Versti tíminn til að semja við ESB

brussels-2Hvort sem menn eru með eða á móti aðild að ESB hljóta allir að geta fallist á að samningstaða okkar í aðildarviðræðum gæti varla orðið verri en einmitt núna. Ef samninganefnd ESB er skipuð góðum samningamönnum, sem við hljótum að reikna með, þá mun hún nýta sér veikleika okkar til fulls. Samningur núna yrði líklega sá versti sem Ísland gæti nokkurn tíman fengið.

Aðild að ESB er varanleg og mikil óvissa um hvort sé hægt að ganga út úr sambandinu ef okkur líkar ekki vistin þar. Það er því skylda okkar að semja af kostgæfni og velja til þess réttan tíma.

Við þurfum að sýna þolinmæði og styrkja stöðu okkar áður en gengið er til samninga. Gefum okkur næsta kjörtímabil til að rétta efnahag og ímynd landsins við. Fjögur ár eru ekki langur tími ef tekið er tillit til þess að ESB aðild er varanleg. Til þess að uppbyggingin takist sem best þarf þjóðin að standa saman í mörgum erfiðum verkefnum og því ber að forðast að tvístra henni með því að knýja fram ótímabæra afstöðu til ESB.

Í lok næsta kjörtímabils verður efnahagsbati kominn vel á veg hjá okkur en hugsanlega eitthvað styttra í Evrópu. Samningsstaða okkar verður eðlileg. Þá fyrst verður tímabært að láta reyna á hvað býðst í aðildarviðræðum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hárrétt hjá þér Frosti. Við eigum ekki að banka uppá hjá ESB eins og betlarar að biðja um ölmusu. Ef við förum einhverntíman þangað inn á annað borð þá verður það að vera þegar allt er í sómanum hjá okkur.

Jói Sigurðsson (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 20:15

2 identicon

Hárrétt athugaða hjá þér.

En hinns vegar er ESB trúboðið og rétttrúnaðurinn þar alveg að fara af límingunum og það á bara að fara þarna inn með góðu eða illu.

Án nokkurra samningsmarkmiða eða skilyrða bara "INN SKAL EK" !

Þessi sjálfumgleði þeirra er svo svakaleg að þeir meiga ekki einu sinni vera að því að ræða önnur aðkallandi mál þjóðfélagsins sem miklu brínna er að stjórnvöld sinni.

Þeim virðist líka vera alveg sama þó að þeir gangi gegn meirhluta þjóðarinnar sem vill alls ekkert ESB aðild og þeim er líka alveg sama þó svo þeir með þessu frumhlaupi sínu kljúfi þjóðina í herðar niður sem er sko alls ekki það sem þessi þjóð þarf á að halda núna.

Hjá þeim helgar tilgangurinn einn meðalið.

Þeir kalla okkur andstæðinga ESB aðildar "heiimskingja" og "einangrunarsinna" og "hálf geðveika"  og "vitleysinga".

Ég get þess vegna alveg leyft mér að kalla þetta lið sem ætlar með góðu eða illu að þvæla okkur inní þetta vonlausa bandalag.

                                       L A N D R Á Ð A P A K K !

Ég og margir aðrir munum berjast móti þessum áformum með öllum tiltækum ráðum.

Það verður aldrei nein samstaða um innlimun Íslands í þetta bandalag ANDSKOTANS !  

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 20:36

3 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Reyndar er það svo að ESB hefur boðið Íslendingum sérkjör um inngöngu í sambandið og hefur ekkert frá samtökunum bent til að hlunnfara eigi okkur. Hvað hefur þú annars fyrir þér í því?

Hilmar Gunnlaugsson, 28.3.2009 kl. 23:30

4 identicon

Mikið rosalega er ég sammála þér Frosti.  Við eigum að rétta okkur af núna og kanna svo hvort eitthvað vit er í því að fara í ESB.  Enda það er ekkert aðlaðandi að fara þar inn sem stendur og þeir vilja loka á inntökubeiðnir núna.  Það þarf einhver að koma vitinu fyrir Samfylkinguna svo hún fari að snúa sér að þessum mest aðkallandi verkefnum.

Ingibjörg (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 00:11

5 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Jesús minn almáttugur eru menn ennþá að reyna sannfæra sig um það að ESB sé aðeins stofnað til að stela frá sjálfum sér? Hvernig á þetta rugl allt eiginlega að meika sjéns. Hvernig ætti það að vera í hag ESB að við sem aðildarríki ætti að vera hlunnfarið innan sambandsins, nú er málið orðið það brýnt að menn verða að fara hysja upp um sig buxurnar og hætta þessu rugli. Að ala börnin okkar upp við svona pólítíska umræðu gerir þau bara að fábjánum.

Jón Gunnar Bjarkan, 29.3.2009 kl. 03:26

6 Smámynd: Frosti Sigurjónsson

Sæll Hilmar,

Markmið ESB í samningum er ekki að hlunnfara Ísland í sjálfu sér. Markmiðið ESB er að veita sem minnstar undanþágur frá grundvallarreglum sambandsins og ef þær eru veittar þá aðeins tímabundið. Markmið okkar í samningum verður hinsvegar að fá undanþágur og helst varanlegar. Um þetta verður tekist. Í núverandi stöðu getur samninganefnd Íslands ekki náð samningi sem komandi kynslóðir sætta sig við.

Ef ESB væri sama um samningsstöðu sína og grundvallarreglur og vildu bara hjálpa okkur hefðu þeir fyrir löngu boðið okkur inngöngu í myntsamstarfið eða amk ekki lýst andstöðu við einhliða upptöku. ESB ríki hefðu heldur ekki sameinast um að láta íslenska alþýðu borga fyrir skuldir sem einkabankar á Íslandi báru ábyrgð á. 

Sæll Jón Gunnar, 

Ég held því ekki fram að ESB sé að stela frá sjálfum sér eða hlunnfara aðildarríki. Punkturinn er sá að samningsmarkmið ESB eru önnur en okkar í aðildarviðræðum.

Jón Frímann,

Úrsagnarákvæði er gott. En tryggir það okkur sama aðgang að mörkuðum ESB og við höfum núna? Hvað ef við erum komin með Evru? Getum við lagt hana niður? Hver yrði kostnaðurinn við úrsögn? Ég held að við ættum ekki að ganga inn í ESB með það í huga að úrsögn sé fýsileg.

Það er rétt að sem aðilar að EES tökum við upp löggjöf frá ESB í þeim flokkum sem þarf til að við höfum aðgang að innri markaði sambandsins. Við ráðum 0% um þá löggjöf en ráðum okkur 100% í öðrum efnum. Meðaltalið er kannski 55% okkur í hag. Ef við göngum í ESB ráðum við hins vegar aðeins 0.03% um okkar löggjöf. Vilt þú ekki frekar ráða 55% en 0.03% um þín mál?

Ísland er ekki efnahagslega einangrað. Við lifum við gjaldeyrishöft og þó það sé ekki æðislegt þá virka þau. Ég rek fyrirtæki sem er alfarið í erlendum viðskiptum og þetta er ekki stórt vandamál fyrir okkur. Krónan er heldur ekki eins vonlaus og menn vilja halda fram. Krónan dugði okkur til að komast úr sárri örbyrgð í hóp ríkustu þjóða, og við erum ennþá í þeim hópi.  Hún verður hér á meðan við komum okkur úr kreppuni. 

Við eigum að eiga gott samstarf við Evrópu og öll önnur lönd. Þannig komum við best fótunum undir okkur og það er hægt án þess að ganga inn í ESB.  ESB á nóg með sín eigin vandamál næstu árin, við þurfum að gera þetta sjálf.

Frosti Sigurjónsson, 29.3.2009 kl. 11:32

7 Smámynd: Jón Þór Bjarnason

Sæll Frosti

Fróðlegt væri að menn rifjuðu upp hvað það raunveralega kostar okkur að halda hér áfram með og verja stöðu krónunnar... á hvaða bökum það á endanum lendir að bera þá byrði?

Jón Þór Bjarnason, 29.3.2009 kl. 15:43

8 Smámynd: Frosti Sigurjónsson

Sæll Jón Þór,

Ég hef ekki haldið því fram að krónan sé ódýr, en hún er eini kosturinn sem við höfum næstu árin. Aðrir gjaldmiðlar eru heldur ekki gallalausir, ekki heldur Evran.

Sæll Jón Frímann, 

Íslendingar munu ráða sér minna eftir inngöngu í ESB. Það er óumdeilt. ESB nær til fleiri sviða en EES þar með talið landbúnaðar, sjávarútvegs, orku, svið sem við ráðum alfarið í dag.

Gjaldeyrishöft eru ekki einangrun. Þau eru gjaldeyrishöft. Krónan þarf ekki að vera skráð á alþjóðlegum gjaldeyrismörkuðum til að við getum átt viðskipti við útlendinga. Dæmi: Útflytjendur selja vöru sína í $ og fá greitt í $ sem þeir geta skipt fyrir krónur í sínum banka. Innflytjendur sem þurfa að greiða birgjum í $ og geta keypt $ í sínum banka.

Við höfum nánast fullkominn aðgang að mörkuðum ESB. Meiri aðgangur er eflaust ágætur en hann fæst því miður ekki ókeypis.

Krónan skerðir ekki lífskjör Íslendinga, en slæm hagstjórn getur gert það. Krónan endurspegla efnahagslífið. Vaxtastig á Íslandi tekur mið af skuldastjöðu þjóðarinnar, vextir eru t.d. núna miklu hærri í Grikklandi en í Þýskalandi, samt eru bæði löndin með Evru.

Íslendingar eru enn í hópi ríkustu þjóða, þrátt fyrir skuldasöfnun síðustu ára. Eignahliðin hefur ekki verið útskýrð nægilega fyrir þjóðinni, það er ekki nógu spennandi fréttaefni. Við eigum gríðarlega orku, endurnýjanlega auðlind í hafinu, mikið landssvæði, hús, vegi, virkjanir, vel menntað fólk, unga þjóð, lífeyrissjóði sem eiga í raun eignir. 

Stöðugleiki í efnahagsmálum kemur aðeins ef við stýrum okkar málum af skynsemi. Það hefur gengið illa á undanförnum árum en það sannar ekki að það muni ganga illa í framtíðinni.

Við eigum að læra af mistökum og gera betur.

Frosti Sigurjónsson, 29.3.2009 kl. 18:26

9 Smámynd: Frosti Sigurjónsson

Sæll Jón Frímann,

Vextir eru ekki jafnir á evrusvæðinu. Kíktu á þessa frétt  frá 11. febrúar sl. en í henni kvartar gríski fjármálaráðherrann yfir óréttlæti þess að gríska ríkið þurfi að greiða 2.3% hærri vexti en þýska ríkið.

Frosti Sigurjónsson, 29.3.2009 kl. 23:37

10 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Það sem ég held að Jón Frímann sé að meina er frá sjónarhóli heimila. Grikkir njóta sömu vaxtarkjara eins og Þjóðverjar, auðvitað er alltaf einhver vaxtarmunur alveg eins og það er munur á vaxtarkjörum banka í hverju landi fyrir sig, sem er bara venjuleg samkeppni, sumir bjóða betri vexti til að draga til sín viðskiptavini. Dæmi væri að Íslandsbanki og Landsbanki þyrftu ekkert endilega að vera með sömu vexti bara út af því að þeir séu báðir á Íslandi. Ef eitthvað misræmi er þarna á milli landa á evrusvæðinu þá myndi ég frekar telja það vera vegna bágrar samkeppni.

Ríki fá vaxtakjör hinsvegar eftir því hversu líkleg þau eru til að geta borgað til baka. Þannig skilst mér að Ungverjalandi bjóðist töluvert betri vaxtakjör en Íslendingar samkvæmt skýrslu frá utanríkisráðuneytinu nú í gær held ég að það hafi verið. 

Jón Gunnar Bjarkan, 30.3.2009 kl. 02:04

11 Smámynd: Frosti Sigurjónsson

Jón Frímann,

Þetta eru skuldabréf gefin út af gríska ríkinu. Gríska ríkið þarf að greiða hærri vexti en þýska ríkið. Það er að sjálfsögðu grískur almenningur sem stendur á bak við gríska ríkið og skuldir þess. Það skiptir almenning máli.

Frosti Sigurjónsson, 30.3.2009 kl. 13:49

12 Smámynd: Haraldur Baldursson

Er tilefni til að gefa eftir í auðlindum okkar ?

Ef þetta graf er skoðað, er finnst nægjanlega rík ástæða til að hleypa ESB inn á Íslandsmið.

Haraldur Baldursson, 9.4.2009 kl. 11:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband