Kosningasvindl á Íslandi?

sjsVG undir forystu Steingríms J Sigfússonar hafa blekkt kjósendur sína fullkomlega. Ég kaus VG nær eingöngu vegna stefnu flokksins gegn aðild að ESB. Nú stendur þessi sami flokkur og Steingrímur J að tillögu um aðildarumsókn í ESB, án þess að spyrja þjóðina álits.

Varla get ég verið einn um þá tilfinningu að atkvæði mitt hafi verið misnotað í einhverskonar kosningasvindli?

Það hlýtur að vera fullkomlega ólýðræðislegt að lofa kjósendum einni stefnu en taka svo upp þveröfuga stefnu eftir kosningar. Hvaða tilgang hafa annars kosningar? Um hvað er maður að kjósa?

VG eiga að sýna þann manndóm að annað hvort segja sig úr ríkisstjórn eða fylgja þeirri stefnu sem lofað var fyrir kosningar.

Í stefnu VG stendur: 

Hugsanlegur ávinningur af aðild Íslands að Evrópusambandinu réttlætir ekki frekara framsal á ákvörðunarrétti um málefni íslensku þjóðarinnar og er aðild að Evrópusambandinu því hafnað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Frosti minn kjósa VG !!!, botninum náð.

Ómar Ingi, 9.7.2009 kl. 20:50

2 identicon

Þetta hefur alltaf verið svona. Allir flokkar lofa öllu fögru en eina leiðin til að efna loforðin er að ná hreinum meirihluta. Það mætti segja að allir flokkar lofi eins og þeir væru á leiðinni í stjórnarandstöðu (sbr. loforðalista Sjálfstæðisflokksins fyrir síðustu kosningar).

Eftir kosningar þá fara fram stjórnarmyndunarviðræður þar sem samið er um hvaða loforðum skal sleppt að efna.

Sá sem kýs stjórnmálaflokk eftir einu málefni verður líður fyrr eða síðar eins og Frosta. Eins og maður hafi verið svikinn. Ég kannast við þetta.

Svona er þetta og kemur til með að vera áfram nema róttækar breytingar verða á kosningakerfinu. Á meðan verður þú, Frosti, að sætta þig við að hafa lent í minnihluta með kosningamálið þitt.

Ragnar Þórisson (IP-tala skráð) 9.7.2009 kl. 21:01

3 identicon

Þetta er óskiljanlegt með öllu og tóm svik við kjósendur VG. Ég og margir aðrir sem ég kvatti til þess að styðja VG gerðu það einmitt vegna þess að VG stóð hart gegn ESB aðild og hafði áður sýnt af sér stefnufestu og heiðarleika og var lítið eða ekki flækt inní græðgisvæðinguna. Margt af þessu fólki hafði aldrei áður stutt VG og það þótti þeim og mörgum öðrum sem þetta fólk hefði hreinlega umpólast.

VG átti stórt tækifæri á að verða áfram trúverðugur og heiðarlegur stjórnmálaflokkur en þá taka þeir uppá því umsvifalaust að nánast taka upp stefnu Samfylkingarinnar í þessu ESB máli.

Verri svik var ekki hægt að gera þeim fjölmörgu kjósendum sem gerðu VG að stærstu sigurvegurum síðustu kosninga.

Ég næ ekki uppí nefið á mér útaf þessum svikum.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 9.7.2009 kl. 21:12

4 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Frosti það var orðið ljóst nokkru fyrir kosningar, eða frá því að Vg fór í stjórn með Samfylkingunni, að Vg ætlaði að nota Evrópustefnuna sem skiptimynt í samningum við Samfylkinguna. Ég vakti einmitt athygli á þessu 21. apríl - Ísland á leið inn í ESB í boði Vinstri grænna og aftur 23. apríl - Að tala í gátum.

Steingrímur J. er eldri en tvævetur í pólitík og kallar ekki allt ömmu sína í þeim efnum. Hingað til hefur hann aðeins þurft að nota ,,verkfærin" í kistunni stjórnarandstöðumegin en hefur fyrir nokkrum mánuðum nýtt sér verkfærin, sem beita skal þegar völdum hefur verið náð. Það verður fróðlegt að fylgjast með hugsjónkonunum Guðfríði Lilju, Lilju og Katrínu og hvort kallinum takist að siða þær til í ,,veislusölum valdsins".

Jón Baldur Lorange, 9.7.2009 kl. 21:14

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Hver kýs flokk sem hefur eitthvað "nokkuð ljóst" á stefnuskrá. Sannleikurinn er sá, eins og Frosti nú finnur, að Vinstri grænir eru kosningasvindlarar sem hafa svindlað sér inn á Alþingi Íslands í gegnum kosningaloforð sem þeir vinna strax þvert á móti um leið og þeir komu inn úr dyrum Alþingis. Algerlega þvert á móti því sem þeir sögðu í kosningunum og í stefnuskrá flokksins. Þetta er bókfærslusvindl með atkvæði, flóknir ógagnsæir stjórnmálagjörningar og insider verslun með afleiður þeirra atkvæða sem Vinstri Grænir svindluðu sig fram til í ALÞINGISKOSNINGUM !!! Þetta er svívirðilegt

Gunnar Rögnvaldsson, 9.7.2009 kl. 21:58

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Núna hlýtur því að standa I D I O T framan á enni þeirra sem kusu Vinstri græna, umfram það fylgilið sem þeir höfðu áður. Sjálfur benti ég þeim sem gátu ekki hugsað sér að kjósa Sjálfstæðisflokkinn að kjósa Vinstri græna því flokkurinn væri ekki landsöluflokkur. Ég hefði valið að trúa því eftir að hafa kynnt mér stefnuskrá flokksins og fylgst með kosningaloforðum þeirra. Trúði því að maður fengi ESB andstöðuflokk í þeim viðskiptum. Mikið skammast ég mín núna. Auðmýking mín er alger. Ég villti gersamlega um fyrir fólki

Gunnar Rögnvaldsson, 9.7.2009 kl. 22:10

7 Smámynd: Haraldur Baldursson

Ég þekki ALLTOF marga sem kusu VG, vegna ESB andstöðu og Icesave staðfestu. Sjálfur kaus ég Sjálfstæðisflokkinn, því ég tók loforð af nýjum formanni (sem þá var í framboði til þess embættis) að við værum ekki á leiðinni þar inn. Ég er ekki að stæra mig af þessu, því VG hljómaði eins og alvöru valkostur. Sjálfstæðisflokkurinn er enn ekki að standa nægjanlega fastur gegn ESB aðildarviðræðum, en loforðið sem mér var gefið endist enn. Varaformaður xD á það til að dansa full langt yfir línuna og enda Samfylkingarmegin annað slagið. Samt er Bjarni að halda línunni í flokknum. Vonandi endist xD kraftur í baráttu sem verður að sigrast.

VG hins vegar....tja þó eiginlega Steingrímshluti VG er að svíkja sín loforð. Guðfríður Lilja gaf síðan eftir í dag. Hún lét af áður boðaðri stöðu sinni. Það er mikill missir, en mælikvarðinn er niðurstaða atkvæðagreiðslanna.
Guðfríður Lilja,
Lilja Mósesdóttir,
Ásmundur Einar Daðason,
Atli Gíslason og
Ögmundur Jónasson
Standið ykkur nú og látið þessar ókindur ekki vaða hérna uppi. Hleypið þeim Icesave og ESB rollunum ekki í gegnum sóttvarnargirðinguna.

Haraldur Baldursson, 9.7.2009 kl. 22:30

8 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Ég get verið sáttur við mitt atkvæði þar sem ég gat ómögulega krossað við V.

Axel Þór Kolbeinsson, 9.7.2009 kl. 22:35

9 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Þetta er hárrétt athugað Frosti. Hér er um slíkt stórmál að tefla að það þýðir ekki að bera við að samsteypustjórnir kalli á málamiðlanir. Vg verður að gera annað tveggja að fella tillöguna um umsókn að  eða segja sig úr ríkisstjórninni. Allt annað eru bein svik við kjósendur.

Páll Vilhjálmsson, 9.7.2009 kl. 23:04

10 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Hyggstu kæra?

Sigurður Þorsteinsson, 9.7.2009 kl. 23:15

11 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég veðja ekki á VG í málum sem tengjast harðdrægni og hámörkum hagnaðar. 

SamFo virðast hafa bakland sem leggur henni hugmyndafræðina sem er nauðsynlega til að koma Íslenska hagkerfinu undir og inn í það stóra EU.

VG eru í mjög slæmu málum því sækja fylgi sitt til minnisgóðra. Hvort þetta verður flokkur eftir innlimun held ég ekki. VG komast ekki auðveldlega frá þeirri stöðu sem þau hafa flækst í.  Græðgin hefur líka fyllt þau ágirnd og ranghugmyndum um meinta snilli, eins og þau í SAmFo að mati Jóhönnu Sig. 17. júní. 

Júlíus Björnsson, 9.7.2009 kl. 23:34

12 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég kalla þá ekki "idiot" sem kusu Vinstri græna, í þeim hópi eru jafn-ágætir sjálfstæðissinnar og Frosti Sigurjónsson, Hans Haraldsson, Bjarni Harðarson og Páll Vilhjálmsson (ekki rétt, Páll?). Svikin og blekkingarnar eru formanns flokksins umfram alla aðra, og hann fær að búa við skömmina.

Jón Valur Jensson, 9.7.2009 kl. 23:41

13 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Já, ég gleymdi nú að minnast á þá kappana Atla Gíslason, Ásmund Einar Daðason og Ögmund Jónasson, sem Haraldur nefndi hér að ofan. Allt eru þetta sjálfstæðissinnar. Ég veit ekki með Katrínu Jakobsdóttur en trúi því að hún standi með réttlætinu, hvar sem það er að finna. Og við vitum hvar það er að finna í ESB málum.

Hins vegar þó ég hafi kosið Sjálfstæðisflokkinn vegna þess að stefna hann er skýr í ESB málum eftir landsfundinn í mars þá eru þingmenn og forysta flokksins undir gífurlegur þrýstingi frá verslunaríhaldinu í flokknum, sem á sér þann draum að sjá Ísland í ESB. Grasrótin vann afgerandi sigur á landsfundinum en verslunaríhaldið beið afhroð og kom það elítunni í þeim herbúðum og í Samfylkingunni í opna skjöldu. Það sem vekur óhug er að sömu öfl og stóðu fyrir einkavinavæðingunni í anda nýfrjálshyggjunnar berjast nú á hæl og hnakka við að koma Íslandi inn í ESB. Þetta er öflugir kraftar sem hafa nær alla fjölmiðla á valdi sínu.

Ég er þess vegna stoltur af því að forysta Sjálfstæðisflokksins hefur ennþá staðið í ístaðinu - með fullveldi og sjálfstæði landsins. Allt annað væri andsætt hinni klassísku sjálfstæðisstefnu. Að mínu áliti voru mistök að leggja fram þingsályktunartillögu um ESB mál en það kann að vera að það hafi verið taktískt nauðsynlegt til að tryggja farsæla niðurstöðu í málinu. Ef samstaða tekst með öllum flokkum á Alþingi nema Samfylkingunni um að leggja aðildarumsókn að ESB fyrir þjóðina í atkvæðagreiðslu þá er það mikilvægur áfangasigur sem ber að fagna.

Jón Baldur Lorange, 9.7.2009 kl. 23:47

14 Smámynd: Frosti Sigurjónsson

Mjög margir kusu VG vegna einarðrar yfirlýstrar andstöðu flokksins við ESB aðild. 

Skoðanakannanir sýna að fylgi VG hefur hrunið úr 27% (apríl) niður í 18% (júní) og eflaust komið enn neðar núna.

Skyldi það vera vegna þess að flokkurinn er búið að kúvenda gjörsamlega í ESB málinu?

Frosti Sigurjónsson, 9.7.2009 kl. 23:54

15 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Hvernig stingur þú þá uppá að ríkisstjórnir yrðu myndaðar á Íslandi Frosti? - Eru einhverjir flokkar sem geta myndað meirihluta án málamiðlanna? - Eða má „svíkja“ alla hina kjósendurna en bara ekki „mig“?

Helgi Jóhann Hauksson, 10.7.2009 kl. 02:05

16 Smámynd: Júlíus Björnsson

SamFo er minnihluti í máli sem meirihlutanum þykir mikilvægt. Á minnihluti að kúga annan minnihluta til að fara gegn meirihlutanum á þingi: sem endurspeglar vilja þjóðarinnar.

Það má engan svíkja. Reglur bregðast þegar þor eru brotnar, sama gildir um regluverk sem hrynja.

Júlíus Björnsson, 10.7.2009 kl. 03:03

17 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

-------------------------------------------------- 

"Ég kalla þá ekki "idiot" sem kusu Vinstri græna, í þeim hópi eru jafn-ágætir sjálfstæðissinnar og Frosti Sigurjónsson, Hans Haraldsson, Bjarni Harðarson og Páll Vilhjálmsson (ekki rétt, Páll?). Svikin og blekkingarnar eru formanns flokksins umfram alla aðra, og hann fær að búa við skömmina."

--------------------------------------------------  

Það gerði heldur enginn Jón Valur, því VG keyrðu einmitt trúverðuga kosningabaráttu sem skaffaði þeim mikið fylgi umfram það sem þeir hafa verið með - og það fylgi kom einmitt að stórum hluta til frá ESB andstæðingum.

Það sem ég skrifaði var þetta:

======================= 

"Núna hlýtur því að standa I D I O T framan á enni þeirra sem kusu Vinstri græna, umfram það fylgilið sem þeir höfðu áður."

=======================  

Menn hljóta að "fíla" sig sem einmitt IDOTS núna; að hafa kosið VG en svo fengið Samfylkinguna fyrir atkvæðið sitt. Nef margra þeirra sem kusu VG er því mikið lengra húna. Nef mitt er lengra núna því ég mælti með VG sem valkosti fyrir þá sem vildu ekki kjósa xD en sem vildu samt kjósa flokk sem væri ESB-andstöðuflokkur og styddi áframhaldandi fullt sjálfstæði Íslands. Þetta er stærsta og alvarlegasta málefni nokkurrar kosninga í sögu lýðveldisins, svo svik og prettir VG eru því ekkert smá mál. 

Vonbrigðin eru svona sár vegna þess að VG komu til kosninga sem trygging fyrir því að Ísland færi ekki að afsala sér fullveldinu í armi ESB. Að VG stæðu upp í hárinu Samfylkingunni.

Ég veit ekki hvað menn eins og Hjörleifur Guttormsson og Ragnar Arnalds eru að hugsa núna. Þeim líður varla vel. Það er valtað yfir gömlu hornsteina VG  

Gunnar Rögnvaldsson, 10.7.2009 kl. 06:54

18 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Ég finn til með ykkur sem létuð ginnast í til að kjósa VG á þessum forsemdum.

Ég þekki persónulega bæði flokksbundna sjálfstæðismenn og framsóknarmenn sem kusu VG bara vegna trúar á ESB andstöðu. En það er huggun harmi gegn að það er margt ágætis fólk á þingi frá VG. Og ég tel að fest þeirra séu að slá af þarna í trausti þess að aðild verði feld þegar þjóðin fær að kjósa um það.

Ég er mjög eindeigin sjálfstæðissinni. En ekki mjög eindregin and ESB sinni. Þá á ég við að ég er ekki á móti ESB, ég er vil bara ekki láta ESB segja mér fyrir verkum, og því síður vildi ég láta VG segja mér fyrir verkum.

Guðmundur Jónsson, 10.7.2009 kl. 07:54

19 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Það er vel hægt að vera "Evrópusinni" en á móti Evrópusambandinu - reyndar eins og mjög margir Evrópubúar eru.

Evrópusinnar eru bara ekki "federalistar". Evrópusambandssinnar eru oft miklir "federalistar".

Ég er Evrópusinnaður enn sem komið er, en algerlega ekki federalisti.

Markmið Evrópusambandsins er samkvæmt Rómarsáttmálanum, sem segir fyrir um "æ meiri samruna". Samruninn stoppar aldrei. Þetta endar með stórslysi.

Gunnar Rögnvaldsson, 10.7.2009 kl. 10:21

20 Smámynd: Frosti Sigurjónsson

Að kjósa fulltrúa til 4 ára er bara óhugsandi langur tími ef menn geta ekki verið trúir stefnu sinni í 4 mánuði.

Fulltrúalýðræði verður að grundvallast á því að fulltrúinn sé trúr þeim grundvallarstefnumiðum sem hann fékk fylgi sitt út á.

Ef fulltrúinn er kominn í þá stöðu að framkvæma stefnu sem er þveröfug við þá stefnu sem hann fékk fylgi út á þá er hann farinn að misnota atkvæðið gróflega. Honum ber að slíta stjórnarsamstarfinu.

Frosti Sigurjónsson, 10.7.2009 kl. 10:41

21 identicon

Óttalega eru þetta skrítnar umræður hérna.

VG hefur alltaf verið á móti ESB og er það ennþá.

Þó það verðir sótt um þá verður niðurstaðan lögð fyrir þjóðina og hún ákveður hvort við verðum aðilar eða ekki.

Það verða til tvær hreyfingar já og nei hreyfing, líklega nokkuð þverpólitískar hreyfingar þó VG fólk muni verða á móti að mestu, og Samfylkingarfólk með að mestu.

Þetta er mjög lýðræðislegt ferli og allt blaður um kosningasvindl ber eingöngu vott um hvað pólitísk umræða hérna er á lágu plani.

Sigurdur (IP-tala skráð) 10.7.2009 kl. 13:01

22 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Ég hef aldrei kynnst ESB-sinna eða rekist á skrif eftir slíkan sem myndi vilja sjá það að ESB yrði „fedral“ ríkjabandalag. - Svo enn lýgur Gunnar uppá menn og málefni þegar hann segir: „Evrópusambandssinnar eru oft miklir "federalistar".“ - Þetta er hrein og klár lýgi Gunnar.

Helgi Jóhann Hauksson, 10.7.2009 kl. 13:28

23 Smámynd: Frosti Sigurjónsson

Sigurður,

76% þjóðarinnar vill tvöfalda atkvæðagreiðslu um ESB. Ríkisstjórnin ætti að taka tillit til þess.

Helgi,

Það er rétt hjá þér að almenningur í ESB löndum hefur líklega alltaf verið á móti federalisma en ráðamenn ESB hafa samt sem áður fært stöðugt meira vald frá aðildarríkjum til ESB.

Frosti Sigurjónsson, 10.7.2009 kl. 14:19

24 identicon

Sorglegt hvað margir létu blekkjast af kostningaráróðri VG. Þeir vissu að þeir myndu ná til óánægra Sjálfstæðismann með anti ESB stefnu. Sjálfsæðisflokkurinn er eini flokkurinn sem er ekki á leið í ESB. Hvenær hefur Íslandi verið stjórnað af viti án aðkomu Sjálfstæðisflokksins. Vaknið.  Þegar verður aðili af ESB yrði ég ekki hissa ef leifarnar ag VG rynni inn í Samfylkinguna.

Palli (IP-tala skráð) 10.7.2009 kl. 15:17

25 Smámynd: Hulda Haraldsdóttir

 JÁ MARGA HEF ÉG HITT SEM  HAFA VERIÐ  NÁNAST MEÐ GRÁTINN 'I KVERKONUM YFIR SVIKUM VG VIÐ KJÓSENDUR SÍNA.

VERST ÞÓTTI MÉR ÞÓ AÐ HORFA  UPP Á ÞÁ GÖMLU MÆTU  FYRRUM SVEITUNGA MÍNA SEM VORU MEÐAL STOFNENDA VG FINNAST ÞEIR SVÍVIRTIR OG SVIKNIR SVO ILLILEGA AÐ ÞAÐ VAR SÁRT VAR UPPÁ AÐ HORFA.

HEIÐARLEIKI VIRIÐST VERA ORÐ SEM EKKI LENGUR ER TIL Í ORÐABÓKUM ÍSLENSKRA STJÓRNMÁLA HVAÐ ÞÁ ORÐ EINS OG HUGSJÓN.

 JÁ ILLA ER KOMIÐ FYRIR OKKAR FRÓMU ÞJÓÐ.

Hulda Haraldsdóttir, 10.7.2009 kl. 15:45

26 identicon

Þegar við kjósum bara "atvinnukjaftaska", er ekki von á öðru.

Þórunn Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 10.7.2009 kl. 18:28

27 identicon

Nú kaus ég VG og er á móti ESB. Sagði VG samt ekki alltaf að þeir væru meðfylgjandi því að leggja þá ákvörðun á þjóðina hvort við ættum að gerast aðilar að ESB? Hérna er smá túlkunaratriði hvort meint var atkvæðagreiðslu um aðildarumsókn eða um "samning" sem fæst frá umsókninni(þ.e.a.s. nema betri maður geti fundið mér quote frá SJS).

Sjálfum finnst mér einfaldlega ekki nægilega gott hvernig Samfylkingin er að reyna að troða þessu máli í gegn í skjóli Icesave. ESB-trúa Samfylkingarinnar hefur skaðað Icesave "samninginn" nægilega mikið þó þeir eyði ekki tíma embættismanna á þessari lykilstundu í ESB umræðu og noti þá örvætingu sem er í samfélaginu til að bæta við fólki í ESB cultinn sinn.

Mér finnst aftur á móti ekki nægilega gott hve VG virðist vera byrjað að taka Samfylkinguna á þetta og berja þingmenn sína til hlýðni. Vonum að það traust sem ég setti á VG hér í vor um óspilltan anti-ESB flokk sem hefur þjóðina í fyrirrúmi muni ekki koma og bíta mig í rassinn.

Ef á að velja milli spilltasta flokks landsins sem stendur fyrir sínum leiðum eða gott og heiðarlegt fólk sem lætur berja sig til hlýðni, hvort er betra?

Gunnar (IP-tala skráð) 10.7.2009 kl. 18:58

28 Smámynd: Júlíus Björnsson

SamFó er me,me,me flokkur eins og dæmin sanna, einróma og engin mótrök þar á bæ.

Júlíus Björnsson, 10.7.2009 kl. 19:16

29 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Kannski væri réttast að kalla þetta sker "SVINDLEYJAN" í ljósi þess að "stjórnmálamenn & bankamenn" standa fyrir ENDARLAUSUM "lygum & blekkingum" fá vel greitt - mikil ábyrgð - en svo svíkja þeir endarlaust allt & alla eins og að drekka vatn.  Alveg óborganlegt lið - þú & nýir kjósendur VG eigið svo sannarlega ALLA mína samúð - en í næstu kosningum setjið þið vonandi X-ið á réttan stað - með kveðju frá Þór, Margréti, Birgittu & öðrum í Borgarahreyfingunni!

kv. Heilbrigð skynsemi - mjög stoltur kjósandi Borgarahreyfingarinnar!

Jakob Þór Haraldsson, 10.7.2009 kl. 22:47

30 Smámynd: Haraldur Baldursson

Á Íslandi verða ENGAR kosningar um ESB ef þetta fer í gegnum þingið.
Ég get því miður lofað ykkur því að við (þjóðin) fáum aldrei að kjósa um ESB aðild, hvorki um það hvort til viðræðna komi, né um niðurstöðurnar.
Hvort sem fólki líkar vel eða illa, þá stendur það einfaldlega ekki til hjá ESB-sinnum að leyfa þjóðinni að ákveða sig

Haraldur Baldursson, 11.7.2009 kl. 00:30

31 Smámynd: Jón Valur Jensson

Svo verða menn að átta sig á því, hve hættulega langt við höfum teygt okkur með því að fara út í allar þessar viðræður, "fjárfesta" í þeim, myndu sumir segja, og væntingar myndu skapast hjá mörgum fyrirtækjum innan lands og erlendis vegna þeirra eigin hagsmuna, og það í sjálfu sér gerir frelsi okkar takmarkaðra að taka ákvörðun óháða slíkum tengingum, enda slíkir aðilar vísir með að stórauka áróður fyrir innlimun landsins i þetta evrópska stórríki. Þar að auki hefur þetta bandalag (um 1550 sinnum fólksfleira en Ísland) mikla sjóði sem það hefur ausið úr í áróðursskyni til að fá inn lönd eins og Tékkland og Svíþjóð. Svo tala menn eins og ákvörðun okkar verði bara frjáls og okkar eigin!

En svívirðileg eru svik Vinstri grænna, ef þeir taka afstöðu gegn kosningum um þessa umsókn, ef af henni verður (í sumar). Það er svo gersamlega úr takti við yfirlýsta andstöðu þeirra við innlimun í þetta bandalag.

Ég hed ég hafi fundið skýringuna: Sjálfstæðisflokkurinn hefur svelt VG allt of lengi úti frá ríkisstjórnarstarfi. Þegar menn hafa verið 16–20 ár utan stjórnar, þá eru þeir ekki reiðubúnir til að fá ráðherrastólana til þess eins að missa þá eftir nokkra mánuði. Samfylking (sem jafnan lætur tilganginn helga meðalið nú orðið, sér í lagi þegar það þjónar Ebé-innlimunarþrá hennar) hefur verið að ljúga því að Vinstri grænum, að hún sé á leið í stjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokki, ef VG reynast ekki leiðitamir, svo í Icesave-svikamálinu sem í Ebé-svikamálinu. Þsð er hættulegt að halda sumum svo lengi frá völdum, að þeir gera hvað sem er til að fá þau eða halda þeim.

ES. Gunnar minn, ég skil þig, næ þessu hjá þér!

Jón Valur Jensson, 11.7.2009 kl. 03:57

32 identicon

Það á að valta yfir þjóðina í þessu máli. Ég vil minna á að EES samningurinn var samþykktur með minnihluta Alþingis.

Eggert Guðmundsson (IP-tala skráð) 11.7.2009 kl. 10:14

33 identicon

Það sem mér finnst magnaðast við þessa grein er fólkið sem kaus sjálfstæðisflokkinn. Hvernig er það hægt? Hvernig mögulega réttlætur þú það að kjósa þessa menn? Útaf því að evrópuafstaða þeirra hugnast ykkur best? Ég hélt að fólk hefði lært að sjálfstæðisflokkurinn svíkur kjósendur ef honum sýnist. Svo er fólk hrósandi flokknum fyrir að standa við stefnu sína. Þið vonandi vitið að þeir eru í stjórnarandstöðu? Mér datt ekki í hug að kjósa VG enda sá ég þá vera ljúga fyrir kosningar til að kóróna mitt álit á þeim og fjórflokkunum sem ég mun aldrei kjósa. Ef þetta væru hugsjónamenn þá myndu þeir stofna nýja flokka og byrja án fjármagns. VG segja fyrir kosningar að þeir muni ekki fara í evrópusambandið en ætla samt í stjórn með samfylkingunni.

 Það vantar eitthvað í fólk sem sá ekki í gegnum þetta. Guðanna bænum. Það þarf tvo til. Fólk sem lýgur og fólk sem trúir lygunum.

Jóhann Gunnar (IP-tala skráð) 11.7.2009 kl. 12:43

34 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég er löngu búinn að setja hagsmuni Ísland fram fyrir alla flokkapólitík. Slíkt þjónar engum tilgangi þegar tilvist lands og þjóðar er ógnað. Sókn er best vörnin. Orðspor þjóðarinnar tryggir arðbær viðskipti framtíðarinnar. Icesave er liður í að festa ófræginguna í sessi.

Júlíus Björnsson, 11.7.2009 kl. 13:04

35 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Þeir eru víst óvenjumargir að þessu sinni sem naga sig í handabökin yfir því hvernig þeir vörðu atkvæði sínu í nýliðnum kosningum. Það óvenjulegasta er þó það hve handarbakarnagið vegna þessa hefst stuttu eftir kosningar. Það eru ekki nema tæpir þrír mánuðir síðan það var kosið!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 14.7.2009 kl. 01:05

36 identicon

eins og sauðir leiddir að slátrun......voru kjósendur teymdir áfram á óraunhæfum loforðum misvitra stjórnmálamanna líkt og 2007 hefði aldrei liðið.......og margir kokgleyptu, það er skiljanlegt þegar örvæntingin ríkir.

Það er komin tími til að steingrímur felli grímuna og hætti að hvæsa á bjarna ben um klúður sjáflstæðisflokksins og fari að taka ábyrgð á þessum samningi....eins ógeðfelldur hann er og um leið að kyrja ESb möntruna til að halda jóhönnu góðri.

Karen Elísabet Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 00:24

37 identicon

Er það semsagt þingmaðurinn þinn sem sagði þetta:

,,Ég hef þá sannfæringu að Íslandi sé betur borgið utan Evrópusambandsins en innan þess. Ég hef þá sannfæringu að bandalagið sé á krossgötum eins og heimurinn allur og þurfi á endurmati að halda. Þar þurfi að efast um mælikvarða, grundvöll og forsendur þess samfélags sem við höfum byggt á Vesturlöndum undanfarinna áratuga. Ég hef þá sannfæringu að lýðræðið sé fyrir borð borið í Evrópusambandinu vegna þess að valdið er of langt frá fólkinu, við Evrópusambandsins og segi já."

- Svandís Svavarsdóttir alþingismaður VG í Reykjavík Suður. 

 Er ég að missa af einhverju?

Kristinn Þ. (IP-tala skráð) 20.7.2009 kl. 13:48

38 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þessi Svandís á ekki heima á Alþingi, svo mikið er víst.

Jón Valur Jensson, 20.7.2009 kl. 15:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband