Gleymd skýrsla Stiglitz um peningastefnu fyrir Ísland

225px-Joseph_Stiglitz
Í nóvember árið 2001 afhenti hagfræðingurinn Joseph Stiglitz Seðlabanka Íslands skýrslu um peningastefnu fyrir smá og opin hagkerfi með sérstökum ráðleggingum fyrir Ísland. Nú blasir við að ef ráðgjöf Stiglitz hefði verið tekin alvarlega hefði mátt afstýra hruninu hér á landi, eða í það minnsta draga mjög úr því tjóni sem varð. Margt í skýrslunni á jafn vel við í dag og árið 2001.
 
Stiglitz, sem var um skeið aðalhagfræðingur Alþjóðabankans er nú prófessor hjá Columbia háskóla. Hann er í hópi virtustu hagfræðinga heims og hlaut árið 2001 Nóbelsverðlaun í hagfræði.
 
Í skýrslu sinni fyrir Seðlabankann fjallar Stiglitz almennt um hættur í smáum, opnum hagkerfum og hvernig megi draga úr þeim. Hann telur að stjórnvöldum beri skylda til að grípa inní til að auka stöðugleika, draga úr líkum á efnahagsáföllum og lágmarka kostnað sem af áföllum hlýst.
 
Árið 2001 hafði viðskiptahalli farið vaxandi og Stiglitz taldi ástæðu til að hafa áhyggjur af þeirri þróun. Erlent lánsfé streymdi óheft inn í landið í kjölfar aukins frjálsræðis á fjármálamörkuðum, en einnig vegna væntinga um stöðugt gengi og að ríkið myndi standa við bakið á bankakerfinu sem var að mestu í ríkiseigu. Samkeppni milli bankana sem nýlega höfðu fengið aukið frelsi, birtist í kapphlaupi um markaðshlutdeild með tilheyrandi útlánavexti.  Stiglitz hvatti Seðlabanka og stjórnvöld til að grípa þegar til aðgerða til hemja vöxt bankana og draga úr áhættu landsins af bankahruni.
 
Á þessum tíma var Már Guðmundsson aðalhagfræðingur Seðlabankans. Hann tók saman úrdrátt úr skýrslunni svo honum var kunnugt um innihald hennar. Ekki varð hann þó  þeirrar gæfu aðnjótandi að afstýra því hruni sem Stiglitz varaði við. Nú virðist skýrslan gleymd, því í nýju sérriti Seðlabankans “Peningastefnan eftir höft” sem út kom í desember er hvergi minnst á hana þótt vitnað sé í meira en 100 heimildir aðrar.
 
En hverju var Stiglitz að vara við? Tökum þrjú dæmi úr skýrslunni:
 
Screen shot 2010-12-28 at 15.13.22
1. Viðskiptahalli dregur úr stöðugleika
Varað var við því að vaxandi viðskiptahalli (innflutningur meiri en útflutningur) gæti dregið úr stöðugleika hagkerfisins. Viðskiptahalli kallar jafnan á aukningu á erlendum skuldum. Ef stór hluti skulda er í erlendri mynt og til skamms tíma dregur það úr stöðugleika. Kröfuhafar geta orðið órólegir af minnsta tilefni og rokið með fjármagn úr landi. Slíkt áhlaup væri áfall fyrir gjaldmiðilinn.
Viðskiptahallinn sem Stiglitz varaði við var smáræði miðað við þann gríðarlega viðskiptahalla sem hér varð árin fram að hruni.
Þar sem hækkun stýrivaxta getur leitt til gengishækkunar og enn meiri innflutnings benti Stiglitz á aðrar leiðir. Þær voru ekki farnar. Seðlabankinn endaði með því hækka vexti, sem leiddi einmitt til styrkingar gengisins, aukins innflutnings og enn meiri viðskiptahalla.
 
2. Bankarnir vaxa allt of hratt
Útlánavöxtur bankana hafði um þetta leiti verið um og yfir 25% í þrjú ár. Þekkt er að hraður vöxtur leiðir oft til hrakandi gæða útlánasafna. Stiglitz efaðist um að vaxtahækkanir dygðu til að slá á eftirspurn eftir lánum. Vaxtahækkanir myndu hins vegar draga mátt úr atvinnulífinu, hækka gengi og auka kaupmátt og neyslu. Grípa þyrfti til fleiri tækja. Til dæmis mætti setja reglur um að þeir bankar sem stækkuðu of hratt, greiddu hærri prósentu í tryggingasjóð innistæðueigenda,  gera hærri kröfu um eiginfjárhlutfall þeirra og auka bindiskyldu. Ekkert af þessu var gert og vöxtur bankanna varð skefjalaus fram að hruni.
 
3. Lán í erlendum gjaldmiðlum
Stiglitz taldi ástæðu til að vara við því að bankar byðu erlend lán til aðila sem ekki gætu sýnt fram á erlendar tekjur. Bönkum hætti til að vanmeta hve berskjaldaðir slíkir lántakendur væru fyrir gengisbreytingum og vaxtaálagið yrði því of lágt. Vextir myndu ekki endurspegla raunverulega áhættu gengislána. Stiglitz lagði meðal annars til að lántakendum yrði skylt að upplýsa um skuldir í erlendum myntum svo gengisáhætta yrði sýnilegri. Letja þyrfti banka til að lána erlend lán til innlendra aðila t.d. með álögum. Ekkert var að gert og erlendar lánveitingar uxu úr hömlu fram að hruni.
 
Varað er við fleiri hættum en látum þessi dæmi nægja. Skýrslan sýnir að innan Seðlabankans og líklega víðar, var þekking á þeim hættum sem steðjuðu að fjármálakerfinu og hvaða úrræði væru tiltæk og nauðsynleg til að draga úr áhættu. Mjög leitt að sú þekking hafi ekki nýst betur.
 
Skýrslu Sigtlitz má finna á vef Seðlabankans:
Á ensku: http://english.sedlabanki.is/uploads/files/WP-15.pdf
Á íslensku: http://www.sedlabanki.is/uploads/files/ft022-3.pdf
Úrdráttur: http://www.sedlabanki.is/?PageID=13&NewsID=149

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flott hjá þér Frosti. Afar athyglivert í meira lagi...

Kristinn M Jónsson (IP-tala skráð) 29.12.2010 kl. 14:46

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Frosti við að halda þessu til haga.

Stiglitz veit sínu viti, bæði þá og í dag.  Það gerir Krugman líka, og Rogoff.  

Þeir sem eru á öndverðu meiði, eru líkt og vísindamennirnir sem eftir áralangar kostaðar rannsóknir, komust af því að ekki væri vísindalega sannað, að tóbak ylli neinum sjúkdómum, en reykurinn væri visst vandamál, til dæmis við keyrslu.

Kostunaraðilarnir voru reyndar tóbaksfyrirtæki.

Eins  er það með þá sem hafa hag á að endurreisa hagkerfi þar sem brask, ekki heilbrigð verðmætasköpun, skapi auðlegð.  Lykilforsenda þess er að koma Hrunskuldum yfir á almenning, og afnema jöfnuð og velferð, endurreisa þjóðfélag villimanna sem Grikkir sögðu frá á þeim tímum sem goð fóru með daglega stjórn heimsins.

Þú þekkir sönginn, þóttir alltaf skrýtinn að vilja vinna við sköpun vöru, ekki peninga.  

En hverjir höfðu svo rétt fyrir sér að lokum???

Ekkert hagkerfi vex hraðar en verðmætasköpun innan þess leyfir.  Þar liggja hámörk langtímaávöxtunar pappíra.

Allt annað og umfram, er bóla.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 29.12.2010 kl. 15:04

3 Smámynd: Haraldur Baldursson

Ef ég man rétt var eitt úrræða Stiglitz, að hemja flæði fjármagns, sem hefði vafalítið gert gríðarlega gott. En það er stórmerkilegt að Már skuli ekki nota hvert tækifæri til að nefna þessa skýrslu. Henni var nánast stungið undir stól, sökum þess hversu hljótt fór um hana í umræðunni. Falin með þöggun.

Haraldur Baldursson, 29.12.2010 kl. 15:05

4 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Það er gott að minna á þessa skýrslu reglulega. Hún er stórgóð en  flestar tillögur Stigliz eru þeim annmörkum háðar að vera ill framkvæmanlegar samhliða regluverkinu um ees.

Þannig var til dæmis beinlínis bannað að hafa greiðslur banka til tryggingasjóða íþyngjandi fyrir rekstur þeirra. Og mér virðist að ríki eða eftirlitsaðilar ekki meiga setja auka álaga á lán eftir því í hvaða mynt þau eru.

Guðmundur Jónsson, 29.12.2010 kl. 17:19

5 Smámynd: Björn Emilsson

Siglitz sagði líka Silfri Egils, að stefna Steingríms, að auka skuldir þjóðarbúsins með Icesave og AGS leiddu beint í gjaldþrot. Leiðin væri að lifa af miklum gæðum landsins fiskveiðum og orku.

Björn Emilsson, 29.12.2010 kl. 19:10

6 Smámynd: Júlíus Björnsson

Hér áberandi meira en í öðrum löndum frá um 1980 var almennt slakað á veðkröfum  vegna útlána í hefðbundinni Bankastarfsemi. Afskriftir vegna verðbólgu áhættu eða annarra áhættu nánast hætt í samanburði.    Áhættu vextir hinsvegar allir verðtryggðir með bakveðum í hornsteinum landsins það er þrautavararsjóði Þjóðarinnar. Nýfrjálshyggju skammtíma [5 ára] veðlosunarform urðu einráðandi og yfirtóku langtíma örugg greiðslugetu lán annarstaðar með forsendu um að verðbólga hér myndi vaxa veldisvísislega næstu 30 ár.

Stíglitz mun ekki hafa ímyndunar afl til að gera sér grein fyrir þessari grunn hugmyndafræði á Íslandi. 

Erlendis er það innri virðisauki af innlandsframleiðslu verðmæta aukningu  sem tryggir langvarandi hæstu þjóðartekjur lengst.  Þetta fer saman með almennt háu verðlagi og góðri grunn mótun öllum sviðum. Gæði framleiðslu eru alltaf mælikvarði á verðmæti hennar. Stærð og magn henta ekki fáum dvergum. Hinsvegar hefur stærðin og magnið ekkert að gera með verðmæti framleiðu og góð lífskjör almennt.

Júlíus Björnsson, 29.12.2010 kl. 20:45

7 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

 

Almennt sé ég lítið bitastætt í skýrslu Stiglitz. Hins vegar er hægt að finna sannleikskorn, eins og þetta:

 

 

»Lítil og opin hagkerfi eru sérstaklega berskjölduð fyrir gjaldeyris-kreppum og fjármálakreppum.«

 

Það er ljóst að Stiglitz sér ýmsar hættur, en tillögur hans bera ekki merki djúps skilnings. Hvar eru tillögur um breytta peningastefnu ?  Hann virðist ekki heldur skilja muninn á »tylltu gengi« og alvöru »fastgengi undir stjórn myntráðs«.

 

Þótt Stiglitz nefni hættur af viðskiptahalla, hröðum vexti banka og lánum í erlendum gjaldmiðlum, þá eru þetta atriði sem jafnvel leikmenn geta nefnt til sögunnar.

 

Stiglitz fjallar ekkert um hætturnar af torgreindu peninga-stefnunni, enda er hann talinn vera áhangandi hennar. Hann er ekki mjög frumlegur sem hagfræðingur, en samt ástæðulaust að hlusta ekki á það sem hann hefur að segja.

 

Ég hef birt tvær greinar í Morgunblaðinu, þar sem Stiglitz kemur við sögu:

 

http://altice.blogcentral.is/blog/2010/12/29/joseph-stiglitz-og-afmorkun-visindanna/

 

 

http://altice.blogcentral.is/blog/2010/12/29/jonas-haralz-sendir-stiglitz-kvedju/

 

 

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 29.12.2010 kl. 22:14

8 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Ein aðal einkenni vanmáttarkenndarinnar er að nýta sér ekki afburðarþekkingu, hafa hana að engu eða gera aulagrín að henni. Þetta má m.a. sjá hjá VG þegar ráðherrar geta ekki nýtt sér þekkingu Lilju Mósesdóttur. Gott að minna reglulega á ábendingar Stiglitz

Sigurður Þorsteinsson, 29.12.2010 kl. 22:18

9 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ég var að reka augun í, að Joseph Stiglitz er búinn að vera um hríð ráðgjafi Grikklands. Lítið hefur sú ráðgjöf gagnast þeim. Steve H. Hanke nefnir aðkomu Stiglitz í grein sem Hanke birti í marz-hefti Global Asia og segir svo:

"It sounds like the Prime Minister is taking to heart advice from Nobelist Joseph Stiglitz, an advisor to the Greek government. When it comes to Greece's public finances, Prof. Stiglitz has turned a blind eye. For him, speculators are to blame for Greece's troubles. The data tell a different story. Greece's government debt as a percentage of GDP tops the EU charts at 124.5% and its fiscal deficit for 2010 is projected to be 11.3%, a close second to Ireland's 12.4% deficit."

Hér er öll greinin: http://www.cato.org/pub_display.php?pub_id=11252

Loftur Altice Þorsteinsson, 29.12.2010 kl. 23:55

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Loftur, með fullri virðingu fyrir Hanks, þá skil ég vel að hann er hvorki Nóbel, eða prófessor við skóla sem einhver þekkir.

Hann týnir fram aukaatriði, bendir vissulega á slaka hagstjórn Grikkja, en seinna stríðs dæmi hans er honum mjög til minnkunar.  Svona bulla aðeins vitleysingar.

En í aukaatriðum sínum dregur hann fram meginmálið, Grikkir réðu ekki við evruna, gengi hennar var of hátt skráð fyrir Grískan efnahag.  Þeir lifðu af sína óstjórn meðan þeir höfðu drakmað, en evran dráp þá.

Hvað varðar myntráð þitt, þá ættir þú að snúa þér beint til Stiglitz og Krugman, og ræða þau mál við þá.  Og báðir aðilar hefðu gott af því.

En þú minnkar þig með því að vitna í Hanks.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.12.2010 kl. 00:32

11 Smámynd: Hólmsteinn Jónasson

Athyglisverðar pælingar hér. Legg hugleiðingar Gylfa Zoega til í púkkið.  http://www.efnahagsmal.is/wp-content/uploads/2010/12/2_5_gz_final.pdf

Hólmsteinn Jónasson, 30.12.2010 kl. 00:56

12 Smámynd: Júlíus Björnsson

Samanburðargreing var lögð hér niður um 1972 með nýjum grunnskólalögum, í kjölfarið hafa flestir misst alla áttvísi hér á landi. Stefnumótun er nú eina tólið.

Íslendingar stunda og kunna ekki rökræður, yfirbygginging ekki heldur. Erlendis merkir þetta að hér stjórni undirmálsfólk. Rök eru yfir grín hafin og líka hlutbundnar skoðanir, álit og mat.

Júlíus Björnsson, 30.12.2010 kl. 02:43

13 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Gylfi Zoega er ekki nein nóbelsverðlaunahafi en þessi ritgerð hans, sem Hólmsteinn tengir á hér ofar er samt sem áður fyrirmyndar samantekt á hagstjórn síðustu ára og tilögur að úrbótum sem virðast vera að bandarískri fyrirmynd, markvisst fram settar og skýrar.

Þessi innkoma Gylfa í umræðuna sannara ágætlaga kenningu varðandi starfmannahald, sem er á þá leið að enginn sé svo aumur að ekki sé hægt að finna honum starf við hæfi. 

Guðmundur Jónsson, 30.12.2010 kl. 08:43

14 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ómar, Nóbelsverðlaun eru enginn mælikvarði á sannleikann. Hvað ætli margir lúðar hafi fengið þau af pólitískum ástæðum.

Hvað varðar Steve H. Hanke þá er er hann einn fremsti hagfræðingur heims, á því leikur enginn vafi. Hann er prófessor við The Johns Hopkins University í Baltimore og félagi í Cato Institute í Washington, DC. Á vef Cato birtast reglulega ritgerðir eftir Hanke.

http://www.cato.org/

Þeir eru til sem trúa ennþá á stjórnarfar kommúnismans. Ég hef grun um að Joseph Stiglitz sé í þeirra hópi. Hvað með þá Paul Krugman og Nouriel Roubini ?

http://altice.blogcentral.is/blog/15728962/ 

Ómar, líklega ert þú að tala um Tom Hanks, sem er leikari, en ekki Steve H. Hanke sem er hagfræðingur !

Loftur Altice Þorsteinsson, 30.12.2010 kl. 11:26

15 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Loftur.

Þekki vel til Tom Hanks, hann var góður þegar hann leiddi sína menn upp ströndina í Normandí, jafnvel þó í Hollywood væri.  En ég játa að ég vissi ekki að það væri skóli í Balitmore, hélt að þeir væru allir í Nýja Englandi, eða þar í nágrenni.  Já, og svo tveir, þrír í Kaliforníu.

Hann Hanks þinn var að nota fortíð Grikkja sem afsökun fyrir skuldaþrælkun AGS, röksemdarfærsla sem er bæði út úr kú, því fortíðin kemur evruvanda þeirra ekki við, en sannarlega er hún ábending um að þeir lifðu hana af með sjálfstæðum gjaldmiðli, sem og hitt að þó það sé skýring á meintum skuldum, þá er lausn þess vanda ekki þrælkun þjóða.

Mig býður við mönnum sem réttlæta óráð AGS, Loftur, og byggi það á siðferðisgrunni sem á rætur sínar að rekja í kristilegri íhaldssemi.

Ef Stiglitz er sósíalisti, þá voru þeir Bjarni og Geir það líka, ásamt lungann af háborði kristilegra íhaldsmanna síðustu 150 árin eða svo.  Ef þú skyldir vera búinn að gleyma því að þá voru það íhaldsmenn sem lögðu grunn af velferðarkerfum nútímans, það voru þeir sem beittu sér gegn þrælkun kvenna og barna, til dæmis í bresku kolanámunum, og það voru þeir sem börðust gegn þrælahaldi.

Og sannur íhaldsmaður í dag, tortímir AGS, líkt og hann tortímdi höll nasismans á sínum tíma, og setti bölsum stólinn fyrir dyrnar í útþenslu sinni.

En ég ítreka að þú ert stærri en Hanks.  Og þú hefðir gott að því að ræða myntráðskenningu þína við alvöru hagfræðinga, góða og gilda íhaldsdrengi.

Síðuhöldari hér er einn slíkur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.12.2010 kl. 11:56

16 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Mig furðar Ómar, að þú skulir leggja til mín með því að hallmæla Steve H. Hanke. Vertu maður til að andmæla mínum skoðunum, ef þú ert þeim ekki sammála. Hér eru upplýsingar um Hanke:

Steve H. Hanke is a Professor of Applied Economics and Co-Director of the Institute for Applied Economics and the Study of Business Enterprise at The Johns Hopkins University in Baltimore; Senior Fellow at the Cato Institute in Washington, D.C.; a member of the International Advisory Board of the National Bank of Kuwait; Chairman Emeritus of the Friedberg Mercantile Group, Inc. in Toronto; a Principal at Chicago Partners, LLC in Chicago; and a columnist at Forbes magazine. He served as a Senior Economist on President Reagan’s Council of Economic Advisors in 1981-82 and as an advisor to many countries, including Albania, Kazakhstan, Indonesia, Venezuela and Yugoslavia. He also played an important role in the design or implementation of currency reforms in Argentina, Estonia, Lithuania, Bulgaria, Bosnia-Herzegovina, Montenegro and Ecuador. He is a well-known currency and commodity trader and currency reformer. In 1995 he presided over the world’s best-performing emerging market mutual fund and in 1998 was named one of the twenty-five most influential people in the world. Dr. Hanke and his wife, Liliane, reside in Baltimore and Paris.

http://www.freemarketfoundation.com/hanke.aspx

Loftur Altice Þorsteinsson, 30.12.2010 kl. 12:18

17 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Loftur, er ekki að andmæla þínum skoðunum, hef ekki nægt vit til þess.

En tilvísun þín í grein Hanks var misráðin, hann var ekki rassgat að fjalla um myntráð, stöðugleika eða annað sem viðkemur þínum álitamálum.  Hann var að hjóla í Stiglitz og Krugman vegna andmæla þeirra gegn stefnu AGS í Grikklandi og víðar.

Og rökfærsla hans var ótæk, efnahagssaga Grikkja er engin réttlæting þess að öll almannaþjónusta þar er skorin niður við trog, svo hægt sé að greiða tilbúnar evruskuldir, skuldir sem eru til komnar vegna innra ójafnvægis á evrusvæðinu, ekki vegna hegðunar Grikkja sem slíkra.  

Evran bjó til falskan kaupmátt, líkt og verðtryggðan krónan gerði hér.

En almenningur sem slíkur bera ekki ábyrgðina, þó hann vissulega nyti ávaxtanna.  Hann hafði ekkert um þessa efnahagsstjórnun að gera, hún byggðist á fölskum hagmódelum, sem sannarlega hafa ekki gengið upp.

Bæði Stiglitz og Krugman hafa ötulir bent á það fals, og höfðu rétt fyrir sér.

Steve Hanke, rangt, sagan hefur kveðið upp sinn dóm.

En þú ert ekki Steve, þú hefur hugsað leið sem er allrar skoðunarverð, en hún stenst ekki prófraunina fyrr en þú hefur glímt við þá stærstu.

Ég, eins ágætur eins og ég er, er ekki einn af þeim.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.12.2010 kl. 12:58

19 Smámynd: Júlíus Björnsson

AGS hefur alþjóða sósíalisma að leiðarljósi,  það er að allar elítur [siðspilltar líka] á jörðinni búi við sama vinnuafls [Labour] launakostnað. Vinnuaflið er skilgreint sem óbreyttir launþegar um 80% heimsins.

Noregur er með 70% hærri verðmætasköpun [miðað við dollara sem rýnar um 3,0% á ári vegna gervi [gulrótar] hagvaxtar]  á íbúa  meðaltali en Meðaltalið í EU eða Þýskaland. Færeyingar er 41% hærri á íbúa.

Ísland eftir leiðréttingu á fölsku bókhaldi [kallað hrunið] er komið niður í 9% hærri raunverðmætasköpun en Meðaltalið í EU, og stefnir á Meðaltalið. 

Hér verða ekki margir íbúar um 2041.  Ísland fær engin fjárfestingar verkefni í EU næstu 30 ár.

Júlíus Björnsson, 30.12.2010 kl. 14:31

20 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ég sé Ómar að þú ert ekki vel að þér um alþjóðleg fjármál. Ef hægt er að segja eitthvað rangt um alþjóðleg fjármál, þá er það að Steve H. Hanke sé stuðningsmaður AGS. Hér eru tvær greinar eftir Hanke sem sýna vel afstöðu hans:

http://www.cato.org/pub_display.php?pub_id=4731

http://www.cato.org/pub_display.php?pub_id=7772

Loftur Altice Þorsteinsson, 30.12.2010 kl. 17:18

21 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Víða á Netinu er hægt að finna upplýsingar um að Stiglitz hefur verið ráðgjafi Grikklands og persónulegur vinur kommúnistans George Papandreou. Hér koma fram þau einu úrræði sem Stiglitz virðist hafa haldið að Grikkjum - ásaka aðra (foreign speculators) vegna stöðunnar stöðuna:

http://www.businessinsider.com/stiglitz-says-its-time-to-go-sparta-on-the-speculators-2010-2

Hér segir frá fundi hjá Socialist International:

http://www.socialistinternational.org/

Papandreou statements after Stiglitz Commission session
Main opposition PASOK party leader and Socialist International (SI) President George Papandreou, speaking to reporters on Monday at the end of a Stiglitz Commission's meeting, said that the social democrats' proposals will play an important role in the overcoming of the world economy crisis.

Papandreou said nobody can predict the extent and the consequences of the crisis, but stressed that unless measures are taken in time there shall be a danger of wars for the control of energy sources and great pressures by waves of immigrants.

Referring to the presidential elections in the United States, Papandreou expressed the hope that Barrack Obama will win and assessed that "in such a case considerable ground will be created for shaping a policy based on the social democrats' proposals," while adding that, according to a briefing by Nobel laureate economist Joseph Stiglitz, conflicting views exist in the U.S. Democract Party on the handling of the crisis.

Papandreou termed the Vienna discussion "very productive" saying that at presdent "bankers and investors are withdrawing their money from the developing economies and are bringing it back to main centres, resulting in economic asphyxiation being created in a number of countries."

Referring again to the Stiglitz proposals, he spoke of a new agency to supervise the international monetary system and of the proposal for the creation of an international social protection fund, under whose umbrella 500 million people will be placed, while its budget will only amount to 50 billion dollars.

PASOK's leader also commented on the EU's Maastricht Treaty, saying that he did not desire a slackening of the Maastricht criteria but support for small and medium-size businesses and protection for the unemployed since, as he said, the problem lying ahead will not be inflation but recession, while noting that certain ideas of John Meynard Kames must be utilised again.

Representatives of Germany, France, Chile, Brazil and Morocco were absent from Monday's Stiglitz Commission session. Attending the session were representatives from Europe, Africa, India, Asia, Latin America and Russia, while also present was Socialist International Secretary General Luis Ayala, and Papandreou said that a proposal was made by British Prime Minister Gordon Brown to host the Commission's next session in London. Lastly, a future session will be taking place in Geneva, where contact will also be made with the heads of international organisations.

http://www.greekembassy.org/embassy/content/en/Article.aspx?office=1&folder=19&article=24456

Loftur Altice Þorsteinsson, 30.12.2010 kl. 17:58

22 Smámynd: Júlíus Björnsson

Þjóðverjar og Danir og mörg fleiri ríki geta bjargað sér sjálf án alþjóðafræðinga um vandamál vanþroskaðra ríkja. Illa er komið fyrir mannauði Íslendinga. 

Efnahagsmál er bókhald og ættu að vera mjög skýr greindum einstaklingum. 

Júlíus Björnsson, 30.12.2010 kl. 20:06

23 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Loftur, það er alveg rétt hjá þér, og þú veist vel, ég veit ekkert um alþjóðleg fjármál, hef þess vegna gaman að tala við menn sem vita það, þannig fær maður fróðleik og viðhorf, til dæmis reglulegar yfirhalningar um mikilvægi myntráða.

Áður en lengra er haldið þá skal ég viðurkenna, og er það ljúft, að ég hljóp á mig með Steve Hanke (best að hafa það rétt til að gæta fullrar virðingar).

En ég hef vissa þekkingu á félagssögu, þó ekki mikla, en hef tekið eftir að allflestir sem tjá sig, hafa ennþá minni þekkingu.  Sem skýrir kannski barnaskapinn sem hrjáir frjálshyggjudrengi gagnvart ríkisvaldinu.  

Í mínum huga, þá er hagfræði mjög einföld, hagkerfi er samfélög fólks þar sem fólk hefur frjáls viðskipti sín á milli þar sem báðir aðilar hag af.  Gjaldmiðill er tæki sem auðveldar þessi viðskipti, hann á að auka verðmæti þeirra, ekki draga úr.

Eins er um allt annað, það sem eykur velsæld, það er af hinu góða, það sem sýgur fjármagn úr, það er sníkjulifnaður sem á að fjarlægast.  Lendi hagkerfi í vanda, þá er eðli hjálpar að aðstoða, ekki skemma.

Víkjum þá að nútímanum, síðustu 30 ár eða svo hefur hópur hagfræðinga og stjórnamálamanna breytt leikreglum í vestrænum hagkerfum að þau urðu að veiðlendum auðræningja, ásamt því að mergsjúga fátækari lönd þriðja heimsins.  Slíkt endar alltaf með Hruni, og í kjölfari fylgir ólga, og átök.  Eyðandi átök.

Birtingarmynd þessa andskota er sú stefna Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að bjarga braskfé á kostnað framleiðslu og velmegunar.  Josef Stiglitz hefur verið einn beinskeyttasti gagnrýnandi þessar stefnu, hann bendir á að aðstoð eigi að hjálpa, hún eigi að miðast við að framleiðsluþættir séu nýttir og almenningur lýði ekki óþarfa þjáningar.  Gegn honum er óvinahjörð sem nýtur beitar auðræningja, í einni eða annarri mynd.  

Þess vegna styð ég Stiglitz, en tek svo sem enga aðra afstöðu til kenninga hans, hef lesið margt sem mér finnst skynsamlegast, annað ekki.  Allir sem á einn eða annan hátt reyna að verja almenning gagnvart ásæld þjófa, þeir eru mínir menn, þar með talið þú Loftur því þú hefur megnustu skömm á þessu þjófapakki.

Þegar ég las greinina í fljótheitum, þá yfirsást mér að Hanke skrifaði hana áður en óráð AGS í Grikklandi voru þekkt.  Ég hengdi mig í útúrsnúning hans á þeim sjónarmiðum Stiglitz, að þjóðir í kreppu, þurfa síst á því að halda að spákaupmenn taki þær af lífi.  Þar með tengdi ég hann við AGS, og fyrst hann var í hjörð Regans, þá var samhengið augljóst, og þar með lagði ég út á vígvöllinn í leit að fróðleik og þekkingu.

Og hafði það upp úr krafsinu að lesa mér til um páfa myntráðsins.  

Núna þegar ég les tilvitnaðar greina þínar í rólegheitum, þá sé ég að þetta er gömul deila milli þessa ágætu manna, Stiglitz hefur ekki fallið fyrir myntráðinu, og því heggur Hanke í hann.  Vissulega fellur hann í þá gryfju að reyna tengja Stiglitz við efnahagserfiðleika Grikkja, þegar aðstoð hans er á þeim grunni að gera almenningi á Grikklandi kleyft að lifa áfram í landi forfeðra sinna.

En hann er ekki að dásama AGS, og ef hann læsi þetta þá yrði ég að biðja hann afsökunar á þessari tengingu.  Og já, ég gúglaði upp á Háskóla Jóns í Baltimore í gærkveldi, og veit að hann er vel metinn, en játa að ég vissi það ekki áður.

Og ég játa að það hefði verið fróðlegt að sjá hvernig myntráð hefði tekist á við Asíukreppuna á sínum tíma, sé strax í hendi að það kerfi gerir gjaldmiðlabrask illmögulegra, í það minnsta.

Svo má alltaf deila Loftur hvort þú smækkar af viðmiði við Hanke, að fara svona gegn fjöldanum eins og þú hefur gert með myntráðskenningu þinni, það er ekki á allra færi.  Við skulum sættast á að þið séuð jafnstórir.  Allavega á meðan ég þekki ekki til hvort Steve Hanke sé meðsekur í ræningjavæðingu vestrænna hagkerfa sem hefur leikið þau margfalt verr en Stalín og hans liðsmenn gátu nokkurn tímann.

En það er seinna tíma vandamál.

Takk fyrir hirtinguna Loftur minn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.12.2010 kl. 20:25

24 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Nú þekki ég minn fyrir austan. Beztu óskir um farsælt nýtt ár.

Kveðja að sunnan.

Loftur Altice Þorsteinsson, 30.12.2010 kl. 21:41

25 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk sömu leiðis Loftur.

Ég var að klára lokapistil ársins, og ætla mér aftur í langt frí.

Mæti vissulega í ICEsave umræðuna, treysti á Björn Val og Árna Pál til að gefa mér eldsneyti.

Ég sakna þess að þú sért ekki á blogginu hérna á Mogganum, er eiginlega alveg hættur að nenna að fara annað.  

Þess vegna er þessi síðbúna virkni Frosta góð, við gátum þó allavega skipst á áramótakveðjum.  

Og svo er Frosti góður, má eiga það.  Ætti að fá metorð innan flokks þíns.  En það er önnur saga.  

Heyrumst Loftur.

Kveðja, Ómar.

Ómar Geirsson, 31.12.2010 kl. 01:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband