Sífellt fleiri vilja minna ESB

CBR517skoðanakönnun, unnin af Gallup fyrir Heimssýn, leiðir í ljós að ríkisstjórn Íslands er á miklum villugötum í sínum áherslum. Yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar eða 95% telur frekar eða mjög aðkallandi að leysa fjárhagsvanda íslenskra heimila og 91,5% telja að ríkisstjórnin eigi að leggja áherslu á að sinna vanda fyrirtækja.

Ríkisstjórninni gengur illa að vinna í þessum brýnu verkefnum en leggur því meiri orku í að hefja samningaviðræður við ESB. Meirihluti aðspurðra eða 44,3% telur hins vegar að ríkisstjórnin eigi að leggja frekar litla eða mjög litla áherslu á aðildarviðræður við Evrópusambandið.

Íslensk stjórnvöld eru samt ekki þau einu sem eru algerlega úr takti við kjósendur sína í evrópumálum. Nýleg skoðanakönnun unnin fyrir The Economist í Bretlandi (sjá súlurit) sýnir að stuðningur við ESB hefur aldrei verið minni og meirihluti þjóðarinnar vill ganga úr ESB eða taka upp fríverslunarsamning við ESB. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Ég setti greininguna á ESB liðnum í könnun Heimssýnar upp í súlurit ef þú hefur áhuga á þeim.

http://axelthor.blog.is/blog/axelthor/entry/889591/

Axel Þór Kolbeinsson, 3.6.2009 kl. 10:19

2 Smámynd: Haraldur Baldursson

Er þetta þá dæmi um lýðræði, þegar hver könnuninn á fætur annari sýnir að almenningur er á móti inngöngu ? Er þetta það sem pottar og pönnur voru ætlaðar til á Austurvelli, að ný ríkisstjórn heyri enn verr raddir fólksins ?
Þetta er gríðarlega sorglegt ástand sem er orðið á okkar málum. Jóhanna er til dæmis búin að bíta sig fasta í þá skoðun að meira þurfi ekki til fyrir almenning og fyrirtæki. Hún hefur í gegnum tíðina ekki verið fræg fyrir málamiðlanir. En fyrir ESB aðild, fórnar hún öllu. Þetta er sorglegt leikrit sem sett er á svið hér.

Haraldur Baldursson, 3.6.2009 kl. 16:39

3 identicon

Ertu ekki bara að verða gamall? Miðað við lokaorðin í greininni, sem eru góð.

"There is also a correlation with age, with older voters leerier of Brussels than their younger compatriots. One explanation is that a cohort of greybeards have fond memories of life with a less powerful EU. Another, says Peter Kellner, head of YouGov, is that, like conservatism, Euroscepticism may come with age."

Er ESB andstaða ekki bara fyrir gamla menn, fulla nostalgíu yfir "gömlu góðu tímunum"? Er ekki líkur á því að ESB sé fyrir framsýnt ungt fólk bæði í anda og holdi?

Magnús Bjarnason (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 11:49

4 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Það er ekki veruleikinn hér á landi Magnús.  Þeir aldurshópar sem eru mest á móti ESB aðild Íslands eru þeir elstu og yngstu.  Þeir aldurshópar sem eru helst fylgjandi eru miðaldra fólk (35-55 ára).

Axel Þór Kolbeinsson, 4.6.2009 kl. 13:37

5 identicon

Axel,

Það er því ekkert að marka þessa könnun að þínu mati og að hún hafi í raun ekkert gildi hér á landi. Þannig að Frosti er á algjörum villigötum að bera saman breska könnun  og ykkar? Enda sýnir hún ekki annað en að ungir og gamlir íslendingar sem styðja ykkur eiga eitthvað sameiginlegt með gömlum tjöllum? Er það gott?

En ég las það úr súlunum þínum að það væri lágtekjufólk og landsbyggðin sem væru helstu andstæðingar ESB. En höfuðborgarbúar væru mestu ESB sinnarnir. 

Magnús Bjarnason (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 21:52

6 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Breska könnunin er að sjálfsögðu ekki marktæk á Íslandi, en á samt sem áður fullt erindi í almenna umræðu.  Frosti var ekki á neinn hátt að bera þessar tvær kannanir saman, aðeins að vekja athygli á skoðunum Breta í framhjáhlaupi.

Súluritin sem ég tók saman eru bara úr þessari könnun Heimssýnar, og þar var ekki marktækur munur á aldurshópum, enda ekki spurt um afstöðu til ESB, heldur hvort fólk vildi að ríkisstjórnin legði áherslu á ESB málin.

Ef þú skoðar hinsvegar þær kannanir sem SI lét Capacent-Gallup gera fyrir sig þá sést þessi afstöðumunur varðandi aldur, rétt eins og varðandi búsetu, menntun og atvinnu.

Eða eins og ég segi í athugasemd við mína eigin færslu:

Ég hef skoðað greiningarnar á svörum fólks þegar spurt er um ESB.  Það er sama "trend" sem sést greinilega í þeim öllum.

Þeir sem eru hlynntir ESB (aðild, aðildarviðræður o.sv.frv):

  • Höfuðborgarbúar
  • Háskólamenntað
  • Með háar tekjur
  • Á miðjum aldri
  • Fagfólk hjá hinu opinbera og listafólk (stuðningur listamanna hefur minnkað mikið)
  • Sérfræðingar [Bætt við núna]

Þeir sem eru á móti ESB (aðild, aðildarviðræður o.sv.frv):

  • Landsbyggðarfólk
  • Með framhaldsskólamenntun eða minna
  • Með lægri tekjur
  • Yngstu og elstu aldurshóparnir
  • Nemar
  • Vinnur í landbúnaði, tengdu sjávarútvegi og ófaglært fólk í þjónustugeiranum
Annarsstaðar er munurinn lítill eða jafnvel enginn.

Axel Þór Kolbeinsson, 3.6.2009 kl. 14:27

Þar sem eru leturbreytingar eru viðbætur gerðar núna.

Axel Þór Kolbeinsson, 4.6.2009 kl. 22:27

7 Smámynd: Júlíus Björnsson

Breska könnun sýnir það að þegar kreppir að fer fólk fyrst að hugsa. Þeir sem hafa persónulegan samanburð til að byggja á eru gamlir þeir sem vilja eitthavað annað en núverandi ástand eru ungir.

Á erindi hingað til að forða Íslendingum, líka meðalgreindum háskólamenntuðum  Íslendingum frá að gera sömu mistök og Bretar.

Hinvegar þegar kreppan vex en meir þá snúast ES-sinnarnir fyrir alvöru. Því þegar upp er staðið eru þeir efstalagið lengst frá nauðþurftunum, sem alltaf kosta eitthvað og byggja þeir tilveru sína á lögun sem undir eru nauðsynleg.

Júlíus Björnsson, 7.6.2009 kl. 05:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband