Landlæknir kaupir umdeilt bóluefni

Nýlega bárust fréttir af því “að landlæknir hafi undirritað samning við lyfjafyrirtækið Glaxo Smith Kline um kaup á bóluefni gegn HPV-sýkingingum og leghálskrabbameini. Ákveðið hefur verið að bólusetja allar 12 ára stúlkur.”

Bóluefnið heitir Cervarix en samkvæmt tilkynningu frá Glaxo var það prófað á stúlkum á aldrinum 15-25 ára, en landlæknir hefur ákveðið að nota það á 12 ára stúlkur. Fréttin heldur áfram:

“Með bólusetningunni verður komið í veg fyrir sýkingar af völdum HPV sem valdið geta leghálskrabbameini. Talið er að með almennri bólusetningu megi koma í veg fyrir um 60-70% leghálskrabbameins og um 40% alvarlegra forstigsbreytinga þess. Hér á landi greinast árlega um 17 konur með leghálskrabbamein og um 300 konur með alvarlegar forstigsbreytingar.”

Þarna er beinlínis fullyrt að Cervarix komi í veg fyrir sýkingu af völdum HPV. Hið rétta er að bóluefnið ver gegn smiti af aðeins fimm afbrigðum veirunnar (HPV-16 og HPV-18) en afbrigðin eru mun fleiri. Bólusettir einstaklingar geta því smitast af öðrum HPV afbrigðum.

Hver er ávinningurinn?

Smokkurinn veitir fullkomnari vörn gegn HPV veirum en Cervarix bóluefnið, auk þess sem smokkurinn ver gegn mörgum öðrum kynsjúkdómum. Bólusetning gegn HPV þýðir því alls ekki að óhætt sé að sleppa smokknum.

Í upplýsingum frá GSK er tekið fram að Cervarix veitir ekki öllum vernd gegn HPV.

Í Bandaríkjunum er tíðni leghálskrabbameins 7/100.000 en tíðni alvarlegra aukaverkana af bólusetningu 3.4/100.000

Í Bandaríkjunum hafa 80% af 50 ára konum fengið HPV sýkingu en 95% virðast hreinsa veiruna úr líkamanum hjálparlaust. 5% fá forstigsbreytingar sem síðar geta leitt til leghálskrabbameins. Þessar forstigsbreytingar uppgötvast við reglubundna skimun, yfirleitt löngu áður en krabbamein myndast. Reglubundin skimun er mun öruggari leið en bólusetning og án aukaverkana.

Þrátt fyrir bólusetningu með Cervarix þurfa bólusettir einstaklingar að fara reglulega í skimun gegn leghálskrabbameini enda ver bóluefnið ekki gegn öllum afbrigðum HPV veirunnar og varnaráhrif þess endast ekki nema í nokkur ár.

Af þessu að dæma virðist ávinningur af bólusetningu gegn HPV harla lítill eða enginn, sérstaklega í ljósi þess að einstaklingar geta náð meiri árangri með því að stunda öruggt kynlíf og fara reglulega í skimun. Hvort tveggja atriði sem hafa engar aukaverkanir.

Hver er áhættan?

Bóluefni innihalda fjölda efna: óvirkar veirur og ýmis stoðefni sem vekja upp viðbrögð ónæmiskerfisins gegn veiruefninu. Auk þess innihalda bóluefni ýmis rotvarnarefni. Skiptar skoðanir eru um hve mikil áhætta fylgir því að hleypa slíkum efnum inn í líkamann.

Samkvæmt upplýsingum frá Glaxo getur bólusetning með Cervarix haft eftirfarandi aukaverkanir:
- Yfirlið, því getur fylgt skjálfti og líkaminn getur orðið stífur.
- Verkir, roði, bólga, þreyta, höfuðverkur, vöðvaverkur, uppkösts og liðverkir.

Tekið er fram að ekki skuli gefa barnshafandi konum Cervarix.

Alvarlegar aukaverkanir þekkjast, hér eru tvö dæmi frá Bretlandi:

Ashleigh (12 ára)  fékk sinn fyrsta skammt af Cervarix þann 15 október 2008 og varð veik hálftíma síðar. Höfuðverkurinn var svo sár að hún hljóðaði. Næstu daga var hún með svima, síðar fékk hún verki í fætur sem voru svo sárir að hún féll við. Hún var lögð inn á Frimley Park Spítalann í tvo daga. Sjúkdómsgreiningin hljóðaði þannig: Svimi og vöðvaverkir líklega vegna bólusetningar. Smám saman versnaði ástand Ashleigh og að lokum gat hún ekki gengið fyrir verkjum. Heimild: Daily Mail 14. desember 2008.

Stacey (17 ára) fékk sitt fyrsta flogakast nokkrum dögum eftir bólusetningu með Cervarix. Á næstu vikum urðu köstin fleiri og að lokum greindist hún með heilaskaða. Nú er Stacey í endurhæfingu að endurlæra einföld atriði eins og að búa til samloku. Heimild: The Telegraph 3. október 2009.

Slík dæmi eru sem betur fer fátíð, líklega innan við 4 af 100.000 og í raun ekkert sem bendir til að Cervarix sé verra en önnur bóluefni að þessu leyti.

Stóra spurningin
Það sem einkennir Cervarix er hversu óljós ávinningur er af notkun bóluefnisins og sú spurning vaknar hvort það sé í raun réttlætanlegt að leggja út í þá fjárfestingu og áhættu sem fylgir þessari bólusetningu?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Innilega sammála.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 30.6.2011 kl. 01:28

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta er mjög vel unnin grein hjá þér, Frosti.

Hér virðist þetta hafa runnið í gegnum þingið í venjulegu hugsunarleysi.

Það minnir á þann sósíalfasisma sem tíðkaðist á sviði læknisfræðinnar í tíð Vilmundar á 4. áratugnum, þegar lögleidd var þvinguð vönun vangefinna að hans frumkvæði, sósíalistans, ásamt vitaskuld fósturdeyðingum, þvert gegn kristnum anda sem mótað hafði löggjöfina.

Verst er að þetta Glaxo Smith Kline-ævintýri getur verið stórháskalegt, það skapar líka falskt "öryggi", eins og sést vel af inntaki þessara ágætu athugana þinna.

Jón Valur Jensson, 30.6.2011 kl. 05:47

3 identicon

Er í mörgu sammála þér Frosti, finnst ekki aðalmál í heilbrigði íslenzku. Verst finnst mér þó að ef reynslan lýgur ekki því meir munu hegðunarvenjur samlífs verða áhættusamari- 1) minni smokkakaup og not, 2( fleiri ungar frýr sleppa þessum neyðarlegu leghálsskoðunum, 3) lifrarbólga, eyðnismit, lekandi aukast, klamydían líka ef hægt er hérlendis, 4) unglingaveikin verður morgunógleði og beltisþykk mær uppúr fermingu finnst fremur. En svona er þetta. Í BNA greiða tryggingar ekki svona bólur, tízkubólusetningar en aðal kúnnar voru læknadætur. Lengi haft grun um að læknar væru skammsýnir.

finnbogi karlsson (IP-tala skráð) 30.6.2011 kl. 09:10

4 Smámynd: Jónas Pétur Hreinsson

Þú hefur greinilega ekki kynnt þér hve margar stúlkur þurfa árlega að fara í keiluskurð vegna HPV smits. Eða hve margar stúlkur eru í raun komnar á þann stað í lífinu að krabbamein er að draga þær til dauða vegna HPV smits. Það er nefnilega staðreynd að það eru all nokkur þannig tilfelli sem hafa komið hér upp sem þetta bóluefni hefði getað komið í veg fyrir. Ef það er vegið og metið blákalt hvort er hagkvæmara og betra fyrir ungarstúlkur þá kemur bóluefnið margfallt betur út en þær framtíðarhorfur að deyja úr krabbameini um og fyrir þrítugt.

Jónas Pétur Hreinsson, 30.6.2011 kl. 11:02

5 Smámynd: Jónas Pétur Hreinsson

Smá auka ábending; Það eru einungis HPV-16 og HPV-18 sem valda krabbameini. Það hefur ekki verið sýnt fram á annað með rannsóknum.

Jónas Pétur Hreinsson, 30.6.2011 kl. 11:21

6 identicon

Já segðu, ef landlæknir væri nú ekki læknir(Eins og þú), og tæki heimildir upp úr sorpriti eins og Daily Mail(Eins og þú). Þá væri nú heilsusamlegt á klakanum, tala nú ekki um ef JVJ væri ráðgjafi þinn að auki

DoctorE (IP-tala skráð) 30.6.2011 kl. 16:55

7 Smámynd: Frosti Sigurjónsson

Jónas Pétur þú virðist hafa þessar tölur á hreinu og ég vil gjarnan fræðast

Hvað þurfa margar stúlkur að fara árlega í keiluskurð vegna HPV smits?

Hvað eru margar stúlkur að berjast við krabbamein vegna HPV smits?

Er víst að þær hefðu sloppið við þessi örlög ef þær hefðu verið bólusettar með Cervarix 12 ára?

Doktor E,

Ég er ekki læknir og hef hvergi haldið því fram. Það er til töluvert af heimildum sem gagnrýna Cervarix m.a. þar sem læknar lýsa efasemdum. Sjá hér nokkuð langa grein um bæði Gardasil og Cervarix http://www.vaccineriskawareness.com/Gardasil-and-Cervarix-The-Cervical-Cancer-Vaccines

Frosti Sigurjónsson, 1.7.2011 kl. 12:17

8 Smámynd: Jónas Pétur Hreinsson

Dugar þetta?

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2011/06/30/stulkur_hefja_kynlif_13_ara/

"Hér á landi greinast að jafnaði um 17 konur á ári með leghálskrabbamein og þrjár látast af völdum þess. Landlæknisembættið hefur undirritað samning um kaup á bóluefninu Cervarix, en með því verða 12 ára stúlkur bólusettar til að koma í veg fyrir krabbameinið.

Þórólfur Guðnason, yfirlæknir á sóttvarnaviði landlæknisembættisins, segir Cervarix hafa verið ítarlega rannsakað og mælir með því að foreldrar fari með dætur sínar í bólusetninguna."

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2011/06/30/taldar_koma_i_veg_fyrir_60_70_prosent_tilfella/

"Yfir 300 greiningar hér

Hér á landi greinast að jafnaði um 17 konur á ári með leghálskrabbamein samkvæmt upplýsingum frá Landlæknisembættinu og þrjár látast af völdum þess. Meðalaldur þeirra sem greinst hafa er um 45 ár. Um 300 konur hérlendis greinast hins vegar árlega með alvarlegar forstigsbreytingar leghálskrabbameins."

Jónas Pétur Hreinsson, 2.7.2011 kl. 01:57

9 identicon

snúlli (IP-tala skráð) 11.7.2011 kl. 16:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband