20.11.2011 | 03:51
Hvers vegna þarf að fegra ESB?
Já Ísland, vettvangur evrópusinna, birti heilsíðuauglýsingu í Morgunblaðinu 19. nóvember. Fyrirsögnin er Vissir þú? og svo eru settar fram ýmsar upplýsingar sem eiga að sannfæra lesandann um ágæti þess að ganga í ESB. En er hægt að treysta þessum upplýsingum? Skoðum það.
Að 2,5% Íslendinga skrifuðu undir áskorun um að draga umsóknina um aðild að Evrópusambandinu til baka, sem staðið hefur yfir síðan í byrjun september.
>Nú hafa hátt í 9.000 skrifað undir áskorun www.skynsemi.is Sá fjöldi myndi duga til að fylla Austurvöll og daglega bætast fleiri í hópinn þótt lítið sé auglýst. Aðildarsinnar láta hér í veðri vaka að 97.5% þjóðarinnar hafi ekki hug á því að skrifa undir áskorunina.
Að 53% landsmanna vilja klára viðræðurnar við ESB og fá að kjósa um málið í þjóðaratkvæðisgreiðslu.
>Réttara væri 53% af þeim sem tóku afstöðu, annars er gefið í skyn að engir hafi verið óákveðnir og grunsamlegt að gefa ekki upp hlutfall þeirra.
Í könnun MMR fyrir Andríki 14. nóvember var spurt um afstöðu til viðræðna án þess að spyrða þjóðaratkvæðagreiðslu við annan valkostinn. Niðurstaðan var mjög afgerandi. Minnihluti, eða 35,3%, vill halda umsókninni til streitu en 50,5% vilja draga umsóknina til baka, 14,4% taka ekki afstöðu. Af þeim sem tóku afstöðu vildu 59% draga umsóknina til baka en 41% vildu það ekki.
Að 84% íslenskra ungmenna langar að vinna í öðru Evrópuríki til lengri eða skemmri tíma, sem er hæsta hlutfall allra ungmenna í Evrópu.
>Um þetta er ekkert nema gott að segja, enda veitir EES aðild nú þegar íslenskum ungmennum færi á því að leita sér að vinnu í aðildarlöndum. Það gæti þó verið erfitt í reynd því atvinnuleysi er afar mikið meðal ungmenna í ESB og er 47% á Spáni, þar sem það er hæst.
Að fólk í Evrópusambandinu hefur fæst heyrt um verðtryggingu, enda er hún afar sjaldgæf í aðildarríkjum ESB.
>Alveg rétt. En innganga í ESB er samt hvorki nauðsynleg né nægileg til að losna við verðtryggingu. Upptaka evru mun ekki vera í boði fyrr en hér er kominn verðstöðugleiki og skuldir hafa lækkað. Mörg ár geta liðið frá inngöngu og þar til evra er tekin upp. Fram að því verður verðtrygging og lengur, nema við ákveðum annað á Alþingi.
Að á sama tíma og íbúi í ESB borgar eitt og hálft hús þegar hann kaupir hús, borgum við tvö og hálft hús.
>Þarna er vitnað í Vísbendingu 2010 sem vitnar í könnun Neytendasamtakanna frá 2005 sem ályktaði að hér væru raunvextir af húsnæðislánum 2,5-5% hærri en í 10 evrópulöndum.
Á hveitbrauðsdögum evrunnar voru vextir vissulega jafn lágir í öllum evruríkjum óháð því hversu skuldug þau voru. En það gjörbreyttist með skuldakreppuni 2008. Ísland og íslensk heimili munu ekki fá lága vexti fyrr en eftir að við höfum greitt niður megnið af skuldunum.
Að við inngöngu í Evrópusambandið myndu tollar á vörum og landbúnaðarafurðum frá ríkjum ESB falla niður. Því má, samkvæmt nýrri skýrslu, gera ráð fyrir að verð á kjúklingum, eggjum og svínakjöti lækki um 40 50% og að verð á mjólkurafurðum lækki um 25%
>Meðhöfundur umræddar skýrslu hefur nú sent grein í Fréttablaðið til að leiðrétta ofangreiddar afbakanir á niðurstöðunum og segir: Sannleikurinn er sá að þar stendur mjög lítið um verð til neytenda. Erfitt er að draga nokkrar ályktanir um útsöluverð búvara út frá því sem fram kemur í skýrslunni. og Niðurstöður skýrslunnar byggja á mun sterkara gengi krónu en við búum við í dag.
Að krónan hefur misst 99.5% af verðgildi sínu gagnvart danskri krónu frá því að hún var tekin í notkun.
>Gjaldmiðlar sveiflast verulega yfir löng tímabil. Vissir þú að USD hefur frá 1970 tapað 85% af verðgildi sínu gagnvart japönsku yeni? Það sem skiptir mestu er að hér á Íslandi hefur hagkerfið vaxið gríðarlega frá því að þjóðin fékk sjálfstæði. Þjóðin var ein sú fátækasta í Evrópu en telst nú meðal ríkustu þjóða heims. Trúir því nokkur að við værum 200 sinnum ríkari ef við hefðum haft hér danska krónu? (99.5%/0.5%=200) Framundan er ekki sami vöxtur og var frá 1944 og því er ólíklegt að óstöðugleiki krónu verði eins mikill í framtíðinni.
Að meirihluti atvinnulífsins telur annan gjaldmiðil en krónuna þjóna Íslandi betur.
Annar gjaldmiðill 61%
Íslenska krónan 24%
Hvort sem er 15%
>Vitnað er í skýrslu Viðskiptaráðs sem kom út í febrúar 2011. Könnunin hefur líklega verið gerð nokkru áður og er því nær ársgömul. Í ljósi þeirra óskapa sem hafa dunið á evrusvæðinu undanfarna mánuði, kæmi ekki á óvart ef áhugi atvinnulífsins á evruaðild sé töluvert minni. Einnig spyrja hvort Annar gjaldmiðill á við um evru? Vildu þessir menn kannski fremur USD, NOK, CAD?
Kaupmáttur frá 2008
Ísland - 8,1%
Finnland 4,5%
Svíþjóð 2,3%
Danmörk 1%
Hér er tímabilið valið af kostgæfni; Ísland nýbúið að lenda í bankahruni. Reyndar furðulegt að lífskjörin hafi ekki versnað enn meir en þetta. Hvers vegna ekki bera Ísland saman við lönd sem lendu í sæmilegu hruni eins og Írland eða Grikkland? Þetta er villandi samanburður ætlaður til að veikja trú á krónunni.
Inn- og útflutningur vöru og þjónustu 2010 eftir löndum
ESB ríkin Innfl.: 56,2% Útfl.: 70,5%
Þar af evru ríkin Innfl.: 27,2% Útfl.: 49,8%
>Af þessu gæti grandalaus ályktað að útflutningur Íslands sé nánast 50% í evrum. Það er ekki svo, því helmingurinn af útflutingi okkar til evru ríkja er ál sem er verðlagt í USD. Útflutningur er því 37% í USD, en aðeins 27% í EUR. 14% er í GBP og afgangur í öðrum myntum.
-
Svo virðist sem Já Ísland hafi með þessari auglýsingu seilst full langt til að fegra málstaðinn. Slíkrar fegrunar ætti einmitt ekki að vera þörf ef aðild að ESB væri jafn frábær og aðildarsinnar vilja trúa.
Athugasemdir
Það er með þessa auglýsingu eins og þær sem birtust í fjölmiðlum í undanfara kosningar um icesave III, staðlausir stafir byggðir á rangfærslum.
Staðreyndir eru teknar og þeim snúið á haus, þannig er "hagstæð" niðurstaða fengin. Það er ótrúlegt hversu langt er gengið, sérstaklega í ljósi þess að sami hópur hefur beytt sömu aðferð áður, án árangurs. Það sýnir best örvæntingu já-sinna.
Nú er bara að bíða eftir frægu auglýsingunni með myndinni af hákarlinum sem er að narta í árabátinn. Já-sinnar geta örugglega staðfært þá mynd aftur, sínum málstað til "bóta".
Gunnar Heiðarsson, 20.11.2011 kl. 08:14
Örfáar athugasemdir. 1.Undirskriftasöfnunin hefur gengið afar ill og er misheppnuð. Það er heiðarlegast að viðurkenna það.Ekki er nægjanlegur áhugi hjá almenningi þegar á reynir. 2.Umfjöllun blaðamanna um skoðanakannanir er mjög oft ónákvæm. Oft skortir þekkingu á grundvallaratriðum við gerð og framkvæmd kannanna.Auðvitað á alltaf að geta þeirra sem ekki taka afstöðu.Þegar kannanir eru bornar saman verður að koma skýrt fram hvort þær séu að mæla nákvæmlega það sama eða ekki.
3.Verðtrygging var tilraun til að bjarga krónu sem var að brenna upp til agna.Verðtrygging er sjálfstætt vandamál en svo víðtæk verðtrygging sem hér er óþekkt.Fjölmargir fjárfestar hafa lýst því yfir að afnám verðtryggingar fjármagns muni þýða fjárflótta úr landi. Þeir sem sjá ekki að á þeim tímum þegar öflugustu íslensku fyrirtækin hasla sér völl erlendis þá er tími krónunnar liðinn. 4.Skýrsla Daða og Ernu fjallar ekki um hag neytenda. Hún er aðallega reikniæfingar til að finna út hvað það kostar að tryggja bændum sömu tekjur og nú að öllu öðru óbreyttu nema inngöngu í esb.T.d. er gert ráð fyrir óbreyttu framleiðslumagni og óbreyttum framleiðsluháttum hjá bændum. Reiknað er með meðal raungengi síðustu 30 ára sem er hærra en gengið nú.Þannig fást umtalsvert hærri styrktölur sem greiða þarf til bænda. Forsendur skýrslunnar eru mjög þröngar. 5. Séð yfir löng tímabil hefur verðbólga verið mun meiri hér en í nálægum löndum. Á 9. áratugnum var verðbólga stjórnlaus óðaverðbólga. Til þess að meta málið raunhafr þarf að skoða verðgildi íslensku krónunnar í tengslum við verðgildi gjaldmiðla helstu viðskiptasvæða.Danska krónan var t.d. mikilvæg á fyrstu áratugum 20. aldar. 6. varðandi kaupmáttinn er eðlilegt að skoða lengra tímabil, t.d.2000 til 2011. Einnig þarf að skýra kaupmáttaraukninguna.10. Engin íslensk fyrirtæki flytja út ál. 85% af allri orku eru seld til erlendra stórfyrirtækja.Brotabrot af vinnumarkaði vinnur hjá slíkum stórfyrirtækjum.
gangleri (IP-tala skráð) 20.11.2011 kl. 08:36
Góð grein um lygilega auglýsingu sem sjálfssagt er kostuð af áróðursapparati ESB.
En ein smá athugasem við comment "ganglera" sem segir að "Enginn íslensk fyrirtæki flytja út ál"
Þetta er rangt þó svo að þessi þrjú álfyrirtæki sem hér starfa séu erlend fjárfesting og í eigu erlendra stórfyrirtækja. Þá er Norðurál h.f., Reyðarál h.f. og Álverksmiðjan í Straumsvík öll innlend fyrirtæki skráð hér í hlutafélagaskrá og borga hér skatta og skyldur og notawst við íslenska orku sem þau greiða milljarða fyrir og notast við íslenskt vinnuafl við framleiðsluna auk þess sem víðtæk þjónusta íslenskra fyrirtækja þjóna þessum fyrirtækjum með ýmsum hætti. Þessi fyrirtæki teljast því að fullu og öllu íslensk og allt þjóðfélagið nýtur góðs af þeim.
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 20.11.2011 kl. 09:25
Ég þakka Gunnlaugi athugasemdina og það er rétt að orðalagið hefði mátt vera nákvæmara. Hið rétta er að umrædd fyrirtæki eru í eigu erlendra aðila.Þau geta að sjálfsögðu átt dótturfyrirtæki hér á landi. Slík fyrirtæki borga að sjálfsögðu skatta og ýmis gjöld, t.d. hafnargjöld. Þau kaupa margvíslega þjónustu. Þau kaupa rafmagn og þau hafa innlenda aðila í vinnu.Starfsmannafjöldinn að prósentubrot af öllum vinnumarkaði. Það yrði of langt mál að ræða arðsemi einstakra virkjana Landsvirkjunar en við skulum segja að stóriðjufyrirtækin fái orkuna á afar hagstæðu verði. Ef litið er á vinnsluvirði sem verður til hér mætti ætla að helmingur yrði eftir í landinu.
Almennt séð er allt rétt sem fram kemur í auglýsingunni en framsetning má vera mun betri og nákvæmari.
gangleri (IP-tala skráð) 20.11.2011 kl. 11:17
Þetta þýðir voðalega lítið. Nú bara bíðum við eftir samningi,fáum fram upplýsta umræðu og kjósum síðan um samninginn. Einfaldra getur það ekki orðið. Svona raus hjá evrópumsinnum og andstæðingum hefur voðalega lítið upp á sig.
Stefán Þór Sigfinnsson (IP-tala skráð) 20.11.2011 kl. 11:24
Er þó ekki rétt að hafa staðreyndirnar óbrjálaðar Stefán? Verður ekki kosningin metin á grunni þess sem kemur fram hvort sem það er satt eða logið? Ég tel mikla þörf á afruglun í þessu samhengi svo víst skiptir þetta máli.
Í þessari auglýsingu er vísvitandi farið rangt með hluti og hreinlega logið. Viltu að fólk byggi ákörðun sína á slíku?
Jón Steinar Ragnarsson, 20.11.2011 kl. 17:22
Þakka þér skrifin, Frosti. En þú veizt, að þeir sem búa við útlitslýti, vilja eðlilega reyna að ráða bót á þeim í fegrunaraðgerð. Gamla aðferðin var sú að púðra sig og mála í líflegri litum. Til þess ráðs grípur Evrópusambandið hér í gegnum útfrymi sitt "Já Ísland" (sic!).
Jón Valur Jensson, 20.11.2011 kl. 21:19
Ok, gefum okkur að ESB-aðild sé ekki að fara að gerast.
Hvað þá?
Við erum með dauða krónu, gjaldeyrishöft, fáránlegt landbúnaðarkerfi, sjávarútvegskerfi sem enginn sátt er um, verndartolla og handónýta stjórnmálamenn.
Ég er ekki að segja að ESB sé einhver galdralausn. En ég vill bara fá að vita hvað annað er í stöðunni?
jari (IP-tala skráð) 20.11.2011 kl. 22:25
Ganga í Noreg? :)
Væri stemning fyrir því?
jari (IP-tala skráð) 20.11.2011 kl. 22:29
Nei, engin stemming fyrir því, jari, og hættu að vera svona ósjálfstæður.
Amma þín myndi skammast sín fyrir þig.
Jón Valur Jensson, 20.11.2011 kl. 22:43
Að ekki sé talað um afa þína og langafa !
Jón Valur Jensson, 20.11.2011 kl. 22:44
Það sem lítur ekki nógu vel út að einhverra mati er oft reynt að fegra. Stundum með lamandi eitri eins og Botox, en í umræðum er notast við önnur "efni" sem eru ekki síður eitruð eins og lygi eða hálfsannleik.
Það er sagt "engin Íslensk fyrirtæki flytja út ál". Samt sem áður er ál eitt af mikilvægustu útflutningsvörum Íslands (dótturfyrirtækja umræða er ekki mikilvæg að mínu mati). Nú er mikið rætt um mikilvægi erlendrar fjárfestingar. Hvort skyldi vera æskilegra að fjárfest sé í verksmiðjum eða í Íslensku landi?
Sagt er að helmingur af útflutningsverðmæti áls verði eftir í landinu. Er það ekki mikils virði?
Hve mörg iðnfyrirtæki nota alfarið Íslenskt hráefni og skilja þar með 100% af verðmætinu eftir innanlands?
Því miður er auglýsing "Sambandssinna" full af hálfsannleik, sem eins og flestir þekkja er næsti bær við lygi. Þeir telja það málstað sínum til framdráttar. En hálfsannleikur er yfirleitt afhjúpaður fyrr eða síðar.
Það þarf ekki nema að líta yfir lönd Evrópusambandsins til að sjá að "Sambandið" og euroið er ekki sú töfralausn sem "Sambandssinnar" hafa reynt að telja Íslendingum trú um.
En það er meira áríðandi nú en nokkru sinni fyrr, að þeir sem vilja standa vörð um sannleikann og sjálfstæði Íslands haldi vöku sinni
G. Tómas Gunnarsson, 21.11.2011 kl. 01:09
ESS leyfir Meðlima ríkjum að útfæra sín fjármálamarkaði á þann hátt að mismuni ekki keppendum frá öðrum ríkjum.
Í efsta plani er svo unnið með hreinar eigna og skuld til eða millifærslur Þá frekar í tíma frekar enn milli plana, geira eða kennitalna.
Þar sem Ríki hefur einkaleyfi á markaðssetningu reiðfjár á sínum mörkuðum, þá getur ekkert ríkið einhliða aukið tekjur sínar með aukinni markaðssetningu á reiðufé til að byggja upp bakveð í fjármála millifærslum milli ríkja.
Heildar ársvörusölu gengi síðast árs reiknar þörf fyrir krónur eða evrur eða dollar á sama markaði. EU er með sinn eigin mælikvarða OER tilburðar milli Meðlima ríkja og byggir hann á HCIP, sem mælir margt sem 2 flokks á CPI mælkvarða sem 1 flokka innan markaða EU. Almennir neytendur EU meta raunvirði á annan hátt en Worldbank sem reiknar út samburðar gengið PPP milli ríkja á sínum stöðuluðu gegnismæikvörðum.
ESS innheldur alla viðskiptahlutann og tímabundna tolla á innflutning hávirðisauka inn á EU markaði: falla niður á móti fullum meðlima sköttum. Formleg aðild getur tryggt betur að stjórnsýslu og stjórnmálkostnaður hér lækkar um 30 % en það hefur alls ekki orðið raunin í óstönduga hluta Meðlima Ríkja EU. Þetta er verkefni fyrir sósíaldemókrata Meðlima Ríkja að uppfylla og EES á ekki að vera nein hindrun.
Júlíus Björnsson, 21.11.2011 kl. 03:27
Gjaldmiðlar sveiflast verulega yfir löng tímabil. Vissir þú að USD hefur frá 1970 tapað 85% af verðgildi sínu gagnvart japönsku yeni?
Já ég veit að Japönsk vörusala hefur vaxið að raunvirði miðað við þá í USA. Þetta gildir sem betur fer um flest ríki heims og sérstklega þar sem USA fjárfestir.
Hinsvegar hefur þjóðar genið á Íslandi lækkað um 40% síðan umræður um EES hófust. Þanning að nú má bera Íslans saman við eystraslatsríkin Írland og Möltu til dæmis. Almenn regla er í EU að EES og EU Meðlimaríki sem voru með hærra gengi en mælkvarðinn Þýskaland, hafa nú lægra gengi, en mörg með lægra gengi áður fengu hærra gengi sem er nú að ganga til baka.
Júlíus Björnsson, 21.11.2011 kl. 03:35
Varðandi gengi gjaldmiðla, þá er gaman að nefna að 6 ensk pund á miðhluta 19. aldar er nálægt 9000 pundum í dag.
Það er vert að minna á að meintur 70% útflutningur til ESB eru flasaðar tölur, þótt það sé bara ágætt að við skulum eiga svona góða viðskiptavini þarna án þess að vera í ESB. Megnið af útflutningi okkar fer til Hollands og sé tekið mið af því, þá er eitthvað undarlegt við það.
Holland er nefnilega import hub fyrir álfuna alla og útfyrir hana. Ál og fiskur sem þar kemur við í Rotterdam t.d. er flutt áfram í allar áttir í álfunni ug útfiyrir hana, eins og segir. Þetta gildir um aðrar uppskipunarhafnir líka. Útflutningur til þessara áfangastaða gefur engan vegin rétta mynd af endanlegum kaupendum.
Það er svo rétt athugað hér að það er langt í frá rétt að álykta að þessi viðskipti séu öll í Evrum.
En vilji menn selja okkur það að Hollendingar neyti mestmegnis af okkar Ál og fiskafurðum, þá geta menn róið í gráðið í því lalalandi fyrir mér.
Jón Steinar Ragnarsson, 21.11.2011 kl. 15:42
Eurobonds, a shure bet.
Jón Steinar Ragnarsson, 21.11.2011 kl. 18:38
Þetta eru mjög þarfar ábendingar frá nafna mínum, til viðbótar við þetta frá G. Tómasi.
Jón Valur Jensson, 21.11.2011 kl. 23:30
Flott færsla.
Almennt er sá skilningur útbreiddur að það nægi að bíða eftir lokum samningaferilsins og að það eigi að skoða hvað kemur upp úr kassanum. Það hryggilega í því er að full margir trúa því að ákvarðanatakan verði jafn leikur, eins og kapphlaup milli tveggja hlaupara með jafn langa fætur.
Raunin er þó sú að eftir því sem nær dregur, mun flæði fjármagns til kynningar taka á sig mun öflugri mynd. ESB mun reka hérna markaðssetningu í anda fjársterks fyrirtækis sem vill keyra yfir samkeppnina.
Mótrök gegn þessari samlíkingu minni halda ekki og nægir þar að vísa í þá aðgerð sem gríðarleg auglýsingaherferð Guðlaugs Þórs í baráttu sinni í prófkjöri. Þar var markmiðið að koma Guðlaugi upp fyrir Björn Bjarnason. Með nægu fjármagni tókst það.
Með nægu fjármagni (og það mun ekki skorta) stóraukast líkur á því að ESB aðild verði samþykkt.
Það fer því talsvert að hallast gegn jafnri keppni.
Haraldur Baldursson, 27.11.2011 kl. 22:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.