Evrópusambandið er ólýðræðislegt bákn

euvote
Í Evrópusambandinu er lagasetning í höndum framkvæmdastjórnarinnar, sem er skipuð 27 fulltrúum sem eru ekki kosnir, heldur tilnefndir af aðildarríkjum. Framkvæmdastjórnin ein hefur vald til að leggja fram lagafrumvörp og hún hefur auk þess allt framkvæmdavald. Þrískipting valdsins er því ekki fyrir hendi.

Evrópuþingið hefur ekki vald til að leggja fram lagafrumvörp. Þingið hefur aðeins eftirlit með framkvæmdastjórninni og samþykkir lagafrumvörp hennar. Þingið getur ekki gert breytingar á lagafrumvörpum, og þarf hreinan meirihluta þingmanna til að stöðva frumvarp. Til að lýsa vantrausti á framkvæmdastjórnina þarf ⅔ þingsins.

Lýðræðishalli
Í Evrópusambandinu er sérstakt orð yfir þann áhrifamissi sem kjósendur mega þola þegar ákvarðanataka flyst frá þjóðþingum aðildarríkja Evrópusambandsins til Brussel. Orðið er lýðræðishalli. 

Í Brussel eru flestar ákvarðanir teknar ef embættismönnum, en ekki af lýðræðislega kjörnum fulltrúum. Þróunin hefur frá upphafi verið sú að ákvarðanataka í sífellt fleiri málaflokkum færist frá lýðræðislega kjörnum þjóðþingum til embættismanna í Brussel. Lýðræðishallinn fer því vaxandi.

Niðurstöður könnunar meðal íbúa Evrópusambandsins (*1) virðast styðja þetta. Þannig töldu 56% svarenda rödd sína skipta máli í landsmálum, en hinsvegar töldu aðeins 34% rödd sína skipta máli í Evrópumálum.

Fjarlægð eykst milli kjósenda og fulltrúa
Þegar ákvarðanir flytjast frá þjóðþingum til Brussel, þá eykst um leið fjarlægð milli kjósenda og þeirra sem véla um ákvarðanir og löggjöf. Það verður því mun erfiðara fyrir kjósendur að ná sambandi við kjörna fulltrúa sína, eða safnast saman og mótmæla. 
Einnig verður erfiðara fyrir fulltrúa sem lifir og hrærist í Brussel að setja sig í spor fjarlægra kjósenda.

Lýðræðið virðast vera til trafala
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur rekið sig á það að íbúum aðildarríkjanna er ekki fyllilega treystandi til að kjósa yfir sig meiri samruna og samþjöppun valds í Brussel.  Það olli töfum á samrunanum, þegar ný stjórnarskrá Evrópusambandsins var felld í þjóðaratkvæðagreiðslum í Frakklandi og Hollandi.
Í stað þess að taka mark á vilja kjósenda, lagði framkvæmdastjórnin fram nýjan sáttmála (Lissabon) sem fól í sér nánast sömu breytingar og stjórnarskráin sem kjósendur höfðu hafnað. 
Lissabon sáttmálinn var hins vegar ekki settur í þjóðaratkvæði, heldur var hann samþykktur af þjóðþingum aðildarríkjanna. Aðeins Írland lagði hann í dóm kjósenda sem sögðu “nei”. Þar sem það var rangt svar, var “fræðslan” stórefld og Írar látnir kjósa aftur.

Minnkandi þátttaka í kosningum til Evrópuþings
Þátttaka í kosningum til Evrópuþingsins hefur farið minnkandi frá upphafi og er nú komin niður í 43%. Áhugaleysi kjósenda skýrist kannski af því hve Evrópuþingið er áhrifalaust. Það er í raun framkvæmdastjórnin sem hefur löggjafarvaldið og kjósendur geta ekki kosið fulltrúa í hana.

Frumkvæðisréttur fólksins er til málamynda
Í Lissabon sáttmálanum kom inn ákvæði (*2) um að ein milljón íbúa Evrópusambandsins geti  skorað á framkvæmdastjórnina að leggja fram frumvarp að lögum um tiltekið málefni. 
Þess er krafist að undirskriftir safnist frá 0.5% kjósenda, sem koma frá að minnsta kosti þriðjungi aðildarríkja.
Vandinn er sá að það krefst mikilla fjármuna að safna milljón undirskriftum frá svo mörgum ríkjum og engir styrkir eru í boði til þess.
Jafnvel þótt takist að safna undirskriftum þá er samt erfiðasti hjallin eftir, því framkvæmdastjórnin hefur algert sjálfdæmi um hvort hún tekur málið á dagskrá eða ekki. 
Þannig söfnuðust meira en 1,2 milljón undirskriftir til stuðnings þeirri tillögu að Evrópuþingið hætti sínu kostnaðarsama flakki milli Brussel og Strasburg. Forsetar Evrópuþingsins létu sér fátt um finnast og höfnuðu því að tillagan yrði rædd í þinginu.

Vaxandi gjá á milli leiðtoga og íbúa
Skoðanakannanir á vegum Evrópusambandsins (*1) sýna vaxandi andstöðu almennings við flutning ákvarðana frá aðildarríkjum til Brussel. Á sama tíma vinna leiðtogarnir að sífellt nánari samruna og miðstýringu. Þetta veit ekki á gott.  
Kannanir staðfesta einnig að þeim fer fækkandi sem finnst sambandið “standa fyrir lýðræði”, hlutfallið lækkaði úr 26% í 19% milli árana 2009 og 2010. Aðeins 50% íbúa telja “skilvirkni lýðræðis viðunandi” í Evrópusambandinu, en það er lækkun úr 54% frá því ári áður. (*1)

Niðurstaða
Evrópusambandið er ekki lýðræðislegt, allavega ekki í þeim skilningi að þar sé farið að vilja íbúanna eða fylgt góðri venju um aðskilnað framkvæmda- og löggjafarvalds.

Þrátt fyrir fögur fyrirheit er staðreyndin sú að Evrópusambandið er ólýðræðislegt bákn sem þróast hröðum skrefum til meiri miðstýringar, þvert gegn vilja íbúanna.

Heimildir:

(*1) Könnun Eurobarometer frá því í Maí 2010, var birt í Nóv 2010
http://ec.europa.eu/public_opinion/archives/eb/eb73/eb73_vol1_fr.pdf

(*2) Frumkvæðisréttur:
http://ec.europa.eu/dgs/secretariat_general/citizens_initiative/index_en.htm

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Já góðan daginn, ég ætla kannski að taka á nokkrum þessum punktum þínum.

Er það sem sagt þitt mat að það sé lýðræðishalli í USA þar sem Hillary Clinton, Timothy Geitner og allir aðrir í Obama administration fyrir utan forsetann sjálfan séu ekki lýðræðislega kjörnir?  Var þá ekki líka mikill lýðræðishalli á Íslandi þegar Gylfi Magnússon og fyrrverandi dómsmálaráðherra voru skipuð í embætti? Mikil ósköp hlýtur þá lýðræðishallinn vera mikill á íslandi þegar ofan á er lagt að við tökum við reglum frá esb án þess að hafa þar nokkurn fulltrúa. 

Það ber svo auðvitað að nefna hérna að framkvæmdastjórnin er aðeins skipuð fái hún atkvæði til þess frá lýðræðislega kjörnu þingi ESB. Þegar búið er að setja fram stjórnina fer hún fyrir þingið og situr undir spurningum þingmanna, ef þingið er ekki ánægt með stjórnina, þarf að skipa hana upp á nýtt þar til þingmeirihluti fæst fyrir henni. Þetta er alveg fullkomlega lýðræðislegt fyrirkomulag.

Andstæðingar ESB hamra á þessu gjarnan, með það að ESB sé hræðilega ólýðræðislegt, oft held ég reyndar að þeir hinir sömu viti hreinlega ekkert um ESB eða hvað það sé sem er svo ólýðræðislegt við það oft falla þeir bara í þessa venjulegu frasa, um hina ókjörnu embættismenn, eins og það sé ekki fullt af þeim út um allt í lýðræðisríkjum, til dæmis seðlabankastjórar, hæstaréttadómarar, nú og svo viðskiptaráðherra, dómsmálaráðherra í okkar tilfelli og öll stjórn Obama í Bandaríkjunum.

Það væri svo sem alveg hægt að kjósa þessa framkvæmdastjóra í beinni atkvæðagreiðslu, Þingforsetinn Jerzy Buzek hefur lagt fram tillögu þess efnis, spurning hvað verður út úr því, persónulega er ég á móti því, ég tel einfaldlega að framkvæmdastjórnin verði ekki skipuð jafn hæfu fólki. 

Það er svo auðvitað fullkomlega eðlilegt finnist að rödd sín skipta minna máli í Evrópupólitík versus lókal pólitík, einfaldlega vegna þess að ESB er samband 500 milljón manna, það segir sig sjálft að rödd okkar skiptir meira máli í íslenskum kosningum með kannski 200.000 kosningabærra manna. Hvernig það kemur lýðræðishalla við skil ég nú ekki alveg.

Varðandi það að lissabon hafi ekki verið samþykktur í hverju ríki fyrir sig með beinni þjóðaratkvæðargreiðslu, heldur með samþykkt þing hvers ríkis fyrir sig, nema Írlands, þar er nú komið að allra furðulegustu klisju um þennan blessaða lýðræðishalla. Hvað hafa íslendingar oft kosið um mál í þjóðaratkvæði, kannski tvisvar? Man það ekki, en ég er nokkuð viss um að Bandaríkjamenn hafi aldrei nokkurn tímann gert það. 

Hvað þjóðríki eða samband mundi einhvern tímann þróast til hins betra ef ekki aðeins allar breytingar á því myndu þurfa að fara í gegnum þjóðaratvkæði, heldur allar sýslur í landinu þyrftu að samþykkja það. Héldu kannski menn að ESB myndi aldrei taka breytingum fyrst að Írar sögðu nei í þjóðaratvæðagreiðslunni. Ef íslenska ríkið hafnar skattabreytingum, þýðir það þá að það verði aldrei breytt skattkerfinu? 

Írar kusu nei vegna þess að þeir voru ósáttir við eitt eða tvö atriði, svo ESB rannsakaði hvað þeir voru ósáttir við, gerðu undanþágur fyrir þá og þá kusu Írar Já. Fullkomlega lýðræðislegt. 

Jón Gunnar Bjarkan, 11.2.2011 kl. 13:46

2 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

:"Ísafold, félag ungs fólks gegn ESB aðild heldur opinn fund í samstarfi við Politica, félag stjórnmálafræðinema nk. þriðjudagskvöld 15. febrúar. Fundurinn verður haldinn í salarkynnum Háskóla Íslands, stofu 103 á Háskólatorgi. Sérstakur gestur og frummælandi verður Jón Bjarnason sjávarútvegs - og landbúnaðarráðherra. Fundarstjórn annast Stefnir Húni Kristjánsson formaður Ísafoldar."

Guðrún Sæmundsdóttir, 11.2.2011 kl. 17:06

3 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

flott hjá unga fólkinu að berjast gegn yfirráðum ESB á Íslandi, Unga fólkið erfir Ísland og það skiptir þau miklu máli að landið haldi sínum auðlindum og fullveldi. vonandi er auglýsingin læsilegri hér :)

:"Ísafold, félag ungs fólks gegn ESB aðild heldur opinn fund í samstarfi við Politica, félag stjórnmálafræðinema nk. þriðjudagskvöld 15. febrúar. Fundurinn verður haldinn í salarkynnum Háskóla Íslands, stofu 103 á Háskólatorgi. Sérstakur gestur og frummælandi verður Jón Bjarnason sjávarútvegs - og landbúnaðarráðherra. Fundarstjórn annast Stefnir Húni Kristjánsson formaður Ísafoldar."

Guðrún Sæmundsdóttir, 11.2.2011 kl. 17:10

4 Smámynd: Frosti Sigurjónsson

Jón Gunnar,

Það væri kannski í lagi að ríkisstjórn sé skipuð fagráðherrum eins og Gylfa, ef sjálft löggjafarvaldið er hjá Alþingi. En í ESB er framkvæmdastjórnin bæði með framkvæmda og löggjafarvald í ríkum mæli.

Ég legg ekki dóm á lýðræðið í Bandaríkjunum enda stendur ekki til að Ísland gangi í þann klúbb.

Jafnvel þótt framkvæmdastjórar væru kosnir í beinni kosningu af fólkinu þá eru þeir áfram með bæði framkvæmda- og löggjafarvald. Því þyrfti líka að breyta.

Þér finnst eðlilegt að fólki finnist atkvæði sitt skipta minna máli í stórríki. Ég tel það mikla óheillaþróun, því ef fólk hefur ekki áhrif þá vantar allt aðhald að valdhöfum - slíkt aðhaldsleysi hefur alltaf leitt til ófarnaðar.

Eins og þú veist þá var stjórnarskrá Evrópusambandsins hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslum í Hollandi og Frakklandi. Brussel hætti þá við hana og kom fram með Lissabon sáttmálann sem var í meginatriðum samhljóða stjórnarskránni. En nú var farin sú leið að leggja sáttmálann fyrir þjóðþingin og þau hlýddu því og samþykktu öll, nema Írland - en þar hefði það talist brot á stjórnarskrá. Samþykkt Lissabon sáttmálans var samsæri stjórnmálamanna gegn kjósendum. Lýðræði er bara til trafala í þeirra huga.

Íslendingar hafa ekki haft nóg af þjóðaratkvæðagreiðslum, því miður. Það sannar ekki að óþarfi hafi verið að leggja Lissabon sáttmálann fyrir íbúa aðildarríkjanna. Kjósendur voru að sjá mikilvæga málaflokka flytjast til Brussel, og þar með til valdastofnana sem þeir gátu ekki haft áhrif á með atkvæði sínu. Var ekki rétt að spyrja þá leyfis?

Smáþjóðirnar misstu gríðarleg áhrif innan ESB með tilkomu Lissabon sáttmálans, samt þótti ekki ástæða til að spyrja íbúa þeirra álits. Jón Gunnar ert þú hrifinn af þessu?

Þú spyrð "Hvaða þjóðríki eða samband myndi einhverntíman þróast til hins betra ef allar breytingar á því þyrftu að fara í gegnum þjóðaratkvæði" Ég get nefnt þér dæmi um Sviss. Þar eru þjóðaratkvæðagreiðslur um mikilvæg atriði og þetta ríki hefur verið afar farsælt.

Ég held að Írar hafi verið undir mjög miklum þrýstingi í annað sinn sem þeir voru látnir kjósa um Lissabon sáttmálann. Hagkerfi þeirra var hrunið og sem aðili að evrópska myntbandalaginu þurftu þeir að reiða sig á miskun Brussel. Sjálfstraust þjóðarinnar var í molum og þeir voru ekki í stöðu til að segja annað en já. - Flott hjá Brussel?

Frosti Sigurjónsson, 11.2.2011 kl. 17:24

5 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Frosti, Þetta er bara helvítis blekking hjá þér og þessar fullyrðingar þínar eru einfaldlega rangar. Þetta veistu fullvel en sérhagsmunir þínir eru slíkir að þú sérð ekkert að því að ljúga hérna.

Eða ertu kannski bara siðlaus ?

Staðreyndin er einfaldlega sú að Framkvæmdastjórn ESB getur lagt fram frumvörp, sem þó verða að hljóta samþykkis Evrópuþingins og koma til umræðu Ráðherraráðs ESB ef svo ber undir. Hinsvegar er það þannig að flest lög ESB koma frá Evrópuþingu og Ráðherraráði ESB.

Þú hefðir vitað þetta hefðir þú hundskast til þess að kynna þér vinnuferli ESB á internetinu (wiki).

Það gæti hinsvegar hugsast að þú hefðir ekki áhuga á staðreyndum málsins.

Jón Frímann Jónsson, 11.2.2011 kl. 21:43

6 Smámynd: Frosti Sigurjónsson

Sæl Jón Frímann,

Þú hlýtur að hafa misskilið eitthvað því Wikipedia staðfestir einmitt það sem ég benti á framkvæmdastjórnin hefur bæði frumkvæðisrétt að lagasetningu í ESB og líka framkvæmdavaldið :

"The European Commission is the executive body of the European Union. The body is responsible for proposing legislation, implementing decisions, upholding the Union's treaties and the general day-to-day running of the Union.[2]"

heimild: http://en.wikipedia.org/wiki/European_Commission

Þú gerir málstað þínum lítinn greiða með því að vera með dónaskap.

Frosti Sigurjónsson, 12.2.2011 kl. 00:05

7 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Þetta er útúrsnúningur í þér Frosti og það veistu fullvel. Að setja lög innan ESB er þriggja stofnana ferli. Þá koma Framkvæmdastjórn ESB, Evrópuþingið og Ráðherraráð ESB að því.

Eftir að Lisbon sáttmálin tók gildi var tillöguréttur að lögum þessara stofnana aukinn til jafns á við Framkvæmdastjórn ESB.

Eins og þú ennfremur veist fullvel. Þá er Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins skipuð af aðildarríkjum ESB vegna þess að ESB er ekki ríki. Þetta er samband ríkja í Evrópu. Þegar þú krefst þess að Framkvæmdastjórn ESB sé kosin þá ertu að biðja um eitt ríki á meginlandi Evrópu. Þar með ert þó að óska eftir því að það verði eitt ríki í Evrópu, en ekki mörg eins og eru í dag.

Þú hefur engann rétt á því að saka mig um dónaskap. Þar sem þú hefur sýnt lesendum þínum einn hinn mesta dónaskap sem hægt er að sýna þeim.

Þú laugst af þeim og skammast þín ekkert fyrir það. Slíkt er dónaskapur og mjög mikill dónaskapur ef útí það er farið.

Jón Frímann Jónsson, 12.2.2011 kl. 00:59

8 Smámynd: Frosti Sigurjónsson

Jón Frímann, er þér alveg fyrirmunað að vera kurteis þótt þú sért ósammála?

Ennfremur getur þú ómögulega vitað hvað ég "veit fullvel" eða ekki.

Hvar í Lissabon sáttmálanum stendur að Evrópuþingið hafi rétt til að koma með lagafrumvörp til jafns við framkvæmdastjórnina? Ég vona að þú sért ekki að ljúga að mér.

Þú kemur inn á áhugaverðan punkt, að ESB sé ekki ríki heldur samband aðildarríkja og væntanlega finnst þér þess vegna í lagi að framkvæmdastjórnin hafi bæði framkvæmda og löggjafarvald, og hún þurfi ekki að vera lýðræðislega kosin etc.

Fleiri hafa nefnt þetta, en ég tel þetta ekki gilda afsökun. Niðurstaðan er nefnilega alltaf sú sama, íbúar aðildarríkja geta ekki kosið þá sem setja þeim lög, allavega ekki í þeim málaflokkum sem Brussel ákveður lögin fyrir aðildarríkin. Þú sérð að áhrif kjósenda hljóta þá að hafa minnkað og þar með hefur lýðræðið minnkað. - Ég hef áhyggjur af þessu.

Ég hef ekki krafist þess að framkvæmdastjórnin sé kosin. Ég myndi telja betra Evrópuþingið sem er lýðræðislega kosið hafi löggjafar valdið en framkvæmdastjórnin hafi það ekki.

Skemmtilegt spaug hjá þér að ég sé að óska eftir einu ríki í Evrópu. Meira svona :)

Að lokum. Alveg óþarft að saka mig um lygar, því það þarf bara ekki að ljúga neinu til að sýna fram á að Evrópusambandið sé ólýðræðislegt.

Með von um að þú verðir kurteisari og málefnalegri í næsta innleggi. Áskil mér rétt til að eyða út öllum dónaskap.

Frosti Sigurjónsson, 12.2.2011 kl. 18:51

9 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Frosti, þú ert að ljúga hérna og það er staðreynd. Þú getur ekki snúið þig útúr þessu eins og þú reynir hérna.

Þú getur ennfremur ekki komið með rök fyrir máli þínu. Greinin þín hérna að ofan er eintóm þvæla og vel það.

Í grein um Lisbon sáttmálann sem ég vísa í hérna að ofan stendur þetta hérna.

"Lawmaking: the 'co-decision procedure' (renamed 'ordinary legislative procedure') has been extended to several new fields. This means that Parliament now has the same degree of lawmaking power as the Council in some areas where it used to be merely consulted or not involved at all. These areas include legal immigration, penal judicial cooperation (Eurojust, crime prevention, alignment of prison standards, offences and penalties), police cooperation (Europol) and some aspects of trade policy and agriculture. The Parliament now has a role to play in almost all lawmaking."

Þetta eru hin nýju völd Evrópuþingsins. Æðsta vald ESB er hinsvegar ráðherraráðið (varð sjálfstæð stofnun frá og með 1. Desember 2009).

Það er ennfremur ekkert vandamál fyrir íbúa ESB aðildarríkjana að hafa samband við stofnanir ESB. Þær svara hratt og vel. Það hef ég prufað sjálfur með þær fáu spurningar sem ég hef haft.

Þú ennfremur viljandi kýst að hlusta ekki á það sem ég segi hérna. Enda kemur það málflutningi þínum afskaplega illa.

Þið rugludallanir og einangrunarsinnanir í Heimssýn hafið ekkert breyst frá árinu 1969, þar sem nákvæmlega sami hræðsluáróður var notaður gegn EFTA aðild Íslands á sínum tíma. Fyrrverandi Formaður (Ragnar Arnalds) kom með þann hræðsluáróður á sínum tíma.

Þú hefur ennfremur ekki hrakið neitt af því sem ég hef sagt hérna. Bara snúið útúr því með tómri froðu eins og má sjá augljóslega hérna.

Það eru ríkisstjórnir aðildarríkjanna (sem eru kjósendur aðildarríkjanna kjósa) sem skipta sína fulltrúa hjá ESB. Eins og þú veist þá er Evrópuþingið kosið beinni kosningu og í Ráðherraráðinu sitja Ráðherrar aðildarríkjanna og þeir eru kosnir af kjósendum aðildarríkjanna. Þannig að þessi fullyrðing um lýðræðishallan innan ESB er ekkert nema uppspuni andstæðinga ESB á Íslandi og annarstaðar.

Það eina sem kemur frá andstæðingum ESB á Íslandi og annarstaðar er blekkingar, hræðsluáróður og hreinræktaðar lygar.

Það er ekki séns að ég muni láta slíkt óátalið í umræðunni um ESB.

Það er hlægilegt að þú skulir saka mig um dónaskap. Sérstaklega í ljósi þess að þú ert að ljúga blákalt að lesendum þínum um ESB. Þegar þú ert með svona skort á siðgæði hérna. Þá velti ég því fyrir mér hvernig þú hefur hagað þér annarstaðar þar sem þú hefur unnið. Ég nefnilega veit fullvel að þú ert í fullri vinnu núna hjá Heimssýn sem stjórnarmaður.

Ef þú eyðir svari eftir mig. Þá mun ég setja það uppá bloggið hjá mér sem viðvörun til annara um hvernig fer fyrir þeim sem reyna að þagga niður í þeirri gagnrýni sem ég kem með á málflutning andstæðinga ESB á Íslandi.

Jón Frímann Jónsson, 12.2.2011 kl. 20:56

10 Smámynd: Frosti Sigurjónsson

Jón Frímann,

Ég bað þig að segja mér hvar í Lissabon sáttmálanum það standi, sem þú hefur haldið fram, að Evrópuþingið hafi rétt til jafns við framkvæmdastjórnina til að leggja fram lagafrumvörp.

Þú kemur með tilvitnun þar sem sagt er að áhrif Evrópuþingsins á lagasetningu hafi færst nær því að vera jöfn því sem Ráðherraráðið hefur.

Getur verið að þú sért að rugla saman Framkvæmdastjórn (Commission) og Ráðherraráði (Council) ?

Frosti Sigurjónsson, 13.2.2011 kl. 00:57

11 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Frosti, Þetta stendur þarna en þú vilt bara ekki sjá það. Voðalega einfalt. Þú virðist þó eiga í stórkostlegum vandræðum með að skilja þetta.

Ég ætla þó að gera tilraun og sjá hvernig það fer. Wikipedia útskýrir þetta flókna ferli á frekar einfaldan máta.

"Article 294 TFEU[7] outlines ordinary legislative procedure in the following manner. The Commission submits a legislative proposal to the Parliament and Council. At the first reading Parliament adopts its position. If the Council approves the Parliament's wording then the act is adopted. If not, it shall adopt its own position and pass it back to Parliament with explanations. The Commission also informs Parliament of its position on the matter. At the second reading, the act is adopted if Parliament approves the Council's text or fails to take a decision. The Parliament may reject the Council's text, leading to a failure of the law, or modify it and pass it back to the Council. The Commission gives its opinion once more. Where the Commission has rejected amendments in its opinion, the Council must act unanimously rather than by majority.[3]

f, within three months of receiving Parliament's new text the Council approves it, then it is adopted. If it does not then the Council President, with the agreement of the Parliament President, convenes the Conciliation Committee composed of the Council and an equal number of MEPs (with the attendance and moderate of the Commission). The committee draws up a joint text on the basis of the two positions. If within six weeks it fails to agree a common text, then the act has failed. If it succeeds and the committee approves the text, then the Council and Parliament (acting by majority) must then approve said text. If either fails to do so, the act is not adopted.[3] "

Tekið héðan.

Ég geri mér hinsvegar litlar vonir til um það að þú skiljir þetta. Miðað við þann væng stjórnmálanna sem þú kemur úr á Íslandi. Sá vængur er nefnilega allt annað en lýðræðislegur í raun.

Jón Frímann Jónsson, 14.2.2011 kl. 15:44

12 Smámynd: Frosti Sigurjónsson

Jón Frímann,

Þessi Wikipediu texti styður reyndar það sem ég sagði: Framkvæmdastjórnin kemur með frumvörp, en þingið getur aðeins komið með breytingar eða hafnað. Þingið hefur ekki frumkvæðisrétt.

Þú skilur að frumkvæðisvald framkvæmdastjórnar er mikið vald og til viðbótar hefur framkvæmdastjórnin framkvæmdavaldið. Þeim finnst þetta nauðsynlegt því þeim liggur mikið á að byggja upp stórríki og það gengur hraðar ef hlutunum er stillt svona upp.

Ég held að það sé best að viðurkenna hvernig þetta kerfi virkar í raun. Svo getur verið að þér finnist þetta ágætt kerfi. Ég virði það, en myndi telja betra ef Evrópuþingið hefði frumkvæðisvald að lögum og þannig væri skýrari aðgreining milli framkvæmda- og löggjafarvalds en nú er.

Frosti Sigurjónsson, 14.2.2011 kl. 22:29

13 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Lagafrumvörp sem framkvæmdarstjórnin leggur fram er alltaf saminn með það í huga að allir aðilar í framkvæmdarstjórninni séu því sammála, og þar eru fulltrúar allra ríkja ESB. Þetta er hefð sem er lögð upp með til að vernda sérhagsmuna hvers ríkis fyrir sig. Allt annað væri upp á teningnum ef einstakir þingmenn gætu lagt fram frumvörp. Þannig gæti til dæmis franskur evrópuþingmaður lagt fram frumvarp um niðurfellingu á árlegum endurgreiðslum ESB til Breta, flestir þingmenn myndu væntanlega samþykkja þetta í óþökk Breta.

Þetta er mjög gott kerfi eins og það er, en það virkar reyndar töluvert hægt, sem er að mínu mati eini raunverulegi gallinn á ESB strúktúrnum.

Jón Gunnar Bjarkan, 15.2.2011 kl. 16:16

14 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Til að svara sendingunni sem ég fékk hjá þér í andsvari hér að ofan að þá virðist fara framhjá þér að framkvæmdavaldið á Íslandi hefur sama löggjafavald og framkvæmdastjórnin í ESB og jafnvel meira löggjafarvald. Ráðherrar eru í flestum tilfellum líka þingmenn og geta kostið um frumvörp, það geta ekki framkvæmdarstjórnarnir í Evrópuþiinginu að mér vitandi, og ráðherrar get lagt fram frumvörp. Þannig að þú verður eitthvað að endurhugsa þennan kafla um framkvæmdarvaldið og löggjafarvaldið á íslandi. 

"Þér finnst eðlilegt að fólki finnist atkvæði sitt skipta minna máli í stórríki." Að sjálfssögðu finnst mér það eðlilegt, það segir sig sjálft. Það þarf ekki einu sinni meðalgreinda manneskju að átta sig á því að atkvæmi sitt skiptir minna máli í kostningum þar sem 300 milljónir eru kosningabærir versus þar sem 300.000 eru kosningabærir. Þetta hefur þó ekkert með lýðrlæðishalla að gera. Samkvæmt þinni kenningu þá er lýðræðishalli í öllum ríkjum þar sem kosningabærir menn eru fleiri en einn einstaklingur, ef þeir eru orðnir tveir þá er orðinn lýðræðishalli. Ertu að reyna segja að það sé meiri lýðræðishalli í Svíþjóð en danmörku einfaldlega vegna þess að þar býr fleira fólk, þvilíkt rugl barasta.

Svo heldurðu áfram að tönnlast á Lissabon sáttmálanum og ferð eitthvað út á tún með samsæri og þaðan af annað rugl. Ef þjóðir vilja leggja næstu sáttmála í þjóðaratkvæðagreiðslu þá er þeim velkomið að gera það, það sem er fyndnast af þessu öllu er að þið eruð alltaf að andskotast út í ESB fyrir að leggja ekki lissabon sáttmálann í þjóðaratkvæði þegar ESB hefur ekkert með það að gera. En almennt séð þá er það gjörsamlega galinn hugmynd að allir sáttmálar þurfa að fara í gegnum þjóðaratkvæði, það er eins og að ef við ætluðum að breyta kvótakerfinu í þjóðaratkvæði og hvert einasta bæjarfélag yrði að vera sammála, annars þyrfti nýja þjóðaratkvæðagreiðslu. Þarf hvert einasta bæjarfélag í Sviss að samþykkja þjóðaratkvæðagreiðslurnar, nei það held ég ekki.

Þetta er eintómt rugl, allt í einu eru lýðræðislega kjörin þing í Vestur Evrópu ekki nógu góð til að taka ákvarðanir fyrir þegnana sem kusu þá einmitt til þess að gera það og þing á vesturlöndum hafa gert í meira en öld. Það fáránlegasta er að fólk gleypir þetta rugl í andstæðingum ESB.

Jón Gunnar Bjarkan, 15.2.2011 kl. 16:47

15 Smámynd: Júlíus Björnsson

Um upptöku evru ef  Meðlima ríki búið að hafa  segjum 37.000 evrur á mann á ári í 5 ár: þá fær það heimild til að setja á markað í gegnum sinn Seðlabanka 37.000 evrur á ári næstu 5 ár.  Þetta geta líka verið gjaldeyrishöft fyrir almenning þar sem tekjur eru 3 sinnum lægri en á Íslandi í dag og 5 sinnum lægri en í Danmörku.

Júlíus Björnsson, 16.2.2011 kl. 18:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband