Fólksflótti: Kemur ICESAVE skriðuni af stað?

avalanche1

Hagfræðistofnun og fleiri hafa vakið athygli á því að hér geti brostið á fólksflótti sem leitt geti til aukins samdráttar og gert ástandið verra til langframa.

Ástæða fólksflóttans er fyrst og fremst erlend skuldastaða þjóðarinnar sem er núna ríflega 2.000 milljarðar króna en hún gæti versnað um allt að 50% með ICESAVE samningnum.  Ríkið verður því að auka skattheimtu og draga úr allri þjónustu við borgarana.

Viðbótarskattar vegna erlendra skulda geta hæglega orðið 10 milljónir á mann að meðaltali (Dreifist á mörg ár og 200 þúsund skattborgara). Þeir tekjuhæstu sjá auðvitað fram á að greiða mun hærri tölu kannski margfalt hærri. Skattspörun af því að flytja úr landi verður gríðarleg og freistandi. Þeir tækjuhærri fara líklega fyrstir enda eiga þeir oft auðveldast með að finna störf erlendis vegna góðrar menntunar og reynslu. Þeir sem eiga fyrirtæki munu íhuga að flytja þau til landa þar sem skattar eru lægri.

Þegar fólksflótti brestur á verður til vítahringur

Því fleiri sem fara úr landi því hærri verða skattarnir á þá sem eftir sitja. Þetta verður kannski augljósast þegar maður íhugar hver skattbyrði síðasta íbúans verður. Þetta er vítahringur að verstu gerð sem verður ekki stöðvaður þegar hann fer af stað. ICESAVE samningurinn er miklu meira en nóg til að hrinda skriðunni af stað.

Hótanir Breta og Hollendinga eru bara kusk samanborið við afleiðingar fólksflótta 

Nú er talað um að samþykkja ICESAVE samninginn með skilyrðum þótt enn hafi engin lög fundist sem segja að Íslendingar eigi að borga. Hin huglausa ríkisstjórn Íslands vill með þessu forðast að kalla yfir sig ónáð Breta og Hollendinga. En hverjar sem hótanir Breta og Hollendinga eru þá eru þær bara kusk miðað við afleiðingar fólksflótta. Hætta á fólksflótta eykst stórlega ef ICESAVE skuldunum er bætt á íslendinga. ICESAVE er "dropinn" sem fyllir mælinn.

Réttlát reiði vegna ICESAVE magnar upp hættu á fólksflótta

Íslendingar vilja auðvitað standa við allar réttmætar skuldbindingar en sé þeim misboðið með því að leggja á þá skuldir einkafyrirtækis án laga og réttar þá gætu margir réttilega orðið mjög reiðir.

Samkvæmt nýlegri könnun Gallup, sem RÚV sá ekki ástæðu til að fjalla um, eru 68% þjóðarinnar frekar andvíg og mjög andvíg frumvarpi ríkisstjórnarinnar um ICESAVE. Sjá http://andriki.is/default.asp?art=05082009

Verði ICESAVE samningurinn samþykktur þvert á vilja þjóðarinnar þá mun það vekja megna óánægju og leiða til landflótta hjá mörgum sem annars hefðu kosið að þrauka.

Ef ríkisstjórnin hundsar vilja þjóðarinnar í ICESAVE málinu þá eykst hætta á fólksflótta enn frekar.

Alþingi verður að hafna þessum samningi. Ef þingmenn skortir dug til þess þá eiga þeir alltaf þá leið að leggja málið í hendur þjóðarinnar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Baldursson

Í framhaldi af leyndum skýrlsum og rangfærslum, er nú kallaður til leiðitamur prófessor, sem leyfir sér það að segja að það skipti ekki máli þó að 10.000 manns yfirgefi landið. Fáránleikinn er yfirboðinn á hverjum degi með nýjum ólíkindum.

Það er grætilegt að heyra sama fólkið mæra aulindir okkar og telur þar upp mannauðinn fyrstan koma svo fram með erindreka sinn sem segir að sársaukamerkin liggi við 16.000 manns.
ÞETTA ER ALRANGT ÞAU LIGGJA VIÐ FYRSTA MANNINUM SEM FER !

Síðan leyfir Steingrímur J. Sigfússon sér að þvæla fréttamanni fram og tilbaka í Kastljósi (6.ágúst) um það að ekki sé unnt að endurskoða Icesave samningin, því kærufrestur hafi runnið út í janúar....þetta eru allsendis óskyld mál.

Ef leikritið er skrifað til að hrekja fólk frá landinu, þá á það 4-stjörnur skilið.

Haraldur Baldursson, 6.8.2009 kl. 20:27

2 Smámynd:

Dugleysi þessarar ríkisstjórnar er 100%. Störf hennar einkennast af heiguls- og undirlægjuhætti. Það er stuttur kveikiþráðurinn í landsmönnum og hætt við að sjóði upp úr ef þessar byrðar verða lagðar á okkur. Ef til væri snefill af metnaði í okkar mönnum og konum á Alþingi yrði þessi samningur ekki samþykktur.

