Ekki ein niðurstaða um þjóðkirkju

Í samantekt stjórnlaganefndar um niðurstöður þjóðfundar kemur meðal annars þetta fram: 

"Efla skal ímynd Íslands, stuðla að fjölmenningu og aðskilnaði ríkis og trúfélaga."

Hugsanlega hefur þessi samantekt verið gerð í einhverjum flýti því þegar gögnin sjálf eru skoðuð þá kemur einmitt fram að skoðanir hafi verið nokkuð skiptar um hvort gera eigi breytingu á stöðu þjóðkirkjunnar.

Um ýmis önnur mál er hins vegar mikill einhugur t.d. að ráðherra skuli ekki skipa dómara í hæstarétt. Þar er áþreifanleg niðurstaða á ferð.

Hér má nálgast niðurstöður þjóðfundarins á margs konar formi. 

http://www.thjodfundur2010.is/nidurstodur/

 


mbl.is Stjórnarskrá fyrir fólkið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. nóvember 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband