Framboð til stjórnlagaþings

Þá er það ákveðið, ég er kominn í framboð til stjórnlagaþings.

Nái ég kjöri mun ég fyrst og fremst beita mér fyrir beinna lýðræði og skýrari hömlum og eftirliti með valdastofnunum ríkisins. Á komandi dögum mun ég skrifa nokkra pistla um þetta málefni til að kynna áherslur mínar og hugmyndir nánar.

Allar ábendingar og hugmyndir um þetta efni velkomnar. Hvað finnst þér mikilvægast að hafa í nýrri stjórnarskrá?

Skoða Facebook síðu framboðsins. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

æi - ekki finnst mér það gott. öfgamenn (mér finnst þú hafa sýnt það í skrifum um aðildaviðræður við ESB) hafa EKKERT um beint eða óbeint lýðræði að tala

rafn guðmundsson - rafng@simnet.is (IP-tala skráð) 10.10.2010 kl. 01:00

2 identicon

Sammála síðasta ræðumanni.

Ómálefnalegur málflutningur um aðildarviðræður við ESB sýnir að mínu mati að hugsjónir þínar mótast af pólitískum skoðunum og hagsmunum, en ekki öfugt, sem er engum til góðs til lengri tíma litið.

Þú hefur staðið þig frábærlega á sviði nýsköpunar og myndir gera sjálfum þér og öðrum gott með því að einbeita þér að því áfram.

Bjarni (IP-tala skráð) 10.10.2010 kl. 06:34

3 Smámynd: Kjartan Vídó

Til hamingju með þessa ákvörðun, þú færð klárlega mitt atkvæði

Kjartan Vídó, 10.10.2010 kl. 08:06

4 identicon

Viðhorf þessa manns virðast nú bara vera í ágætu samræmi við þá afstöðu þjóðarinnar sem hefur margoft komið fram í skoðanakönnunum og í kosningum.

Gott að sjá amk einhvern venjulegan mann úr atvinnulífinu ætla að gefa kost á sér í þetta. Þetta verður þá ekki eingöngu samansafn einhverra fulltrúa þrýstihópa og kverúlantar.

Kolbeinn (IP-tala skráð) 10.10.2010 kl. 08:11

5 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Málflutningur Frosta um Evrópumál hefur vægast sagt verið mjög yfirvegaður og málefnalegur. En fyrir sumum eru þeir öfgamenn sem gagnrýna Evrópusambandið og ekki verður betur séð en að það eigi við um þá Rafn og Bjarna. Það kemur úr hörðustu átt þegar einhverjir saka aðra um öfga en virðast síðan ekki geta umborið það að ekki séu þeim allir sammála.

Hjörtur J. Guðmundsson, 10.10.2010 kl. 09:06

6 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Er hægt að hugsa sér meiri öfgar, en að falla á hné fyrir erlendu valdi ? Engu verður jafnað á við slíka undirgefni, öðru en Islam (undirgefni) Múslima.

Ef menn hafa óviðráðanlegar tilhneygingar til undirgefni, þá ráðlegg ég þeim að snúa sér fremur að Allah, en að valda samlöndum sínum óbætanlegu tjóni með undirgefni við Evrópu-ríkið.

Loftur Altice Þorsteinsson, 10.10.2010 kl. 10:20

7 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

   

Mig langar að benda frambjóðendum til Stjórnlagaþings á mikilvægt atriði. Til stendur að semja nýgja stjórnarskrá, en ekki að gera breytingar á þeirri sem nú er í gildi. Margir sem fjalla um Stjórnlagaþingið gera sér ekki grein fyrir þessari staðreynd.

 

Samkvæmt núgildandi Stjórnarskrá þarf Alþingi að koma að breytingum á henni – samþykkja tvisvar með kosninum á milli. Þetta á ekki við um nýgja stjórnarskrá, nema þá að menn ætli að beygja sig fyrir þingræðinu, sem ekki er gilt stjórnarform á Íslandi.

 

Samkvæmt lýðræðis-kerfinu er fullveldið hjá þjóðinni, en ekki Alþingi – þingræðið gildir ekki í landinu. Þess vegna getur bara einn aðili sett nýgja stjórnarskrá og það er almenningur. Ef Alþingi ætlar að hafa afskipti af gerð hinnar nýgju stjórnarskrár, eða láta eins og stjórnarskráin sé verk Alþingis, þá er verið að brjóta núgildandi stjórnarskrá.

 

Fulltrúar á stjórnlagaþinginu verða að gæta þess, að starfa í samræmi við núgildandi stjórnarskrá og jafnframt að gæta þess að Alþingi takist ekki að hrifsa til sín aukin völd, með nýgjum ákvæðum í nýrri stjórnarskrá. Varla er almenningur ákafur að gefa frá sér lýðræðið og þar með gefa eftir þjóðaratkvæði og Landsdóm. Þjóðaratkvæðið 06. marz 2010 og stefnur fyrir Landsdómi, eru úrræði sem byggja á Stjórnarskránni, en hefðu ekki verið til staðar ef Jóhanna Sigurðardóttir hefði ráðið.

 

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 10.10.2010 kl. 14:23

8 Smámynd: Haraldur Baldursson

Þú verður verðugur fulltrúi fyrir þjóðina. Ég er sannfærður um að vera þín og störf þar verða okkur öllum að gagni.

Haraldur Baldursson, 11.10.2010 kl. 14:46

9 identicon

Til hamingju með framboðið en ég er svagari fyrir framkvæmdamönnum en lífstíðar-ríkis-spenatotturum sem munu örugglega veita þér samkeppni :)

En viðurkenna skal ég fúslega að hafa ekki gefið stjórnlagaþinginu nægilega mikla athygli, né er ég fær lögspekingur. Mun því reyna að fylgjast með þér og öðrum áður en ég mynda mér endanlega afstöðu til frambjóðenda.

Mín helstu hugðarefni þessa dagana tengjast t.d. stöðu samkeppnismála en þar hef ég reynslu af því að klemmast á milli óheiðarlegra viðskiptahátta stórblokka og líða stórlega fyrir í starfi og einkalífi. Samt kemur á daginn nú að það eru litlu og meðalstóru fyrirtæki sem eru að halda landinu uppi eftir öll ósköpin. Vægi okkar er meira en margur hyggur....

En staða samkeppnismála og neytendaverndar í landinu olli aðför að okkar hóp og hér er tvískipt bankakerfi. Annar hópurinn þarf að berjast með kjaft og klóm til að fá aur til að stækka lagerinn á meðan hinn hópurinn valsar enn um bankana með ónýtt mannorð en óeðlilegt aðgengi til stækkunar eða yfirtöku heilu markaðana.

Upphafningu hæfileikalausra klíkubuisnessmanna í gegnum spillta banka verður að ljúka.....

Auðvitað lít ég á það sem ákveðið mannréttindabrot búa við viðskiptaumhverfi af þessu tagi og vil því gjarnan heyra hvort menn eins og þú hafi ráð til að byggja hér ramma sanngirni og réttlætis svo frumkvöðlar hafi áhuga til góðra verka.

Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 15.10.2010 kl. 00:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband