6.8.2009 | 19:58
Fólksflótti: Kemur ICESAVE skriðuni af stað?

Hagfræðistofnun og fleiri hafa vakið athygli á því að hér geti brostið á fólksflótti sem leitt geti til aukins samdráttar og gert ástandið verra til langframa.
Ástæða fólksflóttans er fyrst og fremst erlend skuldastaða þjóðarinnar sem er núna ríflega 2.000 milljarðar króna en hún gæti versnað um allt að 50% með ICESAVE samningnum. Ríkið verður því að auka skattheimtu og draga úr allri þjónustu við borgarana.
Viðbótarskattar vegna erlendra skulda geta hæglega orðið 10 milljónir á mann að meðaltali (Dreifist á mörg ár og 200 þúsund skattborgara). Þeir tekjuhæstu sjá auðvitað fram á að greiða mun hærri tölu kannski margfalt hærri. Skattspörun af því að flytja úr landi verður gríðarleg og freistandi. Þeir tækjuhærri fara líklega fyrstir enda eiga þeir oft auðveldast með að finna störf erlendis vegna góðrar menntunar og reynslu. Þeir sem eiga fyrirtæki munu íhuga að flytja þau til landa þar sem skattar eru lægri.
Þegar fólksflótti brestur á verður til vítahringur
Því fleiri sem fara úr landi því hærri verða skattarnir á þá sem eftir sitja. Þetta verður kannski augljósast þegar maður íhugar hver skattbyrði síðasta íbúans verður. Þetta er vítahringur að verstu gerð sem verður ekki stöðvaður þegar hann fer af stað. ICESAVE samningurinn er miklu meira en nóg til að hrinda skriðunni af stað.
Hótanir Breta og Hollendinga eru bara kusk samanborið við afleiðingar fólksflótta
Nú er talað um að samþykkja ICESAVE samninginn með skilyrðum þótt enn hafi engin lög fundist sem segja að Íslendingar eigi að borga. Hin huglausa ríkisstjórn Íslands vill með þessu forðast að kalla yfir sig ónáð Breta og Hollendinga. En hverjar sem hótanir Breta og Hollendinga eru þá eru þær bara kusk miðað við afleiðingar fólksflótta. Hætta á fólksflótta eykst stórlega ef ICESAVE skuldunum er bætt á íslendinga. ICESAVE er "dropinn" sem fyllir mælinn.
Réttlát reiði vegna ICESAVE magnar upp hættu á fólksflótta
Íslendingar vilja auðvitað standa við allar réttmætar skuldbindingar en sé þeim misboðið með því að leggja á þá skuldir einkafyrirtækis án laga og réttar þá gætu margir réttilega orðið mjög reiðir.
Samkvæmt nýlegri könnun Gallup, sem RÚV sá ekki ástæðu til að fjalla um, eru 68% þjóðarinnar frekar andvíg og mjög andvíg frumvarpi ríkisstjórnarinnar um ICESAVE. Sjá http://andriki.is/default.asp?art=05082009
Verði ICESAVE samningurinn samþykktur þvert á vilja þjóðarinnar þá mun það vekja megna óánægju og leiða til landflótta hjá mörgum sem annars hefðu kosið að þrauka.
Ef ríkisstjórnin hundsar vilja þjóðarinnar í ICESAVE málinu þá eykst hætta á fólksflótta enn frekar.
Alþingi verður að hafna þessum samningi. Ef þingmenn skortir dug til þess þá eiga þeir alltaf þá leið að leggja málið í hendur þjóðarinnar.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 20:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
6.8.2009 | 18:20
Er Steingrímur J genginn til liðs við Breta?
Steingrímur J, fjármálaráðherra gerir í þessu stutta viðtali tilraun til að sópa öllum málsbótum Íslendinga út af borðinu.
Hann tekur ekkert mark á fremstu lögfræðingum Íslands... hvað vita þeir líka um lög?
Í hvaða liði er maðurinn?
![]() |
Svigrúm til að setja skilyrði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)