28.1.2009 | 00:34
Eiga breskir bankar kannski útibú í Evrópu?

Nú ramba breskir bankar á barmi gjaldþrots. Ríkisstjórnin dælir milljörðum punda inn í bankana í þeirri von að þeir nái að haldi velli. Bankakerfið er ískyggilega stór hluti af hagkerfinu. Hljómar kunnuglega?
Ætli breskir bankar reki einhver útibú í evrópulöndum? Spurning hvort tryggingasjóður innlána dugi til að greiða út að fullu?
Ef allt fer á versta veg....
Hinn geðþekki Gordon Brown yrði skyndilega sammála okkur Íslendingum um hve óréttlátt það er að steypa saklausum kjósendum í skuldafen til þess að greiða út innistæður til sparifjáreigenda í öðrum löndum, sparifjáreigenda sem töldu sig hvort sem er aldrei njóta ríkistryggingar á innlánum.
Þessir sparifjáreigendur hefðu átt að fjárfesta í ríkistryggðum bréfum ef þeir hefðu viljað ríkistryggja sparnað sinn. En þeir kusu hærri vexti og þar með meiri áhættu. Áhættu á að fá ekki greitt.
Breskir skattgreiðendur voru hins vegar saklausir, grunlausir og voru ekki gerendur né aðilar að málinu. Það væri fáránlegt og óþolandi óréttlæti að skella skuldunum á þá.
Hæstvirtur Brown myndi líka benda á þá augljósu staðreynd að lög um tryggingasjóð innlána eiga ekki við við þegar allt bankakerfið riðar til falls.
Myndu Bretar bæta töpuð innlán sinna útibúa?
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 00:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)