Lissabon sáttmálinn: Stórminnkuð áhrif smáríkja

picture_38.png
Því hefur verið haldið á lofti sem kosti að smáríki hafi hlutfallslega meiri áhrif innan ESB en ef eingöngu væri miðað við íbúafjölda. Þegar Lissabon sáttmálinn, hin nýja stjórnarskrá Evrópusambandsins, tók gildi 1. desember árið 2009 varð ljóst að áhrif fámennari aðildarríkja Evrópusambandsins myndu skerðast verulega.

Neitunarvald fellt niður á fjölmörgum sviðum
Neitunarvald er eitt sterkasta tækið sem smáþjóð getur beitt til að fá sitt fram eða standa gegn ákvörðunum sem varða hagsmuni þess. Tilvist neitunarvalds knýr aðila til að komast að samkomulagi. Með gildistöku Lissabon sáttmálans féll neitunarvald niður á 68 sviðum. Í stað þess að allir þurfi að vera samþykkir mun meirihluti duga til ákvörðunar og þar ræðst atkvæðamagn af fjölda íbúa. Þegar neitunarvald er fellt niður bitnar það fyrst og fremst á áhrifum fámennra aðildarríkja ESB.

Atkvæðamagn í ráðherraráðinu skal framvegis miðast við mannfjölda
Með Lissabon breytist atkvæðavægi við ákvarðanatöku stórveldum í hag. Sem dæmi: áður  hafði Írland 7 atkvæði í ráðherraráðinu (2,0%) en Þýskaland 29 atkvæði (8,4%). Frá og með 1. nóvember 2014 verður atkvæðamagn hins vegar miðað við mannfjölda og þá fær Írland 0,89% atkvæða en Þýskaland 16,41% atkvæða - Þetta þýðir að áhrif Þýskalands tvöfaldast en áhrif Írlands minnka um 60%.  Malta hafði áður 0,9% atkvæða en missir rúm 90% þeirra og fer í 0.08%

Hvernig gátu smáríkin fallist á Lissabon sáttmálann?
Niðurfelling neitunarvalds og breytt atkvæðamagn felur í sér stórkostlega rýrnun á áhrifum smáríkja innan ESB. Það er með algerum ólíkindum að smáríkin skyldu samþykkja sáttmála sem skerti áhrif þeirra svona gríðarlega. Hvað voru þau eiginlega að hugsa? Hvers vegna fór Lissabon sáttmálinn ekki í þjóðaratkvæði neins staðar nema á Írlandi fyrst hann breytti svona miklu?

Frekari skerðing í kortunum
Því miður er full ástæða til að óttast að áhrif smáríkja skerðist enn frekar í framtíðinni án þess að til þjóðaratkvæðagreiðslna komi. Ennþá hafa smáríkin 1 fulltrúa í framkvæmdastjórn ESB, eins og stóru ríkin.  Það stóð reyndar til að fækka fulltrúum úr 27 í 20 með Lissabon sáttmálanum en Írar felldu hann í þjóðaratkvæði og þá var hætt við að fækka fulltrúum. Hins vegar varð sú breyting að í stað þess að hvert land geti tilnefnt einn fulltrúa í framkvæmdastjórnina munu þau aðeins gert “tillögu” að fulltrúa en framkvæmdastjórnin sjálf mun eiga lokaorðið um hverjir veljast í hana. Þannig er nú það.

Ísland yrði áhrifaminnsta aðildarríkið
Hvað sem minnkandi vægi smáríkja líður þá yrði Ísland lang-áhrifaminnsta aðildarríkið. Íbúafjöldi gefur Íslandi aðeins 0.062% atkvæðamagns í ESB.  Íbúar ESB eru líka 1.607 sinnum fleiri en Íslendingar og einnig má nefna að meðalríki í ESB er 60 sinnum fjölmennari en Ísland. Ísland yrði sannkallað dverg-aðildarríki og með áhrif í samræmi við það.

Evrópusambandið hefur verið í sífelldri þróun frá upphafi og líklegast er að hún haldi áfram. Eitt af meginmarkmiðum ESB er sífellt nánari samruni aðildarríkja. Lissabon sáttmálinn fól í sér nánari samruna á fleiri sviðum en líka stórfellda rýrnun á áhrifum smærri aðildarríkja . Það er vissara að reikna með að næstu sáttmálar gangi lengra í sömu átt.

Niðurstaðan er sú að sem aðili að ESB myndi Ísland ekki hafa nein teljandi áhrif og erfitt að ímynda sér að afstaða Íslands myndi skipta úrslitum í nokkru máli.  Önnur aðildarríki munu því varla sjá sér mikinn ávinning í því að tryggja sér stuðning okkar og við getum því ekki vænst sérstaks stuðnings frá þeim. Hagsmunir hinna stóru munu ráða för.

Ef við göngum í ESB verðum við að trúa því að okkar hagsmunir muni alltaf fara saman við hagsmuni hinna stóru því innan ESB munum við ekki hafa áhrif, hvorki til að stöðva ákvarðanir sem eru okkur í óhag né koma í gegn ákvörðunum sem verja hagsmuni Íslands sérstaklega. Er það óhætt?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Þakka góðar skýringar á Lissabon sáttmálanum. Þessa ætti að senda alþingi, Má ég afram senda slóð á þessa grein til þeirra í alþingi. 

Valdimar Samúelsson, 16.9.2010 kl. 19:48

2 Smámynd: Frosti Sigurjónsson

Já endilega :)

Frosti Sigurjónsson, 16.9.2010 kl. 20:02

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Eftir Lissabon eru öll langtíma markmið komið í stöðugan Stjórnlagabundinn fastan farveg. Smá ríki hafa örugglega hlutfalllega miklu meiri áhrif á smáatriði sem raska ekki grunninum. Þú getur haft áhrif sem geta snúst gegn þér þér í óhag.

Völd er það sem þroskaðir aðilar sækjast eftir. Sumir sérhæfa sig í að hafa áhrif á kjósendur og til þess eru valdalausu, gagnvart t.d. stjórnarskrálagabreytingum, fulltrúa nefndirnar og fulltrúa þingin.

Kostnaður við þetta sýndar lýðræði mun reynast almennum launþegum EU Meðlima Ríkjanna þyrnir í augum og þungur skattabaggi. Vitað mál frá upphafi af hálfu höfundanna sem brátt leggja til mikinn niðurskurð í þessum útgjaldahluta EU starfseminnar og eiga vísan stuðing almennra neytenda EU.   

Júlíus Björnsson, 16.9.2010 kl. 21:21

4 Smámynd: Haraldur Hansson

"Það er vissara að reikna með að næstu sáttmálar gangi lengra í sömu átt." En verða einhverjir næstu sáttmálar?

Með Lissbon var sett inn breyting sem gerir sáttmálana "self-amending" þannig að Brussel getur aukið vald sitt með fulltingi leiðtogaráðsins/ráðherraráðsins, án þess að sækja til þess umboð til kjósenda.

Nýja 48. grein TEU/Maastricht (eftir Lissabon) byrjar svona:

The Treaties may be amended in accordance with an ordinary revision procedure. They may also be amended in accordance with simplified revision procedures.

Greinina í heild má sjá hér, á bls. 44. Þarna er beint lýðræði afnumið á þessu sviði sem öðrum. Þegnarnir fengu ekki að kjósa um stjórnarskána, því þá að leyfa þeim að kjósa um einstakar grundvallarbreytingar?

Haraldur Hansson, 17.9.2010 kl. 00:22

5 Smámynd: Júlíus Björnsson

Grein 48 Stjórnarskrá sem breytist

(úr-grein 48 TUE)

 

1.         Samningunum má breyta í samræmi við réttarfar venjulegrar endurskoðunar. Þeim má jafnframt breyta í samræmi við réttarfar einfaldaðar endurskoðunar.

 

Réttarfar venjulegrar endurskoðunar

 

2.         Ríkisstjórn sérhvers Meðlima-Ríkis, Evrópska Þingið eða Umboðið getur lagt fram í Ráðinu  frumvörp sem beinast að því að Samningarnir séu endurskoðaðir. Þessi frumvörp geta, meðal annars, beinst að því að víkka eða draga saman valdahæfi sem Samningarnir hafa úthlutað Sameiningunni. Ráðið sendir þessi frumvörp áfram til Evrópska Ráðsins og þjóðarþingin fá tilkynningu.

 

3.         Ef Evrópska Ráðið, eftir ráðaleitun hjá Evrópska Þinginu og Umboðinu, samþykkir með einföldum meirihluta ákvörðun hliðholla athugun breytinga sem hafa verið lagðar fram, boðar forsætisherra Evrópska Ráðsins til stjórnlagaráðstefnu sem sitja fulltrúar þjóðarþinganna, leiðtogar Ríkja eða ríkistjórna Meðlima-Ríkjanna, Evrópska Þingsins og Umboðsins. Jafnframt er leitað ráða Evrópska Seðlabankans í tilfelli stofnlagabreytinga á svæðum gjaldmiðilsmála. Stjórnlagaráðstefnan athugar frumvörp endurskoðunarinnar og samþykkir með samkomulagi sem flestra tilmæli um Ráðstefnu fulltrúa ríkisstjórna Meðlima-Ríkjanna eins og gert er ráð fyrir í málsgrein 4.

 

Evrópska Ráðið getur ákveðið með einföldum meirihluta, eftir samþykki Evrópska Þingsins, að stefna ekki saman til Stjórnlagaráðstefnu þegar vídd breytinganna rökstyður það ekki. Í seinna tilvikinu, útbýr Evrópska Ráðið umboð fyrir Ráðstefnu fulltrúa ríkisstjórna Meðlima-Ríkjanna.


 

4.         Ráðstefnu ríkistjórnarfulltrúa Meðlima-Ríkjanna er stefnt saman af forsætisherra Ráðsins í því augnamiði fastsetja almennt samkomulag lagabreytinga Samninganna.

 

Breytingararnar taka gildi eftir hafa verið formlega staðfestar af öllum Meðlima-Ríki í samræmi við þeirra stjórnskipunarreglur hvers um sig.

 

5.         Ef að loknu tveggja ára tímabili að telja frá undirskrift samningsins sem breytir Samningunum, fjórir fimmtu Meðlima-Ríkjanna hafa formlega staðfest áðurnefndan samning og eitt eða fleiri Meðlima-Ríkja hafa komist í kast við erfiðleika að framkvæma framangreinda staðfestingu, leggur Evrópska Ráðið málið undir sig.

 

Réttarfar einfaldaðar endurskoðunar

 

6.         Ríkisstjórn sérhvers Meðlima-Ríkis, Evrópska Þingið eða Umboðið getur lagt fram í Evrópska Ráðinu frumvörp sem beinast að endurskoðun allra eða hluta ákvæða þriðja hluta Samningsins um starfsemi Evrópsku Sameiningar, viðvíkjandi stjórnarstefnu og innri athöfnum Sameiningarinnar.

 

Evrópska Ráðið getur samþykkt ákvörðun sem breytir öllum eða hluta ákvæða þriðja hluta samningsins um starfsemi Evrópsku Sameiningarinnar. Evrópska Ráðið úrskurðar einróma, eftir ráðaleitun hjá Evrópska Þinginu og Umboðinu eins og hjá Evrópska Seðlabankans í tilfelli stofnlagabreytinga á gjaldmiðilssvæðinu. Þessi ákvörðun gengur ekki í gildi nema eftir samþykki  Meðlima-Ríkjanna, í samræmi við þeirra stjórnskipunarreglur hvers um sig.

 

Ákvörðunin  með skírskotun til annarrar efnisgreinar getur ekki víkkað valdssviðin sem Samningarnir hafa úthlutað Sameiningunni.

 

7.         Þegar Samningurinn um starfsemi Evrópsku Sameiningarinnar eða Bálkur V þessa samnings gerir ráð fyrir að Ráðið úrskurði einróma á svæði eða í afmörkuðu tilfelli, getur Evrópska Ráðið samþykkt ákvörðun sem heimilar Ráðinu að úrskurða með hæfum meirihluta á þessu svæði eða í þessu tilfelli. Þessari efnisgrein er ekki beitt við ákvarðanir sem hefur bendlanir við hernað eða á varnarsvæðum.

 

Þegar Samningurinn um starfsemi Evrópsku Sameiningarinnar gerir ráð fyrir að löggjafa athafnir séu samþykktar af Ráðinu í samræmi við réttarfar tiltekinnar löggjafar, getur Evrópska Ráðið samþykkt ákvörðun sem heimilar samþykkt nefndra athafna í samræmi við réttarfar venjulegrar löggjafar.


 

Öll frumkvæði tekin af Evrópska Ráðinu á grunni fyrstu eða annarrar efnisgreinar eru send áfram til  þjóðarþinganna. Í tilfelli mótstöðu þjóðarþings sem fær tilkynningu innan tímafrests innan sex mánaða eftir þessa áframsendingu, er ákvörðunin með skírskotun til fyrstu eða annarrar efnisgreinar  ekki samþykkt. Í fjarveru mótstöðunnar, getur Evrópska Ráðið samþykkt framangreinda ákvörðun.

 

Í þágu samþykktra ákvarðanna með skírskotun til fyrstu eða annarrar efnisgreinar, úrskurðar Evrópska Ráðið einróma, eftir samþykki Evrópska Þingsins, sem tekur afstöðu með meirihluta meðlima sem það sitja.

