Meiri hræðsluáróðurinn

Verum skynsöm. Það er augljóst að Ísland verður sniðgengið í nokkur ár af þeim sem hafa tapað peningum á að fjárfesta hér - hvort sem við samþykkjum Icesave eða ekki.

Verum skynsöm. Höfnum Icesave annars skuldum við 700 milljörðum meira en áður og það hjálpar ekki að laða að fjárfesta.

 


mbl.is Fylgst náið með framvindu Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Icesave þýðir aukna áhættu og meiri óvissu

  • 10 prósent fjárfesta eru ekki algerlega afhuga Íslandi í núverandi ástandi. Við vitum það
  • Warren Buffet þurfti aðeins og þekkja 3-5% af markaðnum til að Berkshire sé orðið það sem það er í dag.
  • Geta Íslendingar hugsanlega látið sér nægja 1% af fjárfestum heimsins. Mín skoðun er að 0,000001% væri miklu meira en nóg.
  • Það eina sem fjárfestum vantar eru arðsöm fyrirtæki eða ný fyrirtæki með bjarta survival strategy og gott vaxtar potential sem eru ekki rekin af grobb & vindhönum
  • Menn ættu ætið að muna fjárfestar hlusta ekki á sölugas fjlömiðla og allra síst á sölugas forseta Íslands
  • Af hverju skyldi ég fjárfesta á Íslandi?
  • Hvað ætti ég að kaupa?
  • Af hverju keypti ég ekki eitt einasta hlutabréf í bönkum Íslands?
  • Ég myndi frekar kaupa þau núna þar sem sömu mistökin við rekstur þeirra verða varla gerð aftur. Það er búið að gera mistök. Áhættan er því minni núna
  • Já, hættið þessi voli. Þau fyrirtæki sem hafa skuldirnar standandi út um bæði eyrun núna ættu að setja sér það markmið að verða lánshæf aftur áður en gargað er á meira lánsfé
Já - ég væri afgerandi hræddari við að fjárfesta í umhverfi undir Icesave opnum víxli samfélags. Þar væri aukin hætta á frekari áföllum sem grafið gætu undan fjárfestingum mínum á Íslandi. Óvissan yðri meiri svo ég yrði að demba hærri ávöxtunarkröfum á hugsanlegar fjárfestingar mínar á Íslandi. Það er aukin óvissa fólgin í Icesave skuldabyrði sem er einskonar opinn víxill á tilveru og afkomu atvinnurekstrar á Íslandi
 

Gunnar Rögnvaldsson, 24.8.2009 kl. 13:03

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Fjárfestingagrunnurinn 

  • Stærsti óvissuþátturinn er að verða stjórnvöld sjálf.
  • Ef þau samþykkja þetta (Icesave) og láta undan þessum þrýstingi, hverju má þá ekki eiga von á frá þeirra höndum í framtíðinni?
  • Munu koma fleiri kröfur sem verður hlaðið á undirstöður samfélagsins?
  • Eru þetta hugsanlega bananastjórnvöld? eða valdafíklar?
  • Gera þau hvað sem er aðeins til þess að halda völdum?
  • Láta þau auðveldlega undan kröfum? 

Gunnar Rögnvaldsson, 24.8.2009 kl. 13:14

3 identicon

Ég held að bókin "The Peter Principle - Why things always go wrong" geti útskírt ansi margt í íslenskum stjórnmálum og stjórnsýslu. Þar er fjallað um vanhæfi og af hverju við höfum það í kerfinu. Góður nemandi verður ekki endilega góður kennari. Góður kennari verður ekki endilega góður skólastjóri. Allt er þetta nú spurning um það hvenær viðkomandi nær sínu "level of incompetence" á príli sínu upp metorðastigann.

Alexander (IP-tala skráð) 24.8.2009 kl. 13:37

4 Smámynd: Frosti Sigurjónsson

Gunnar, þakka þér fyrir mjög góða punkta.

Það er einmitt okkur mjög í óhag að taka á okkur icesave skuldina og það kemur enginn ávinningur á móti. Það er engu slæmu hægt að afstýra með því að samþykkja icesave.

Frosti Sigurjónsson, 24.8.2009 kl. 16:25

5 identicon

Það sjá það allir sem vilja sjá, að Icesave samningurinn er bara aðgöngumiðinn að ESB, sem við eigum ekkert erindi í!

ALLDREI Í ESB!!!

Lúðvík Karl Friðriksson (IP-tala skráð) 24.8.2009 kl. 17:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband