24.8.2009 | 18:13
Líkur á ICESAVE aukast og gengið veikist
Því miður eru vaxandi líkur á að stjórnvöld ætli að skrifa undir ríkisábyrgðina. Það þýðir að við þurfum að selja 700 - 1000 milljarða í krónum til að kaupa pund og evrur til að greiða af samningnum. Það er augljóst þetta mun veikja krónuna þar til lánið er uppgreitt, í fyrsta lagi árið 2024.
Þingmenn, þessir fyrirvarar skipta engu máli. Það þarf að hafna Icesave.
PS: Ekki reyna að styrkja krónuna með því að taka lán hjá AGS. Eina leiðin til að styrkja gengið er að forðast erlendar lántökur, efla útflutning og halda innflutningi í lágmarki.
![]() |
Gengi krónunnar veiktist um 0,55% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.8.2009 | 11:32
Meiri hræðsluáróðurinn
Verum skynsöm. Það er augljóst að Ísland verður sniðgengið í nokkur ár af þeim sem hafa tapað peningum á að fjárfesta hér - hvort sem við samþykkjum Icesave eða ekki.
Verum skynsöm. Höfnum Icesave annars skuldum við 700 milljörðum meira en áður og það hjálpar ekki að laða að fjárfesta.
![]() |
Fylgst náið með framvindu Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)