17.3.2009 | 00:10
Tillaga að tillögukerfi fyrir Alþingi
Það er fullt af fólki í landinu sem hefur tillögur að lausnum á þeim vandamálum sem þingmenn og ríkisstjórn glíma við. Vandinn er að hugmyndirnar skipta þúsundum og þær eru auðvitað misjafnar að gæðum.
Nú er til kerfi sem getur tekið við aragrúa tillagna og sjálfkrafa leitt í ljós þær tillögur sem teljast bestar af notendum þess. Notendur geta gefið hugmyndum með- eða mótatkvæði sitt skrifað athugasemdir við þær. Góðar hugmyndir sem vinna sér fylgi færast upp listann og eru að loknum teknar til greina.
Alþingi gæti mjög auðveldlega sett upp svona tillögukerfi til að hlusta á þjóðina og þingmenn sett þar inn tillögur eins og aðrir til að leita álits almennings á þeim. Hugbúnaðurinn sem til þarf er ókeypis, en ef menn vilja, geta má borga 13.000 kr. á mánuði. Kerfið fæst hér. http://www.ideascale.com/
Vonandi drífur Alþingi í að setja þetta upp fljótlega.
Ég var einmitt að prófa kerfið áðan og setti þessa tillögu inn þar. Tók bara 10 mínútur. Vona að þú kíkir við og greiðir tillögunni atkvæði. Eða setjir inn aðra.