Viltu spara milljarð?

Ísland er meðal tölvuvæddustu þjóða heims og íslensk fyrirtæki og hið opinbera kaupa mikið af hugbúnaði. Stærsti hluti er fluttur inn og greitt fyrir hann í gjaldeyri. Það er hægt að draga verulega úr þeim innflutningi með því að nota opinn hugbúnað sem er fáanlegur án endurgjalds. Sparnaður gæti numið milljarði á ári.

Í erindi sem ég flutti í dag á ráðstefnu Samtaka Vefiðnaðarins er sagt frá íslensku hugbúnaðarfyrirtæki sem tókst að spara 20 milljónir á 4 ára tímabili með því að velja alltaf opinn og ókeypis hugbúnað þegar þess var kostur.

Stóra spurningin er hinsvegar hvað gæti allt Ísland sparað mikið með því að nota sömu stefnu?

Lauslegir útreikningar benda til að sparnaður gætu verið nálægt 1.000 milljónum á ári. Það eru umtalsverðir peningar fyrir skulduga þjóð.

Upphæðin er áætluð með því að margfalda fjölda vinnustöðva með kaupverði og uppfærslukostnaði hugbúnaðar á hverja vinnustöð. Fjöldin er áætlaður 40.000 vinnustöðvar, þar af 10.000 hjá hinu opinbera. Hugbúnaðarkostnaður er áætlaður 25.000 kr. á vinnustöð (Sjá skýrslu ParX fyrir Forsætisráðuneytið um opinn hugbúnað) Samtals gerir þetta um 1 milljarð á ári. Svo má líka spara hundruð milljóna til viðbótar með því að nota ókeypis hugbúnað í gagnagrunnshugbúnaði, stýrikerfum, vefmiðlurum ofl. ofl.

Þetta er hinsvegar ekki auðvelt. Það þarf að taka ákvörðun, móta stefnu, hefja átak og leggja í mikla vinnu. Fólk þarf að leggja það á sig að læra á öðruvísi hugbúnað. Kreppa er einmitt góður tími til að hefja slíkt átak. Það skapar störf og sparar dýrmætan gjaldeyri.

Það er samt rétt að vara við því að ganga of langt. Stundum er einfaldlega ódýrara að kaupa hugbúnað þótt hann sé dýr.

Ég vil skora á stjórnvöld og samtök atvinnulífsins að skoða þetta tækifæri.

----

Framboð á góðum ókeypis hugbúnaði hefur aukist mjög á undanförnum árum og notkun hans fer mjög vaxandi. Hér eru nokkur dæmi:

Skrifstofuhugbúnaður (Ritvinnsla, töflureiknir ofl): Google Docs, Open Office.

Stýrikerfi (í stað Windows XP, Vista): Ubuntu

Póstforrit (t.d. í stað Outlook) : Thunderbird

Tölvupóstur : Gmail

Þetta er bara lítið brot. PC Magazine fjallaði nýlega um 173 ókeypis forrit..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er hjartanlega sammála þessu, hægt að spara mikið með því að velja opin hugbúnað. Sjálfur er ég að vinna úti í danmörku í upplýsingatæknigeiranum, þau tvö fyrirtæki sem ég hef unnið hjá fylgja svona stefnu og nota eins mikið og hægt er opin hugbúnað. Þá bæði á desktop vélar starfsmanna og eins á servera.

Má líka benda þeim á sem eru hræddir við að skipta úr gamla góða windows að það er alltaf hægt að keyra windows upp úr linux. Eins er líka hægt að keyra linux upp úr windows, ef menn vilja prófa áður en þeir skipta.

VirtualBox, http://www.virtualbox.org/, er emulator til að keyra eitt kerfi inni í öðru.

kv,

Maggi

Magnús (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 09:03

2 identicon

Góð grein hjá þér um open source hugbúnað, Frosti.

Brasilía gerði open source hugbúnað að opinberri stefnu fyrir nokkrum árum. Í fyrsta lagi til þess að spara license fee, en líka til þess að ýta undir að hugbúnaður yrði þróaður innanlands á open source grunni í stað þess að kaupa pakka lausnir erlendis frá. State of Massachusetts er með svipaða stefnu varðandi opinbera þjónustu ríkisins.

- 1 miljarður í sparnað, eins og þú bendir á, en bara on the client side með Ubuntu, Openoffice, og Google Mail, Calendar, og Docs, etc.

- x sinnum meiri sparnaður on the server side með Linux, OpenSolaris, MySQL, Php, Python, Java, etc.

Fyrir utan sparnaðinn þá er líka rétt að hafa í huga að það byggist upp mikil þekking innanlands við að vinna með open source frekar en pakkalausnir. Í stað þess að borga gjaldeyri fyrir pakkalausnir og bandarískt eða þýskt hugvit, þá er hægt að byggja upp þekkingu og iðnað í kringum þetta innanlands.

Hér eru meiri upplýsingar sem ég fann um Brazil and open source, en Sun var að vinna mikið með þeim að þessu á sínum tíma:

http://blogs.sun.com/jonathan/entry/brazil

http://www.nytimes.com/2005/03/29/technology/29computer.html

http://news.bbc.co.uk/2/hi/business/4602325.stm

http://www.northxsouth.com/brazil/

Kristinn T. Þorleifsson, netagerðarmaður (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 18:04

3 Smámynd: Haraldur Baldursson

Hjartanlega sammála þér. Mótrök hafa verið að það krefjist sérhæfðara starfsfólks að halda open source á lífi í raunumhverfi. Það má þá nota peningin sem sparast af rándýrum Microsfot hugbúnaði, eða öðrum, til að skapa fleiri störf.... en listinn er gríðarlega langur af mögulegum forritum. Raunhæfir valkostir eru líka :
"Open office" fyrir venjuleg skjöl, s.s. word, exel, presentationi osf.
"Scribus" fyrir publishing og uppsetningu á bæklingum
"Inkscape" til að vinna teikningar
"Dia" til að búa til diagrams eins og flæðirit eða gröf
"Sketchup" fyrir 3D teikningar
"VYM" fyrir mind mapping og skipulagningu
"AMSN" sem msn client
"Evolution" eða "Thunderbird" sem póstforrit
"GIMP" til að vinna myndir (í staðinn fyrir Fotoshop)
"NVU" til að búa til vefsíður
"Blender" til að búa til animation og 3d grafík
"Ardour" til að vinna með audio

Það má hedna peningum í verri málstað en þennan. Þjóðverjar eru komnir einna lengst þjóða með því að setja mikið undir með Linux væðingu. Þetta er að skila sér á marga lundu, t.d. í Tækjaheiminum, sem er flókinn bransi og hefur gjarnan verið svolítið lokaður. Einföldustu til mest flókinna tækja eru núna stýrð forritum sem keyra undir Linux. Þetta er virkilega stórt tækifæri sem býðst þarna og kostnaðurinn er ótrúlega lítill. Nú þegar eru íslensk fyrirtæki sem eru að nýta sér þetta t.d. : Marel, Flaga, Valka og fleiri.... grípum þessar Gæsir áður en við endum 10 árum á eftir öðrum...

Haraldur Baldursson, 5.2.2009 kl. 11:10

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég vil nefna myndvinnsluforritið Gimp, sem kemur að mestu leyti í staðinn fyrir Photoshop cs. Þetta forrit er í stöðugum vexti og að mínu mati algerlega sambærilegt við photoshop í almennri og professional vinnu. Google býður einnig upp á slatta af freevare og beta forritum og er t.d. Sketchup, prýðis 3d hönnunarforrit. Í myndvinnslu er raunar heill hellingur af slíkum forritum ef menn nenna að leita. Líka fyrir klippingu kvikmynda og renderingar.

Jón Steinar Ragnarsson, 6.2.2009 kl. 01:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband