10.4.2009 | 00:59
Spara mætti 100 milljarða með því að hraða rafbílavæðingu
Árlega er flutt inn eldsneyti fyrir 10 milljarða til að knýja einkabíla landsmanna. Nú eru loksins að koma rafmagnsbílar á markað sem komast meira en 150 km á einni hleðslu og útskipting bílaflotans getur hafist.
Það eru 200 þúsund einkabílar í landinu og það gæti tekið allt að 30 ár að skipta þeim flota út fyrir rafbíla. Þá er miðað við að 30% af nýjum innfluttum bílum séu rafbílar.
Á þessum 30 árum munum við samt flytja inn eldsneyti fyrir 150 milljarða þar sem aðeins helmingur bílaflotans verður rafknúinn að meðaltali á tímabilinu. Það væri því til mikils að vinna fyrir þjóðina ef hægt væri að flýta útskiptingunni með einhverjum hætti.
Til að byrja með mætti hækka aðflutningsgjöld á bíla sem ekki eru rafknúnir en lágmarka hinsvegar aðflutningsgjöld á rafbíla. Rafbílar yrðu þá ódýrari en sambærilegir bílar, bæði í innkaupum og rekstri.
Setja mætti í lög að opinberar stofnanir keyptu aðeins rafbíla. Nýjir leigubílar skuli vera rafknúnir.
Selja þyrfti um 100 þúsund notaða bíla úr landi til að búa til rými fyrir rafbíla og afla gjaldeyris. Liðka þarf fyrir þeim útflutningi eins og kostur er t.d. með endurgreiðslu á innflutningsgjöldum.
Hugsanlega mætti ná magnsamningum við einhverja bílaframleiðendur, lækka innkaupsverð og fá aðstoð við að losna við notaða bíla úr landi.
Fáar þjóðir hafa jafn mikinn ávinning af rafbílavæðingu og Ísland. Við eigum nóg af hreinni og ódýrri raforku og dreifikerfið ræður auðveldlega við að hlaða allan rafbílaflotann á nóttinni.
Allir helstu bílaframleiðendur heims undirbúa nú markaðssetningu á rafbílum. Öld rafbílsins er loksins runnin upp þótt hún hefði mátt gera það 100 árum fyrr.
Það er gríðarlega hagkvæm fjárfesting að flýta rafbílavæðingunni eins og hægt er, svo ekki sé minnst á þá lífsgæðaaukningu sem hlýst af minni mengun.
Setjum okkur það markmið að 90% bílaflotans verði rafknúinn innan 10 ára.
Ef þetta markmið næst getur þjóðin reiknað sér sparnað upp á 100 milljarða í eldneytiskaupum á næstu 30 árum.
Meginflokkur: Bílar og akstur | Aukaflokkar: Samgöngur, Stjórnmál og samfélag, Umhverfismál | Facebook
Athugasemdir
Dæmi naktar konur við spunarokkin eru Suður-Afríkumenn á tímum viðskiptabanns. Þeri höfðu ekki um annað að velja en að finna leiðir. Þeir þróuðu aðferð til að nýta kol í framleiðslu á eldsneyti fyrir bíla.
Við getum alveg tekið slaginn við rafmagnsbílana.
Sem hvata mætti :
Ég er þér því Frosti hjartanlega sammála, hafi einhvern tíma verið tilefni, þá núna. Tökum þau skref sem þarf til að gera okkur sjálfum okkur næg.
Ísland best í heimi
Haraldur Baldursson, 10.4.2009 kl. 09:51
PS: Þennan má nota í borginni...alla vega hlýjustu mánuðina
Haraldur Baldursson, 10.4.2009 kl. 09:55
Mjög áhugavert innlegg.
Sigurður Þorsteinsson, 10.4.2009 kl. 14:09
Eina innlenda eldsneytið sem er notað núna er metan (www.metan.is) Magnið sem var notað árið 2008 er ígildi um 400 tonna af bensíni og gæti auðveldlega verið meira. Verð á bensínlítraígildinu er um 89 kr. Meira metan, takk.
Bjarni G. P. Hjarðar, 10.4.2009 kl. 17:39
Íranar skiptu yfir 95% af bílaflota sínum í jarðgas/metan á þremur árum!
Bjarni G. P. Hjarðar, 10.4.2009 kl. 17:40
Þetta er góður pistill og ég er 100% sammála. Við þurfum ekki að fara lengra en til Noregs til að finna frábæran rafmagnsbíl, Th!nk City, sem getur dugað vel hér. Ég sá þessa bíla víða í Osló á síðasta ári og varð afar hrifinn.
Í þessum efnum þarf bara pólitíska djörfung og dug, en þetta virðist hafa skort um langan tíma. Hér þarf að gera rafmagnsbíla að raunhæfum kosti og í þeim efnum er vilji allt sem þarf.
Óli Jón, 10.4.2009 kl. 18:00
Hér eru tenglar á síður nokkra rafbílaframleiðenda. Þarna má meðal annars finna rafknúna jeppa, sportbíla, fjölskyldubíla og smábíla.
Frosti Sigurjónsson, 10.4.2009 kl. 18:42
Tími til komin að þetta sé gert!
Bendi á grein mína um svipað má http://sveinnhj.blog.is/blog/sveinnhjartar/entry/845733/
Er ekki spurning að mynda samtök sem ýta á þessa hugmynd?
Sveinn Hjörtur , 10.4.2009 kl. 23:24
....Gleymdi!
Þakka þér að vekja máls á þessu. Góður pistill og upplýsingar. Sé það að mikill áhugi er til staðar. Jafnvel tækifæri á þessum dögum!
Sveinn Hjörtur , 10.4.2009 kl. 23:26
Ég bendi á áhugaverða þróun hjá MIT þar sem vísindamenn þar segjast hafa þróað aðferð sem geri það að verkum að hægt verði að hlaða rafhlöður á 1/100 þess tíma sem nú þarf. Þá gerir þessi aðferð það mögulegt að losa meiri orku úr rafhlöðunni á skemmri tíma en ella.
Þannig er t.d. Tesla Roadster rafbíllinn með 6800 stakar rafhlöður til þess að hægt sé að ná úr þeim nægilegri orku á skömmum tíma til að gera hann jafn sprækan og raun ber vitni. Með aðferð MIT verður hægt að skera þennan fjölda verulega mikið niður.
Þegar maður gert keyrt inn á orkustöð (bensín, olía, metan, vetni, rafmagn) og hlaðið bílinn á nokkrum mínútum, þá er staða rafbílsins orðin enn betri en hún er í dag.
Tenglar:
BBC - Battery that 'charges in seconds'
Techology Review - Ultra-High-Power Lithium-Ion Battieries
Science Daily - MIT Battery Material Could Lead To Rapid Recharging Of Many Devices
Óli Jón, 11.4.2009 kl. 14:47
Ég tek undir með þér Frosti að þessar aðgerðir ættu strax að hefjast svo spara megi innflutning á eldsneyti. Þakka þér fyrir að vekja máls á þessari brýnu umræðu.
Hilmar Gunnlaugsson, 11.4.2009 kl. 19:24
Við Tóti áttum spjall á þessum nótum í upphafi kreppu og hann var svo elskulegur að skrásetja það hér.
Okkar pælingar bæta við ofangreint þeirri staðreynd að fyrir bílaflotann þyrftum við um 1.500 GWh á ári, sem er umtalsvert, en á móti kemur að það er að mestu utan álagstíma sem gerir þetta mjög áhugaverðan kost.
Hjálmar Gíslason (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 20:26
Fyrir gömlu bílana
The 4WD PML Flightlink F-150 has a range of approximately 100 miles. A 40 kilowatt hour Lithium ion battery, weighing roughly 1000 pounds, is slung between the frame rails.
http://www.mpgomatic.com/2008/11/09/electric-ford-f-150/
http://www.pmlflightlink.com/motors.html
Jónas Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 00:19
Frábært framtak Frosti.
Viljum benda á verkefnið www.2012.is
2012 Nýtt upphaf (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 22:08
Ég bendi á spennandi umfjöllun um kaldan samruna (e. cold fusion) í 60 Minutes, en þar er fjallað um óendanlegan og kaldan orkugjafa. Þar er talað um bílarafhlöður sem geti enst í fjögur ár án hleðslu. Menn vita ekki nákvæmlega hvernig þetta gerist, en niðurstöður benda til þess að þetta sé raunverulegt.
Altént er þetta mjög spennandi mál sem kemur þessari umræðu beint við!
Óli Jón, 23.4.2009 kl. 13:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.