19.5.2009 | 21:11
Innistæðulaus hræðsluáróður í Noregi
Dag Seijerstad, sérfræðingur í Evrópumálum hjá Norsku Nei Til EU samtökunum flutti erindi á opnum fundi í Háskólatorgi í dag. Hann sagði meðal annars frá því að í aðdraganda síðari þjóðaratkvæðagreiðslunnar árið 1994 hafi ESB sinnar spáð mikilli óáran ef þjóðin samþykkti ekki ESB samninginn.
ESB sinnar básúnuðu að ef Noregur gengi ekki í ESB myndi allt þetta gerast: Norska krónan ætti enga framtíð, vextir myndu hækka, erlendir fjárfestar forðast Noreg og landið einangrast og verða einhverskonar "Albanía norðursins".
Niðurstaða þjóðaratkvæðisins varð samt sú að aðild var hafnað. Í kjölfarið styrktist krónan, vextir fóru að lækka, erlent fjármagn og fjárfestar sýndu Noregi síst minni áhuga en áður og í fyrra var Noregur tilnefndur í hóp 10 áhrifamestu þjóða í þróun heimsmála.
Hrakspár ESB sinna reyndust gjörsamlega innistæðulausar.
19.5.2009 | 14:06
Hvað kostar umsóknarferlið?
Við erum blönk og í tímahraki, þá telur Jóhanna það mikilvægasta verkefni sitt að setja hundrað sérfræðinga og mörg hundruð milljónir í umsókn til að "gá hvað er í boði".
Við vitum hvað er í boði. Það stendur í Lissabon samningnum.
Væri ekki ráð að spyrja þjóðina fyrst að því hvort hún vill ganga í ESB og þá með hvaða skilyrðum?
Eigum við ekki að spyrja þjóðina hvort hún vill eyða 800 milljónum í umsókn núna?
![]() |
Þjóðin viti hvað er í boði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
19.5.2009 | 00:30
Innganga í ESB þýðir minni áhrif fyrir Ísland í samfélagi þjóðanna
Ísland hefur verulega hagsmuni af því að treysta alþjóðleg tengsl hjá alþjóðastofnunum. Hagsmunir okkar eru á mörgum sviðum í alþjóðlegri samvinnu. Eins og er hefur Íslenska þjóðin góða möguleika á að koma eigin sjónarmiðum milliliðalaust á framfæri. Við inngöngu í ESB mun hinsvegar draga verulega úr sýnileika og áhrifum Íslands á alþjóðasviðinu enda sér ESB að mestu um utanríkismál sinna aðildarríkja.
Aðildarríki ESB eru reyndar áfram aðilar að Sameinuðu Þjóðunum, WTO og fleiri stofnunum en koma ekki sjálf að samningaborðinu. ESB sér um milliríkjasamninga fyrir hönd sinna aðildarríkja. Hlutverk aðildarríkjanna er að styðja þá stefnu sem ESB mótar.
Það má vera ljóst að ef Ísland gengur í ESB þá munu áhrif okkar í samfélagi þjóðanna minnka verulega. Samband okkar við alþjóðasamfélagið verður gegnum Brussel.