Eiga breskir bankar kannski útibú í Evrópu?

Gordon Brown

Nú ramba breskir bankar á barmi gjaldþrots. Ríkisstjórnin dælir milljörðum punda inn í bankana í þeirri von að þeir nái að haldi velli. Bankakerfið er ískyggilega stór hluti af hagkerfinu. Hljómar kunnuglega?

Ætli breskir bankar reki einhver útibú í evrópulöndum? Spurning hvort tryggingasjóður innlána dugi til að greiða út að fullu?

Ef allt fer á versta veg....

Hinn geðþekki Gordon Brown yrði skyndilega sammála okkur Íslendingum um hve óréttlátt það er að steypa saklausum kjósendum í skuldafen til þess að greiða út innistæður til sparifjáreigenda í öðrum löndum, sparifjáreigenda sem töldu sig hvort sem er aldrei njóta ríkistryggingar á innlánum. 

Þessir sparifjáreigendur hefðu átt að fjárfesta í ríkistryggðum bréfum ef þeir hefðu viljað ríkistryggja sparnað sinn. En þeir kusu hærri vexti og þar með meiri áhættu. Áhættu á að fá ekki greitt.

Breskir skattgreiðendur voru hins vegar saklausir, grunlausir og voru ekki gerendur né aðilar að málinu. Það væri fáránlegt og óþolandi óréttlæti að skella skuldunum á þá.

Hæstvirtur Brown myndi líka benda á þá augljósu staðreynd að lög um tryggingasjóð innlána eiga ekki við við þegar allt bankakerfið riðar til falls. 

Myndu Bretar bæta töpuð innlán sinna útibúa?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ég las það einhvers staðar og haft eftir hr. Brown að það kæmi ekki til greina að breskur almenningur yrði gerður ábyrgur fyrir innstæðum í breksum bönkum erledis...........

Hólmdís Hjartardóttir, 28.1.2009 kl. 02:35

2 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Mér skilst að bresk lög banni breskum bönkum að eiga útibú erlendis. Þeir verði að stofna dótturfélag vilji þeir reka bankastarfsemi erlendis. Þetta eru lög, sem sett voru einmitt til að koma í veg fyrir krísu eins og við lentum í vegna Icesave reikninganna. Ef þetta er rétt þá er engin hætta á að Bretar lendi í hremmingum eins og við.

Einnig er þetta lagaákvæði, sem við ættum að huga að hér á landi. Ef við hefðum sett slík lög fyrir nokkrum árum þá værum við ekki í viðlíka hremmingum og við erum í í dag. Þá hefðu sennilega aldrei verið sett á okkur hryðjuverkalög.

Sigurður M Grétarsson, 28.1.2009 kl. 09:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband