23.2.2009 | 01:34
Framtíðarsýn fyrir Ísland
Ísland á sér ekki framtíðarsýn í dag en þó er almennt viðurkennt að skýr framtíðarsýn þarf að vera til staðar ef almennilegur árangur á að nást í einhverju. Góðu fréttirnar eru að það er fljótlegt og ódýrt að bæta úr þessari vöntun.
Fyrsta útgáfa af framtíðarsýn Íslands þarf hvorki að vera fullkomin né endanleg. Hún þarf bara að vera skárri en ekki neitt. Endurbætt útgáfa verður svo fyrsta verk á dagskrá næstu ríkisstjórnar sem setur verkefnið vonandi í hendur þjóðarinnar. Framtíðarsýn verður síðan endurskoðað árlega og árangur metinn.
Framtíðarsýn myndi lýsa okkar stöðu í dag og hvernig við viljum sjá stöðuna þróast í framtíðinni. Hún myndi lýsa okkar styrkleikum og veikleikum, helstu tækifærum og fyrirsjáanlegum ógnum og skilgreina mikilvægustu áherslur í hverjum málaflokki. Menntamálum, heilbrigðismálum, orkumálum, efnahagsmálum, auðlindamálum ...
Framtíðarsýn þarf að innifela markmið en ætti ekki að skilgreina leiðir. Að finna leiðina er hlutverk ríkisstjórnar á hverjum tíma.
Ég hef verið að leita að fordæmum frá útlöndum en reyndar ekki fundið mikið. Ótrúlegt hvað framtíðarsýn þjóða er vel falin. En á vef ríkisstjórnar Írlands tókst mér að finna þetta nýlega skjal "Framework for sustainable economic renewal" Í því er fjallað um leið Írlands út úr kreppunni.
Our strategy is to
address the current economic challenges facing the Irish economy by stabilising the
public finances, improving competitiveness, assisting those who lose their jobs, and
supporting Irish business and multinational companies; invest heavily in research and development, incentivise multinational companies to
locate more R&D capacity in Ireland, and ensure the commercialisation and retaining
of ideas that flow from that investment; implement a new green deal to move us away from fossil fuel-based energy
production through investment in renewable energy and to promote the green
enterprise sector and the creation of green-collar jobs; develop first-class infrastructure that will improve quality of life and increase the
competitiveness of Irish business
Það má læra mikið af öðrum þjóðum í þessu efni, en framtíðarsýn Íslands þarf samt að vera okkar eigin og sniðin að okkar aðstæðum og tækifærum.
Skýr framtíðarsýn mun auka trú okkar á eigin framtíð en ekki síður mun hún auðvelda útlendingum að skilja fyrir hvað við stöndum í raun og veru og hvert við stefnum sem þjóð.
Þetta væri stórt skref í því að endurheimta traust og virðingu annarra þjóða.