Ekki ein niðurstaða um þjóðkirkju

Í samantekt stjórnlaganefndar um niðurstöður þjóðfundar kemur meðal annars þetta fram: 

"Efla skal ímynd Íslands, stuðla að fjölmenningu og aðskilnaði ríkis og trúfélaga."

Hugsanlega hefur þessi samantekt verið gerð í einhverjum flýti því þegar gögnin sjálf eru skoðuð þá kemur einmitt fram að skoðanir hafi verið nokkuð skiptar um hvort gera eigi breytingu á stöðu þjóðkirkjunnar.

Um ýmis önnur mál er hins vegar mikill einhugur t.d. að ráðherra skuli ekki skipa dómara í hæstarétt. Þar er áþreifanleg niðurstaða á ferð.

Hér má nálgast niðurstöður þjóðfundarins á margs konar formi. 

http://www.thjodfundur2010.is/nidurstodur/

 


mbl.is Stjórnarskrá fyrir fólkið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Ég er að skoða gögnin og sé ekki betur en að það sé ansi mikill "einhugur" varðandi trúfrelsi og jafnrétti. Gætir þú komið með dæmi um "skiptar skoðanir" varðandi stöðu Þjóðkirkjunnar?

Matthías Ásgeirsson, 7.11.2010 kl. 22:48

2 identicon

Rétt hjá Frosta. Og vilji menn fá dæmi um skiptar skoðanir er auðvelt að fletta upp í trénu undir "Mannréttindi" og "samspil ríkis og þjóðkirkju".

Jóhannes Þór Skúlason (IP-tala skráð) 7.11.2010 kl. 23:02

3 Smámynd: Björn Leifur Þórisson

Sæll, hvaða skoðun hefur þú á að ráðherrar séu utanþings, persónukjöri til alþingis og fækkun þingmanna? Kveðja, Björn.

Björn Leifur Þórisson, 7.11.2010 kl. 23:20

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Um ýmis önnur mál er hins vegar mikill einhugur t.d. að ráðherra skuli ekki skipa dómara í hæstarétt.

Mér finnst Háskóli lögfræði deild eigi að til nefna einn hæstarréttardómara, Hæstiréttur réttur sjálfur einn og löggjafinn  einn. Síðan eigi þjóðin að velja þann hæfasta af þremur jafningjum. Samfara kosningum um Framkvæmdavald til 6 ára: í ljósi 5 ára kúlulána.    

Júlíus Björnsson, 8.11.2010 kl. 03:04

5 Smámynd: Frosti Sigurjónsson

Matthías, dæmin sem ég rakst á eru í trénu undir Mannréttindi. Eflaust voru þau víðar. Það þarf að skoða þetta vel áður en ákveðið er að úrskurða að ein skoðun hafi verið annari yfirsterkari. Held að stjórnlaganefndin hljóti að fara betur yfir þetta í góðu tómi.

Björn Leifur, ég er á því að ráðherrar eigi að vera utanþings, fylgjandi persónukjöri til alþingis en hef ekki enn myndað mér skoðun á því hvort það sé til bóta að fækka þingmönnum. Hef áhuga á að kynna mér kosti og galla þess.

Júlíus, það voru sett ný lög í maí 2010 um skipan dómara þar er margt gott um skipun nefndarinnar. Dregið var úr möguleikum ráðherra til að ganga gegn vali nefndarinnar, nú þarf hann að fá samþykki meirihluta þingsins. Betra hefði verið að 2/3 þings þyrfti til að fallast á slíkar æfingar. Í Finnlandi sér forsetinn um það formsatriði að skipa dómara skv. nefndartillögu. Mætti skoða það hér.

Frosti Sigurjónsson, 8.11.2010 kl. 15:28

6 Smámynd: Kristján H Theódórsson

Getur fólk ekki einfaldlega viðurkennt að trú á ekki undir nokkrum kringumstæðum að blanda saman við landsstjórnina! Hvorki hér né annarsstaðar.

Ef eitthvað væri réttlætanlegt að kveða á um trúmál í stjórnarskrá. skal það vera jú um algjört trúfrelsi og svo auðvitað strangt bann við mismunun eftir trúarbrögðum og/eða nokkra aðkomu þeirra að lands og sveitarstjórnarmálum!

Þetta er einfaldlega allt saman ímyndunarlegs eðlis og á sér ekki nokkurn tilverurétt sem áhrifavaldur í stjórnarskrá.

Það hefur verið margbent á að hin s.k. kristnu gildi eiga sér miklu eldri rót en þessi 2000 ár sem sumir halda. Við höfum nóg siðferðisleg viðmið að vísa til þótt við tengjum þau ekki einni trú umfram aðrar.

Kristján H Theódórsson, 8.11.2010 kl. 17:03

7 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Ég skil þetta ekki. Ég skoðaði þessi dæmi og þau eru sárafá og misvísandi, aftur á móti virðist sterk krafa um trúfrelsi og aðskilnað ríkis og kirkju. Ég sé ekki að það sé meiri "einhugur" um önnur mál á þessum fundi.

Matthías Ásgeirsson, 8.11.2010 kl. 17:34

8 Smámynd: Theódór Norðkvist

Aðskilnaður ríkis og trúfélaga er gott mál, en er ekki ákveðin þversögn í því að ætla að stuðla að fjölmenningu og jafnframt efla ímynd Íslands? Við erum 300.000 manna þjóð (u.þ.b.) og okkar menning hverfur í menningu milljónaþjóðanna, ef við ræktum ekki okkar menningu.

Hvers vegna ætti ég að skrifa undir það að efla (ó)menningu frá þjóðum sem eru ekki kristnar og sumar beinlínis andkristnar? Á ég að fara að styðja það að menn gangi með kínverska tuskudreka niður Laugaveginn? Nóg er að þurfa að þola Gay Pride ruglið.

Ég vil að við eflum okkar menningu sem byggir á kristnum gildum og leyfum ekki niðurrifsöflum og fjölmenningarsinnum að eyðileggja það.

Theódór Norðkvist, 8.11.2010 kl. 21:18

9 Smámynd: Júlíus Björnsson

Fjöl og menning er orðskrípi samsett. Þar sem menning merkir allt það sem henni tilheyrir.  Hér var til að byrja með dönsk menning alls ráðandi í fyrsta þéttbýlinu. Þessi menning var blanda af menningar straum í Evrópu aðallega þýsku og Frönskum.   Hér hefur menning alltaf verið samsuða eins og annarstaðar. Fjölmenning er rasistagreining í mismunandi menningaheima. Ég sjálfur nota margt í menningu frá asíu en þar sem mín útgáfa er á Íslandi verður menning Íslensk. Ég tók lík fult með í heilanum frá Afríku.

Sameining en ekki sundrung er samfélagslegur þroski.

Júlíus Björnsson, 8.11.2010 kl. 22:09

10 Smámynd: Theódór Norðkvist

Júlíus, ef ég skil þig rétt þá ertu að segja að okkar menning sé undir áhrifum annars staðar og blönduð af menningu annarra þjóða. Í sjálfu sér er ég sammála því og tel ekkert athugavert ef einstaklingar tileinka sér heilbrigða siði erlendis frá, s.s. matargerð og ýmislegt fleira.

Aftur á móti erum við komin í vonda stöðu um leið og við lýsum yfir að öll menning eigi rétt á sér, tala nú ekki um ef það er sett í stjórnarskrá. Þá erum við að lýsa velþóknun okkar á heiðursmorðum múslimanna.

Theódór Norðkvist, 9.11.2010 kl. 04:00

11 Smámynd: Júlíus Björnsson

Hér á miðöldum og fyrr, var það aðalinn í hverju ríki fyrir sig sem lagði grunn að serímonum og klæðnaði almúgans. Þetta eru þjóða-menningar.  Máltíðir almennings voru reiknaðar með tilliti til lámarks næringar úr hráefnum á heimamarkaði. Þetta er grun matar menningar. Áhersla á að draga Íslendinga í dilka eftir hvenær eða hvaðan  þeir komu stjórnskipulega er hreinn rasismi.   Íslensk menning eru þeir siðir og hefðir sem eru hér í gangi á hverjum tíma. Það er hægt að kalla þetta Fransk-Íslenska mengingu, Afro-Íslenska menningu. Hér öllum frjálst að að stunda sína menningu ef það stenst stjórnaskrá.  Fjölbreytleg menning er ekki stjórnskrár mál að mínu mati heldur sjálfsögð.  

Júlíus Björnsson, 9.11.2010 kl. 19:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband