USD er bara ein af mörgum bandarískum myntum

liberty dollarÞað kom mér á óvart að USD er alls ekki eini gjaldmiðillin í Bandaríkjunum. Þar eru í umferð tugir annara innlendra gjaldmiðla sem kallast aukagjaldmiðlar (e. complementary currencies, local currencies).

Eins og við er að búast endurspeglar gengi USD afkomu alls bandaríska hagkerfisins en ekki einstakra svæða. Bandaríkjadollar er því iðulega of sterkur fyrir sum héruð og á sama tíma of veikur fyrir önnur svæði. Afleiðing af of sterkum Dollar er aukið atvinnuleysi á viðkomandi svæði og fólksflótti til annarra svæða.

Við slíkar aðstæður getur aukagjaldmiðill örvað viðskipti á svæðinu, aukið hagvöxt og dregið úr atvinnuleysi.

Það eru til mismunandi tegundir af aukagjaldmiðlum, sumir eru gefnir út sem seðlar og mynt en aðrir eru bara til á rafrænu formi. Sumir eru ávísun á vinnutíma en aðrir á góðmálma.

Það er líka fullt af aukagjaldmiðlum í Evrópu, líklega eru 20 slíkir í Þýskalandi einu sér. 

Maður veltir því fyrir sér ef Dollar hentar svona illa í Bandaríkjunum og Evra hentar ekki öllum í Evrópu, er þá hægt að reikna með að þessar stóru myntir henti hér á Íslandi?

Hér eru nokkrar krækjur á síður sem fjalla nánar um aukagjaldmiðla.


Bloggfærslur 16. apríl 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband