Hvers vegna ganga Danir ekki í ESB?

eudkflagVið fyrstu sýn virðast Danir hafa gengið í ESB árið 1973 en við nánari athugun kemur í ljós að 80% af landsvæðum og 90% af hafsvæðum Danaveldis og meiri hluti fiskauðlindarinnar eru utan ESB.

Auðvitað eru Danir formlega aðilar að ESB en þeir virðast einhvern vegin hafa komist upp með það að halda auðlindakistunum Grænlandi og Færeyjum utan ESB. Bláa sneiðin á þessum kökuritum sýnir Danska hlutann sem gekk í ESB.

LandsvæðiFiskafli

Grænland gekk úr ESB árið 1985 og fellur undir aflandseyjar, en nokkur aðildarríki ESB halda slíkum svæðum utan ESB. Grænlendingar hafa reyndar ríkisborgararétt í ESB en án kosningaréttar. 

Færeyjar hafa aldrei verið aðili að ESB en hafa beinan fríverslunarsamning við ESB.

Það að Danaveldi hafi kosið að halda auðlindum sínum og meiri hluta fiskimiða utan ESB hlýtur að vekja nokkrar spurningar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Vissulega áhugavert út frá því að bæði Grænland og Færeyjar tilheyra Danmörku. Af hverju vildu þessi lönd ekki fylgja Danmörku í ESB?

Sigurður Þorsteinsson, 28.4.2009 kl. 22:50

2 identicon

Það er bull að ESB hafi gert kröfur í olíu- og gaslindir Breta. Þetta var frétt í gulu pressunni í Bretlandi sem barst hingað til lands. Þetta hefur verið margleiðrétt en sumir virðast ekki vilja sjá leiðréttinguna.

ESB á engan rétt í skóga Finnlands, járngrýti Svía, olíu Breta né gaslindir Hollendinga. Það sama væri uppi á teningnum varðand jarðhita, fallvötn og hugsanlegar olíulindir Íslendinga. Sjá auðlindaskýrslu Evrópunefndar Sjálfstæðisflokksins. (sá flokkur telst nú vart Evrópusinnaður!) http://www.evropunefnd.is/audlindir/drog/3/

Varðandi sjávarútveginn þá hefur ESB aldrei gengið gegn grundvallarhagsmunum neinnar aðildarþjóðar. Hræðsluáróðurinn um að hér myndi allt fyllast af erlendum togurum á ekki við nein rök að styðjast. Vísa aftur í skýrslu Sjálfstæðisflokksins. Einnig er vert að benda á að LÍÚ hefur viðurkennt þessa staðreynd og reynir ekki að halda þessu fram þó þeir séu á móti aðild. Bendi ykkur á lesa mjög góða grein Aðalsteins Leifssonar lektors við HR í Morgunblaðinu í dag. Hann er einn helsti sérfræðingur þjóðarinnar á þessu sviði.

Andrés Pétursson (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 10:00

3 identicon

Andrés: Náðu þér nú bara í eintak af Lissabon sáttmálanum og lestu hann vel með hliðsjón af hugtakaskýringum.

Taktu sérstaklega eftir hugtökunum "exlusive competence" og "shared competence".

Svo skulum við sjá hvort að þú nennir því að fara að rífast við ESB um ESB.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 10:22

4 Smámynd: Baldvin Kristjánsson

Þetta er einhver slæmur misskilningur hjá þér með Grænland.

Grænland gekk úr Evrópusambandinu strax eftir heimastjórn, og er með samning sem fjallar um fisk. Sá samningur reyndist síðan 95% ólöglegur, og var kallaður pappírsfiskur. Honum var breytt í fyrra.

Það vill nú þannig til að það voru Grænlendingar sjálfir sem kusu um þetta, danir hafa ekkert um það að segja.

Að auki má benda á að 99% af innflutningi til Grænlands kemur frá Danmörku (og Svíþjóð), ríkisskipafélagið sem er með einokun á skipaflutningum er með heimahöfn í og siglir bara til Álaborgar (stundum með viðkomu í REK).

Ríkisflugfélagið, sem er 37% í eigu SAS, 20% í eigu danska ríkisins og restin þess grænlenska, flýgur bara til Kastrup.

Flestir hálaunamenn Grænlands eru danskir embættismenn, læknar og þ.h.

Danmörk fær allt að 50% af öllum auðlindum Grænlands - á móti 3.2 milljarða DKK "niðurgreiðslu" á hverju ári - næstu 2 árin, leiðréttist með danskri verðbólgu (ekki grænlenskri, sem er hærri og því lækkar hlutfallið).

Danir hafa því mokgrætt á því að Grænlendingar - þar sem færri en 1% þjóðarinnar hefur háskólamenntun - sögðu sig úr sambandinu.

Stórir verktakasamningar fara allir til danskra fyrirtækja, s.s. byggingaverktaka (sem svo nota t.d. Ístak sem undirverktaka) - án þess að þurfi að bjóða út á Evrópskum markaði.

Allur grænlenskur fiskur er seldur í gegnum Danmörku. 100%.

Dönsk fyrirtæki hafa því bæði töglin og haldirnar í allri frakt, samgöngum, símamálum og fjármálum landsins.

Meira að segja virkjanir eru byggðar hér undir danskri verkstjórn (!).

Ég held þú ættir því að spyrja: Hverjir græða mest á að Grænland sé utan EU?

Með kveðju frá Suður Grænlandi.

Baldvin Kristjánsson, 29.4.2009 kl. 11:35

5 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Það er einkennileg þessir "sjálfstæðismennska" einsog Kristinn tjáir sig. Þetta er að verða hugtak einsog framsóknarmennskan fyrrum.. finna skal lengstu hugsanlegu leiðina að markinu þó að löngu sé búið að ganga úr skugga um að þetta er ekki fær leið. Norðmenn og Danir hafa nákvæmlega enga hagsumi af því að hugsa einsog mömmur um Íslendinga ef þeir geta ekki drullast til að verða fullorðnir og ganga í selskap þeirra þjóða sem teljast hvað sjálfstæðastar í evrópu. Næsta skref sjálfstæðismennskunnar til að forðast ESB er að tala við a) kína b) USA c) hvað með Rússland og svon mun þetta ganga þangað til við sofnum svefinum langa af leiðindunum.

Gísli Ingvarsson, 29.4.2009 kl. 12:21

6 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Það er undarlegt að Danir hafi kosið þessa afstöðu. Ég hef ekki séð fjallað um þetta í fjölmiðlum áður.

Hilmar Gunnlaugsson, 29.4.2009 kl. 13:19

7 identicon

Fyrir nokkrum mánuðum varpaði ég fram spurningu um afhverju í fjandanum við gerðum ekki samkomulag við dani, gengjum í danska konungsdæmið sem sjálfstæð þjóð og tækjum upp danska krónu. (á sama hátt og Kanada, Nýja Sjáland o.fl eru hluti af breska konungsdæminu) Það er skemmst frá því að segja að ég var kímdur niður og kallaður landráðamaður með meiru af fólki sem var á fullu í að spekúlera um dollar, rússlán og aðra merkilegar "lausnir". :-) Jam skjót skipast veður í lofti. En ég held að hugmyndin sé allra verð til skoðuðunar. Í það minnsta til umræðu.

Hilmar og Frosti. Danir hafa ekki kosið þessa afstöðu! Það hafa grænlendingar og færeyingar. Það vill svo til að þessar þjóðir hafa frjálsan vilja!

Thor Svensson (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 15:56

8 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Getur verið að Fjæreyingar og Grænlendingar sjá enga kosti við að ganga í ESB, ekki fremur en Íslendingar og Norðmenn ?

Er ekki kominn tími til, að ESB-sinnar segi okkur hinum hvaða kosti þeir sjá við undirgefni við Brussel-valdið ? Ekki nefna Evruna, því að hún er okkar versti kostur í peningamálum.

Eru það sjávarútvegs-styrkirnir, eða landbúnaðar-styrkirnir, eða samfélags-styrkirnir, eða komissara-styrkirnir ? Ég bíð spenntur.

Loftur Altice Þorsteinsson, 29.4.2009 kl. 17:02

9 identicon

Loftur, þar dróstu rétta ályktun! Jú auðvitað ákváðu færeyingar, grænlendingar og norðmenn að vera utan ESB að því að þeim þótti sér betur borgið utan! Hvað annað?

Við erum nógu einangruð fyrir þó við ekki höldum okkur utan allra þjóðarbandalaga. Við verðum að fara haga okkur eins og aðrir evrópubúar (í eða utan ESB). Við verðum að gangast við þeim normum sem tíðkast í Evrópu hugarfarslega og þjóðarsálarlega séð. Því, hvort sem við viljum það eða ekki erum við hluti að Evrópu. Nánara samstarf við aðrar norðurlanda þjóðir og hugarfarsbeyting er lykillinn. Ef innganga í ESB hjálpar, þá eigum við að grípa tækifærið.

Thor Svensson (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 17:33

10 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Thor, landfræðilega erum við mitt á milli Bandaríkjanna og Evrópu. Menningarlega erum við líka mitt á milli og þó nær Bandaríkjunum því að við erum flóttamenn frá Evrópu eins og lang flestir Bandaríkjamenn.

Eigum við að taka ábyrgð á Evrópsku einræði og valdabrölti liðinna alda, með því að styrkja ESB með okkar auðlindum ?

Loftur Altice Þorsteinsson, 29.4.2009 kl. 18:08

11 Smámynd: Einar Karl

Frosti,

Grænlendingar og Færeyingar vildu ekki inn í ESB.

Þeir Færeyjingar sem ég þekki myndi ekki kætast við að þú kallir þá Dani!   

Einar Karl, 29.4.2009 kl. 18:19

12 identicon

Loftur, landfræðilega erum við hluti af Evrópu! Kannski í útjaðri hennar en engu að síður í Evrópu. Menningarlega og upprunalega séð erum við einnig evrópubúar. Að draga einhverja menningarlega samanlíkingu með Bandaríkjunum og Íslandi er fásinna og eingöngu afrakstur ca. 20 ára gamallar ameriku-wana-be hugsunurháttar í Dallasstíl sem betur fer dó drottni sínum síðasta haust. Ég vil þar að auki fullyrða að 80% af menningu okkar er ættuð frá öðrum norðurlandaþjóðum. Restin er okkar eigin eða ættuð frá öðrum Evrópulöndum. Sögulega eigum við heldur ekkert sameiginlegt með Bandaríkjunum!

Thor Svensson (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 18:57

13 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Þú verður að lesa heima Thor, því að mestu leyti er þetta rangt. Til dæmis mætast Evrópu-flekinn og Ameríku-flekinn þvert yfir landið.

Loftur Altice Þorsteinsson, 29.4.2009 kl. 19:38

14 identicon

Aðalsteinn Leifsso, lektor við HR, birta mjög góða grein í Morgunblaðinu í dag. Þar fjallar hann um eitt helsta álitamál þjóðarinnar í samskiptum við Evrópusambandið, þ.e. framtíð íslensk sjávarútvegs innan ESB. Þess má geta að Aðalsteinn er einn helsti sérfræðingur þjóðarinnar í málefnum Íslands og Evrópusambandsins og hefur margra ára reynslu sem starfsmaður utanríkisþjónustunnar, EFTA og starfsmaður margra nefnda Alþingis sem hafa farið yfir málefni Íslands og ESB.

Það er því mikilvægt að halda þessum staðreyndum til haga. Aðalsteinn segir meðal annars:

,,Stærsta bábiljan í Evrópuumræðunni er sú að kvóti færist frá íslenskum stjórnvöldum til annarra aðildarríkja Evrópusambandsins. Staðreyndin er sú að allur kvóti í staðbundnum stofnum umhverfis Ísland verður áfram í höndum íslenskra stjórnvalda eftir aðild að Evrópusambandinu. Samkvæmt gildandi reglum Evrópusambandsins er kvóti í höndum þeirra ríkja sem hafa veiðireynslu í viðkomandi fiskistofni. Ekkert aðildarríkja ESB hefur veiðireynslu umhverfis Ísland í meira en 30 ár. Aldrei hefur verið litið lengur en 9 ár aftur í tímann þegar veiðireynsla er metin.  Þess vegna fer því víðsfjarri að við ESB aðild Ísland muni erlendir togarar gera sig heimakomna í íslenskri lögsögu. Við þurfum hvorki undanþágu eða sérlausn til þess að tryggja að allur kvóti verði í höndum Íslands eftir aðild að Evrópusambandinu. Þetta er mikilsverð staðreynd  sem áhrifamenn í framkvæmdastjórn ESB hafa ítrekað staðfest, m.a. á opnum fundum á Íslandi......

Reglunum um eignarhald á kvóta á grunni veiðireynslu hefur hins vegar aldrei verið breytt og er einn af hornsteinum núverandi sjávarútvegsstefnu ESB. Breytingar eru ákafalega ósennilegar því þær hefðu í för með sér að verðmæti væru færð frá einu aðildarríki til að láta þau í hendur annars. Ef Íslendingar vilja fá algera staðfestingu á því að kvóti í staðbundnum stofnum verði í höndum Íslands, þá má setja ákvæði þess efnis í aðildarsamninginn. Aðildarsamningar hafa sama lagalega gildi og sáttmálar sambandsins og yrði því ekki breytt nema með samþykki Alþingis eða í þjóðaratkvæðagreiðslu á Íslandi. Með þessu væri gulltryggt að allur kvóti í staðbundnum stofnum innan íslensku lögsögunnar verði í höndum Íslands til frambúðar."

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 19:44

15 identicon

Hvað er að mestu leyti rangt Loftur? Komdu með rök sem mæla þessu á móti!

Ég er ágætlega lesin Loftur. En það er þó ekkert skilyrði fyrir að vita í hvaða heimsálfu Ísland heyrir til. Það er barnaskólalærdómur. Ég er einnig klár á hvar heimsálfuplöturnar skerast. Varla ætlar þú að nota skurðarlínur heimsálfuplöturnar ákveða hvort Ísland sé þáttakandi í samstarfi þjóða í Evrópu eða ekki. Því ef þú notar það sem rök, þá hef ég fréttir fyrir þig kæri Loftur. Það er nákvæmlega sama upp á teningnum í hina áttina. Bara svolítið mikið lengra. Í öllum skilningi!

Thor Svensson (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 20:03

16 Smámynd: Baldvin Kristjánsson

Þessi Loftur er eitthvað að misskilja afstöðu Grænlendinga.

Hversu upplýst heldur þú að þjóð, þar sem lítið brot hefur sótt barnaskóla, og innan við 1% hefur háskólamenntun (þjóðinni var bannað að sækja framhaldsskóla fram eftir síðustu öld sem nýlenda dana - landið var lokað útlendingum til '59) sé um EU?

Hversu mikið heldur þú að danir hafi lagt á sig að aðstoða við að upplýsa um kosti og galla EU, þegar dönsk fyrirtæki sitja enn í dag á 99% (ekki rúnnað, heldur rétt tala) alls innflutnings til landsins. Þegar þeir einir sitja á allt að 50% af auðlindum landsins - og 100% af öllum stórframkvæmdum landsins?

Grænlendingar eru fátækasta þjóð Evrópu (þegar niðurgreiðslur eru teknar út, 65% hagkerfisins), þjóðin hefur ekki sinn eigin gjaldmiðil, ræður ekki vöxtum og tók við ónýtum innviðum þjóðarinnar fyrir 30 árum, eftir 300 ára einokunarnýlendu dana.

Heldur einhver að Grænlendingar væru verr á sig komnir í EU?

Það held ég alla vega ekki.

með kveðju frá Suður Grænlandi.

Baldvin Kristjánsson, 29.4.2009 kl. 20:18

17 Smámynd: Baldvin Kristjánsson

Eftir stendur að megin spurningin hans Frosta stenst ekki.

Danir hafa ekkert um afstöðu Færeyinga og Grænlendinga að segja.

Þeir hinsvegar græða mest allra á því að Grænlendingar gengu út - og hjálpuðu örlítið við það með einni yfirlýsingu "EU útlendingarnir koma hingað og taka allt af ykkur" og þá vildu allir Grænlendingar út. Áttuðu sig bara ekki á því að Danir voru búnir að hirða allt og höfðu öllu að tapa en ekkert að vinna - sem Grænlendingar hinsvegar hafa.

Ég hef svona einhvern vegin gert ráð fyrir því að Grænlendingar, með lélegasta infrastruktur í Evrópu ættu greiðan aðgang að aðstoð við að byggja upp - hafnir, flugvelli, vegi, skóla, sjúkrahús, sorpeyðingu og svo frv.

Svo þetta blogg er byggt á misskilningi, vonandi.

Baldvin Kristjánsson, 29.4.2009 kl. 20:46

18 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Þessi Baldvin hefur ruglast í ríminu, hvernig sem á því stendur með svo menntaðan mann. Þótt Grænlendingar hafi flestir stutta skólagöngu segir það ekkert til um þjóðarvitund þeirra. Það voru þeir sjálfir sem ákváðu að ganga úr Evrópubandalaginu 1979, þannig að þeir hafa haft 30 ár til að hugsa málið. Að því er ég bezt veit hafa þeir engann áhuga á ESB.

Að reyna að gera lítið úr Grænlendingum vegna lítillar almennrar menntunar er ekki sæmandi. Ef eitthvað væri nú samt til í þessari ástæðu sem Baldvin gefur, hvaða skýringar eru þá á andstöðu Norðmanna, Fjæreyinga og Íslendinga við inngöngu í ESB ? Varla verða þessar þjóðir taldar ómenntaðar.

Baldvin segir okkur frá fátækt Grænlendinga, sem ætti að vera þeim hvatning til að æskja inngöngu í ESB. Það hafa einmitt verið fátækar þjóðir sem hafa séð stærsta ávinninginn af ESB-aðild. Ég sé ekki að þú hafir hugsað málið mjög ýtarlega Baldvin.

Loftur Altice Þorsteinsson, 29.4.2009 kl. 21:32

19 Smámynd: Baldvin Kristjánsson

Loftur, kæri Loftur.

Ef þú bara þekktir eitthvað smávegis til á Grænlandi þá hefðir þú etv eitthvað fyrir þér.

Hér býr helmingurinn af þjóðinni við sára fátækt, engar fréttir og ferðast ekkert.

Stór hluti þjóðarinnar er m.ö.o. illa upplýstur.

Ég geri ekkert lítið úr neinum með að lýsa því hversu illa upplýst fólk sem býr við litlar fréttir, engin dagblöð, litlar samgöngur, enga menntun, og fær vistir og búnað samkvæmt tilskipun.

Fólk sem hefur ekkert um sína framtíð að segja, en lifir við veiðar - og "selur" sínar afurðir gegn 100% niðurgreiðslu. Auk þess fá veiðimannaþorpin alla þá litlu þjónustu sem þau þó fá, ókeypis, þar sem þeir borga ekki skatta - meðal árstekjur veiðimanna á Grænlandi er 1/3 af fátæktarmörkum danmerkur. Hér er ungbarnadauði 4 x hærri en á Íslandi. Hér eru hlutfallslega 11 x fleiri í fangelsi og hlutfallslega, væru 60 morð á ári á Íslandi ef þar væri sama hlutfall og á Grænlandi.

Einn sá mesti maður sem ég þekki, rúmlega fertur veiðimaður hefur ekki gengið 1 dag í skóla, en talar þó 4 tungumál - og er mein illa við dani. Honum hef ég treyst fyrir lífi mínu oftar en einu sinni, og myndi gera hvenær sem er.

En stærsti hluti þjóðarinnar hefur kosið flokk veiði og fiskimanna - Siumut (alþýðubandalasgsframsóknarflokkurinn)- í öll 30 ár heimastjórnarinnar, vegna þess að sá flokkur viðheldur niðurgreiðslukerfinu sem heldur veiðimannasamfélaginu gangandi - sumir myndu kalla það í viðjum fátæktar. Peningana fá þeir með póstinum frá Danmörku, einu sinni á ári.

Siumut flokkurinn barðist fyrir heimastjórn og vann. Í framhaldi gengu þeir úr EU, til að verða samfélag Inuit veiðimanna, ekki evrópumanna. Verst að Danir hjálpuðu við EU úrsögnina, þar sem þeir höfðu allt í hendi sér.

Með þessu hef ég útskýrt stærstan hluta landsvæðis danska konungsveldisins, sem er efni þessa bloggs. Og svo til allar auðlindir á landi.

Ég held því miður að Grænlendingar hafi hvorki reynslu né menntað vinnuafl til að vinna sig út úr þessari stöðu sjálft, og að vera 99% háðir dönum hefur ekki reynst þeim vel síðustu 300 árin. Hér útskrifuðust t.d. um 30 manns úr háskóla á síðasta ári - kennarar, guðfræðingar og félagsfræðingar, en fá reyndar ekki academiskt próf, þar sem háskólinn hér uppfyllir ekki kröfur. Lögfræðingar, lögreglumenn, verkfræðingar, læknar... þeir eru allir frá útlöndum (lesist: danmörku)

Hér er engin iðnframleiðsla - ég rek eina (secondary) framleiðslufyrirtæki landsins sem flytur framleiðsluna út. Annar útflutningur er (primary) námagröftur og fiskur.

Held Lofti væri best að kynna sér Grænland áður en hann hvetur mig til að kynna mér málið ýtarlegar. um það fjallar þetta blogg.

Með kveðju frá Suður Grænlandi

Baldvin Kristjánsson, 29.4.2009 kl. 22:03

20 Smámynd: Baldvin Kristjánsson

Í stuttu máli, tóku danir grænlendinga í görnina, þegar þeir héldu að þeir væru að verða sjálfstæð þjóð.

Hér er etv. samsvörunin við Ísland sem Frosti var að leita að.

Íslendingar skiptu bara dönum út fyrir Sjálfstæðisflokkinn...

Baldvin Kristjánsson, 29.4.2009 kl. 22:43

21 Smámynd: Frosti Sigurjónsson

Baldvin, þakka þér fyrir mjög upplýsandi athugasemdir um aðstæður Grænlendinga. Þetta er sorglegt, verra en ég ímyndaði mér.

Ég er algerlega sammála þér að það var fyrst og fremst Dönum í hag að Grænland segði sig úr ESB enda greiddu þeir fyrir því á allan hátt og áttu líklega hugmyndina. Þannig gat Danmörk haldið nýlendunni áfram fyrir sig. 

Ég ætlaði ekki að trúa tölunum sem þú nefndir um 99% inn og útflutning Grænlands til Danmerkur en staðreyndi þær hér: http://url.is/1dw

Frosti Sigurjónsson, 30.4.2009 kl. 00:03

22 Smámynd: Halla Rut

Og enn styrkja menn frekari stoðum undir það að Ísandi eigi ekki að fara inn í  ESB.

Ein áhugaverðasta lesning sem ég hef hef lesið í langan tíma, varðandi þetta efni, jafnt frá hinum upplýsta greinarhöfundi sem og í athugasemdunum lesenda hér að ofan. 

Halla Rut , 30.4.2009 kl. 01:12

23 Smámynd: Baldvin Kristjánsson

Velkomið Frosti.

Ástandið er þó ekki alslæmt. Það er komin kynslóð menntafólks í landið. Fyrstu verkfræðingarnir, læknarnir og þ.h. Helmingurinn kemur þó ekki til baka til Grænlands, þar sem aðstæður barnafjölskyldna eru einfaldlega ekki sambærilegar og erlendis. Gef þessu 300 ár.

Efnahagslega er landið þó í vítahring, niðurgreiðslan heldur uppi kaupmætti, sem aftur heldur niðri þróun í sjálfsbjargarviðleitni (t.d. því að setja í gang iðnframleiðslu). Á henni bera danir jafna ábyrgð, þeir borga en vilja ekki vita af afleiðingunum. Pólitíska valdið hér ber að sjálfsögðu mesta ábyrgð en þeir halda völdum með því að nota niðurgreiðsluna í að halda við veiðimannasamfélögunum, þeirra sem enga hafa menntun, tala ekki önnur tungumál og eiga því erfitt um vik að afla sér upplýsinga.

Ég horfi því daglega á það sem gæti gerst ef Íslendingar missa vald yfir peningamálum landsins og gera pólitíkusana enn ábyrgðarlausari... vonandi að þið hafið gæfu til að afla sem ítarlegastra uppýsinga og taka sem upplýstasta ákvörðun. Hver er sinnar gæfu smiður...

Baldvin Kristjánsson, 30.4.2009 kl. 11:01

24 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Ég verð að segja að lýsing Baldvins Kristjánssonar er sláandi og mér finnst að við skulum taka þær til íhugunar en ekki svara með óæðriendanum einsog sumir hér að ofan. Íslendingar ættu að sjá sóma sinn í að styðja við Grænlendinga. Ég get að sjálfsögðu ekki haft meiningu um hvort þeir eigi erindi inn í ESB enda hef ég bara skoðun á því fyrir mig og mína þjóð. Það er um það bil það sem aðrir bloggarar geta líka. Baldvin hefur hinsvegar kurteislega svarað innleggi Frosta á þann hátt að kökuritin líta amk ekki þannig út að hann geti lagt það útaf þeim sem hann gerði í byrjun.

Gísli Ingvarsson, 30.4.2009 kl. 12:41

25 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Baldvin, ég átta mig ekki á þeim upplýsingum sem þú ert að birta um aðstæður í Grænlandi. Ég þekki svo sem lítið til efnahags landsins eða menntunarstig fólks almennt. Til Nuuk hef ég þó komið og ekki greint, að Grænlendingar væru annarar gerðar en fólk yfirleitt.

Ef leitað er upplýsinga um efnahag Grænlendinga, eins og hann birtist í vergri landsframleiðslu á mann (VLF), þá eru þeir mjög ofarlega á lista. Ég fæ ekki betur séð, en þeir séu á meðal þjóða eins og Kýpur (31.sæti) og Nýja Sjálands (30.sæti), með VLF upp á $30.000 (2008). Þetta merkir að Grænland er nærri 30. sæti hæstu landa heims. Ísland var 2008 skráð í 7. Sæti með VLF rúmlega $60.000.

http://en.wikipedia.org/wiki/List_of_countries_by_GDP_(nominal)_per_capita

Loftur Altice Þorsteinsson, 30.4.2009 kl. 13:40

26 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Því má bæta við Baldvin, að lífslíkur við fæðingu í Grænlandi eru 70,53 ár (46.sæti í Evrópu), samanborið við 80,55 ár á Íslandi (7.sæti í Evrópu). Lífslíkur þjóða eru taldar endurspegla efnahag þeirra.

http://en.wikipedia.org/wiki/Financial_and_social_rankings_of_European_countries#Life_expectancy

Loftur Altice Þorsteinsson, 30.4.2009 kl. 14:10

27 Smámynd: Baldvin Kristjánsson

Sæl aftur

Hér er besti linkurinn fyrir tölfræði um Grænland - http://www.stat.gl/

Loftur tekur eðlilega mark á Wikipedia með tölfræðina, ekkert að því.

Fjárlög grænlands (www.nanoq.gl) og tölfræðiskýrslur hagstofunnar gefa þó aðra og lakari niðurstöðu.

Það þarf að taka 50% niðurgreiðslu frá danmörku út úr þjóðarframleiðslunni, auk 15% til viðbótar sem heimastjórnin setur inn í hagkerfið í beinni niðurgreiðslu. Niðurstaðan er sú að 35% hagkerfisins stendur á eigin fótum, svona gróf séð.

Eini iðnaðurinn í landinu sem stendur undir sér (á landi) er byggingaiðnaðurinn, en þar er ríkið og sveitarfélögin langstærsti kaupandi þjónustunnar. Félaglegi íbúðasjóðurinn á t.d. 10.000 íbúðir eða eina íbúð á hverja 6 íbúa. Sveitarfélögin eru því til viðbótar.

Það er nákvæmlega engin iðnframleiðsla í landinu og búið að loka námunum, held það sé ein eftir. Átti að satsa á álver... og heimastjórnin ætlaði að fjárfest í því nokkur hundruð milljónum - dönskum.

Bið Loft að hafa bara beint samband við mig ef hann hefur áhuga á þessu, ég skal með gleði hjálpa þér að finna fleiri upplýsingar - aðrar en þær sem eru á Wikipedia. baldvink@yahoo.com

En efni þessa bloggs var hvernig dansknum tókst og af hverju þeir stungu öllu þessu svæði undan EU... eins og Frosti kom inn á hér rétt fyrir ofan.

Baldvin Kristjánsson, 30.4.2009 kl. 16:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband