Lýðræðishalli minni í ESB en EES?

prosentanMaría Elivira Mendez Pinedo er doktor og lektor í Evrópurétti við lagadeild Háskóla Íslands. Grein eftir hana "Lýðræðishallinn í EES" birtist á bls 39 í Morgunblaðinu í dag (15. feb). Afstaða Maríu er sú að það sé minni lýðræðishalli í ESB en EES. Það reynist hins vegar við nánari skoðun vera alveg þveröfugt. Ísland myndi þurfa að þola meiri lýðræðishalla innan ESB.

Hvað er lýðræðishalli?
Gagnrýnendur ESB hafa nefnt lýðræðishalla (e. democratic deficit) sem einn af helstu ókostum sambandsins. Með lýðræðishalla er átt við að kjósendur hafi ekki nægileg áhrif á hverjir taka ákvarðanir fyrir þeirra hönd og virðast flestir sammála um að þetta vandamál sé fyrir hendi í ESB. 

Er lýðræðishalli í EES?
EES ríki hafa ekki bein áhrif á lagasetningu í ESB en þurfa samt að innleiða lög ESB í vissum málaflokkum. Kjósendur í EES hafa ekki bein áhrif á þá lagasetningu og í því felst vissulega skortur á lýðræði.

María leggur til að Ísland gangi í ESB svo íslenskir kjósendur geti haft meiri áhrif á þau lög sem hér eru innleidd.

Það virðist góð hugmynd í fyrstu, einkum ef maður gleymir að skoða hvaða áhrifum íslenskir kjósendur tapa við að ganga í ESB. María gleymir nefnilega að halda því til haga í sinni grein. 

Íslendingar hafa núna fulla lögsögu yfir eigin auðlindum, fiskimiðum, orku, landbúnaði og þurfa ekki að þola neinn lýðræðishalla í þeim málum.

Við inngöngu í ESB myndu áhrif okkar í þessum málefnum hrapa úr 100% í 0.06%. (Íslendingar eru bara 0.3 milljónir eða 0.06% af íbúafjölda ESB sem er 500 milljónir.)

Berum saman áhrif Íslendinga á eigin málefni innan og utan ESB

Utan ESB: Ráðum okkur 100% í sumu og 0% í öðru. Meðaltalið er 50%

Innan ESB: Ráðum okkur 0.06% í sumu og 0.06% í öðru. Meðaltalið er 0.06%

Þetta má eflaust reikna út með meiri nákvæmni en niðurstaðan virðist nokkuð ljós. Við höfum margfallt meiri áhrif á eigin málefni utan ESB. Lýðræðishalli yrði því óhjákvæmlega meiri innan ESB.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Egill Þórðarson

Sæll Frosti.

Mig langar að bæta við umræðuna um lýðræðishallann. Hvað skyldi hann vera mikill hjá Nýfundnalandi-Labrador? Á árunum 1946-1949 lenti það ríki í efnahagskreppu og i framhaldi af þvi glataði það sjálfstæði sínu með inngöngu í sambandsríki Kanada. Síðan hefur leiðin legið niður á við og allt í armæðu og vesöld. Nú er fyrirsjáanlegt, að sambandsríkið Kanada sjái um að nýta olíulindirnar, sem liggja úti fyrir ströndum Nýfundnalands-Labradors, en hinn raunverulegi eigandi nýtur þess í engu.

Egill Þórðarson verkfræðingur

Egill Þórðarson, 14.2.2009 kl. 21:55

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Með inngöngu í ESB gætum við sparað stórfé með því að leggja niður Alþingi og skorið verulega niður í ríkisstjórn, þ.e. fækka ráðherrum og ráðuneytum og ráðið nokkra löggilta skjalaþýðendur.  Þeir geta séð um lagapakkann sem kemur frá Brussel.

Bestu kveðjur,

Tómas Ibsen Halldórsson, 14.2.2009 kl. 22:35

3 identicon

Góðan daginn Frosti.

Þetta er nokkuð merkileg niðurstaða, að ráða 50%.

Ég fór nú að hugsa, hverju ræð ég eða hvaða mál hafa fengið brautargengi á síðustu árum sem kjósandinn ég hef áhuga á.

Humm......

Mikið af áhugaverðum tillögum hafa komið fram m.a. hjá ungliðahreyfingum ýmissa stjórnmálaflokka.

Stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins, jamm....

En hvað svo, ekkert, núll og nix.

Hinn almenni kjósandi á Íslandi hefur engin völd, flokkar fylgja sjaldnast eftir stefnumálum sínum, öllu  er hnoðað inn í einn stóran ullarpoka við samkrull í ríkisstjórn.

Sem sagt, sýndarlýðræði!

Raunveruleikin er nefnilega þessi

Ísland í EES: Ráðum okkur 0% í sumu og 0% í öðru.

Ísland í ESB: Ráðum okkur 0% í sumu og 0% í öðru

Hvort er betra fyrir kjósendur og íbúa þessa lands?

Jóhann F Kristjánsson (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 10:39

4 identicon

Leggja niður Alþingi, leggja niður niður ríkistjórn og ráðurneyti síðan skjalvinnsla til Brussel?

Hver verður afleiðingin? ESB nýtir allar auðlindir, íslensk menning hverfur og þjóðin þurrkast út á stuttum tíma verður nýlenda með verkamönum fyrir ESB. Við höfum efni á að vera menningarþjóð með góð lífskjör - án inngöngu í ESB.

Með kveðju,

Sigríður Laufey

Sigríður Laufey Einarsdóttir (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 12:17

5 Smámynd: Frosti Sigurjónsson

Sæll Egill,

Áhugavert þetta með Nýfundnaland. Ég ætla að kynna mér það mál betur.

Sæll Tómas,

Tókst mér að sannfæra þig um að ganga í ESB ? :)

Sæll Jóhann, 

Skil þig svo að 50% sjálfstæði sé litlu betra en 0.06% sjálfstæði ef íslenskir kjósendur hafa engin áhrif á þessi 50%.

En við getum alveg haft áhrif. Við höfum alltaf haft rétt til að kjósa fólk til að fara með þessi 50% fyrir okkar hönd. Höfum bara verið of værukær og ekki sýnt stjórnvöldum nægilegt aðhald.  Þurfum að breyta stjórnskipulaginu. Læra af þjóðum sem eru að stýra sínum málum af viti. Við þurfum ekki endilega að ganga í ESB til að laga til hjá okkur.

Sæl Sigríður, 

Held að Tómas hafi bara verið að spauga með sinni færslu. Ég er sammála þér að innganga í ESB er ekki nauðsynleg forsenda þess að við stýrum okkar málum af skynsemi. 

Frosti Sigurjónsson, 15.2.2009 kl. 15:14

6 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Sæl þið öll,

það væri jafn gáfulegt fyrir okkur að ganga í ESB eins og að halda vetrar ópumpíuleika á Mallorka.

Bestu kveðjur,

Tómas Ibsen Halldórsson, 15.2.2009 kl. 16:02

7 Smámynd: Haraldur Baldursson

Sæll Frosti.

Varðandi Nýfundnaland... Hallur Hallson skrifaði mjög fróðlega grein sem sækja má hér.

Haraldur Baldursson, 15.2.2009 kl. 16:55

8 identicon

Samanburður á milli Nýfundnalands og inngöngu Íslands í ESB er auðvitað út í hött þar sem ESB er bandalag fullvalda og sjálfstæðra ríkja en Kanada er sambandsríki. Hvað sem ESB andstæðingar hamast, þá breyta þeir ekki þessum staðreyndum. Eins má spyrja sig hvort ástandið á Nýfundnalandi hafi bara verið á niðurleið frá 1949 -- gengu þeir ekki í sambandsríkið vegna þess að þeir fóru á hausinn?

G (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 11:35

9 Smámynd: Haraldur Baldursson

Kæri G.
Samanburðurinn er mjög raunhæfur og verður ekki blásin burt með fullyrðingu þinni um muninn á ESB og Kanada. Greinin hans Halls er í raun skyldulesning, jafnvel fyrir harða ESB sinna eins og þig. Samlíkingin er sláandi og vert að lesa hana með opnum hug.

Haraldur Baldursson, 16.2.2009 kl. 11:49

10 Smámynd: Héðinn Björnsson

Þegar land er á hausinn komið verður að skoða alla möguleika með opnum hug. Ef einhverjir geta  sýnt fram á að við munum ráða við að greiða skuldir okkar ef við göngum í ESB er ég alveg opinn fyrir þeirri lausn þrátt fyrir alla hennar galla enda ráðum við ekki við það að óbreyttu. Enn hefur þó enginn rökstutt að slíkt væri á neinn hátt gerlegra í ESB en utan.

Héðinn Björnsson, 20.2.2009 kl. 15:26

11 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ég hef í mörg ár verið fylgjandi inngöngu Ísland í ESB. Það hefur ekki breyst nema síður sé nú síðustu mánuði.

Ég veit ekki um neitt í veröldinni sem er gallalaust og er alls ekki að halda því fram að aðild að ESB sé einhver töfralausn.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 24.2.2009 kl. 01:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband