Hvað kostar að ganga úr ESB?

Það er vissara að gera sér grein fyrir því hvort það er yfirleitt hægt að ganga úr ESB ef við göngum þar inn. Samfylkingin afgreiðir þessa spurningu vef sínum með þessum orðum:

Rétt er:

Engin ESB-þjóð hefur óskað eftir að segja sig úr ESB – nema Grænlendingar sem gengu úr ESB árið 1985. Þeir njóta þó óbeinna ávinninga af aðild – þar með af tengingu við evruna – með ríkjasambandi sínu við Danmörku. Úrsögn Grænlendinga var vandalaus á sínum tíma. Ekkert formlegt úrsagnarákvæði er þó í samningum ESB, en slíkt ákvæði er að finna í Lissabonsamningnum frá 2007 sem enn bíður staðfestingar.

Ljóst er að úrsögn er engum pólitískum vandkvæðum háð – en það er athyglisvert að slíkur kostur er ekki ræddur í alvöru í neinu ESB-ríki, jafnvel ekki Bretlandi þar sem aðildin hefur verið hvað umdeildust.

Grænlendingar gengu úr ESB árið 1985. Grænland er auðvitað hluti af Danaveldi og þetta þýðir því í raun að Danmörk hafi ákveðið að halda hluta af sínum auðlindum utan ESB. Hvers vegna gera þeir það?

Samfylkingin hefur ekki áhyggjur af "pólitískum vandkvæðum" við úrsögn. En hvað þá með efnahagsleg vandkvæði? Á ekki að svara því líka?

Það að úrsögn sé ekki á dagskrá hjá neinu ESB ríki getur seint talist gott svar við spurningunni um hvort það sé hægt að ganga út úr ESB.

Staðreyndin er sú að innganga í ESB myndi ógilda þá milliríkjasamninga sem Ísland á við önnur lönd enda tækjum við upp þá samninga sem ESB hefur gert. Það hefur tekið áratugi að byggja upp þessa milliríkjasamninga og þeir verða ekki endurvaktir við það eitt að ganga aftur úr ESB.

Við úrsögn myndi Ísland ekki geta tekið upp þráðinn þar sem frá var horfið, heldur værum við á byrjunarreit í utanríkismálum. EES samningurinn væri ekki lengur til. Úrsögn úr ESB myndi þýða einangrun og gríðarlega óvissu. Það er óhemju slæm staða.

Auk þess væri Evran ekki lengur í boði og við yrðum að taka upp aðra mynt eða endurvekja krónuna. Úrsögn úr ESB þýðir því algera óvissu í gengismálum.

ESB hefur engan hag af því að gera úrsögn eitthvað auðvelda fyrir aðildarríki ESB.

Samfylkingunni hlýtur að vera ljóst að það er nánast óhugsandi að segja sig úr ESB ef við göngum þar inn. Hvers vegna kýs hún þá að segja kjósendum að það sé "engum pólitískum vandkvæðum háð" ?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikta E

Hvað kostar að fara í aðildarviðræður ?

Hvað kostar svo að ganga inn í ESB ?

Hvað kostar að vera í því ?

Hvað þyrftum við að borga þeim fyrir að hirða af okkur auðlindirnar?

Hvað kostar að ganga úr ESB..............Það er ekki hægt.........Það kostar svo mikið að engin aðildarþjóð hefur haft efni á því - en það vantar ekki að margar eru mjög ósáttar með dvölina þar - meðal annarra Bretar

Benedikta E, 24.4.2009 kl. 17:18

2 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Það tók Grænlendinga þrjú ár að semja sig úr EB (forvera ESB).

Axel Þór Kolbeinsson, 24.4.2009 kl. 17:54

3 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

...og enn veiða fiskiskip ESB í grænlenskri lögsögu tæpum 25 árum seinna.

Axel Þór Kolbeinsson, 24.4.2009 kl. 17:55

4 Smámynd: Þorsteinn Helgi Steinarsson

Þetta svar "Ljóst er að úrsögn er engum pólitískum vandkvæðum háð" er dæmigert fyrir blekkingarleikinn í kringum atlöguna að sjálfstæði þjóðarinnar með því að koma henni inn í ESB.

Það er staðreynd að ýmsar evru-þjóðir hafa í núverandi kreppu hugleitt það að hætta að nota evru (t.d. Ítalía, Írland og Grikkland), en komist að þeirri niðurstöðu að það sé of kostnaðarsamt og áhættan af því sé of mikil til að það sé á það hættandi. Löndin eru læst inni og verða að gjalda fyrir það með atvinnuleysi og stöðnun.

Svo er annað mál að ESB stefnir leynt og ljóst að því að verða ríki. Sjálfstætt ríki með sameiginlega utanríkisstefnu, her og fl. Ekkert ríki samþykkir auðveldlega að hluti þess segi skilið við heildina. Slíkt hefur yfirleitt einungis gerst í kjölfar styrjalda. Eitt af skilyrðum Íslendinga við inngöngu ef af verður ætti að vera að Ísland geti hvenær sem er hætt við þátttöku OG að ESB auðveldi útgönguna (skilgreina leiðir).

Þorsteinn Helgi Steinarsson, 24.4.2009 kl. 18:19

5 identicon

Er ekki alveg upplagt að fara í aðildarviðræður fyrst áður en fólk fer að æsa sig yfir mögulegri úrsögn? Gamall málsháttur segir að í upphafi skyldi endirinn skoða, en fyrst þarf að vera eitthvað upphaf ekki satt?

Ína (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 21:46

6 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Í upphafi skyldi endirinn skoðast.  Ég hef alltaf talið að þetta þýddi að fólk ætti að skoða hvert ákveðnar gjörðir leiða áður en sú gjörð er framin.

Axel Þór Kolbeinsson, 24.4.2009 kl. 22:24

7 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Ótrúlegt hvert hræðsluáróðurinn og viljinn til blekkinga getur tekið ykkur.

Helgi Jóhann Hauksson, 24.4.2009 kl. 23:46

8 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Takk Helgi og sömuleiðis.

Axel Þór Kolbeinsson, 24.4.2009 kl. 23:49

9 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Engin þjóð hefur sagt sig úr ESB. Það er nefnilega ekki hægt að segja sig úr ESB. Það er ekki hægt.

Hvenær ætlið þið að gera ykkur grein fyrir því að það er engin leið til baka. Aldrei, never, ever, zero. Nix. Að ganga í ESB er endanleg ákvörðun um að fórna þjóðríkinu. Eina leiðin er að fara aldrei þar inn.

Þetta væri svo mikið og flókið mál að engin þjóð myndi leggja í það. Ekki nema í styrjaldarástandi.

Hvernig ætti til dæmis Bretland að fara að því að segja sig úr ESB.

Hjá Bretlandi ESB ræður öllu 100% í sambandi við:

100% VALD YFIR LANDBÚNAÐI

100% VALD YFIR SJÁVARÚTVEGI

100% VALD YFIR VERSLUN OG VIÐSKIPTUM

100 VALD YFIR ATVINNU- OG VIÐSKIPTALÖGGJÖF

100% VALD Í YFIRRÍKISLEGRI LÖGGJÖF

20% YFIRRÍKISLEGT YFIRVALD Í REFSILÖGGJÖF

75% VALD Í VIÐSKIPTAEFTIRLITI

20% VALD Í SKATTAMÁLUM

30% VALD Í UTANRÍKISSTEFNU

30% VALD Í VARNARMÁLUM

75% VALD Í INNFLYTJENDAMÁLUM

Þetta var fyrir Bretland sem er ekki með í Shengen og utanríkismálum. Svo kemur myntbandalagið ofaní þetta fyrir alla hina nema DK. En það er einungis tímabundin undanþága í praxís. Það er skylda að ganga í myntbandalagið. ESB breytist hratt.

100% VALD Í PENINGASTEFNU OG MYNTMÁLUM

Og svo ætlar einhver að segja mér að það sé hægt að segja sig úr svona félagsskap. Dream on. Það yðri 100% sjálfsmorðsferð.

Er Bretland ennþá sjálfstætt og fullvalda ríki?

ÞAÐ ER ENGIN LEIÐ ÚT ÚR EVRÓPUSAMBANDINU FYRIR FULLVALDA RÍKI.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 25.4.2009 kl. 10:27

10 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Frosti mér finnst allt í lagi að hefja aðildarviðræður áður en farið er að plana úrsögn. Gunnar Rögnvaldsson, Ísland er norðan 62. breiddargráðu og telst því harðbýlt svæði. Það gefur landinu heimil til að styrkja landsbyggðina og þar með landbúnaðinn. Skilgreining ESB á orðinu landbúnaður mun víðari en hjá okkur hér á Fróni. Verið er að endurskoða sjávarútvegsstefnu ESB og þar er rætt um að auka völd einstakra ríkja. Verið þið bjartsýnir strákar mínir og benedikta, hvað kostar að GANGA EKKI Í ESB

Hólmfríður Bjarnadóttir, 25.4.2009 kl. 12:20

11 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Hólfríður spyr:  "hvað kostar að GANGA EKKI Í ESB"?

Svarið er:  Ekki krónu.

Axel Þór Kolbeinsson, 25.4.2009 kl. 12:27

12 Smámynd: Haraldur Hansson

Ganga úr Evrópusambandinu?

ESB er eins og Hotel California: You can checkout any time you like, but you can never leave!

Haraldur Hansson, 25.4.2009 kl. 12:50

13 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

24.4.2009 | 16:37

Samfylkingin kærð fyrir landráð.

Samfylkingin var kærð fyrr í dag fyrir landráð.  Einhverra hluta vegna hefur þetta hvergi birst í nokkrum fjölmiðli.

Lesið kæruna hér.

Marteinn Unnar Heiðarsson, 25.4.2009 kl. 12:53

14 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Hættu vinsamlegast þessu rugli kæra Hólmfríður. Hvað heldur þú að mennirnir okkar fyrir ofan og á Laugarbakka segðu ef þeir heyrðu þetta. Landsal hefðu þeir sagt.

Hér getur þú séð hvað það kostar fyrir ríkar þjóðir að vera í ESB. Ísland gæti einungis orðið fátækara á að ganga í þetta framtíðar ríki fátæktarinnar. Þú yrðir fátækari og allt Ísland myndi eiga á hættu að enda sem fátækt sjávarþorp og Suður-Ítalía norðursins.

Hverir fá og hverjir þurfa að borga

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 25.4.2009 kl. 12:54

15 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Þið ESB sinnar sem hafið enga lausn nema gefa okkar ástkæra land til Brussel eruð ekki í lagi eða kunnið ekki að lesa eða viljið ekki lesa um það sem hentar ekki,okkar sjálfstæði fer úr okkar höndum til Brussel hvort sem okkur líkar eða ekki þetta eru staðreyndir sem þið viljið sennilega ekki lesa um.Ef þið haldið að ESB muni bjarga okkur er það algjör fáviska og bull sorry,hversvegna er allt að hrynja innan ESB landa þó að fjölmiðlar hafi ekki verið duglegir að upplísa landann um það!! afhverju er það????getur verið að samfó hafi ofmikil ítök í fjölmiðlunum sem hentar kannski þessum mönnum sem rændu bankana okkar...........

Marteinn Unnar Heiðarsson, 25.4.2009 kl. 22:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband