Hlutleysi Ríkisútvarpsins

ruv

Í lögum um Ríkisútvarpið ohf er á þremur stöðum kveðið á um skyldu til óhlutdrægni og fyllstu hlutlægni í allri umfjöllun og fréttaflutningi. Þjóðin þarf að geta treyst því að RÚV fari að lögum og sé í raun hlutlaus fjölmiðill. Það hefur sjaldan verið mikilvægara en nú að RÚV bregðist ekki trausti þjóðarinnar í þessu enda er þjóðin klofin í afstöðu sinni til stórmála eins og ESB og ICESAVE. RÚV má alls ekki taka afstöðu í þessum hitamálum.

Þær raddir verða nú háværari að umfjöllun RÚV um ESB og ICESAVE uppfylli ekki ákvæði útvarpslaga um óhlutdrægni. Hlutdrægni getur leynst víða t.d. í vali á fréttum, vali á viðmælendum, gildishlöðnum spurningum, tónlist, myndefni ofl.

Það er eðlilegt að fréttamenn og þáttastjórnendur RÚV hafi eins og aðrir sterkar skoðanir á ICESAVE og ESB og því er aukin hætta á að einhverjir þeirra falli í þá freistni að setja hlutina fram með hlutdrægum hætti.

Menntamálaráðherra, stjórn Ríkisútvarpsins, útvarpsstjóri og fréttastjórar bera ábyrgð á að farið sé að lögum í þessu efni. Þessum aðilum er skylt að sjá til þess að eftirlit sé haft með því að það efni sem frá RÚV kemur uppfylli kröfur laga um hlutleysi.

Mér er ekki kunnugt um hvernig eftirlit er haft með þessu, en hafi slíku eftirliti ekki verið komið á, þá eru þessir ábyrgðaraðilar ekki að framfylgja lögum um að hlutleysis sé gætt. 

Einmitt núna, vegna þeirra aðstæða og átaka sem eru framundan, er sérstaklega mikilvægt að Ríkisútvarpið gæti fyllsta hlutleysis svo það glati ekki trausti þjóðarinnar.

Núna er rétti tíminn til að láta hlutlausan aðila gera úttekt á því hvort fyllsta hlutleysis hafi örugglega verið gætt í fréttaflutningi og umfjöllun um ESB og ICESAVE málin og birta þjóðinni niðurstöðuna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Enn hefur ekkert verið fjallað um frétt El Pais og ummæli spænska Evrópumálaráðherrans um hagsmunagæslu á Íslandsmiðum í aðalfréttatímum Ríkissjónvarpsins og ekkert er sjáanlegt um þau á Evrópufréttasíðu RÚV. Ekki hefur Ríkissjónvarpið heldur gert neitt til að fylgja þeim eftir og skýra þótt ríkkisútvarpið sé með fréttaritara bæði í Madrid og Burssel á kostnað skattborgara.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 29.7.2009 kl. 23:38

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég hef veitt því athygli að það er mikil slagsíða á umfjöllun Ruv sem væri allt í lagi ef þeir kæmu til dyranna eins og t.d. Omega eða ÍNN sem eru ekki að leyna afstöðu sinni. Rúv læðupokast með þetta en gerir það stundum samt svo klaufalega að það er gersamlega gegnsætt.  Augljósasta dæmið voru svokallaðir fræðslupistlar Ruv um Evrópusambandið en ritstjóri þeirra virðist hafa handvalið álitsgjafa úr hópi stuðningsmanna og jafnvel agenta Evrópusambandsins eins og Ágúst Leifsson, sem jafnframt var fulltrúi Samfylkingarinnar í ESB nefndinni.  Árangurinn varð eftir því.

Sigurður Þórðarson, 30.7.2009 kl. 00:06

3 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Það er full ástæða til að hafa áhyggjur af þessu. Mér skilst að stjórnvöld ætli að skipa starfshóp sem á að sjá um fræðslu til almennings. Það verður áhugavert hvernig hann verður samansettur.

Jón Baldur Lorange, 30.7.2009 kl. 13:03

4 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Þar á bæ er mikill ,,Sannkeikshalli" í átt til aðildar að ESB og til fylgilags við Samfó.

Mjög er þetta líka áberandi á Bylgjunni og fréttastöð 365 miðla.

Svipað er uppi í BNA um WWII í umfjöllum stóru fjölmiðlarisana.  :-)

Mibbó

Bjarni Kjartansson, 30.7.2009 kl. 14:37

5 identicon

Fjölmiðlum er stýrt af ríkisstjórninni(!)?

Ríkisstjórnin (kosinn af landsmönnum)keyrir á inngöngu í ESB.

Jóhanna með aðgang að hæfasta fólki landsinns til að rökstyðja umsóknina í ESB. Og þá með hag Íslensku þjóðarinnar í huga.

Er Jóhanna að leita ráða hjá vitleysingum? Af hverju koma ráðin ekki frá snillingum eins og ykkur Frosti. Eru þið á villigötum? Veit elskan, hún Jóhanna, meira (leindó) en þið um kosti ESB?

Hverjir eru hagsmunir "ráðherrana" að selja sjálfstæði Íslendinga til ESB.

Ég heyri bara bull og blaður, frá báðum hliðum. Tilvísanir í allar áttir. Ekkert hreint. ESB talar fyrir sig sjálft og fjandinn hafi það, ekki fær þessi "Eurocrat-a-valdafíkn" háa einkunn í dag.

Sagt er að þeir sem vinna við báknið séu á mjög góðum launum...

Bakdyrnar á Íslandi eru oppnar upp á gátt til Kanada. Er áhugaleysið á þeirri leið, vegna þess að hagsmunaseggir hafa ekki almennileg viðskiptasambönd í þá átt?

Ekki spyrja mig, ég hef ekki hundsvit á ESB, get ekki sagt, jah, það hlaut að vera, eða, Jú, ég er með ESB, eða, NEI, ég er alfarið á móti ESB. Jóhanna veit best og segir mér hverning á að kjósa þegar sá dagur kemur.

.. eða kvað?

JASi (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 18:23

6 Smámynd: Ómar Ingi

Ekkert nema Kommar sem vinna á fréttastofu RÚV og þeir sem eru annað eru Kúgaðir af Kommunum.

Ómar Ingi, 30.7.2009 kl. 19:30

7 Smámynd: Frosti Sigurjónsson

RÚV liggur núna undir ámæli um að túlka niðurstöður þjóðarpúls Gallup með villandi hætti:

Björn Bjarnason ritar eftirfarandi færslu 3.8.09

"Fréttir RÚV af þjóðarpúlsi Gallups og fylgi flokka í Reykjavík, þegar Sjálfstæðisflokkurinn eykur fylgi sitt um 11% milli kannanna en Samfylking tapar 10% eru sérkennilegar, svo að ekki sé meira sagt. Þær snúast um, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki náð sama fylgi og hann fékk í kosningum 2006. Fréttapunkturinn er auðvitað sá, að Sjálfstæðisflokkurinn er að sækja í sig veðrið eftir mikla erfiðleika á kjörtímabilinu en Samfylkingin undir forystu Dags B. Eggertssonar, varaformanns flokksins, er á hröðu undanhaldi.

RÚV segir ekki fréttir af fylgi flokka á landsvísu samkvæmt þjóðarpúlsi Gallups. Hvað veldur? Að fylgi stjórnarflokkanna hafi hrapað svo hratt síðustu daga könnunarinnar, að hún sé ekki marktæk sé litið yfir 30 daga?"

Sjá: http://bjorn.blog.is/blog/bjorn/entry/924879/

Frosti Sigurjónsson, 3.8.2009 kl. 22:14

8 Smámynd: Frosti Sigurjónsson

Nú er komin gruppa á facebook sem hefur eftirlit með hlutleysi rúv,

Allir velkomnir.

http://www.facebook.com/group.php?gid=230776955164

Frosti Sigurjónsson, 4.8.2009 kl. 00:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband