26.8.2009 | 00:26
Þú getur unnið þér inn 1-2 milljónir með hávaða!
Þetta verður í allra mesta lagi hálftíma púl en tímakaupið gæti orðið miklu hærra en hjá nokkrum útrásarvíkingi - ef þú stendur þig vel.
Það eina sem þú þarft að gera er að mæta á Austurvöll (eða í miðbæinn í þínum bæ) á fimmtudaginn kl. 12:00 og taka þar þátt í því að gera eins mikinn hávaða og þú mögulega getur. Bara í c.a. 20 mínútur. Þetta verður stuð! Taktu vinina með og næstu lúðrasveit. Vegleg verðlaun fyrir mesta hávaðann.
Ef þú kemst ekki á Austurvöll getur þú samt tekið þátt með því að gera sem mestan hávaða hvar sem þú ert. Gott er að þeyta bílflautu ef hún er við höndina, hækka græjurnar í botn og opna út á götu, berja potta úti á svölum, blása í lúður eða stappa og öskra. Fáðu alla í lið með þér, því fleiri því meira gaman og þetta verður holl og góð útrás fyrir sálartetrið.
Markmiðið með þessum gríðarlega hávaða er að andmæla því að þjóðin verði látin borga skuldir fjárglæframanna og einkabanka þeirra. Nóg erum við búin að þola samt. Enda er stríðir það líka gegn öllum lögum og siðgæði að láta okkur borga. Á það hafa margir bent bæði innlendir og erlendir sérfræðingar. Þjóðin á ekki að láta slíkt óréttlæti yfir sig ganga þegjandi og hljóðalaust!
Ef nógu margir mótmæla nógu hátt þá munu þingmenn okkar sem og Bretar og Hollendingar skilja að þjóðin vill alls ekki samþykkja ICESAVE samninginn. Þá gæti farið svo að þú og allir aðrir Íslendingar skuldi 1-2 milljónum minna en þeir hefðu annars gert.
Bretar og Hollendingar geta ef þeir vilja hirt þessa fjárglæframenn og bankann þeirra en þeir fá aldrei að velta þessum óreiðuskuldum á íslenskan almenning.
En hvað með fyrirvarana - duga þeir ekki? Nei - Þeir snúast því miður aðeins um lægri greiðslur (frestun) ef illa gengur í efnahagslífinu. Vextir halda samt sem áður áfram að tikka á eftirstöðvunum. Það er enginn fyrirvari sem segir að skuldin falli niður - aðeins óljóst orðalag um að aðilar skuli "ræða málið" árið 2024 ef skuldin er þá ekki uppgreidd.
Allir með í HÁVAÐANUM MIKLA!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Nú skal smala, þetta óréttlæti má ekki yfir okkur ganga.
Helga Kristjánsdóttir, 26.8.2009 kl. 01:30
Ég mæti, með hávaðatól.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 26.8.2009 kl. 01:38
Frábært hjá þér, Frosti, góður taktur í skrifunum og grípandi fyrirsögnin.
Væri ég í flokksstjórn einhvers staðar, myndi ég mæla með þér sem kynningarmeistara. Hverjum öðrum tækist að gera HÁVAÐANN MIKLA jafn-skynsamlegan og ákjósanlegan eins og þér?!
Jón Valur Jensson, 26.8.2009 kl. 01:43
Ég kem :-)
Ísleifur Gíslason, 26.8.2009 kl. 01:59
Það þarf að mótmæla þessu kröftuglega.
Að hugsa sér að menn taki í mál að almenningur greiði fyrir gjaldþrot einkafyrirtækis. Ætlar þessi þjóð virikilega að láta það yfir sig ganga að bankar séu einkavæddir en tapið og áhættan sé ríkisvædd. Hvenær samþykkti þjóðin það? Aldrei. Hefur samkoma sem telur um 63 hræður eitthvað leyfi til að velta þessum skuldum yfir á komandi kynslóðir. Hvað aumingjaskapur er þetta hjá þingheimi?
Um 10 milljónir pr. fjölskyldu sem er forsenda lána sem við þurfum ekki. Þá er ekki tekið tillit til þess að ekki eru allir sem greiða skatta og síðan á eftir að fækka á landinu næstu árin þannig að upphæðin verður mun hærri fyrir mjög marga. Og til hvers? Tryggja okkur lán frá AGS sem á að nota til að halda uppi krónunni (tryggja að erlendir krónueigendur komist með fjármagn sitt frá Íslandi) og eftir stendur enn skuldugri þjóð. Hættan er raunveruleg að þessi ákvörðuni muni sliga þetta þjóðfélag næstu áratugina. Það er augljóst.
Ábyrgðin - ef þetta lendir á þjóðinni er stjórnmálamanna - stjórnmálamanna einna - þar sem það er valkvæmt að taka á sig skuldir sem okkur ber ekki að greiða - ekki eina einustu krónu. Það að stofna til og koma á Icesave er ábyrgðarlaust en viðgekkst vegna galla í regluverki ESB og lelegra eftirlitsaðila bæði á Íslandi og í starfrækslulöndunum.
Það að einkabanki stofnaði Icesave og safnaði innstæðum bjó ekki til ríkisábyrgð. Steingrímur vill sækja þá sem sköðuðu þjóðina fyrir rétt. Ef þingheimur samþykkir Icesave þá á að sækja þá menn til saka fyrir að koma skuld yfir á þjóðina sem er ekki þar í dag.
Þó svo að fyrrum formaður Samfylkingarinnar og fjármálaráðherra sem metur greinilega völd framar hugsjónum, heilindum og heiðarleika séu tilbúin að hneppa þessa þjóð í þrældóm til að forða skaða fyrir ESB og bjarga eigin pólitísku lífi - þá eiga Íslendingar ekki að láta þetta yfir sig ganga. Þetta er nokkuð sem verður aldrei sátt um og þess skuld ætti enginn Íslendur að láta bjóða sér að greiða krónu af. Þetta þarf að stöðva.
Hvers konar þjóð sættir sig við það að vera þrælar næstu áratuginu að borga skuld sem okkur ber ekki að borga. Hvers konar þjóð lætur hræða sig í svona vitleysu. Látum í okkur heyrast - þetta er fáheyrt bull í gangi við Austurvöll. Vaknið og stoppið þetta áður en það er of seint!
Jón Helgi Egilsson (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 02:10
Ég ætla lika mæta. Skal senta þetta áfram..
Andrés.si, 26.8.2009 kl. 02:23
Það er gaman að velta fyrir sér hvar þessir Iceave peningar eru niðurkomnir. Megnið af þeim var sett í breskar verslunarkeðjur og peningarnir komu ekki hingað nema eitt augnatak. Fleiri þúsund bretar hafa lifibrauð af þessum fjárfestingum og kemur þannig þeim mjög vel.
Mér finnst að bretar ættu að borga þetta lítilræði að þeirra mati, þar sem peningarnir nýtast jú breskum þegnum. Hvers vegna ættum við að borga fyrir viðskipti einkafyrirtækis og þeirra kúnna, væru bretar tilbúnir að bæta okkur tjón sem skapaðist við svipaðar aðstæður þeirra megin? Svarið er mjög líklega NEI.
Helgi Jónsson, 26.8.2009 kl. 02:37
eg fann í athugasemd sem Jón Valur Jensson skrifar herna við eldra blogg hjá þer e-mail adressu allra þingmannana og eg sendi þeim mail til að minna þá á hverjum þeir ynnu hjá og ég hef þegar fengið nokkur viðbrögð svo ég segi fyllum mailboxin þeirra með áminningu um hvað þjóðin vill
Lok (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 03:08
Já, gerum það. Hér eru netföng allra þingmanna og Rögnu með:
atlig@althingi.is, alfheiduri@althingi.is, arnipall@althingi.is, arnij@althingi.is, arnithor@althingi.is, asbjorno@althingi.is, asmundurd@althingi.is, arj@althingi.is, birgir@althingi.is, birgittaj@althingi.is, birkir@althingi.is, bjarniben@althingi.is, bgs@althingi.is, bjorngi@althingi.is, einarg@althingi.is, gudbjarturh@althingi.is, glg@althingi.is, gudlaugurthor@althingi.is, gudmundurst@althingi.is, gunnarbragi@althingi.is, helgih@althingi.is, hoskuldurth@althingi.is, illugig@althingi.is, johanna@althingi.is, jb@althingi.is, jong@althingi.is, jrg@althingi.is, katrinja@althingi.is, katrinj@althingi.is, kristjanj@althingi.is, klm@althingi.is, lrm@althingi.is, liljam@althingi.is, magnusorri@althingi.is, margrett@althingi.is, oddnyh@althingi.is, olinath@althingi.is, olofn@althingi.is, petur@althingi.is, ragna.arnadottir@dkm.stjr.is, rea@althingi.is, ragnheidurr@althingi.is, marshall@althingi.is, sdg@althingi.is, ser@althingi.is, sii@althingi.is, sij@althingi.is, siv@althingi.is, skulih@althingi.is, sjs@althingi.is, svo@althingi.is, svandiss@althingi.is, tryggvih@althingi.is, ubk@althingi.is, vbj@althingi.is, vigdish@althingi.is, thkg@althingi.is, thorsaari@althingi.is, tsv@althingi.is, thrainnb@althingi.is, thback@althingi.is, ogmundur@althingi.is, ossur@althingi.is
Og netfang forseta Íslands: forseti@forseti.is
Jón Valur Jensson, 26.8.2009 kl. 03:37
Varðandi e'mail,reyndi í gær að senda frænda mínum kurteisleg tilmæli á mail-i, gekk ekki. Fer þá bara til hans á morgun.
Helga Kristjánsdóttir, 26.8.2009 kl. 03:43
Mér lýst rosalega vel á þetta en því miður kemst ég ekki því ég er úti á sjó. Það er nú reyndar nógur háfaði niðri í vélarúminu hjá mér en það er alltaf hægt að bæta í hann, allavega í kringum þá hér um borð sem hallast að Samf. og VG.
Baráttu kveðjur og gáð mæting.
Þórólfur Ingvarsson, 26.8.2009 kl. 05:44
Frábært að heyra góðar undirtektir. Þetta stefnir allt í öflug mótmæli.
Jón Helgi, þakka þér fyrir frábæra punkta. Ég er sammála hverju einasta orði!
Frosti Sigurjónsson, 26.8.2009 kl. 08:16
Ég skal reyna að koma. En óháð því skal ég smala eins og ég get.
Axel Þór Kolbeinsson, 26.8.2009 kl. 08:49
Sæll Frosti. Ég mæti og finn örugglega eitthvað til að gera háfaða með.
En ég væri samt til í samræmingarfund seinna í dag? Ég þarf líka að ræða dálítið annað sem ég er með!
Guðni Karl Harðarson, 26.8.2009 kl. 09:10
Flott látum til okkar taka, ég er að vísu á Ísafirði, en ég get þeytt bílflautuna mína. Það er nú eða aldrei. Við verðum að taka málin í okkar hendur. Þetta getur hreinlega ekki gengið svona lengur.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.8.2009 kl. 09:13
Góð og þörf áminning hjá þér.
Ég mun mæta og vera með hávaða!
Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 09:15
Sjáumst :)
Heiða B. Heiðars, 26.8.2009 kl. 09:48
Ég mæti og það vill svo skemmtilega til að ég á ljósmynd af mótmælum í vetur og mer sýnist Heiða vera á myndinni.
Benedikt Halldórsson, 26.8.2009 kl. 11:51
Loksins fær maður að sjá almennilega ÚTRÁS!
Búinn að tala við fréttastofur RÚV og Bylgjunnar / DV. Fréttatilkyninning fór á mbl. Málinu vel tekið.
Verið að undirbúa heilsíður í moggann og fréttablaðið á morgun.
Kannski getum við auglýst í útvarpinu líka. Reyni að ná í Þorgeir Ástvalds á Bylgjunni líka.
Látum alla vita!
Frosti Sigurjónsson, 26.8.2009 kl. 12:02
Sannir víkingar erum vér
sem verja skulum landið
engin gervi útrás hér
er minnir á ástandiðGuðni Karl Harðarson, 26.8.2009 kl. 12:21
Líst vel á þetta.
"Heyrumst!"
Jón Á Grétarsson, 26.8.2009 kl. 12:31
Hehe passar Benedikt ...og þarna sést dóttir mín líka aftan við mig.
En ég skal gera það sem ég get til að breiða út boðskapinn!
Heiða B. Heiðars, 26.8.2009 kl. 12:32
Vísir komnir með frétt um Hávaðan mikla!
Sjá hér http://www.visir.is/article/20090826/FRETTIR01/570449304
Frosti Sigurjónsson, 26.8.2009 kl. 12:33
Frábært hjá þér Frosti að blása til hávaða gegn Æsseif.............!
Mætum hávaða-mikil og mannsterk á Austurvöll á morgun 27.ágúst kl. 12
Benedikta E, 26.8.2009 kl. 12:42
Þú skrifar:
1. Það er ekki lagaskylda að veita ríkisábyrgð- Rangt og marg komið fram
2. Það er ekki siðferðileg skylda þjóðarinnar að axla skuldir einkabanka- Rétt en siðferði er ekki vörn í kröfurétti.
3. Hótanir eru ótrúverðugar enda höfum við ekki brotið nein lög - Rétt en kröfur eru ekki hótanir.
4. Samningurinn tekur ekki gildi nema Alþingi samþykki ríkisábyrgð - Rétt en ekki rök fyrir því að gera ekki samning.
5. Við getum ekki fengið verri samning þótt við semjum upp á nýtt - Umdeilanlegt og frekar haldlítil rök.
6. Fyrirvararnir eru haldlausir við borgum samt - Kemur í ljós, kröfuhafar vita alveg ágætlega um ferli málsins.
7. Við getum ekki borgað - Rangt, marg útskýrt.
8. Krónan mun veikjast, lánakjör versna og fjárfestar forðast landið - Rangt, hvað ef ekki yrði samið? Kæmu þeir í hópum?
9. Hærri skattar munu fæla burt gott fólk og fyrirtæki - Rangt, skattahækkanir hafa verið boðaðir, þetta eru sömu rök og fyrir lágum fjármagnstekjuskatti. Samt fluttu víkingar fé úr landi til Tortóla.
10. Þeir þingmenn sem samþykkja Icesave, með eða án fyrirvara, verða ábyrgir - mikið rétt, allir þeir þingmenn sem skrifa undir eiðstaf.
11. Það ber að kanna hug þjóðarinnar í svona stóru máli - Fulltrúalýðræði á að virka þannig að þingmenn eiga að vita hug kjósenda. Einungis Framsókn virðist vera á móti eða 7% þjóðarinnar. Auðvitað eru 68% á móti greiðslu en 93% fulltrúa kjósenda vilja semja.
Til hvers að öskra?
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 13:57
Ég tók þátt í mótmælunum fyrir 3 vikum síðan en finnst að fyrirvararnir séu núna nógu öflugir. Reyndar það öflugir að ég á bágt með að trúa því að Hollendingar og Bretar samþykki þá.
Annars er röksemdafærslan eftirfarandi:
Við segjumst ekki eiga að borga neitt.
Ekkert land er sammála okkur og segja að við berum ábyrgð, og þau geta verið til mikilla leiðinda.
Lausinin er sú að við samþykkjum ábyrgð en borgum varla neitt.
Það er góð lending.
Þakið á ríkisábyrgðinni er nefnilega það lágt að það þyrfti rífandi hagvöxt í sjö ár til að við þyrftum að opna budduna og þá varla neitt. Til að 1-2m lentu á hverjum Íslending þá þyrfti hagvöxturinn að vera c.a. 25% á ári næstu sjö ár! Ef hagvöxturinn verður 1-2% á ári þá borgum við ekki neitt.
Upphaflega áætlunin í boði Steingríms og Svavars hljóðaði aftur á móti uppá 70 milljarða á ári. Núna aftur á móti er miðað við 6% af hagvexti frá 2008 til 2015. Hagvöxturinn í ár er neikvæður um 10% þannig að öllum líkindum borgum við ekki krónu.
Þessi ákvörðun mun friða erlendar þjóðir og lækka lánshæfismat okkar(vegna þess að greiðslurnar verða engar eða næstum engar) og þaraf leiðandi þá lækka þeir vextir sem við þurfum að greiða vegna endurfjármögnunar erlendra lána.
Samt óska ég ykkur góðs gengis í mótmælunum. Málstaðurinn er góður.
Verum bara minnug þess hvað það munaði litlu að ríkisstjórninni tækist að troða 500 milljarða álögum á þjóðina í gegnum þingið, vegna "besta mögulega samningsins" eins og hann var kallaður af Samfylkingunni og VG.
Kalli (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 14:12
Gísli
það má þá kanski mótmæla ástandinu í dag !
Verðtryggingin ,hækkandi skattar og gjöld ásamt lækkandi launum !
Þetta er að rústa heimilum landsins ,foreldrar eiga ekki fyrir skólabókum eða mat fyrir börnin ....
Fjöldagjaldþrot....landsflótti......afbrotum fjölgar
Menntun og uppeldi bara okkar í hættu
Öryrkjar og Eldriborgarar eru undir skurðarhnífnum
Þessi ríkisstjórn er jafn gagnslaus og hin fyrri
Ruth, 26.8.2009 kl. 14:21
Ég hef ekkert á móti mótmælum, Ruth777. Þvert á móti.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 14:31
Ekki þykir mér fýsilegt að greiða þessar kröfur og vissulega hafa Bretar og Hollendingar farið sínu fram með frekju en þó þykir mér verri tilhugsun fyrir börnin mín að tilheyra 300 þúsund manna þjóð sem verður úti í kuldanum næstu áratugi. Ég er satt að segja undrandi á að menn sem hafa haft tækifæri til að stunda nám við evrópska háskóla og stunda vinnu á meginlandi Evrópu skuli standa fyrir svona aðgerðum á Austurvelli. Nú þurfa Íslendingar frekar á að halda að sýna á sér góðar hliðar, standa undir þeirri trú sem þeir hafa sjálfir að þjóðin sé vel menntuð, sýna það að þeir eigi ekki skilið það mannorð sem er byrjað að fara af þeim utan landsteinanna. Því miður fer þeim fækkandi sem líta upp til okkar sem duglegrar, menntaðrar og vinnusamrar þjóðar, umræðan erlendis fer æ oftar í þann farveg að Íslendingar séu fullir af sjálfbyrgingshætti og þjóðernishyggju og eigi ekki erindi í alþjóðlegt samstarf. Viljum við að það orð fari af okkur? Viljum við einangrast hér í N-Atlantshafi? Svari hver fyrir sig, ekki ætla ég að vera með hávaða á Austurvelli heldur halda áfram að reyna að afla okkur velvildar meðal annarra þjóða. Látum reyna á þennan samning, það er ekki um annað ræða. Farið með friði.
Jóhanna Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 14:55
Við gætum ekki verið meira sammála Frosti.
Ekkert sem IMF, ESB, EES, Hollendingar, Bretar eða aðrir hóta okkur getur orðið verra en að samþykkja þennan IceSlave ósóma.
Baldvin Björgvinsson, 26.8.2009 kl. 14:56
Kalli, fyrirvarnir fresta bara greiðslum, skuldin mun áfram hanga yfir okkur og safna vöxtum og vaxtavöxtum. Það er talað um að aðilar komi sér saman um eftirstöðvarnar. Heldur þú virkilega að Bretar og Hollendingar muni þá gefa okkur eftirstöðvarnar?
Frosti Sigurjónsson, 26.8.2009 kl. 14:56
Frosti, var það ekki einmitt það sem breytingartillögurnar fyrir 3. umræðu tóku á? Ríkisábyrgðin fellur niður 2024?
Skuldin stendur eftir en það er engin ríkisábyrgð á henni lengur.
Kalli (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 15:02
Svona vil ég sjá á morgun.
http://photos-e.ak.fbcdn.net/photos-ak-snc1/v378/99/78/643834883/n643834883_1558844_2755.jpg
Andrés.si, 26.8.2009 kl. 15:22
Takk fyrir Frosti. Ég mæti.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 26.8.2009 kl. 15:43
Fjölmiðlar eru að bregðast mjög vel við og gaman hvað mikið af fólki er farið að breiða út boðskapinn. Þetta gæti orðið rosalegur hávaði!
Er ekki einhver lúðrasveit til í að koma og spila?
Frosti Sigurjónsson, 26.8.2009 kl. 16:28
Ég má til að bæta við þig hrósi, Frosti, fyrir þetta frábæra framtak og ekki síður fyrir það hvað þú hefur fengið marga í lið með þér við láta það spyrjast út!
Ég vona svo sannarlega að árangurinn verði múgur og margmenni á Austurvelli á morgun. Ég bið þess heitt og innilega að hávaðinn dugi til að vekja allan þingheim til skyldunnar við þjóð sína!
Rakel Sigurgeirsdóttir, 26.8.2009 kl. 16:52
http://asthildurcesil.blog.is/blog/asthildurcesil/
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.8.2009 kl. 18:27
Frábært Frosti, þetta er glæsilegt framtak. Ég vona bara að þingheimur hlusti og sé ekki fastur í þeim kreddum sem hafa leitt þetta mál undanfarið. Ég verð að viðurkenna að ég óttast það þrátt fyrir góð rök gegn ríkisábyrgð og góðan vilja ýmissa aðila í bloggheimum.
Mig langar að spyrja Gísla Baldvinsson um fyrsta punkt hans að það sé lagaskylda að samþykkja ríkisábyrgð. Ég hef skilið málið þannig að um samning sé að ræða milli Bretlands, Hollands, Tryggingasjóðs innistæðueigenda og ríkisins, sem nauðsynlegt sé að staðfesta á Alþingi í formi frumvarps um ríkisábyrgð. Ef þetta er ekki rétt þá vil ég gjarnan fá leiðréttingu á því.
Við þurfum að fara fram á að kröfuhafar lýsi kröfu í þrotabú Landsbankans og svo í Tryggingasjóð innistæðueigenda. Íslenska ríkið hefur ekkert að gera með að vera milliliður í þessu máli og taka á sig óþarfa kostnað og áhættu. Ég er viss um að kröfuhafar fá sínar greiðslur miðað við hvernig viðskiptaráðherra talar um að innistæða sé fyrir þessum kröfum.
Ísland ætti að nota sitt fjármagn til að byggja upp landið og koma atvinnulífinu í gang að nýju í stað þess að gerast milligönguaðili í Icesave málinu.
Enn og aftur, glæsilegt framtak Frosti, þú átt heiður skilið fyrir baráttu þína gegn þessu mesta óréttlæti Íslandssögunnar.
Magnús B Jóhannesson (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 18:37
Frábært hjá þér Frosti, þetta er þér líkt. Þú gefst aldrei upp !! Nú er bara að fá sem flesta til að mæta á morgun. Það er ótækt að láta alþingismenn samþykkja að þjóðin borgi þar sem tryggingarsjóðnum sleppir. Það eina rétta í stöðunni er að byrja á því að fá skýra lagalega stöðu í málinu áður en lengra er haldið. Það hefur ekki verið gert.
Eggert Árni Gíslason (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 19:20
Komin 3781 innlit á þetta blogg núna :)
Frosti Sigurjónsson, 26.8.2009 kl. 21:02
Takk Frosti. Ég mun koma og ÖSKRA!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 26.8.2009 kl. 21:51
Takk Frosti fyrir frábært innlegg í baráttuna.
Ég mæti á Austurvöll á morgun - verður afar áhugavert að sjá viðbrögðin.
Baldvin Jónsson, 26.8.2009 kl. 22:13
TÍMI TIL KOMINN,ÞETTA LÍKAR MÉR HRISTA UPP Í ÞESSUM SOMBÍUM SEM ÞYKJAST VERA Á ÞINGI FYRIR OKKUR.GERUM ALVÖRU SKURK.
Karl Birgir Þórðarson, 26.8.2009 kl. 22:19
Sannarlega full þörf á að mótmæla rangnefndum samningum um Icesave og kröfum um ríkisábyrgð. Hér er ekki verið að samþykkja skilmála samnings um neitt sem kemur þjóðinni í reynd við. Þetta er NAUÐUNG og "herleiðing" sigraðrar þjóðar og því nærtæk spurning hvort fjárhagslegur skæruhernaður sé eina mögulega vörnin, eða duga bara einföld móttmæli?
Ruglið í þessu máli og FULL ÁBYRGÐ er og verður um ókomna tíð hjá þeim er ráku Landsbankann í þrot eftir að honum var stýrt pólitískt í hendur óreiðumanna af ráðherrum helmingaskiptaflokkanna.
Hrunadansinn sem við upplifum núna er á við ragnarrök og ósigur sem leiddi beint af ábyrgðarlausri stjórnsýslu ríkisstjórnar Davíðs Oddsonar og hans fylgismanna. Um leið og við mótmælum Icesave nauðungarsamningnum erum við að mótmæla þeim fyrrum valdsmönnum sem ekki vilja taka á sig þá ábyrgð sem þeir sannarlega bera.
Hins vegar má til sanns vegar færa að þjóðin fær þá stjórnmálamenn sem hún á skilið (=kýs) hverju sinni og vegna mistaka þeirra KJÖRNU eru erlendir aðilar að ljúka við að reyra þennan þunga myllustein um hálsinn á íslenskri þjóð. Spurningin er væntnalega sú hvort veslast upp fyrr fólkið í landinu, stjórnmálastéttin eða þjóðin sjálf - merkileg tilraun er að hefjast og við erum tilraunadýrin!
Sigurdur Bogason (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 23:17
Flott að fólk ætlar að mótmæla og sýna samstöðu!
En að gera þetta á hádegi finnst mér ekki rétt tímasetning, því vinnandi fólk kemst ekki frá til að mótmæla, og ef fólk vill halda í sína vinnu stingur það ekki af til að mótmæla. Það er ekki nema sá hópur fólks sem vinnur niðri í bæ sem á hugsanlega kost á að mæta í hádegismat sínum.
Samt finnst mér magnað að sjá ekki allar þessar þúsundir sem atvinnulausir eru þarna niðurfrá dagsdaglega!
Það er kanski bara svona gott að vera á bótum að ekki borgar sig að rugga bátnum! En neita að trúa því og reyni því að halda í mína vinnu og vona að úr rætist hjá örðurm.
Mundi samt mæta eins og ég hef gert þegar mótmælt er utan vinnutíma fólks!
Auk þess er hætt við að þingmenn séu í 4 rétta veisluhlaðborðinu í hádegismat sem við niðurgreiðum oní þá meðan skólakrakkar ættu að fá fría máltíð frekar en fólk á góðum launum!
Jón Gíslason (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 00:16
Eigum við ekki til snefil af sjálfsvirðingu. Auðvitað höfnum við öllum samningum um "Icesave" samninginn. Leyfum landráðamönnunum, sem hafa komið okkur í þessa fáránlegu stöðu, að axla ábyrgð gerða sinna. Ætlum við að veita þeim ríkisábyrgð á skuldirnar? Hvað með mínar skuldir ? Ekki á ég von um ríkisábyrgð á þær. Þeir vildu frelsi til að græða. Af hverju fá þeir ekki frelsi til að borga skuldir sínar ? Burt með allt kjafttæði um að reyna að blekkja Hollendinga og Breta. Þeir vita hvernig þeir eiga að innheimta skuldirnar og hverja þeir geta ekki rukkað um þær. Burt með landráðamennina sem ætla að fjötra þjóðina og komandi kynslóðir í áratuga þrældóm. Hvar er þjóðin sem barðist fyrir sjálfstæði ? Hvar er þjóðin sem háði þorskastríðin ?
Nú er tími fyrir enn eitt þorskastríð. Þorskarnir sem við þurfum að lýsa stríði á hendur situr í hægindastólum á Alþingi. Er ekki kominn tími til að hefjast handa ? Slagorðið "minn tími mun koma" hljómar hjákátlega núna. Stöndum saman og látum verkin tala. Er ekki okkar tími kominn ?
Jóhannes Guðbjörnsson (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 00:52
Gangi ykkur vel á Austurvelli, ég verð hér á Ísafirði, og hugsa til ykkar og ætla að öskra, en sennilega heyrist það ekki nógu vel.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.8.2009 kl. 10:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.