Samstaða, ágreiningur og lokaorðið

Samstaða um sumt
Nú er áherslur all margra frambjóðenda orðnar aðgengilegar á netinu. Af lestri þeirra að dæma virðist  stefna í breiða samstöðu um verulegar úrbætur á stjórnskipan landsins. Margir frambjóðendur vilja skerpa þrígreiningu valdsins, skýra hlutverk forseta, auka áhrif kjósenda í kosningum, draga úr valdi flokka, styrkja þingið sem löggjafa, velja ráðherra á faglegum grunni, auka gagnsæi og eftirlit með stjórnvöldum, tryggja að farið verði eftir stjórnarskránni og fleiri atriði sem varða bætta stjórnarhætti. Hvað varðar ákvæði um mannréttindi virðast margir frambjóðendur hafa keimlíkar áherslur. Það er því ástæða til bjartsýni um að stjórnlagaþingið geti náð góðri niðurstöðu hvað varðar mannréttindi og bætt stjórnskipulag.
 
Ágreiningur um annað
Um sum atriði virðast skoðanir frambjóðenda vera skiptari. Menn eru ekki á einu máli um hvort fella eigi niður ákvæði um þjóðkirkju, hvort landið skuli vera eitt kjördæmi, hvort setja eigi skorður við framsali fullveldis og fleira. Þótt flestir séu fúsir til að  taka rökum og miðla málum þá gæti samt farið svo að stjórnlagaþing nái ekki samstöðu um sum þessara atriða.
 
Þjóðin hafi lokaorðið
En þá er spurning hvað skal gera? Ein leið væri sú að stjórnlagaþing geri ekki breytingar frá núverandi fyrirkomulagi nema um þær ríki góð samstaða. Önnur leið væri að leggja ágreiningsefnin undir þjóðaratkvæði um leið og stjórnarskrána sjálfa. Sem dæmi þá gætu kjósendur hakað við hvort þeir vilja hafa ákvæði um þjóðkirku í stjórnarskrá. Eflaust væri þetta örlítil flóknara í framkvæmd en kosturinn væri sá að það væri þá þjóðin sjálf sem réði úrslitum.

Bloggfærslur 1. nóvember 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband