Mikil óánægja með ESB í Bretlandi

6a00d83550306a69e20115709bc04d970b-320wiNý og ítarleg skoðanakönnun um viðhorf til ESB, sem gerð var á vegum The TaxPayers Alliance í Bretlandi, leiðir í ljós mikla andstöðu við Lissabon sáttmálann (62% á móti, 28% með). Svarendur eru jafnframt andsnúnir upptöku Evru (75% á móti, 23% með) en andstaðan við Evru hefur ekki mælst svo mikil áður.

Rétt er að taka fram að samtök skattgreiðenda í Bretlandi telja að Brussel sé komið með of mikið vald yfir málefnum landsins.

Svarendur eru ekki sannfærðir um að Bretland hafi meiri áhrif á sín mál með því að vera í sambandinu.

Spurning númer 10 í könnuninni hljómar þannig á íslensku:

Q10 Hvor setningin er meira sannfærandi að þínu mati?

(a) Að færa vald til ESB í þeirri von að hafa áhrif á sambandið hefur verið reynt í áratugi og ESB fær sífellt meira vald yfir lífi Breta en notar það illa. Við ættum að taka vald til baka í stað þess láta sífellt meira af hendi.

(b) Með því að vera hluti af ESB getum við haft áhrif á stefnu sambandsins í þágu Bretlands og stöðvað vöxt stórríkisins. Eina leiðin til að hafa áhrif á klúbbinn er að vera meðlimur í honum, að segja sig úr honum væri stórslys.

Setning (a) fékk stuðning 60% aðspurðra en 37% aðspurðra völdu setningu (b).  ESB sinnar hafa lengi verið sannfærðir um að (b) sé rétt, en almenningur virðist ekki vera á sama máli.

Í greinargerð með könnuninni er draga aðstandendur eftirfarandi ályktun:

People do not buy the fundamental argument that we need to give away control of trade policy and economic regulation in order to trade with the EU.

Einmitt það.


Bloggfærslur 23. maí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband