5.8.2009 | 00:39
Guðbjartur og Sigmundur ósammála um ICESAVE í Kastljósinu
Guðbjartur Hannesson formaður fjárlaganefndar og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson nefndarmaður sátu fyrir svörum í Kastljósi. Tilefnið var ICESAVE málið og hvort ný samantekt Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands hefði einhver áhrif á afstöðu manna.
Guðbjartur sem er kennari að mennt og þingmaður Samfylkingar vildi ekki meina að neitt nýtt eða markvert kæmi fram í áliti Hagfræðistofnunar og hún væri alls ekki gagnrýnin á spá Seðlabankans. Skoðun hans er því áfram sú að "þjóðin geti staðið undir þessu" og "Ekkert sem bendir til að við ráðum ekki við þetta".
Sigmundur sem er viðskiptafræðingur að mennt með doktorsgráðu í skipulagshagfræði og þingmaður Framsóknarflokksins var alveg á öndverðum meiði. Hann taldi skýrsluna innihalda mjög harðorða gagnrýni á spá Seðlabankans um þróun efnahagsmála. Þjóðin ráði ekki við að greiða þetta nema lífskjör verði skert mjög verulega til margra ára.
Það kom einnig skýrt fram í þættinum hve sannfærður Guðbjartur er um að samþykkt ICESAVE muni efla traust á Íslandi og auðvelda frekari fjármögnun.
Sigmundur var þessu alveg ósammála og finnst líklegra að aukin skuldsetning þjóðarinnar myndi fæla lánveitendur frá landinu og rýra traust á hagkerfinu.
--
Ég er sammála Sigmundi Davíð. Þjóðin getur ekki risið undir erlendum skuldum ef ICESAVE er bætt við það sem þegar er komið. Bretar og Hollendingar munu ekki verða þakklátir lengur en í 5 mínútur þótt við sýnum þeim þann vinargreiða að láta íslensk heimili borga skuldir Landsbankans.
Lánveitingar í þakklætisskyni myndu duga skammt ef skuldsetning vegna ICESAVE rýrir lánshæfi og fælir á sama tíma skynsama fjárfesta frá landinu.
Íslensk heimili hafa enga skyldu og engan hag af því að látið sé undan ólögmætum kröfum Breta og Hollendinga um að þau axli skuldir Landsbankans.
Það er með ólíkindum að ríkisstjórn Íslands íhugi að skrifa undir þennan samning.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Góð úttekt og skynsamleg niðurstaða, Frosti.
Jón Valur Jensson, 5.8.2009 kl. 02:56
Hvernig menn fá það út að "þjóðin geti staðið undir þessu" er ofar mínum skilningi. Greiðslubyrði, í erlendum gjaldeyri, verður meiri en gjaldeyristekjur af öllum þorski sem dreginn verður úr sjó á Íslandsmiðum. Og það í átta ár í röð!
Þessi "skoðun" Guðbjartar verður ekki skýrð með því að hann sé kennari, heldur af því að hann er í Samfylkingunni. Hún rímar við makalausa skýringu Ingibjargar Sólrúnar; að ekki megi rannsaka IceSave til fulls þar sem það gæti sett rekstur banka í Frakklandi og á Spáni í óvissu. Með öðrum orðum: Bannað að styggja ESB!
Haraldur Hansson, 5.8.2009 kl. 09:55
Það er búið að skrifa undir samninginn, hinsvegar þarf þingið að fjalla um ríkisábyrgðina og ef hún samþykkir hana ekki, þá er samningurinn fallinn. Mín skoðun er sú að Alþingi eigi að fella þennan samning með því að hafna ríkisábyrgð, en í framhaldinu eigum við að setjast niður með Bretum og Hollendingum og reyna að semja að nýju, því þessi samningur sem Svavar Gestsson kom með er óásættanlegur fyrir okkur. Að við getum ekki borgað er kjaftæði í sjálfu sér, því aðalatriðið er að semja þannig að við getum staðið undir greiðslubirgðinni og þá þarf að horfa til afkomu þjóðarbúsins á næstu árum. Aðalatriðið er að við erum ekki ribbaldar þó forfeður okkar hafi verið það.
Haraldur Aðalbjörn Haraldsson (IP-tala skráð) 5.8.2009 kl. 11:30
Haraldur segir:
"Að við getum ekki borgað er kjaftæði"
Skil ekki hvernig hann kemst að þessari niðurstöðu. Er það með því að loka sjúkrahúsum í 5 ár eða kannski selja hægra nýrað úr öllum sem eru yngri en 50 ára? Þá gætum við vissulega borgað.
"Aðalatriðið er að við erum ekki ribbaldar"
Skil ekki hvað Haraldur á við þarna. Ég tel því áfram að aðalatriðið sé að íslensk heimili eiga ekki að axla skuldir einkafyrirtækja eins og Landsbankans. Skuldir heimilana eru nægar fyrir.
Frosti Sigurjónsson, 5.8.2009 kl. 11:57
sæll Frosti. þetta er ósköp einföld hagfræði. það þarf að semja þannig að greiðslubirgði þjóðarbúsins sé í hlutfalli við afkomuna hverju sinni. Það þarf ekki að loka neinum sjúkrahúsum og útúrsnúningar og "nýrnahagfræði" er ekki beint málefnalegt innlegg hjá þér. Við erum komnir af víkingum sem voru ekkert annað en ribbaldar og ræningjar sem meðal annars herjuðu í Bretlandi hér fyrr á öldum, sem er sama aðferðin og Landsbankamenn beittu í Bretlandi og Hollandi. Þannig er nú það.
Haraldur Aðalbjörn Haraldsson (IP-tala skráð) 5.8.2009 kl. 12:21
Guðbjartur Hannesson var undir áhrifum á ESB töflum í þættinum og því eins og með óráði.
Sigurður Þorsteinsson, 5.8.2009 kl. 12:55
Sammála þér, Frosti, um álitið á innleggi Haraldar, þ.e.a.s. Haraldar Aðalbjarnar Haraldssonar, ekki Haraldar okkar Hanssonar!
HAH, gættu að þessu: Frosti, Haraldur nafni þinn, ég, Sigurður og íslenzka þjóðin berum EKKI ábyrgð á því, sem Landsbankamenn gerðu í Bretlandi. VIÐ EIGUM EKKI AÐ BORGA, það er hinn einfaldi sannleikur málsins. Viljir þú borga eitthvað, er það þitt mál – þú þarft ekki að taka þátt í þeirri ljótu aðgerð viðvilltra, lingeðja pólitíkusa að láta það bitna á þjóðinni.
Ég ætla að taka hér upp frábært Velvakandabréf í Mogganum í dag. Ekki veit ég hver höfundurinn er – hef þó grun um það, en svo sannarlega mælir hann hér rétt:
"Kæri þingmaður
ÞINGHEIMUR samþykkti lög rétt fyrir jólin 1999 varðandi innistæðutryggingar. Þessi lagasetning kom með uppskrift frá Evrópusambandinu sem segir:
„The system must not consist of a guarantee granted to a credit institution by a member state itself or by any of its local or regional authorities.“
Í lauslegri þýðingu minni hljómar þetta svo:
„Kerfið má ekki fela í sér ábyrgð þátttöku ríkisins sjálfs eða sveitarstjórna þáttökuríkisins, til handa lánastofnun.“
Þegar íslensku lögin voru samin var þetta haft að leiðarljósi enda kemur fram í athugasemdum með frumvarpinu að: „Lögin taka mið af tilskipun Evrópusambandsins um innistæðutryggingar.“
10. grein laganna hljómar svo: „Hrökkvi eignir sjóðsins ekki til og stjórn hans telur til þess brýna ástæðu er henni heimilt að taka lán til að greiða kröfuhöfum.“
Þar sem Ísland er réttarríki hljótum við öll að vilja að Ísland fari alltaf að lögum. Og lögin hljóta að vera það sem við miðum við. Það væri ekki merkilegt, ríkið sem myndi beita Ísland þvingunum eða afarkostum, ef það eina sem Ísland myndi gera af sér væri að fara að lögum. Lögin eru skýr. Förum að lögum.
Með bestu kveðju og gangi ykkur allt í haginn.
Löghlýðinn borgari.
Jón Valur Jensson, 5.8.2009 kl. 13:04
Vegna vísana í það að við séum afkomendur víkinga sem voru ribbaldar og ræningjar þá er rétt að halda því til haga að þeir víkingar sem vísað er til voru ribbaldar og ræningjar á árunum 800 - 1000. Við íslendingar höfum ekki farið um sem ribbaldar og ræningjar síðan mikið.
Það hafa hins vegar bæði Hollendingar og Bretar gert bæði í ferðum sínum til landsins helga svokallaða og svo í nýlendum sínum síðustu árhundruðin. Það væri því réttara að tala um Breta og Hollendinga sem ribbalda og ræningja en okkur Íslendinga.
Þá er einnig vert að benda á það að Englendingar eru nú að mjög miklu leyti komnir af svipuðum meiði víkinga. Danskir víkingar lögðu nánast undir sig landið á árunum 800 - 1000. Anglos og Saxons sem komu frá héruðum í núverandi Þýskalandi voru afkomendur víkinga úr norðri. Normannar sem komu frá Frakklandi voru norskir víkingar sem sömdu við Frakka um land í Frakklandi sem nú kallast Normandy. Innfæddir Bretar/Englendingar voru fyrir Wales búar og litlir þjóðflokkar á Cornwell skaganum. Englendingar eru sem sagt að miklu leyti komnir af Anglo-Saxons og Normans sem og dönskum víkingum. Það skýrir líklega ræningja og ribbalda háttinn um alla tíð síðan samkvæmt Haraldi.
Svo við snúum okkur að Icesave þá á það mál fyrst að snúast um hvort okkur beri að borga. Ef það væri niðurstaðan þá um hversu mikið okkur bæri að borga og þá fyrst hvernig ætti að standa í skilum með þá borgun.
Málið er að lagalega séð ber okkur ekki að borga neitt fram yfir það sem tryggingasjóðurinn stendur undir. Ástæðu þess að ESB vill ekki að þetta fari fyrir dómstóla er einfaldlega að lagaramminn gerði ekki ráð fyrir bankahruni heldur aðeins falli stakra banka. Þetta gerir það að verkum að við í raun ættum að sitja í góðri stöðu við samninga semþykkjum við að taka á okkur eitthvað af þessum byrðum. Þar að auki ættu eignir Landsbankans ALFARIÐ að fara fyrst og aðeins í að greiða þær skuldbindingar verði um skuldbindingar að ræða.
Frá mínum bæjardyrum er alveg ljóst að lagalega ber okkur ekki að greiða þetta. Það er útgangspúnkturinn sem við eigum að ganga út frá og semja út frá ef við semjum yfir höfuð.
Við eigum alls ekki að láta þvinga okkur til greiðslu á skuldbindingum sem eru ekki sannanlega okkar og þá skipta loforð stjórnmálamanna engu enda hafa þeir ekki réttinn til þess að skuldbinda íslenska þjóð eins og verið er að reyna.
Jón Árni Bragason, 5.8.2009 kl. 14:00
Eins og talað út úr mínu hjarta.
, 5.8.2009 kl. 21:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.