Vandi + ESB = Enginn vandi ?

hannibalsson

"Samningar við Evrópusambandið eru lausn vandans" er titill greinar í Morgunblaðinu sem rituð er af Jóni Baldvin Hannibalssyni.  Skoðum röksemdir Jóns Baldvins nánar.

Röksemdir Jóns:

Allur fyrri helmingur greinarinnar fer reyndar í að útskýra vandann og hver séu mikilvægustu úrlausnarefni og leiðir. Jón telur m.a. þörf á að endurskoða aðgerðaáætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, lækka vexti en ávítar svo ríkisstjórn harðlega fyrir að "stinga höfðinu í sandinn í ESB málinu". Svo kemur hann að því hvers vegna ESB er eina lausnin: 

Samningar við Evrópusambandið um aðild að því og myntsamstarfinu er lykillinn að lausnum á bráðavanda íslensku þjóðarinnar nú þegar. Ástæðan er einföld: Við getum hvorki leyst skuldavandann né gjaldmiðilsvandann ein og sér; við þurfum að semja um hvort tveggja.  Samningsvettvangurinn er hjá Evrópusambandinu - allsherjarsamtökum lýðræðisríkja í Evrópu. 
(...) 
Það verður allt öðru vísi tekið á vandamálum Íslendinga sem verðandi aðildarþjóðar Evrópusambandsins en sem utangarðsþjóðar. Vandamál verðandi aðildarþjóða eru vandamál Evrópusambandsins sem slíks. Evrópusambandið býr yfir ýmsum úrræðum til þess að leysa vanda aðildarríkja af þeim toga sem Íslendingum er nú ofviða að leysa á eigin spýtur. Smæð Íslands skipti hér máli. Upphæðirnar sem um er að ræða eru risavaxnar á mælikvarða 300.000 manna þjóðar en smámunir einir á mælikvarða ríkjabandalags sem telur 500 milljónir manna.

En er ESB alveg örugglega eina lausnin?

Jón Baldvin telur að við getum ekki leyst skuldavandann ein og sér. Auðvitað er rétt hjá honum að við þurfum að semja við kröfuhafa. Kröfuhafar hafa hag af því að okkur takist að borga þeim. Það þarf enga aðild að ESB til að þeir samningar klárist. Það er líka ósannað að ESB aðild skili "ókeypis" niðurfellingu skulda í sjálfu sér. Allt kostar.

Jón Baldvin fullyrðir líka að við getum ekki leyst gjaldmiðilsvandann án ESB. En það ekki rétt því við höfum marga valkosti í gjaldmiðilsmálum. Allir valkostir í þeim efnum hafa sína ókosti, líka evran. 

Allir vita að jafnvel hraðafgeiðsla umsóknar myndi taka 2 ár hið minnsta. Evran fengist töluvert síðar. Jón Baldvin gerir sér grein fyrir þessu en gefur sér að það eitt skili miklu að setja stefnuna.

Hvað kostar svo ESB lausnin? Hvað vill ESB fá fyrir að stytta afplánun Íslendinga í sjálfskaparvítinu. Hverju telur Jón Baldvin rétt að fórna? Greinin kemur ekki inn á það.

Hvað ef þjóðin er ekki tilbúin? 

Þjóðin er klofin í afstöðu sinni til ESB og hún þyrfti tíma til að komast að niðurstöðu. Að rjúka í þetta mál núna myndi kljúfa þjóðina, flokka og þingheim og draga óhemju mikið afl úr okkur - einmitt þegar við þurfum að standa saman og hafa fulla einbeitingu við að greiða úr vandanum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Þvi miður trúir stór hluti þjóðarinar þessu.

Offari, 8.2.2009 kl. 00:58

2 identicon

Vil bara benda á þetta frábæra myndband um mögulegar afleiðingar ESB aðildar fyrir Ísland. Virkilega áhugavert myndband.

Trausti (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 01:02

3 identicon

þetta er slóðin:

http://www.youtube.com/watch?v=onx_yd39g4c

Trausti (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 01:05

4 identicon

Sæll

Þetta er mjög góð samantekt um afstöðu þeirra sem styðja EB. Meira svona takk.

Kv.

Sveinbjörn

Sveinbjörn (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 01:12

5 identicon

Hvenær ætli heildarskuldir hins opinbera verði undir 60% af vergri landsframleiðslu? Þetta er aðeins eitt af þeim skilyrðum sem við þurfum að uppfylla til að fá að taka upp Evru.

Gaman væri að fá að vita hvenær þessum áfanga verður náð að mati Forsætis og Viðskiptaráðherra sem bæði tvö mæla eindregið fyrir aðild að Evrópska Myntbandalaginu.

sandkassi (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 01:35

6 Smámynd: Haraldur Baldursson

Sæll Frosti.
Jón Baldvin er skemmtilegur viðmælandi í sjónvarpi og eflaust hefur hann alltaf verið það í góðum hópi. Það sem Jón Baldvin á þó sammerkt með öðrum ESB sinnum, er að í títt nefndri töfralausn er glansmyndin sjaldnast gædd lífi einhverra lausna.
Vúdúkraftur
Vúdúkraftur yfirlýsingar um aðildarvilja og framtíðaráforma um Evruvæðingu er aldrei settur í samhengi við raunverulegra lausna.

  • Hversu margra milljarða er þessi yfirlýsing virði (nokuð sem engin gæti svarað)
  • Hvað myndi auka útflutning á okkar vörum umfram núverandi fyrirkomulags með EES samningnum ?
  • Hvaða falinn öfl markaðarins myndu rísa upp sem aldrei fyrr ?
  • Hver virðisaukning ESB umfram EES ?
  • Lækkaðir  tollar á fullunnum sjávarafurðum !
  • En hve mikið lækka tollarnir ? Hvað getum við sótt þangað...hve mikið ?
  • Landbúnaðarstyrkir eru nefndir...er það virkilega fresitandi tilhugsun ? Verða þá framtíðarbændur Íslands eyðublaðasnillingar ?
  • Eru dæmi um önnur ný-ESB ríki sem fá beina styrki (ekki lán heldur styrki), bara fyrir þá sök að þau slást í hópinn ?
  • Og ný ESB ríki fá styrk...hversu hár yrði hann til okkar ?
  • Ef við fengjum styrki....hverjir missa þá peninga ? Grikkir, Spánverjar ?
  • Hver vill sjá á eftir styrkum (sem ég er ekki enn búin að sjá að væru í boði) í okkur ?
  • Ef við fáum enga "inngöngu-styrki" hver er þá ávinningurinn ? Hvers vegna slást í hópinn ?

ESB sinnar eru hvattir til að koma með handfastar ábendingar um ávinningin...ekki heimspeki um vinaþjóðir og vínabrauð.

Að lokum - þessa tilvitnun er þess virði að margendurtaka :
"Those who would give up Essential Liberty to purchase a little
Temporary Safety, deserve neither Liberty nor Safety"
Benjamin Franklin (17 January 1706 – 17 April 1790)

Haraldur Baldursson, 8.2.2009 kl. 01:38

7 identicon

Frosti 

Hérna er súper- dúper ESB áróðursmynd handa þér, þetta er örugglega eitthvað sem þú vilt sjá:

 http://www.youtube.com/watch?v=5S8N-CNjYq0&feature=related

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 01:56

8 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Mér finnst að allir menn eigi rétt á sinni samsæriskenningu. Þessi er góð líka þó hún komi ESB ekkert við. Mér líkaði vel rödd lesarans. Hann hafði djúpan skilning á hversu magnað leyndarmálið er sem hann hvíslaði að okkur. Ætli Bildenberg verði næsti andstæðingur James Bond 007? Fyrst andstæðingur okkar er svona svakalegur eigum við þá nokkuð annað eftir en að gang í liðsveitir Bin Ladens...nema hann sé líka í liði óvinarins hins mikla satans ESB......

Gísli Ingvarsson, 8.2.2009 kl. 13:56

9 identicon

Gísli

Hvað er þetta maður, það er sagt frá ESB (eða EU) á þessu myndbandi þarna, og þetta er ekki samsæriskenning. Nú sjáðu til ESB þingið er núna einmitt að tala um NWO (eða NWG) og  sjá:  EU and UN call for New World Order, Sarkozy calls for New World Governance,  EU and UN call for New World Order

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 14:54

10 identicon

Þetta er rétt hjá Þorsteini. Það virðist vera alveg sama hvað sagt er við EU-sinna þeir tala alltaf um samsæriskenningar, áróðursefni.

En þeir færa engin rök, aldrei. Myndbandsupptökur úr Evrópuþinginu, vitnað í Lisbon sáttmálann og lög og reglur ESB. Allt er þetta stimplað sem tilbúin áróður.

Þetta er orðið um margt líkt uppgangi Fasistastjórna. Ekki gengur lengur að beita eðlilegum rökum því menn eru hrópaðir niður. Menn eru kallaðir "ESB-hatarar""Andsinnar""Evrópuhatarar" og þar fram eftir götunum.

En þegar beðið er um rök þá er fátt um svör, bara frekari samsæriskenningar og tal um falsað myndefni og/eða útúrsnúning.

Hér fyrir ofan spurði ég;

"Hvenær ætli heildarskuldir hins opinbera verði undir 60% af vergri landsframleiðslu? Þetta er aðeins eitt af þeim skilyrðum sem við þurfum að uppfylla til að fá að taka upp Evru."

Er einhver með lausn á þessu máli eða er þetta útúrsnúningur? Er þetta áróður? 

sandkassi (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 15:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband