23.12.2010 | 19:12
Valkreppa aðalsamningamanna gagnvart ESB
Það virðist algengt að aðalsamningamenn þeirra þjóða sem nýlega hafa gengið í Evrópusambandið, taki við æðstu embættum í sambandinu. Nokkrir þeirra hafa orðið fulltrúar í framkvæmdastjórn sambandsins, en lengra verður vart náð í Brussel enda launakjörin í samræmi við það.
Þessi háttur Evrópusambandsins, að bera aðalsamningamenn aðildarríkja á gullstóli í kjölfar aðildar, setur okkar ágæta aðalsamningamann í nokkuð undarlega stöðu.
Aðalsamningamaðurinn á auðvitað fyrst og fremst að gæta hagsmuna Íslands og vera hafinn yfir allan vafa um að hagsmunir hans fari ekki saman við hagsmuni Íslands. Samningamaður getur stundum þurft að sýna Evrópusambandinu talsverða hörku ef bestu samningar eiga að nást fyrir Íslands hönd. Vandinn er sá að þegar hann beitir Evrópusambandið hörðu, gæti hann þar með verið að útiloka sjálfan sig frá æðstu embættum innan Evrópusambandsins. Hafi hann á annað borð einhvern metnað til slíkra metorða.
Það er óheppilegt að setja aðalsamningamann í þá aðstöðu að hagsmunir hans og Íslands fari hugsanlega ekki saman að öllu leyti. Þótt Evrópusambandið virðist ekki sjá neitt óeðlilegt við slíka aðstöðu, þá ættum við að útiloka að sú staða sé uppi og þá er sama þótt samningamaðurinn sé traustur og drengur góður.
Hugsanlega hefur Utanríkisráðherra vor þegar séð fyrir þessu og samið þannig við aðalsamningamanninn að hann myndi afsala sér öllum metorðastöðum hjá Evrópusambandinu eftir aðild. Kannski.
Það er reyndar engin ástæða til að ætla annað en að Stefán Haukur Jóhannesson, sem er okkar aðalsamningamaður, sé afar traustur. Það má meira að segja vel vera að hann hafi engann áhuga á metorðastöðum hjá Evrópusambandinu. En engu að síður tel ég óheppilegt fyrir alla aðila að setja nokkurn mann í aðstöðu sem felur í sér hagsmunaárekstur af þessu tagi.
Þetta má reyndar leysa, hafi það ekki þegar verið gert. Í ráðningarsamning mætti setja ákvæði í þessum dúr: "Ég heiti því að vinna að hagsmunum lands og þjóðar af heilindum... Komi til þess að Ísland gangi í Evrópusambandið mun ég ekki taka við launuðu starfi hjá Evrópusambandinu næstu 20 árin." Kannski mætti láta nægja að útiloka "æðstu metorðastöður" í slíku ákvæði, samkvæmt einhverri nánari skilgreiningu. Eflaust má útfæra þetta með ýmsum hætti - aðalatriði er að útiloka hagsmunaárekstur.
Svipað ákvæði mætti líka vera í erindisbréfum allra sem eru í samninganefnd okkar við Evrópusambandið. Hugsanlega mætti stytta tíma lægra settra samningamanna í 10 ár.
Aðildarsinnar, jafnt sem andstæðingar aðildar og samningamenn sjálfir, hljóta að fagna því ef hægt væri að taka af allan vafa um hagsmunaárekstra af þessu tagi.
Sendiherraskipti í Brussel | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Við þurfum að ná samningum við EBE en á eins hagstæðum forsendum og unnt er. Við eigum að setja þann eðlilega fyrirvara að aðild okkar verði ekki dýrari á hvert nef en annarra borgara EBE. Annað væri ósanngjarnt.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 23.12.2010 kl. 20:46
Höfundar Evrópsku Sameiningarinnar sem byggir á þeirra meiningararfleið samanber Milliríkjasamninga hingað til, skulu menn ekki vanmeta. Allir vita að 30 ára plön eru þeirra ær og kýr. Formlegur aðgangur að Evrópsku Sameiningunni, er að bera virðingu fyrir þeim Milliríkja Samningum sem komir eru fram hingað til. Það er ekki hægt 100 % nema menn geti lesið þá á Frönsku. Hún er eina tungumálið í heimum síðan um 1700 sem löggildir skilgreiningar síns orðaforða.
Einnig er grein í Milli Ríkja Samning á sama plani og stjórnarskrárgrein ríkjanna.
Þess vegna fara menn ekki til Brussel til að spyrja Umboðið [Comission] hvað Kandídötum sendur til boða, ef þeir vilja láta bera virðingu fyrir sér.
Auðvitað eru það sérstakir einstaklingar sem færa heildinni Ríki með hærri þjóðartekjur á mann en gildir um meðaltalið í EU.
Það er skýrt tekið í löggreinum EU fram að æðstu valdamenn EU eru tilnefndir úr hópi sérstakra einstaklinga hverrar þagnarskylda nær út fyrir gröf og dauða.
Hér eru tekjur háar af hráefnis og orku sölu til EU, þökk hagræðingu, hins fer bróður partur þeirra í dag í vexti sem enda í Þjóða Seðlabanka kerfi EU og Fjárfestingabanka EU.
EU bíður sínum Meðlima Ríkjum upp á sameiginlegt dreifikerfi hráefnis [hálfunnins og lágvöru] , orku. Þau gangast undir verkaskiptingu hvað varðar að þjónusta samkeppnigrunninn, undir verðlageftirliti Brussel, tækni og fullvinnslunnar milli efnahagslögsaganna.
Ég vil ekki sjá lágvöru frá EU, ég vil heldur lávöru eins og í USA. Helst vil ég hávöru almennt eins og var hér fyrir um 30 árum, mest framleitt innlands.
Við semjum ekki við EU, við uppfyllum þeirra kröfur eins og önnur ríki hingað til. Vandamálið er lýðræðið í sumum Ríkjunum sem eru með forréttinda nágranna samninga á leiðinni inn, sum láta illa að stjórn. Við löfum utan í EU af því að hér telja aðilar að við eigum engan valkost. Þetta veit Alþjóða samfélagið. Okkur vantar ekki orku og lítið af hráefnum, hinsvegar skortir EU þetta. Þess vegna er eðlilegt að EU geri okkur tilboð. Hinsvegar getur stjórnmála samvinnan farið út um þúfur ef við lúffum ekki.
Júlíus Björnsson, 23.12.2010 kl. 23:51
Frosti, farðu nú ekki að eyðileggja starfsvonir íslensku embættis- og stjórnmálamannanna svona á aðfangadag jóla :-)
Annars mjög áhugaverður punktur hjá þér.
Gleðileg jól.
Jón Baldur Lorange, 24.12.2010 kl. 12:09
Margar ástæður eru fyrir því að við verðum aðilar að EBE, eiginlega fleiri rök en á móti. Við höfum því miður ekki fullnægt skilyrðum og margir stjórnmálamenn hafa talað EBE niður og gert sem minnst af að dragta fram marga góða kosti.
Með ósk um gleðileg en umfram allt friðsöm og farsæl jól.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 24.12.2010 kl. 12:17
Sæll Frosti.
Mjög áhugaverður og sláandi punktur hjá þér Frosti.
Þetta er náttúrulega ótækt með öllu og gerir ekkert annað en kalla á mögulega hagsmunaárekstra milli persónulegra framvona þessara manna og svo hagsmuna þjóðarinnar sjálfrar.
Ég er búinn að skrifa um þetta á Evrópusíðunni og vitna í grein þína hér.
Gunnlaugur I., 24.12.2010 kl. 15:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.