, 6.8.2009 kl. 21:31

3 identicon

Frosti

Fólk flytur úr landi af ýmsum ástæðum, svo sem til náms eða til að eiga von um betri lífskjör. Það getur verið að einhverjir flytji af hugsjónaástæðum, t.d. af áhyggjum yfir skuldastöðu þjóðarbúsins. Varla brestur þó landflótti á af þeim ástæðum. Skellurinn af Icesave verður ekki fyrr en eftir 7 ár, þannig að brottflutningar af efnahagslegum ástæðum á næstunni verða væntanlega fremur rekjanlegir til núverandi greiðsluerfiðleika einstaklinga og bágrar atvinnustöðu þeirra.

Icesave málið er vont mál, en það er alger rökleysa að kenna því um "landflótta" nú eða á næstunni.

Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 21:42

4 Smámynd: Einar Guðjónsson

Er mikið sammála Ómari um ástæðurnar.Nú þegar er allur almenningur hér á N Afríkukjörum og samfélagið ekki samanburðarhæft við Norðurlöndin í gæðum.Það gleymist sú tölfræði sem lá fyrir um áramót 2006 til 2007: 55.000. íslendingar voru þá búsettir utan gamla landsins.Þeir íslendingar sem voru taldir búsettir hér þá um 300.000. en inn í þeirri tölu voru 37.000. útlendingar.Þannig að útflúxinn er löngu hafinn en tekur stökk á næstu árum.

Einar Guðjónsson, 6.8.2009 kl. 21:56

5 Smámynd: Gísli Ingvarsson

'Verði ICESAVE samningurinn samþykktur þvert á vilja þjóðarinnar þá mun það vekja megna óánægju og leiða til landflótta hjá mörgum sem annars hefðu kosið að þrauka.'

Þessi fullyrðing kæri bloggari stenst ekki skoðun. Þjóðin hefur engan vilja í þessu máli en fulltrúar meirihluta þjóðarinnar eru nú að reyna það sem hægt er að bjarga þjóðarhag jafnvel með þessum samningi.

Hitt atriðið að þjóðin fari úr landi vegna samningsins er tómt bull. Það eru aðrar brýnni ástæður fyrir því. Skuldir og atvinnuleysi (við sitt hæfi) eru augljóslega það sem brennur á mönnum en ekki hvort hægt sé að greiða af láni eftir 7 ár. Áttu annan?

Gísli Ingvarsson, 6.8.2009 kl. 22:10

6 Smámynd: Frosti Sigurjónsson

Ómar,

Því miður er líklegra að áhrif ICESAVE strax fram. Ábyrgðin mun strax rýra lánshæfi og lánakjör Ríkisins, skattar hækka strax enda þarf að greiða lán hratt niður til að búa til svigrúm fyrir ICESAVE skuldina þegar hún kemur til greiðslu. Hvernig sem á þetta er litið þá þýða auknar skuldbindingar meiri skatta. Fólk bíður ekki í 7 ár með að flytja úr landi.

Frosti Sigurjónsson, 6.8.2009 kl. 22:22

7 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Ég velti fyrir mér hvaða hópar eru helst að flýja land nú. Sennilega þeir sem ekki fá vinnu en eru það þeir sem nýlega hafa misst vinnuna vegna ÁSTANDSINS eða eru það þeir (með fjölskyldur sínar) sem einhverra hluta vegna hafa átt erfitt um lengri eða skemmri tíma með að fá eða halda sér í vinnu?

Fróðlegt væri að sá greiningu á þessum hópi sem farinn er. Svo margir fóru offari í neyslu og tóku lán langt umfram greiðslugetu sem þeir munu seint eða aldrei getað borgað og sjá þar að leiðandi enga framtíð fyrir sér hér á landi.

Eru það þessir sem eru að flýja land núna eða eru þetta kannski frekar þeir sem voru með mest sitt á þurru en hafa nú tapað vinnu sinni ??

Veit ekki en þegar sagt er að fólk sé að flýja land finnst mér ég þurfa nánari upplýsingar til að geta lagt á þetta mat út frá þjóðfélagslegri velsæld. Eins og segir í viðtali við m.a. Stefán Ólafsson í Fréttablaðinu í dag er vont fyrir samfélagið að missa úr landi vel menntað fólk milli 25-45 ára eða svo.

Kolbrún Baldursdóttir, 6.8.2009 kl. 22:26

8 Smámynd: Selma Guðnadóttir

Allir þeir sem yfirgefa Ísland eru einstaklingar sem sjá hag sínum betur borgið annarrstaðar og þá sérstaklega þar sem þeir fá vinnu og þurfa ekki að þyggja bætur"sem duga skammt" til að borga skuldirnar. Ef ég væri í sömu stöðu þá myndi ég ekki hugsa mig tvisvar um hvað ég myndi gera; Yfirgefa þetta sker þar sem flugfreyjan (3ja vikna kúrs og síða starf í hvaða marga mánuði? ) og jarðfræðingurinn ("ekki viss hvort hann hafi kennsluréttindi ofan á bs i jarðfræði). Verð að segja að ég þjóðfræðingurinn vildi frekar vera að gera eitthvað annað en að standa í svona "BULLI" eins og þau.

Selma Guðnadóttir, 6.8.2009 kl. 22:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband