Kljúfa þjóðina strax!

Þjóðin er og verður klofin í þessu hitamáli. Björgvin telur ásættanlegt að kljúfa þjóðina einmitt þegar hún þarf að vinna saman að lausn erfiðra vandamála. 

Það eru skynsamir menn í báðum fylkingum. Ástæðan fyrir því að þetta skynsama fólk kemst að svo ólíkri niðurstöðu er að það er næg óvissa um framtíð mála á Íslandi og í Evrópu. Við það bætast svo tilfinningar og innsæi sem er ólíkt.

Við höfum ekki efni eða tíma til að ná sátt um ESB málið. Á að neyða helming þjóðarinnar í ESB? Það verður ekki gæfulegt. 

 


mbl.is Evrópustefnan verði á hreinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Baldursson

Það er sorglega lítill fókus hjá ráðamönnum. Þrátt fyrir þetta misvitra útspil hjá Björgvini, gefur það smá von um að xD+xV verði að næstu stjórn.

Eitt er samt merkilegt í umræðunni...við erum að fá svo "spennandi" tilboð sem við erum að missa af. "Örfá sæti laus" er hljómurinn....þetta er einföld sölubrella sem spilar inn á skort. Ég held að það gefist nægur tími til að fylgjast í rólegheitum með þróuninni innan ESB næstu árin.

Við skulum ekki gleyma því að Ísland er einstakt forðabúr, bæði af matvælum og orku. Okkur mun ekki skorta, nema etv. gáfur til að sjá hversu gríðarlega lánsöm við erum. Höldum haus, höldu  sjálfstæði og höldum Samfylkingunni í hæfilegri fjarlægð frá völdum.

Haraldur Baldursson, 20.4.2009 kl. 21:24

2 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Manni er farið að gruna að sambó hafi lofað ESB ráðherrunum eitthvað og þegið mútur styrki frá ESB í staðin og sama má sega um formenn ASÍ og marga aðra sem lofa ESB í hástert allavega er þetta fólk ekki að hugsa um hag þjóðarinnar það er einhverjar skrýtnar kendir þar að baki!!!!Afhverju vill þetta fólk ekki ræða um Dollar sem gengi fljótar fyrir sig og ekki þarf að láta fullveldi landsins á móti einsog sambó og ASÍ vilja gera.Það þarf ekki að fara í aðildarviðræður við vitum um 98% reglunum og hvað við fáum en það eru þessi 2% sem eru aðalmálið og allt snýst um .Það er nóg að senda 2 fúlltrúa þarna út til Brussel með eitt bréf sem í stendur þetta er það sem við viljum halda að fullu hér semsagt fiskimiðin-landbúnaðurinn-og okkar dýrmæta orka og náttúra og hvað viljið þið gera?ekki einfaldara.Og svarið verður stutt og laggott frá ESB farið bara heim aftur við höfum ekkert við ykkur að tala.Muna bara að kjósa ekki þennan spyllinga flokk sem vil afsala okkar sjálfstæði.

Marteinn Unnar Heiðarsson, 20.4.2009 kl. 21:29

3 identicon

Ef VG ætla að taka það frá þjóðinni að fá að ákveða hvort hún vill fara í EB eða ekki, þá eru þeir að gera stór mistök. Ég skora á alla sem vilja fara í ESB að kjósa Samfylkinguna, það er ekkert sem heitir annað en hreinn meirihluti. Þjóðin hefur ekki efni á því að fara eftir skussunum sem með ákvörðunum sínum eru að setja þjóðina í þá stöðu að geta orðið fyrir hruni nr. 2.

Skoðið þetta myndband og sannfærist, þeir sem ekki eru vissir=> http://vimeo.com/4189836

Valsól (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 02:06

4 Smámynd: Tjörvi Dýrfjörð

Þú vilt ekki neyða helming þjóðinnar í ESB en hvað með hinn helmingin? á að neyða hann til að sitja utan ESB ? Ekki einu sinni skoða hvað er í boði. spurninginn er hversu mörg þúsund manns verða flutt til ESB landa áður en ESB andstæðingar átta sig á því að ef við skoðum ekki hvað er í boði þá vitum við ekki hverju við erum að hafna. það er ekki nóg að telja sig vita það.

við vitum að tvær fljótlegustu leiðirnar í ESB eru Icelandair og Iceland express !!

Tjörvi Dýrfjörð, 21.4.2009 kl. 09:17

5 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Björgvin gerir heil eina rétta að setja málin fram einsog hann vill hafa þau. Menn geta þá kosið með eða á móti því. Ef VG vill ekki ganga í ESB geta þeir leitað hófanna hjá Sjálfstæðismönnum um áframhaldandi fimbulfamb í einhverskonar ríkisstjórn með AGS sem garantista. Ef það gerist mun Sjálfstæðsiflokkurinn snúast 180 gráður suður til Brussel í von um að komast í stjórn með Samfylkingunni sem þeir hata. Stjórnarandstaða með VG kemur varla til greina af þeirra hálfu hata þá meira. VG og Sjálfstæðisflokkurinn eru of líkir til að geta þolað hvorn annan.

Gísli Ingvarsson, 21.4.2009 kl. 10:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband