbertsson kom í Kastljósviðtal og kom með lægra boð, eða 456 milljarða. Í framhaldi af því stukku menn til og sögðu að hann hefði gleymt Jöklabréfunum. Raunin er þó sú að það gerði hann alls ekki. Ríkið þarf ekkert að kaupa þessi Jöklabréf öll. Þau gætu til að mynda Lífeyrissjóðirnir keypt með miklum afföllum, nú eða einhver annar.
Það eru alltaf til lausnir, ALLTAF !
Upplýsingarskortur og hræðsluáróður
Það sem ég þó óttast er að kór-heimsenda-predikara séu þegar búnir að hjálpa ýmsum til að taka stökkið úr landi. Það sé fólk sem hafi misst vonina sökum þess að þessar tölur eru ekki betur auglýstar og kynntar. Þar má gagnrýna núverandi og fyrrverandi ríkisstjórnir okkar.
Fyrri kreppur
Ég var svo lánsamur að heyra orð Friðriks Sophussonar sem benti á að allur smanburður á fyrri kreppum á Íslandi væri óraunhæfur. Munurinn nú er sá að við hitum okkar hús og lýsum á mun ódýrari máta en aðrar þjóðir og á miklu munódúrari máta en forfeður okkar gerðu.Vonin
Horfum aðeins meira á hvað við höfum, frekar en að einblýna á það sem við ekki höfum. Við eigum gríðarlegar náttúruauðlindi, meiri en nokkurt land annað. Jafnvel þó að peningakerfi alls heimsins hrynji munum við standa vel. Fiskurinn mun sjá okkur fyrir kaupendum og á móti munum við alltaf fá þá vöru sem við þurfum. Verstu hrakspár "snillingarnir" getu engu breytt um það að okkar bíður enginn dauði hér.
Haraldur Baldursson, 20.2.2009 kl. 12:11
Orð í tíma töluð Haraldur. Er nokkur ástæða til að reikna með meira höggi en það er í raun. Allar eignir sem nota á upp í t.d. greiðslur vegna Icesave o.fl eru ekki verðlausar. Annars væru ekki til kaupendur í röðum eins og nú er t.d. sagt um eiognir Baugs. Við komum ekki til að vita hvað við þurfum að borga í raun fyrr en eftir nokkur ár. En við getum nálgast þessa tölu samt og planað eftir því. Við munum lenda í þrengingum eins og allar aðrar þjóðir, þannig að það er ekkert annað að gera en að bretta upp ermarnar,. Heimsendir er ekki í nánd, að minnsta kosti ekki vegna þessarar krísu:)
itg (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 13:30
Atta, boys. Vandamál eru til að takast á við (þreytt klisja en sönn). Bölmóurinn hefur átt alla athyglina en Tryggvi Þór kom okkur aftur í jarðsamband.
Ragnhildur Kolka, 20.2.2009 kl. 15:45
Eitt er afar mikilvægt að muna. ÞETTA ER VERKEFNI - EKKI VANDAMÁL.
Við tökum á þessu verkefni saman og skiptum með okkur verkum eftir því sem hver kann. Tryggvi Þór Herbertsson sýnist góður í að reikna það sem máli skiptir. Hann hefur slegið á "kreppuklámið".
Ég er sérstök áhugamanneskja um bjartsýna hugsun. Einnig um aukið lýðræði, persónukjör og aukið ákvörðunarvald þjóðarinnar. Svo svarar hver fyrir sig.
Skorum á stjórnvöld að efna til stjórnlagaþings um endurskoðun stjórnarskrár og kosningareglna. Burt með gamaldags flokkaveldi.
Nýtt lýðveldi - skrifa undir áskorun HÉR
Hólmfríður Bjarnadóttir, 20.2.2009 kl. 17:24
Frosti Sigurjónsson. Ert þú skyldur alnafna þínum - lækni - hann var hjá okkur á Hvammstanga un tíma fyrir mörgum árum, sennilega snemma á sjöunda áratugnum. Bara forvitni. Kveðja Hólmfríður Bjarnadóttir
Hólmfríður Bjarnadóttir, 20.2.2009 kl. 17:32
Þakka ykkur fyrir mjög uppbyggileg innlegg. Gott að vita að það er til svona jákvætt fólk á Íslandi. Einmitt það sem þarf til að koma okkur upp úr kreppuni.
Það eina góða við upphrópun Gylfa er að hún markaði að hinn langþráða botn vonleysisins. "Engin framtíð!!" hlýtur að vera hámark vonleysisins.
Það sem gerðist við þessa upphrópun var að almenningur fór að segja jákvæða hluti eins og "Hvaða vitleysa, auðvitað er framtíð" eða "Við höfum séð það svartara", "Ekki er öll von úti enn" og svo framvegis. Vonleysið hefur lagt á flótta.
Gott að rifja upp að lífið á jörðinni er svo ólíklegt að það er nánast útilokað að mati fræðimanna. Þetta vissum við auðvitað ekki þegar við skriðum upp úr sjóðandi heimshöfum fyrir 60 milljörðum ára, enda engir hagfræðingar þá til að telja úr okkur kjark. Við héldum bara okkar striki og höldum því áfram nú :-)
-
ps: Hólmfríður, Nei ég er ekki skyldur Frosta Sigurjónssyni lækni.
Frosti Sigurjónsson, 21.2.2009 kl. 14:34
Þá veit ég það, takk fyrir að svala forvitni minni Frosti
Hólmfríður Bjarnadóttir, 24.2.2009 kl. 00:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.