Fyrir þá sem ekki kunna Oxford laga ensku.

Júlíus Björnsson, 17.9.2010 kl. 03:10

6 Smámynd: Júlíus Björnsson

BÁLKUR I

SAMEIGINLEG ÁKVÆÐI

 

 

Fyrsta grein Sameiningin

(úr-fyrstu grein TUE)[2]

 

Með þessum samning, ÆÐSTU AÐILAR MÁLANS stofna sín í millum  EVRÓPSKA SAMEININGU, hér eftir nefnd "Sameining", hverri Meðlima-Ríkin úthluta valdahæfi til að ná fram sínum sameiginlegu  markmiðum.

 

Þessi samningur markar nýjan áfanga í þróunarferlinum sem skapar sífellt nánara samband millum þjóða Evrópu, í hverju eru teknar ákvarðanir eins mögulega opnar og sem mögulega næst borgurunum.

 

Sameiningin er botnuð í þessum samning og á samningnum um starfsemi Evrópsku Sameiningarinnar (héðan í frá nefndir "Samningarnir"). Báðir Samningarnir hafa sama lagagildi. Sameiningin kemur í stað og tekur við af Evrópska Bandalaginu.

 

 

Grein 2 Fjölræði eða ekki-elíta

 

Sameiningin er botnuð í virðingargildum mannlegrar reisnar, frjálsræðis, lýðræðis, jafnréttis, Réttarríki, eins og virðingu mannréttinda, þar með talin réttindum einstaklinga sem tilheyra minnihluta hópum. Þessi gildi eru sameiginleg Meðlima-Ríkjum í samfélagi sem einkennist af ekki-elítu[3], ekki‑mismunun, umburðarlyndi, réttlæti, samheldni og jafnrétti millum kvenmanna og karlmanna.

Discrimination:

Discrimination
En droit du travail , la discrimination est le traitement inégal et défavorable appliqué à certaines personnes en raison notamment , de leur origine, de leur nom , de leur sexe , de leur apparence physique ou de leur appartenance à un mouvement philosophique, syndical ou politique .

Íslend verður greinlega að stökkbreytast til að verða samþykkt. Þetta er lagalegi skilningur Frakka og Þjóðverja á mismunun.
 

Grein 49 Meðlimun

(úr-grein 49 TUE)

 

Sérhvert Ríki evrópskrar stjórnarstefnu sem virðir gildin með skírskotun til greinar 2 og skuldbindur sig að stuðla að þeim getur krafist að verða meðlimur Sameiningarinnar. Evrópska Þingið og  þjóðarþingin eru upplýst um þessa kröfu. Ríkið kröfuhafinn stílar sína kröfu á Ráðið, hvert tekur afstöðu einum rómi eftir að hafa leitað ráða hjá Umboðinu og eftir samþykki Evrópska Þingsins sem tekur afstöðu með meirihluta meðlima sem það sitja. Kjörgengis viðmiðanir sem Evrópska Ráðið hefur veitt samþykki eru teknar með í reikninginn.

 

Aðgangsaðstæðurnar og aðlögunin sem þessa aðgangur hefur í för með sér það sem varðar Samninganna á hverjum Sameiningin er grundvölluð, eru tilefni til samkomulags milli Meðlima-Ríkjanna og Ríkisins sem krefur. Áðurnefnt samkomulag er háð staðfestingu allra Ríkjanna sem eru samningsaðilar, í samræmi við þeirra stjórnskipunarreglur hvers um sig.

Júlíus Björnsson, 17.9.2010 kl. 03:24

7 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Frosti. Ég fékk viðbrögð frá Alþingi og svaraði Pétur  Blöndal og sagð að þetta væri mjög góð samantekt um lissabon sáttmálan.

Valdimar Samúelsson, 17.9.2010 kl. 07:50

8 identicon

Mjög góð samantekt hjá þér Frosti og þetta hreinlega skelfir mann. Ég sem hélt þó að við myndum hafa 0,6% atkvæðisrétt en hann er þá næstum 10 sinnum minni eða aðeins 0,062% eins og þú upplýsir um hér, eða svona álíka og kvótalust íslenskt sjávarþorp með innan 200 íbúa hefur á landstjórnina.

Síðan skelfir mig enn meira það sem Haraldur Hansson upplýsir um hér um það er það að embættiskerfið sjálft hefur lætt inn í sáttmálann þ.e. að sáttmálinn sé "self amending"

Sem virkar þannig að embættis elítan þeirra getur uppfært hvenær sem þeim hentar uppfært hann og breytt honum eftir sínu höfði.

Þvílík afskræming á opnu og frjálsu lýðræði.

Þetta hefði allt eins getað verið stjórnarskrár sáttmáli Sovétríkjanna gömlu.

Þar sem úrvalssveitir elítunnar og sjálfskipuðu Æðstu ráðanna réðu öllu fyrir alþýðunna í krafti sinna valda og valdabræðra.  

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 17.9.2010 kl. 10:09

9 identicon

Á móti má spyrja hvort ráðamenn á Íslandi séu það góðir í að meta hvað séu hagsmunir Íslendinga og hvað ekki. Sagan er þeim ekki sérstaklega hagstæð hvað það varðar, stjórnmálamenn virðast nú meira hafa haft eigin hagsmuni og nánustu vina úr menntaskóla í huga við ákvörðunartöku, með þeim afleiðingum sem við sjáum í dag. Evrópusambandið virðist mér vera meira "prinsipp" drifið heldur en stundarhagsmunadrifið, það eitt mundi hjálpa stjórnunarháttum hér mjög mikið.

Ég vil líka benda á að þú ert að gagnrýna það að atkvæðavægi hafi verið jafnað út. Ég geri þá ráð fyrir að núverandi kjördæmaskipting og misvægi atkvæða hér á Íslandi sé hið besta mál í þínum huga. ÞAÐ er afskræming á lýðræðinu.

Ekki það að Lissabon sáttmálinn sé eitthvað æðislegt plagg. Sjálfsendurskoðnarákvæðin er t.d. talsvert scary.

Guðlaugur Egilsson (IP-tala skráð) 17.9.2010 kl. 12:27

10 Smámynd: Frosti Sigurjónsson

Haraldur: Takk fyrir að minna á að Lissabon sáttmálinn gefur ESB glufu til að gera grundvallarbreytingar án þess að þær verði bornar undir þjóðirnar. Þar með minnkar hættan á að lýðræði verði framkvæmdastjórn ESB til trafala og hún getur þá betur náð fram glæstum áformum sínum.

Guðlaugur: Eins og þú bendir á þá eru ráðamenn á Íslandi ekkert að brillera. Við höfum samt þann möguleika að kjósa aðra og betri menn til alþingis. Í ESB hefur þingið ekki löggjafarvaldið, heldur er það framkvæmdastjónin og hún ætlar að velja sig sjálf. Það er talsvert "scary".

Frosti Sigurjónsson, 17.9.2010 kl. 13:25

11 Smámynd: Júlíus Björnsson

Sameiningin er botnuð: tengist því að komast til "botns í málum" úr frönsku [lögfræði] myndmáli. Síðust áratugina hér er talað um  að "grundvallast á" sem mér finnst ekkert betra að skilja.  

Hinsvegar gildi það almennt að stjórnskrár eru einfaldar og bókstaflegar og öll síðar tíma lög, reglugerðir og tilskipanir[leiðbeiningar] botna á henni það er verða að vera í rökréttu [setningafræðilegu] samhengi við hana.  

Læra stjórnaskrá utan að sparar mikinn tíma. Fyrir utan það að skoðun á tilskipun hefur lítið gildi ef skoðandi hefur ekki jafnframt skoðað stjórnarskránna sem hún botnar á að hluta. 

Í framkvæmd í flestum ríkjum í anda EU virka atkvæði almennings eins og skoðannakönnun. N.B. hafa lítið sem ekkert vægi. 

Júlíus Björnsson, 17.9.2010 kl. 15:25

12 Smámynd: Gerður Pálma

Atkvæðamagn í ráðherraráðinu skal framvegis miðast við mannfjölda
 Þýskaland 16,41% atkvæða - Þetta þýðir að áhrif Þýskalands tvöfaldast en áhrif Írlands minnka um 60%.  Malta hafði áður 0,9% atkvæða en missir rúm 90% þeirra og fer í 0.08%
 -------------------
Staða Þýskalands í ESB var löngu ákveðin, ég vil endilega benda ykkur öllum á að kynna ykkur bókina  This Rotten Heart of Europe  - scary, scary, eina sem við getum gert er að bæta okkar eigin þjóðarrekstur, það ætti ekki að vera erfitt ef við hættum að nöldra og einbeitum okkur að hreinsun og góðum vinnubrögðum.

Gerður Pálma, 22.9.2010 kl. 18:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband